miðvikudagur, 17. september 2008

Afturvirkni launahækkana

Ég hef allnokkrum sinnum komið að siðferði stjórnmálamanna í pistlum mínum. Íslenskir stjórnmálamenn slá gjarnan um sig með erlendri könnun þar sem fram kemur að spilling sé lág á Íslandi. Þetta gera þeir hiklaust í opinberum viðtölum og ræðum á hinu háa Alþingi, þrátt fyrir að fyrir liggi yfirlýsing frá þeim sem könnunina gerði, að hún sé ekki marktæk fyrir Ísland þar sem ekki séu til þær reglur á Íslandi sem könnunin metur í öðrum löndum. Það liggur einnig fyrir að ekki er verið mæla það sem einkennir íslenska spillingu, framapot, fyrirgreiðslur og eigin hagsmunagæsla. Íslenskir frjálshygjjumenn á Alþingi berjast gegn því að settar verði skýrari reglur um athafnir þeirra, svo þeir geti haldið áfram á sinni braut.

Í viðræðum um endurnýjun kjarasamninga fjármálaráðuneytisins við launamenn hefur hingað til verið með eitt óbreytanlegt atriði, samningamenn ríkisstjórnarinnar semji aldrei um afturvirkni kjarasamninga. Á það hefur verið ítrekað bent af hálfu launamanna að seinagangur samningamanna ríkisstjórnarinnar verði oft til þess að það líður alllangur tíma fram yfir gildisttíma kjarasamninga áður en nýr samningar næst. Þenna tíma fá launamenn ekki bættan á hærri launum. Því verður það að hag samningamanna fjármálaráðuneytisins að draga kjarasamninga.

En þegar kemur að þingmönnum sjálfum gilda aðrar reglur í öllu. Þeir hafa önnur og betri eftirlaunakjör en aðrir landsmenn. Þau samsvara um 30% aukalaunum eins og hagdeild Samtaka atvinnulífsins hafa reiknað út. Þingmenn settu lög um að ef lífeyrissjóðir launamanna eigi ekki fyrir skuldbindingum þá verði að skerða örurku og lífeyrisgreiðslur. Þeir settu eaftur á móti reglur um að ekki sé um skerðingar að ræða í þeirra lífeyrissjóð, það sem upp á vanrtar er sótt beint í ríkissjóð.

Þingmenn og ráðherrar fá fulla dagpeninga, en þurfa þrátt fyrir það ekki að standa straum af uppihalds- og hótelkostnaði, reikningar vegna þess eru sendir beint á ríkissjóð. En þeir settu reglur um dagpeningar annarra eigi að nýta þá til þess að greiða þennan kostnað. Þingmenn fá alltaf launahækkanir sem miðast við hækkun lægstu launa verkafólks. Flestir launamenn sem höfðu hærri tekjur en verkafólk fengu lítið sem ekkert úr síðustu kjarasamningum. Það kölluðu þingmenn þá ábyrga kjarasamninga.

Nú voru þingmenn að úthluta sjálfum sér sömu launhækkun og lægst launuðu stéttirnar fengu, og til viðbótar er það afturvirk um 4 mánuði. Fengu ljósmæður afturvirkni í sínum samningum?. Þingmenn skýla sér bakvið Kjarráð sem þeir skipa sjálfir. Pétur Blöndal hefur margoft lýst því yfir að hann sé merkisberi frjálsra athafna og hann vill að menn beri ábyrgð á sjálfum sér. Hann nýtir hvert tækifæri til þess að hnýta í launamenn og samtök þeirra. En þegar kemur að honum hagar hann sér nákvæmlega eins og aðrir forsvarsmenn frjálshyggjunnar, hann er á ríkisjötunni og stundar þar sjálftöku.

Engin ummæli: