föstudagur, 12. september 2008

Kjarasamningar virðast ekki munu halda

Margt hefur nú dottið út úr stjórnmálamönnum. Miðað við það sem ég heyrt í dag á fólki þá sló forsætisráðherra nýtt met og Morgunblaðið sá ástæðu til þess að prenta það með svörtu letri á forsíðu: „Þeir gerðu kjarasamninga á ákveðnum forsendum sem virðast ekki ætla að halda.“

Í gær kveikti Geir upp væntingar hjá launamönnum um að allt væri hér í blóma, ótrúlega mikill hagvöxtur og kraftur í efnhagslífinu og svo bætir hann þessu við. Eins var útspil hans og fjármálaráðherra að stefna ljósmæðrum það næstvitlausasta sem þeir hafa gert á síðasta sólarhring.

Þeir sem eru að undirbúa kjaraviðræður hafa snarhætt við að velta fyrir sér kreppuástandi og aðhaldi í kröfugerð. Í kjölfar þessara yfirlýsinga munu tíðkast hin breiðu spjót, heyrist á kaffistofunum. Fínt innlegg hjá forsætiráðherra eða hitt þá heldur.

Engin ummæli: