Iðgjöld launamanna og launagreiðenda til almennu lífeyrissjóða eru samtals 12% af heildarlaunum á almennum vinnumarkaði, 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum. Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið krefst þess að annað hvort verði réttindi í opinberu sjóðunum skert eða iðgjaldið hækkað í 19%. Opinberu sjóðirnir standa ekki undir sínum skuldbindingum og skuldir hins opinbera inn í sjóðina vex.
Samkvæmt lögum er miðað við að sjóðir á almennum vinnumarkaði tryggi að lágmarki 56% meðalævitekna á mánuði í mánaðarlegan lífeyri en samsvarandi hlutfall er 76% hjá hinu opinbera. Lífeyrisaldur á almennum vinnumarkaði er nú 67 ár en 65 ár hjá opinberum starfsmönnum. Á almennum vinnumarkaði standa iðgjöld og ávöxtun þeirra undir lífeyrisréttindum en ríki og sveitarfélög ábyrgjast tiltekin réttindi í sjóðum opinberra starfsmanna og ber að hækka iðgjald ef þau réttindi nást ekki með iðgjöldum og ávöxtun þeirra.
Tryggingafræðileg staða A-deildar LSR var neikvæð um 13,2% í árslok 2009 eða um ríflega 51 milljarð króna og staða A-deildar LSS var neikvæð um 10,2% eða 10,3 milljarða króna. Þar til viðbótar starfa B-deildir hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og sambærilegar deildir hjá sveitarfélögunum, vegna starfsmanna í starfi fyrir árið 1997.
Þar hefur safnast upp verulegur halli og voru lífeyrisloforð umfram eignir í B-deild LSR (og LH) í árslok 2009 um 392 milljarðar króna og í sjóðum sveitarfélaganna um 43 milljarðar. Halli B-deildarinnar hefur vaxið hratt á liðnum árum einkum vegna hinnar s.k. eftirmannsreglur og viðmiðunar við dagvinnulaun opinberra starfsmanna í stað vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að þegar laun hækka hjá opinberum starfsmönnum aukast lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga B-deildar og þar með skuldbindingar sjóðsins.
Verði ekkert að gert mun þessi skuldbinding halda áfram að vaxta og að lokum lendir reikningurinn á skattgreiðendum í framtíðinni. Almennu lífeyrissjóðirnir verða hins vegar að mæta neikvæðum mismun á eignum og skuldbindingum með skerðingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga. Mismunurinn sem í þessu felst endurspeglaðist vel í kjölfar fjármálahrunsins þegar lífeyrissjóðir almenns launafólks þurftu lögum samkvæmt að skerða réttindi lífeyrisþega sinna umtalsvert til að rétta stöðu sjóðanna á sama tíma og réttindi opinberra starfsmanna, sem tryggð eru með skattfé, standa óhögguð.
Meginmarkmiðið í kjaraviðræðum undanfarin á er að allur vinnumarkaðurinn búi við samræmt lífeyriskerfi sem jafnframt er sjálfbært og getur uppfyllt þær þarfir fyrir lífeyristryggingar sem samstaða er um að skilgreina. Stöðva verður áframhaldandi skuldaaukningu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna þannig að reikningurinn á skattborgara framtíðarinnar hætti að vaxa. Tryggð verð raunveruleg jöfnunar lífeyrisréttinda á öllum vinnumarkaðnum.
5 ummæli:
Takk fyrir að vekja máls á þessum mismun og standa vörð um réttindi félaga í almennum lífeurissjóðum.
Örörkugreiðslur mínar úr lífeyrissjóði hafa verið skertar um 16% síðustu misseri, í krónum talið. Þá er ekki með talin skerðing vegna kaupmáttarrýrnunar.
Haldi þetta áfram þá missir maður lífslöngun.
Steingrímur Sigfússon hefur sett verulega ofan fyrir þessi vinnubrögð.
Sæll, því er lífeyrisiðgjald alltaf flokkað í iðgjald launamanns og launagreiðanda ?
Sæll, því er lífeyrisiðgjald alltaf flokkað í iðgjald launamanns og launagreiðanda ?
Sæll,
Geturðu aðeins útskýrt hvaðan hallinn í A deild LSR kemur. Samkvæmt þeirra lýsingu virkar kerfið svona:"Mánaðarlegt iðgjald til A-deildar er 4% af heildar-launum. Eftir því sem iðgjöld eru hærri, því meiri verða réttindin. Með tímanum verða réttindin grundvöllur að góðum lífeyri." (sjá heimasíðu LSR), - Með slíkum uppsöfnuðum réttindum ætti ekki að myndast halli, nema útgreiðslur séu ekki í samræmi við ávöxtun. Hér er greinilega ekki allt sagt.
Hvernig myndar svona kerfi halla?
Það segir sig sjálft að það er halli á þessum sjóðum, í nýlega birtum skýrslum sem voru í flestum fjölmiðlum, þá vantar allt upp í 80% upp í að nokkrir af lífeyrissjóðum sveitarfélganna eigi fyrir skuldbindingum. Þessi neikvæað staða hefur myndast vegna þess að það er ekkert gert til þess að gera sjóðina sjálfbæra eins og krafan er aftur á móti um almennu sjóðina. T.d. ef lífeyrisaldur væri sá sami og eins að ávöxtun stæðist ekki þá væri skert eins og gert í almennu sjóðunum samkvæmt lagalegri skyldu sem einungis næri yfir almennu sjóðina. Svo einkennilegt sem það nú er. Og þegar ekki er skert og sjóður á ekki fyrir skuldbindingum myndast neikvæð staða. Það liggur fyrir að það þurfi að hækka skatta vegna þessara skulda ef ekkert verður að gert um 4-5% eftir innan við 5 ár.
Skrifa ummæli