laugardagur, 27. september 2008

Veruleikafirring stjórnvalda


Eitt siðferðislögmálanna segir að áhrifum fylgi ábyrgð. Fjárfestingaráðgjafar bankanna hafa bein árhif á ákvörðunartöku viðskiptavina sinna og eru siðferðislega ábyrgir fyrir því hvernig komið er fyrir mörgu fólki. Grundvöllur siðferðislegrar varnar frjálshyggjunnar er fólgin í því að einstaklingurinn beri ábyrgð á gjörðum sínum á grundvelli valfrelsis.

Til þess að vörnin sé gild, þá þarf að vera um að ræða raunverulegt valfrelsi – þ.e.a.s. að skilyrðin um ”fullnægjandi upplýsingar” og ”fullnægjandi samkeppni” ( nægjanlegt framboð valkosta) þurfa að vera uppfyllt.Það eru þau svo sannarlega ekki á hinum Íslenska fákeppnismarkaði. Þennan ágalla einokunarumhverfis okkar á Íslandi upplýsa þeir sem telja sig vera boðberar aukins frelsis ekki almenning um.

Stjórnvöld hafa komið í veg fyrir að íslendingum standi boða valfrelsi með peningastefnu sinni og hafa beitt öllum ráðum til þess að komast hjá málefnanlegri umræðu um lausnir. Skoðun á einhliða upptöku Evru átti að taka 5 ár samkvæmt ummælum forsætisráðherra fyrir nokkru. Þar var formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins enn einu sinni að víkja sér undan að taka á þeim gríðarlega vanda sem ríkir innan flokks hans. En það bitnar illilega á kjörum almennings.

Ráðamenn í Brussel tóku Evrópunefnd ríkisstjórninnar á hné sér í síðustu viku og settu niður í við nefndarmenn og bentu þeim á að nálgun ráðherra Íslands væru ekki boðleg. Á fundunum kom það íslendingunum á óvart hversu mikla þekkingu ESB menn höfðu á íslensku efnahagslífi og þeirri þróun sem átt hefði sér stað.

ESB menn sögðu að íslensk stjórnvöld hefðu átt að nýta þennsluskeiðið til þess að byggja upp varasjóði frekar en að fara út í skattalækkanir og undirbúa efnahagslífið undir þær breytingar sem hefðu átt sér stað með gjaldmiðil þjóðarinnar. Aðgerða- og ráðaleysi íslenskra stjórnvalda á undanförnum árum væru ástæða vandans, á meðan það væri ekki gert gætu stjórnvöld annarra landa gætu ekki annað en hafnað þátttöku Íslands í ábyrgum aðgerðum.

Útspil borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna með staðfestingu ríkisstjórnarinnar um hækkun afnotagjalda OR hefur vitanlega hleypt öllum undirbúningi kjarasamninga í uppnám. Enn einu sinni sýna hérlendir valdamenn hversu fjarri öllum veruleika þeir starfa í. Verði það dregið lengur að sett verði langtímamarkmið og ákvarðanir teknar í efnahags- og gjaldmiðilsmálum mun það muni leiða enn alvarlegri og langvinnari efnhagsófarir yfir Ísland.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú virðist í þokkabót, miðað við fyrstu fréttir af fjárlögum, vera framundan massívar skattahækkanir í formi hækkunar á allskyns gjöldum. Það er kallað 'verðlagsleiðrétting'. Hvernig væri nú ef að verkalýðsforkólfar reyndu nú einu sinni að verja sitt fólk fyrir þeim. Manni hefur virðist þeir geri lítið annað en að skammast út skattalækkanir sem augljóslega koma þeirra umbjóðendum til góða.