föstudagur, 26. september 2008

Eignalaust fólk

Hér er bréf sem barst til síðunnar

Ung hjón keyptu sér íbúð á 24 miljónir í upphafi árs 2007. Þau áttu 4 milljónir og tóku 20 milljónir að láni, verðtryggt lán til 40 ára. Nú um næstu áramót stefnir í að staða þessara hjóna verði sú að þó svo íbúðin hafi hækkað í upphafi tímabilsins og var um mitt þetta ár kominn niður í kaupverðið, en verður kominn neðar um næstu áramót. Miðað við 6% verðbólgu á síðasta ári og 15% á þessu ári er skuld hjónanna orðin rúmar 24 miljónir. Fjóru milljónirnar þeirra eru horfnar til eigenda skuldarinnar og þau eru orðin eignalaus. Þó verðbólgan lækki um helming á næsta ári, eiga þessi hjón minna en ekki neitt næstu ár og jafnvel áratugi.

Líklegt er að mörg þúsund jafnvel tugþúsund einstaklinga lendi í þessari stöðu. Þetta ástand er og mun valda upplausn í þjóðfélaginu og líklegt að fjölmargir gangi út úr íbúðunum og flyti til annarra landa, þar sem ekki er komið fram við fólk með þessum hætti. Mitt álit er að ríkisstjórnin verði nú þegar að afnema lögin um seðlabankann og taka upp fastgengi, festa gengisvísitöluna í 140 til 145 stigum.

Nú á öllum að vera ljóst að tilraunin með markaðsgengi krónunnar mistókst algjörlega. Þegar búið er að festa gengi krónunnar þarf strax að hefja vinnu við framtíðarskipulag peningamála þar sem væntanlega eru ekki aðrir kostir en upptaka Evru með einhverjum hætti eða binding krónunnar við aðra gjaldmiðla líkt og Danska krónann er bundinn við Evruna. Fastgengi í 140 - 145 stigum ætti að lækka vöruverð mjög hratt og stöðva verðbólguna nú þegar.

Í umræðum hagfræðinga og annara sérfræðinga um þessi mál er stöðugt klifað á stöðu banka og stórfyrirtækja, en þetta eru lang stærstu gerendurnir í þessum óförum.

Ég verð ekki var við að þessir menn ræði stöðu Jóns og Gunnu sem hafa fjárfest aleigunni og stórum hluta tekna sinna næstu 40 árin í að koma sér þaki yfir höfuðið.

Seðlabankastjóri sagði á fundi í vor að hann ætlaði að láta rannsaka hvort gerð hefði verið atlaga að krónunni. Nú er margt sem bendir til þess að þeir sem gert hafa atlögu að krónunni séu ekki Jón Ásgeir og félagar, heldur sá stærsti af góðu gæjunum. Það virðis ekkert bóla á rannsókn Davíðs.

Kveðja H

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áfram Guðmundur. Þú ert sá eini sem talar tæpitungulaust um þetta alvarlega mál. Fjölskyldur sem skulda meira en þær eiga eru að komast í vanskil. Skuldarar fara í afneitun og skömm og vilja ekki láta vita af sér.

Hvernig verður heimilislífið hjá fjölskyldufólki sem lifir í kvíða og óöryggi með afkomu sína og sinna?

Nafnlaus sagði...

Takk Guðmundur fyrir að tala um hlutina eins og þeir eru.

Flestir sem komið hafa að stjornum hagkerfisinns undanfarinn ar stinga hausnum i sandinn fyrir þessum staðreyndum og nu eru bankarnir að boða endurskoðun a vaxtakjörum husnæðislana sem mun orsaka 20% hækkun.

Er ekki nog komið nu þegar, sja bankarnir ekki hvað er að gerast i þjoðfelaginu? Græðgi og siðblinda þeirra er skelfileg.

Nafnlaus sagði...

Takk Guðmundur. Alltaf áhugavert að lesa það sem þú skrifar þótt ég sé ekki skoðanabróðir þinn. Þessi grein er hins vegar mjög athyglisverð og ég hygg að þú hafir lög að mæla.
Annaðhvort brotnar þjóðin eða stjórnmálamennirnir gefa eftir og breyta um stefnu. Það gæti stefnt í átök og mikil læti í samfélaginu.

Nafnlaus sagði...

Bankar á Íslandi hafa rúið íslenskan almenning inn að skyrtunni. Sérstaklega ungt fólk.

Það hafa þeir gert í skjóli óhæfra og siðlausra stjórnmálamanna. Pólitíkusa sem eru fyrst og fremst uppteknir af því að mylja undir sjálfa sig. Til fjandans með jafnrétti, réttlæti, jöfnuð.

Nýtt eftirlaunafrumvarp Ingibjargar S. og Geirs H. mun staðfesta þessi orð.

Ungt fólk - ekki þý og potarar úr núverandi stjórnmálaflokkum - ætti að stofna með sér pólitísk samtök. Reka ófögnuðinn af höndum sér.

Þess getur ekki orðið langt að bíða.

Nafnlaus sagði...

Hver er "sá stærsti af góðu gæjunum"?

Nafnlaus sagði...

Það er ekki bara unga fólkið sem er að lenda í vandræðum,ég er á miðjum aldri og fyrir ári síðan var hrein eign mín í öllu mínu 50% á móti 50% skuldum, í dag er eignin 25% og skuldirnar komnar í 75% hef þó ekki bætt við mig neinum lánum,greiðslubyrgðin aukist og atvinnan dregist saman, næstu mánaðarmót verða þau fyrstu í 12 ár sem ég mun ekki geta staðið í skilum með mínar skuldir,ég sé ekkert annað en að í vor taki bankarnir sýn 75% og lögfræðingarnir og skiptastjóri þessi 25% sem eftir verða og ég stend á götuni með fjölskylduna

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri ef allmenningur færi nú út í banka og tæki út alla sína peninga hversu littlir sem þeir eru og geymdi þá undir kodda í nokkrar vikur,yrði þá ekki skortur á krónum og gengið lagaðist eða bara til að sína bönkunum að það er komið nóg af þessari græðgi í þeim,tökum öll út launin um mánaðarmótin og sjáum hvað gerist,þú sem lest þetta láttu út ganga,krókur á móti bragði!!
,

Nafnlaus sagði...

Þetta sem þú ert að tala um þarna er nokkurs konar best case scenario. Ég keypti á 26,6 fyrir ári síðan borgaði út í 10% en skulda í dag í þessari eign 33,5...
Matið á íbúðinni er upp á 30 en hún fer ekki í dag á meira en 27.

Nafnlaus sagði...

Nei, bankarnir hafa ekki bara rúið ungt fólk inn að skyrtunni. En sérstaklega ungt fólk.

Þeir sem eldri eru náðu margir að mynda nokkra eign - en unga fólkið sem reyndi að koma sér þaki yfir höfuðið á allra síðustu árum, og/eða lét glepjast af siðlausum gylliboðum, er algjörlega á skuldaklafa bankanna. Undan þeim klafa þarf fólkið að brjótast.

Fórnarlömb fjárglæframanna og siðlausra, síngjarnra og duglausra stjórnmálamanna.

Rómverji

photo sagði...

Þú ert einn besti penninn um málefni almennings í landinu og gefur góða sýn á raunveruleikanum í íslensku samfélagi.

Nafnlaus sagði...

Sá þetta á okursíðu Dr. Gunna, ljótt ef satt er:

#1277 Fyrir nokkrum árum yfirtók ég lán hjá lífeyrissjóði rafiðnaðarmanna og var það í innheimtu hjá Glitni. Innheimtukostnaður var 330kr. Lífeyrisjóður rafiðnaðarmanna varð ásamt öðrum sjóðum, lífeyrissjóðurinn Stafir. Þeir tóku að innheimta lánið sjálfir og hækkaði þá kostnaðurinn í 450 kr. Þetta er kostulegt því í flestum tilfellum eru greiðendur lánanna eigendur sjóðsins sem engu fá að ráða.
Ég talaði við Guðmund Gunnarsson hjá Rafiðnaðarsambandinu sem hefur þann starfa að rífast um kjör sinna manna. Hann sagðist engu ráða um þetta og vildi eiginlega ekki ræða þetta við mig, þrátt fyrir að þetta sé kostnaður sem skiptir þúsundum á ári fyrir hans umbjóðendur. Einnig skondið, því hann er í varastjórn Lífeyrissjóðsins.

Nafnlaus sagði...

Hér er umræðan sterkust um ömurleika lánanna fyrir venjulegt fólk og sjá:

SÞ kemur sem varðhundur kerfisins til að reyna að setja niður umræðuna, eins og umræðan sé eitthvað verri þó verkalýðsforingi bjóði upp á vettvanginn !