föstudagur, 10. apríl 2009

Gjörspilltir stjórnmálaflokkar

Eftir að hafa heyrt hver atburðarásin var, þá er það auðljóst að rausnarlegir "styrkir!!" voru til þess að liðka fyrir ákveðnu ferli í forystu tveggja stjórnmálaflokka. Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra ákváðu t.d. að selja öll hlutabréf ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja og það var Glitnir sem lýsti áhuga á að kaupa þennan hlut ríkisins í HS.

FL Group var þá kjölfestufjárfestir í Glitni. Í kjölfar þessa hófust umræður um sameiningu dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, og Geysis Green Energy, sem var að stórum hluta í eigu FL Group. Landsbankinn átti einnig margvíslega og mikilvæga hagsmuni undir ákvörðunum þeirra, sem með ríkisvaldið fóru.

Þetta heitir reyndar ekki "styrkir" þetta eru mútur. Nú bíðum eftir því að heyra hversu mikið aðrir fengu, t.d. Framsóknarflokkurinn. Það blasir við.

Ef þetta var svona þegar undirbúningur stóð yfir að hleypa fjármálamönnum inn í orkubransan, fóru þá ekki fram einhverjar „styrkveitingar“ þegar sömu aðilar seldu bankana.

Vinahyglingin hefur blasað við okkur öllum og í raun er enginn undrandi á þessu. Þetta er einungis staðfesting á því sem við vitum, hversu gjörspilltir þessir stjórnmálaflokkar eru.

Það er engin afsökun þó Guðlaugur eða Kjartan segjast ekki hafa vitað af þessu og það trúir því ekki nokkur lifandi maður. Allir vissu hvaða löggjöf var á leiðinni í gegnum þingið og hvað þótti eðlilegt í þessu sambandi. Það er svo stutt síðan upphlaupið varð í borgarstjórn og allir muna aðkomu Guðlaugs að því máli.

Forysta stjórnarflokkanna virti skoðun almennings einskis eins og alltaf áður. Ætlunin var að ná forskoti á hina flokkana með þessum „styrkjum“ áður en þeir lokuðu á möguleika annarra í komandi kosningum með löggjöfinni. Þessir hinir sömu höfðu áður gengið fram af þjóðinni við sölu bankanna, en höfðu greinilega ekkert lært.

En „styrkirnir“ voru ekki nægjanlegir. Þessir hinir sömu stórhækkuðu framlög úr ríkissjóð til flokkanna. Nokkru síðar stórhækkuðu þeir framlögin, þá með því að ákveða að setja 32 kosningasmala og spunameistara á launaskrá Alþingis.

Þessi veröld er svo sjúk, og það er í skjóli þessara viðhorfa sem fjármálalífið blómstraði á þann veg sem það gerði og hvers vegna Ísland er í núverandi stöðu, gjaldþrota og rúið öllu trausti.

Munið þið svo eftir hvernig þessir hinir sömu létu utan í Herði Torfa fyrir nokkrum dögum. Þar fóru Sjálfstæðismenn með Björn B. í broddi fylkingar með ásökunum um mútuþægni og að Hörður væri á vegum einhverra peningamanna, þá helst Baugs. Nú er komið fram að Björn og félagar fengi tæplega 100 millj kr. í mútur svo maður noti þeirra eigin orð.

Þetta fólk er á svo lágu plani, svo óendanlega lágu plani

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og ekki gleyma lífeyrissjóðunum. Það er spilling allsstaðar sýnist manni, það hefur svo mikið borið á þessum fólki í þessum stjórnunarstöðum.

Guðmundur sagði...

Nafnlaus - alhæfingar af þessu tagi eru ekki tækar. Þær bera það svo greinilega með sér að hér skrifar maður frá tilteknum stjórnmálaFlokki, sem er að reyna að slöngva fram venjubundinni smjörkklípu

Menn verða að skilgreina hvað þeir eiga við og hverja hvað varðar lífeyrissjóðina. Þeir eru wsvo gríðarlega misjafnir

photo sagði...

Tek undir hvert orð hjá þér Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

Þú talaðir fyrr þi pistli um nauðsyn þess að það fari fram siðbót, það ekki ekki úr vegi að rifja þann pistil upp.

Takk fyrir að þora að segja þegar margir þegja.

bjarkigud sagði...

Ég segi að það þurfi að afnema bankaleynd á þessu landi í hvelli svo að það komi í ljós hverjir hafa verið að fá "styrki". Ég held reyndar að við förum að geta krafist þess að þessum kosningum verði frestað þangað til búið er að skoða þetta bókahaldið hjá öllum flokkum og þeim sem hafa verið í forsvari fyrir flokkana. Hver segir að Samfylking, Framsókn og Vinstri grænir séu eitthvað skárri? Þeir vilja allt upp á borðið ... þannig að nú er komið að því ... allt upp á helvítis borðið.

Nafnlaus sagði...

Jú, þetta er alveg satt hjá þér.

Hræsnarar.

Sjálfstæðisflokkurinn er spilltasti Flokkur norðan Alpafjalla og sennilega framalega á heimsvísu.

Nafnlaus sagði...

Veit einhver um fjármál Framsóknarflokksins?
Flokkurinn virtist hafa undarlega mikið fé til notkunar í auglýsingaherferðir og fleira.
Og ekki voru forystumenn hans minna siðblindir en Sjálfstæðisbófanir!

Nafnlaus sagði...

Þessi spilling í stjónmálaflokkunum er raunástæðan fyrir siðrofinu í Íslensku þjóðfélagi. Þess frekar er mikilvægt að setja á Stjórnlagaþing og semja nýja stjórnarskrá. Þar sem kvótinn verður tekinn til eignar fyrir þjóðina. Að öðrum kosti verður aldrey bati í efnahagsmálum þjóðarinnar. Samt er lítið rætt um að stokka upp fiskveiðistjórnarkerfið. "Strútarnir stinga höfðinu í sandinn til að fela sig"

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á mesta þjóðargjaldþroti mannkynssögunnar. Flokkurinn hefur þegið mútur frá hagsmunaaðilum. Flokkurinn heldur uppi málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir að fest verði í stjórnarskrána að auðlindir þjóðarinnar séu sameign þjóðarinnar (en ekki í eigu flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins).

Hvað þarf eiginlega að gerast til að þessi 25% þjóðarinnar hætti að kjósa hann?

Nafnlaus sagði...

Þetta er mikið vandamál, þar sem ekki er hægt að segja að lífsskoðun sé spillt. Lífsskoðun margra Sjálfstæðismanna er góðra gjalda verð, en hvað eiga þeir að kjósa ef leiðtogarnir eru búnir að glata dómgreindinni. Sama gildir um aðra flokka. Það er því eina leiðin í svona ástandi að skipta út fólki.
Kannski gildir það líka um Samfylkinguna? Hvað á fólk að gera sem aðhyllist ESB en hefur áhyggjur af hugsanlegri mútþægni forystumanna Samfylkingar?
Doddi D

Nafnlaus sagði...

Það er þó alltaf hægt að koma sér bara burtu af skerinu. Það er einhvernvegin eins og þeir hafi haldið að það myndi aldrei koma sá vendipunktur að fólkið myndi segja hingað og ekki lengra og að þar af leiðandi væri hægt að komast upp með allt!

Tómas Haff sagði...

Er þetta bara spurning um flokka?

Hvað fékk t.d. Guðlaugur Þór mikið og frá hverjum fyrir prófkjörið mikla árið 2006?

Guðmundur Guðmundsson sagði...

Það gætir furðulegrar „ónákvæmni“ hjá bloggara þegar hann spyrðir saman alla stjórnmálaflokkana. Þeir sem fylgjast grannt með í pólitík eiga eða ættu a.m.k. að vita að flokkarnir eru EKKI eins að þessu leiti. Ársreikningar VG frá 2003 eru aðgengilegir hverjum sem er á heimasíðu flokksins og hafa verið það lengi. Hvers vegna lætur bloggari VG ekki njóta sannmælis? Er það til þess að auðvelda fólki að segja „þeir eru allir eins. Það er sami rassinn undir þeim öllum“... og kjósa svo Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn eða Samfylkingu?

Sveinbjörn sagði...

leedsariHeildarframlög lögaðila til Framsóknarflokksins árið 2006 voru 30,3 milljónir króna og komu þau frá nokkrum tugum fyrirtækja. Hæsti einstaki styrkur sem veittur var til flokksins á árinu 2006 nam 5 milljónum króna.

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvort þetta eru svo sorglegar fréttir, þessi afhjúpun á XD. Efast þó stórlega um heilindi annara flokka sem haldið hafa um stjórnartaumana á undanförnum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að hreingerningar þurfa að fara fram víðar. Lífeyrirssjóðrnir eru gjörspilltir, verkalýðshreyfningin lætur það við gangast að fólk sitji þar í stjórnum svo árum og áratugum skiptir. Ég má hundur heita ef slíkir stjórnarhættir leiða ekki af sér hagsmunaklíkur, hyglingar og jafnvel "séð í gegnum fingur sér", "prinsippið" sem hefur svo verið í hávegum haft í samfélaginu. Látum þessar hamfarir í XD okkur öllum að kenningu verða. Notum ríkissjónvarpið til að búa til fræðsluþætti um siðferði og prinsipp í samskiptum hvar sem þau eiga sér stað. Þrýstum á stjórnvöld að hér fari fram alvörurannsókn á hruninu. Auðmenn, stjórnmálaflokkar og lífeyrissjóðir verði rannsakaðir.