fimmtudagur, 9. apríl 2009

Við erum óspilltustu menn í heimi

Það var venja þingmanna SjálfstæðisFlokksins fyrir hrun, að fara reglulega í pontu Alþingis og lýsa því yfir að þeirra stjórnmál væru spillingarlaus og vísuðu ætíð til erlendrar úttektar.

Reyndar var tekið fram í þeirri úttekt að hún væri vart marktæk á Íslandi sakir þess að á Íslandi væru í mörgum tilfellum ekki þau lög sem dæmt væri eftir. Það er að segja þó svo Ísland fengi ekki mínus fyrir tiltekin atriði, þá væri það vegna þess að það atriði væri ekki mælanlegt og það setti Ísland svo ofarlega sem raun bæri vitni. Þingmenn SjálfstæðisFlokksins hæddust af þeim sem bentu á þetta. Nú er kominn fram staðfesting á því að þingmenn SjálfstæðisFlokksins töluðu gegn betri vitund.

Margir hafa hér á Eyjunni velt því fyrir sér hvers vegna forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu ekki á efnahagslögregluna strax á fyrsta degi hrunsins. Hvers vegna ráðherrar SjálfstæðisFlokksins drógu allar aðgerir og skipuðu svo flokkstryggan, þægan og góðan dreng ofan úr Borgarfirði í rannsóknarstjórn og létu hann hafa litla skrifstofu og ekkert annað. Það blasti við hvað átti að gera. (réttara sagt ekki gera)

Heimildarmenn mínir héldu því fram að það væri vegna þess að forsvarsmenn Flokksins vildu ekki að tiltekin atriði kæmu upp á yfirborðið. Þar væri um að ræða lán og framlög til flokksins og eins nokkurra þingmanna.

Ég hef nokkrum sinnum á þessari síðu haldið því fram að næsta kjörtímabil yrði stutt vegna þess að rannsóknarnefndir hefðu ekki lokið sínum störfum. Búsáhaldabyltingin færi aftur í gang þegar öll gögn kæmu upp á borðin og það kallaði á að fleiri lykilstjórnmálamenn yrðu að taka pokann sinn.

Nú liggja fyrir svör hvers vegna SjálfstæðisFlokkurinn hafnaði ætíð að opna bókhald sitt. Aldrei hefur það verið augljósara hversu nátengd stjórnmál og atvinnulíf eru. Ítrekað hefur komið fram hér á Eyjunni gagnrýni á störf skilanefndanna. Hvaða fyrirtæki fá að lifa og hver ekki?; hafa Samtök atvinnulífsins spurt. Eiga hagsmunir stjórnmálamanna að ráða því?

Nú liggja fyrir skýringar á klækjapólitík SjálfstæðisFlokkursins í orgarstjórn þar sem spillað var með málefni OR á borði upp í Valhöll. Þar voru hagsmunir borgarbúa virtir að vettugi og með jöfnu millibili var farið í fréttatíma Sjónvarpsins og hrópað; "Við erum óspilltustu menn í heimi"

Hagsmunir valdakjarna Flokksins réðu þar öllu. Pólitískum ferli Guðlaugs Þórs er greinilega lokið.

Mjög fáir hafa séð nokkur einusti rök í innihaldslausu málþófi þingmanna Flokssins undanfarna daga og baráttu þeirra gegn breytingum á Stjórnarskránni. Þeir óttast valdatap.

Nú ligga fyrir skýringar á því hvers vegna Flokkurinn vill við halda krónunni og ekki ganga í ESB, þá kemst hann ekki upp með þá spillingu sem hann hefur þrifist á.

Svona í lokin, er ætlast til þess að flokksforystan viti ekki af tugmilljóna innleggi í flokksjóðinn. Á því gætu verið tvær skýringar.
1. Það væri svo algengt að menn væru hættir að taka eftir því

2. Þessir menn væru orðnir svo vanir að segja bara það sem þeim finnst best í hvert skipti, án þess að það þurfi endilega að vera í nokkrum tengslum við nokkurn skapaðan hlut.

Það höfum við reyndar orðið svo oft vitna að og blasir við ef skoðaðar eru skýringar þessara hinna sömu á Íslenska efnahagsundrinu fyrir svona liðlega ári síðan og svo það sem þeir eru að segja þessa dagana í ræðustól hæstvirts Alþingis, í innihaldslausustu og málefnalausustu umræðu þar sem þeir tefja nauðsynlegar bætur fyrir fjölskyldur, en það varnir valdanna standa þar framar.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það getur ekkert sómakært kosið þennan FLokk lengur. Tími hans er liðinn!

Nafnlaus sagði...

Sómakært fólk getur ekki kosið þennan FLokk lengur. Hans tími er liðinn!

Nafnlaus sagði...

Pólitískum ferli Sjálfstæðisflokks er LOKIÐ. Guði sé lof. Kannski eigum við Íslendingar einhvern möguleika á að rétta skútuna við.

Hér verður safnað saman sögum um spillingu Sjálfstæðisflokksins sagði...

Hér verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.

http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/

Nafnlaus sagði...

Fyrir 30 árum náði ég kosningaaldri,
þá var fólk annað hvort bóndi, kommi eða ríkisbubbi.
Mér leist ekki á neitt af því sem í boði var og kaus því ekki.
Alveg finnst mér það makalaust að það skuli hafa tekið allann þennann tíma fyrir fólk að sjá hvernig XD flokkurinn hefur alltaf verið rekinn, þ,e með mútum. Ja, betra seint en aldrey.

Nafnlaus sagði...

Þetta er glórulaust hjá honum og XD. Það er enginn munur á þessu og þá peninga undir borðið.

Mér finnst þáttur Geirs litlu betri, ef það er ekki hámark líðskrumsins og sýndarmennskunnar að taka við tugum milljóna frá fyrirtækjum á sama tíma og verið er að leggja fram og stiðja lög um framlög.

Hjá bönkunum gilti siðferði sem var þannig að allt var leyfilegt sem ekki komst upp. Mér sýnist fleirri hafa tileinkað sér þetta.

Ég ætla rétt að vona að þetta hafi ekki verið svona annarstaðar, mikilvægt er að allir flokkar opni bókhaldið strax. Einnig er nauðsyn að fá yfirlit frá öllum þessum gjaldþrota félögum um hvaða einstaklingar fengu boð og ferðir, þmt laxveiðiferðir. Ekki síður þarf að fá yfirlit yfir óeðileg lán stjórnmálamanna.

Nafnlaus sagði...

Leiti mar í skrifum mbl og sjálfgræðismanna síðustu ár er létt að finna stagl þeirra um eigin spillingarskort.

Ég svarað spurningum í 'könnunum' þeim sem ávallt er vitnað í. Þar er spurt hvort mar hafi sjálfur mútað tollurum, landamæravörðum eða öðrum opinberum starfsmönnum. Í stuttu máli er svarið ávallt nei, enda er spillingin í annarri mynd.