mánudagur, 28. september 2009

Farið varlega í endurfjármögnun

Það er full ástæða til þess að biðja alla að skoða vel það sem bankarnir eru að bjóða í formi endurfjármögnun lána. T.d. að skipta úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð lán eða endurnýja gengistryggðu lánin.

Reiknið dæmið vel og vandlega, ekki bara stöðuna næstu mánuðina heldur til enda og hver heildargreiðslan verður þegar upp er staðið.

Það sem nú er að gerast er nákvæmlega það sem við höfum verið að vara við, að bankarnir geri þetta á sínum forsendum. Fáið aðstoð aðila sem þekkir vel til. Einnig má benda á reiknivélarnar sem eru á heimasíðum lífeyrissjóðanna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fólk er væntanlega líka að skrifa undir það, að lögsækja ekki bankana komi eitthvað annað og ljótt í ljós seinna.