þriðjudagur, 21. apríl 2009

Sama gamla tuggan

Þrátt fyrir afleita stöðu fyrir kosningar virðist Sjálfstæðisflokkurinn ætla að nota sömu aðferðir í kosningabaráttunni og áður. Skella fram óframkvæmanlegum hugmyndum um upptöku gjaldmiðils, til þess að reyna að koma í veg fyrir málefnalega umræðu um peningastefnu og efnahagsstjórn.

Með útúrsnúningum um fullveldistap og verndum auðlinda er umræðu um ESB drepið á dreif.

Flokkurinn segist ætla að koma ríkissjóð á réttan kjöl án þess að grípa til skattahækkana eða niðurskurðar á ríkisútgjöldum án þess að skýra hvernig í veröldinni eigi nú að fara að því og kemur þannig í veg fyrir vitræna umræðu um hvernig taka eigi á ríkisfjármálum.

Gefur forsvarsmönnum helstu sprotafyrirtækja langt nef þegar þeir benda á að fyrirtækin muni ekki búið á Íslandi við óbreyttar aðstæður og kemur þannig í veg fyrir vitræna umræðu um uppbyggingu atvinnulífsins.

Síðan er beitt gamalkunnugri aðferð við að gera frambjóðendur annarra flokka tortryggilega með alls konar spuna í nafnlausum auglýsingum.

Stjórnlagaþing og breytingar á stjórnaskránni var vilji yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokurinn kom í veg fyrir þá umræðu með innihaldslausu og málefnalausu málþófi.

Þessi málsmeðferð Sjálfstæðismanna er þekkt. T.d. er eftirminnilegt hvernig hann beitti öllum brögðum í bókinni til þess að koma í veg fyrir umræður um þær breytingar á skattkerfinu sem hann hafði gert fyrir kosningarnar 2007 og hækkað skatta á þeim sem minnst máttu sín á meðan hann lækkaði skatta á þeim efnameiri. Og ekki síður hvernig hann vék sér undan því að taka þátt í umræðu um yfirgegni krónnunnar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn er skrímsli sem á að þurrkast út. Helzt á laugardaginn strax.

Nafnlaus sagði...

Auk þess hefur hann þá óraunhæfu draumsýn ásamt Samfylkingu,Framsókn og Frjálslyndum að fara í álstóriðjuframkvæmdir og bjóða upp á 6000-12000 störf við það fyrir erlenda farandverkamenn. Og hunsar þar að auki staðreyndir eins og þær að Centyri aluminum er tæknilega á hausnum, Landsvirkjun hefur gefið það út að ekki verður í framkvæmdir næstu 2-3 árin vegna bágrar eigin fjárstöðu og skulda og að auki eru allar lánalínur til þeirra brostnar, verð á Áli er í sögulegu lágmarki og er talið að það eigi eftir að lækka en frekar, offramboð er á áli í heiminum.
Kosningabarátta og stefna SjálfstæisFLokksins gengur út á það að benda hina með hræðslu áróðri því SjFL hefur enga stefnu.

Bjarni Hallsson.

SJS sagði...

Sérlega er þessi NAFNLAUS málefnalegur í umfjöllun sinni!!!

Bjarni Hallsson talar um eitthvað sem ég hef ekki heyrt mynnst á, og held að hann hafi hlustað á menn sem bera út það sem áður fyrr voru kallaðar eru Gróusögur.
En þær fara sem faraldur um borgina og héruð þessa daga.
Með góðri hjálp 365 miðla og Fréttablaðsins. RÚV líka.
Það er eins og búsáhaldabyltingin hafi tekið sér bólfestu í höfðum starfsmanna á þessu fréttamilum. Rétt eins og krabbameinsfrumur sem krækja sig fasta við hvaða áður heilbrigða vefi og líkamsparta og sýkja allt umhverfi sitt.

Sigrún Jóna Sigurðardóttir