Lenti í Silfrinu í dag og sat þar á milli tveggja stjórnarþingmanna sem báðir voru í kappræðum um hvað allt væri nú gott sem ríkistjórnin og Seðlabankinn væri að gera, aðrir komust vart að í langhundum þeirra. En samt blasir við að krónan er sífellt að veikjast, verðbólgan vex og fyrirtækin eru að gefast upp þau fá ekki rekstrarfé, sífellt fleiri heimili verða eingarlaus.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt öllum brögðum til þess að bregða fæti fyrir málefnanlega umræðu. T.d. útspil þeirra um að taka einhliða upp Evru og senda Evrópunefndina til Brussel. Það var sneypuför og nefndin send heim með þau skilaboð að tími væri tilkominn að íslensk stjórnvöld færu að vinna heimavinnuna sína og taka til við agaða efnahagsstjórn.
Vitanlega eiga stjórnarþingmenn erfitt með að kingja svona og það kom svo vel fram í Silfrinu, eins og þeir sögðu að nú sé loks búið að koma ríkisstjórninni í skilning um að þörf sé á því að gera eitthvað. Það þurfti aðila vinnumarkaðs til þess að reka af þeim sliðruorðið og rasskelling í Brussel til þess að fá þá til þess að grípa inn með einhverjar aðgerðir, það er vitanlega gott, en það hefði mátt vera fyrr.
Stærsta vandamálið er að engin hefur lengur trú á stjórn Seðlabankans og stefna hans gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur líka glatað trausti og ekki bættir nú úr að heyra stjórnarþingmenn tala um kjarasamninga af slíku þekkingarleysi og Helgi gerði í Silfrinu í dag.
5 ummæli:
Já, það var hálf kjánalegt að hlusta á pólitíkusana í Silfrinu - oft er eðlilegt að þeir ræði mál út frá sinni flokkapólitík - en nú er staðan þannig að þeir verða að sýna að þeir hafi lausnir.
Ef ekki, er betra að þeir þegji bara - annað er móðgun við fólk.
Egill hefði að ósekju mátt gefa þér orðið meira.
Jón Garðar
Guðmundur !
Þessir tveir stjórnarþingmenn sem þarna voru sýndu bara hvað þeir eru góðir í því að þvælast fyrir !
En finnst fólki það ekkert skrítið, að þessi Bjarni Benediktsson þingmaður sjálfstæðisflokksins, tjáir sig í svona þætti um ákveðin málefni efnahagslífsins eins blásaklaus aðili !
Síðan fer þessi Bjarni Benediktsson á stjórnarfund hjá N 1 ber upp tillögu um hækkun á álagningu á eldsneyti !
Sæll Guðmundur
Það er nú velþekkt aðferð til að koma í veg fyrir málefnalega umræðu að tala út í eitt. Það var nákvæmelga sem að þessi tveir heiðursmenn gerðu. Nú bíð reynda allir hvað gerist á morgun..fellur gengi enn meir eða hvað ? Það verður ef til vill uppskera fundarhalda helgarinnar
Sæll Guðmundur
Rikisstjórnin og seðlabankinn ætla ekki að gera neitt,þeir geta ekki gert neitt og vilja ekki gera neitt,ég held að staða bankana sé þannig að þeir verða að fá að mjólka síðustu krónurnar út úr fólkinu í landinu eða fara á hausinn,það á greinilega að leyfa þeim það á meðan líðurinn rís ekki upp,og eins og alli vita gerir hann það ekki,þetta er eins og að verið sé að reka fé til slátrunar nokkrir grimmir hundar og féð hlíðir,er ekki komin timi til að við þessar 350þús,skjátur reynum að stoppa þessa grimmu hunda sem eru að reka okkur til slátrunar?
Það var líka athyglisvert hvað Bjarni sagði um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarumræðna við Evrópusambandið.
Flokkarnir ættu að ráða þessu!
Og þetta er tiltölulega ungur maður!
Skrifa ummæli