mánudagur, 27. apríl 2009

Ætlar VG að viðhalda efnahagslegum þrælabúðum?

Hún er einkennileg umræðan núna þar sem VG gerir enn eina tilraun til þess drepa umræðu um gjaldmiðilinn og ESB á dreif. Steingrímur segir nauðsynlegra að byrja á því að ræða efnahagsmál, atvinnulífið, og heimilin.

Það er nú svo að uppbygging atvinnulífs og fjölgun starfa verður ekki gert með krónu.

Uppbygging bankakerfisins er undirstaða og verður ekki gerð nema að Ísland öðlist traust og takist að skapa eðlileg samskipti við erlenda banka. Við þurfum að nota krónuna í 2 ár, en það verður ekki gert nema að skapa sátt um hana með aðstoð Evrópska seðlabankans. Með skapast möguleikar til nauðsynlegra lána og áhættulagið næst niður.

Úr vandamálum heimilanna verður ekki leyst nema með lækkun vaxta, afnámi verðtryggingar og umtalsverðri minnkun atvinnuleysis.

Það er ábyrgðarleysi að ætla sér að byrja enn eina ferðina á þessari við skulum gera eitthvað annað umræðu, en ég veit ekki hvað annað. Íslensk heimili og fyrirtæki þola það ekki lengur það umhverfi sem krónan býður upp á.

4 ummæli:

Héðinn Björnsson sagði...

Ef þessir hlutir verða ekki gerðir með krónu verða þeir ekki gerðir næstu 2-5 árin og því vona ég innilega að þú hafir ekki rétt fyrir þér.

Nafnlaus sagði...

Var þetta ekki ljóst fyrir kosningarnar?

VG og Samfylking ákváðu einfaldlega að blekkja kjósendur með því að neita að ræða þetta ágreiningsmál.

Nú eru svikin og lygin að koma í ljós.

Ömurleg framkoma við almenning.

Nafnlaus sagði...

Ég las áugavert skjal eftir Eirík Bergmann. Það var greining á orðræðu þingsins fyrir gerð EFTA og EES samningana.

Þar voru fyrirrennarar VG áberandi. Þeir vildu hvoruga samningana. Sami söngurinn að við getum allt að því framleitt allt sjálf. Hræðsluáróður um kapítalista og missi á sjálfstæði...

Þetta hefur ekkert breyst. Það nægir að lesa efnahagstillögur VG. Tillögur um atvinnuuppbygginu...

Gott að VG sem umhugað að byggja norrænt velferðarkerfi, en efnahagstilögur þeirra skjóta þá sjálfa og ekki minnst þjóðina í fótinn

bjarkigud sagði...

Vandamálið er bara að árið er 2009 ekki 1979. Almenningur í dag er upplýstur um það sem er að gerast í heiminum og flestir sem eru með IQ fyrir ofan skónúmerið sitt láta ekki bjóða sér kúgun í dag. Þannig að ef það verður ekki gert neitt af alvöru á þessu skeri á næstu 6 mánuðum eigum við eftir að sjá mikla aukningu í sölu farseðla aðra leiðina frá Íslandi.