mánudagur, 1. september 2008

Linkind fréttamanna

Í kvöldfréttum sjónvarpsins þar sem fjallað var um niðurstöður skoðanakönnunar, sögðu formenn stjórnarandstöðuflokka að ekkert hefði verið unnið í sumar og nefndir ekki kallaðar saman. Forsætisráðherra sagði að þetta væru ekki rétta stjórnarandstaðan fyldist greinilega ekki með.

Eru nefndir ekki skipaðar mönnum úr stjórnarandstöðu? Annar hvort eru formenn stjórnarandstöðu ekki að segja satt, eða forsætisráðherra að skýra þjóð sinni rangt frá. Af hverju spurði fréttakonan forsætisráðherra og formenn stjórnandstöðu þessarar spurningar? Einhverja hluta vegna finnst manni að það sé forsætisráðherra sem ekki er að segja satt.

Fréttakonan spurði forsætisráðherra um vinnu við eftirlaunalögin eins hann hefði lofað í vor. Svarið var að þetta væri ekki rétt það væri búið að halda tvo fundi. Samkvæmt því sem áður hefur komið þá var þessi nefnd fyrst kölluð saman fyrir viku. Það er að segja í lok ágúst. Forsætisráðherra var þarna að segja þjóð sinni ósatt. Það hefur ekkert verið gert í þessu máli. Af hverju spurði fréttakonan forsætisráðherra ekki frekar út í þetta?

Fjármálaráðherra sagði í viðtali fyrir skömmu að þaðværi ekki rétt að hann hefði ekkert gert til þess að bæta atvinnuástand. Hann væri búinn að setja af stað vinnu við vegarspottan yfir Lyngdalsheiði. Fór yfir hana í dag, fer reyndar alloft þá leið vegna vinnu minnar. Það er rétt að vinna er hafinn við vegarspottann. Þar voru að störfum ein grafa, ein jarðýta og tveir vörubílar og einn mælingamaður. Semsagt fjármálaráðherra er búinn að skaffa 5 ný störf. Á undanförnum vikum hefur um 2.000 manns verið sagt upp störfum sé. Eftirtektarverður árangur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fréttastofa Sjónvarps talar ekki um eftirlaunamálið nema algjörlega tilneydd. Hverju sem það sætir.

Rómverji