sunnudagur, 21. september 2008

Ráðherrar viðurkenna loks að eitthvað þurfi að gera

Það er ekki hægt að skilja orð formanna stjórnarflokkanna undanfarna daga um að engin töfralausn sé til öðruvísi en svo að þeir en séu nú að átta sig á ástandinu.

Allavega hafa allir færustu hagfræðingar og efnhagspeningar þessa lands klifað á því að ríkisstjórnin verði að taka hendurnar upp úr vösunum og hefja alvöru tiltekt í efnahags- og peningamálum. Jafnframt að setja okkur langtíma markmið. Það muni verða sársaukafullt og kosta átök.

Þessu hafa ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hingað til svarað með upphrópunum og reyksprengjum til þess að komast hjá því að fjalla um kjarna málsins.

Það væri mikil blessun ef það hefur nú loks tekist að fá ráðherrana til þess að horfast í augu við eigin gerðir og mistök.

Engin ummæli: