Jæja Geir spilaði út 30 milljarða kr. láni. Er það stórmannlegt að hakk aí sig Evrópusambandið í hvert skipti sem það ber á góma, en leita svo á náðir styrkleika þess þegar á bjátar.
Ein helsta útflutningsgrein íslendinga þessa daga er atvinnuleysi, erlendir launamenn sendir heim. Í dag leka úr hagkerfinu allmargir milljarðar á ári í erlendar vaxtagreiðslur og þetta er hratt vaxandi þáttur stenir í yfir 20 milljarða kr. Þetta kemur til frádráttar á útflutningstekjum og er í raun afleiðing af röngum ákvörðunum hjá þeim hafa farið með peningamálastjórnina með því að leyfa hömlulausan innflutning á fjármagni ekki bara í beinum lánum heldur einnig í innflutning á fjármagni með sölu krónubréfanna.
Efnahagsstjórnin og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt okkur í þá stöðu að þurfa að velja á milli hvort við viljum vera :
Skotin : Lækkun vaxta sem mun leiða til þess að þeir sem eiga krónubréfin munu innleysa þau vegna þess að þá eru þeirra hagsmunir horfnir. Gengi krónunnar mun þá falla enn meir – Verðbólgan mun hækka enn meir – Atvinnuleysi mun ekki aukast mikið frá því sem það verður um komandi áramót.
EÐA
Hengd : Leið þeirra sem hafa farið með peningamálastjórnina - Háir vextir áfram – Minni verðbólga – Fyrirtæki munu fara á hausinn vegna vaxtakostnaðar og skorts á lánsfé- Meira atvinnuleysi.
Við höfum áður verið sett í svona stöðu af stjórnvöldum eins t.d. fyrir 1990 og svo aftur 2001 þá þurftu við að grípa inn í efnahagsstjórnina vegna ráðaleysis stjórnvalda og völdum það sem veldur minna atvinnuleysi.
Það gengur greinilega ekki lengur að ríkisstjórnir okkar hafi frítt spil um að standa að efnahagsstjórninni með jafnóábyrgum hætti og gert hefur verið.
Aðilar vinnumarkaðs hafa í vaxandi mæli og munu örugglega láta heyra kröftuglega í sér heyra á næstunni og krefjast þess að ríkisstjórnir Íslands verði að taka ábyrgar ákvarðanir með því að leggja fram framtíðaáætlanir og losi okkur við krónuna.
5 ummæli:
Sjá svínin:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/02/thingmenn_fa_animal_farm/
Er ekki bara fínt að erlendir launamenn fari aftur heim til sín? Varla viltu hafa þá hér og láta þá keppa um störf með undirboðum við umbjóðendur þína?
Góðir pistlar eins og ætíð.
Nafnlaus n°2 - Einmitt burt með útlendingana. Hverjir eiga þá að kaupa allt húsnæðið sem er búið að byggja til næsta áratugar hér á landi? Hverjir eiga vinna vinnuna sem þú vilt að börnin þín vinna EKKI? Við þurfum á erlendu vinnuafli að halda, annars erum við að fórna mannauð æskunnar.
Ef við ætlum að vaxa og kaupmáttur hér að vaxa þá þarf opið land, stöðugt efnahagslíf og síðast en ekki síst stjórnvöld sem vita hvað þau eru að gera. Allt sem er sénslaust eins og er, sérstaklega þegar FLOKKURINN sjórnar málunum.
Kveðja Magnús
Kannski þarf að lækka húsnæðisverð, hækka lægstu laun,breyta vaxtastigi,jafna lífskjör og hætta að eyðileggja íslenska náttúru til að leysa atvinnuleysi í löndum Evrópusambandsins
nafnlaus #4:
þú ert í öskrandi mótsögn við sjálfan þig:
- lækka húsnæðisverð => kostar peninga
- hækka lægstu laun => kostar peninga
- breyta vaxtastigi => kostar peninga
- jafna lífskjör => kostar peninga
- hætta að eyðileggja íslenska náttúru => tap á tekjum
þú vilt s.s. alla kostina en færa engar fórnir fyrir þá. Þetta kallast að reyna að fara á hausinn í mínum bókum.
Ef við viljum allar lífsins lystisemdir fyrir alla þegna þjóðfélagsins, þá ÞARF að færa fórnir, t.d. að virkja til að fá erlent fjármagn inn. Það er ekki hægt að taka endalaust út af reikningnum án þess að leggja inn.
kveðjur frá nafnlausum nafna þínum.
Skrifa ummæli