fimmtudagur, 17. september 2009

Tillögur verkalýðshreyfingarinnar

Tillögur verkalýðshreyfingarinnar um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun, gjaldþrotaskipti, nauðungarsölu og aðför

Markmið: Greiðsluaðlögun verði notendavænt, virkt, fljótlegt og ódýrt úrræði fyrir einstaklinga sem lentir eru í eða sem stefna í veruleg vanskil. Að réttarstaða skuldara verði verulega bætt í lögum um gjaldþrot, nauðungaruppboð og aðför.

Tillaga um breytingar á ákvæðum gjaldþrotalaga nr. 21/1991 um greiðsluaðlögun og lögum nr. 50/2009

Vorið 2009 tók ASÍ virkan þátt í því að hrint var í framkvæmd vilyrði um upptöku greiðsluaðlögunar hér á landi.

ASÍ lagði upp með eitt heildstætt og skuldaramiðað úrræði sem m.a.

· tæki jöfnum höndum á veðtryggðum og óveðtryggðum skuldum
·
· gæti skilmálabreytt veðskuldum og fellt niður gengistryggingu
·
· væri notendavænt og einfalt
·
· tryggði umsækjanda endurgjaldslausa aðstoð við gerð umsóknar, rafrænt og hjá opinberri stofnun
·
· fæli endurgjaldslausa umsjón með greiðsluaðlögun í hendur opinbers aðila

Í ferlinu féllst ASÍ á þau sjónarmið, að þar sem úrræðið fæli í sér þvingaða niðurfærslu eða afskrift skulda, þyrfti að tryggja réttláta og lögformlega meðferð til þess að aðlögunin héldi gagnvart kröfuhafa. Þetta er í samræmi við norræna löggjöf.

Upphaflegt frumvarp viðskiptaráðherra var frumgagn í málinu, mjög neytendamiðað, um margt þungt og flókið í framkvæmd auk þess sem það tók ekki á veðskuldum. Dómsmálaráðuneytið undir forystu Björns Bjarnasonar lagðist síðan gegn greiðsluaðlögunarhugmyndinni þegar málið fluttist milli ráðuneyta og fékk stuðning til þess úr réttarfarsnefnd. Núverandi dómsmálaráðherra var jákvæðari en réttarfarsnefnd lék áfram lykilhlutverk í vinnslu málsins. Vegna þess tókst ekki að smíða það straumlínulagaða og virka tæki sem ASÍ lagði upp með í sínum tillögum. Út úr vinnunni kom tvenn löggjöf. Annars vegar almenn greiðsluaðlögun sem sérstakur 10 kafli gjaldþrotalaga og hins vegar sérstök greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þessa löggjöf þarf að bæta.

Tryggja þarf betur en gert er að saman sé unnið með almennar skuldir og veðskuldir vegna íbúðarhúsnæðis. Samhliða verði allt ferlið gert fljótvirkara og notendavænna með það fyrir augum að geta sinnt á næstu 6 mánuðum, þeim a.m.k. 10 þúsund fjölskyldum sem eiga við alvarleg greiðsluvandræði að stríða.

Upplýsa verður þann sem eftir aðstoð leitar, um það hverjar afleiðingar þess eru að leitað er eftir greiðsluaðlögun og hvaða hindrunum fólk geti mætt í framhaldinu t.d. hvað varðar yfirdráttarheimildir og kreditkort. Jafnframt þarf að hyggja að því með hvaða hætti sú gerð verður skráð í tölvukerfum banka og lánastofnana þ.e. hvort litið sé á greiðsluaðlögun sömu augum og gjaldþrot og nauðungaruppboð. [ Úr þessu virðist Lánstraust hafa bætt. ]

Það sem betur mætti fara í gildandi löggjöf er t.d. að :

lögin taki til jafnt til þeirra sem stefna í vandræði og þeirra sem í þeim eru hægt sé að sækja um almenna-og veðskuldagreiðsluaðlögun með einni og sömu umsókninni
·
· fellt verði úr lögunum alveg eða tímabundið, það viðmið að þeir fái ekki greiðsluaðlögun sem sköpuðu sér skuldbindingar umfram getu. Það eigi þó ekki við þegar til skulda var stofnað með þeim ásetningi að sleppa undan þeim síðar í skjóli greiðsluaðlögunar
·
· húsaleiguviðmið laganna um greiðsluaðlögun veðskulda verði breytt og sömu reglum beitt gagnvart þeim skuldum eins og gagnvart öðrum þ.e. greiðslugeta ráði
·
· hyggja sérstaklega að þeirri stöðu þegar umsækjendur sitja uppi með óseljanlegt og veðsett lausafé eða óseljanlegt íbúðarhúsnæði umfram þarfir, en meðan það ástand ríkir og meðan leitað er sölu gætu leiguviðmið átt rétt á sér
·
· skýrt verði kveðið á um að heimilt sé að skuldbreyta lánum til langs tíma, fella niður gengistryggingu, breyta verðtryggingu o.fl., allt með það fyrir augum að gera skuldir greiðanlegri og verja þannig bæði hagsmuni skuldara og kröfuhafa til lengri tíma
·
· skýrt verði kveðið á um heimildir til sölu eigna til þess að aðlaga húsnæði að þörfum fjölskyldunnar þegar of stórt hefur verið keypt eða byggt
·
· tryggja betur aðgang borgaranna að tafarlausri og endurgjaldslausri aðstoð við gerð umsóknar og virkja opinberar stofnanir til þess að taka að sér umsjón eða tilsjón
·
· kannað verði sérstaklega hvort Ráðgjafastofna heimilanna geti með einhverjum hætti komið bæði að umsóknar og tilsjónarferlinu þ.a. að skuldari leiti einungis í eina gátt eftir aðstoð. Spurning hvort deildaskipta megi Ráðgjafarstofu þannig að tilsjónardeild starfi undir stjórn og á ábyrgð tiltekins sýslumanns eða hreinlega að tiltekið sýslumannsembætti færi hluta starfsemi sinnar inn á Ráðgjafastofu nauðungarsala stöðvist þegar sótt er um greiðsluaðlögun en ekki þegar úrskurðað er
·
· fyrir liggi strax hvað verði afskrifað af veðskuldum í lok greiðsluaðlögunar enda breytist forsendur hennar ekki meðan á henni stendur ( ljósið við enda ganganna )
·
· tryggt verði að niðurfelling skuldar skerði ekki bætur eða réttindi í trygginga eða lífeyriskerfinu
·
Verði áfram byggt á tvöfaldri löggjöf verði framkvæmd beggja laganna falinn í einni og sömu reglugerðinni.
Eigi að mæta vandræðum a.m.k. 10 þúsund fjölskyldna á næstu mánauðum, er ljóst er að gera þarf greiðsluaðlögunarferlið fljótvirkara og notendavænna og veita verulegum fjármunum til þess og þeirra stofnana sem sjá um framkvæmdina.

Samið verði stutt og einfalt kynningarefni um greiðsluaðlögun og gera það aðgengilegt í afgreiðslu opinberra stofnana, verslunum og almennt sem víðast.

Skipuleggja þarf og halda námskeið fyrir starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga og ýmissa almanna samtaka sem koma að einstaklingum og fjölskyldum í vandræðum.

Þessu fylgja ítarlegar um breytingar á gjaldþrotalögum nr. 21/1991 og á lögum um nauðungarsölu nr. 90/1991 og lögum um aðför nr. 90/1989

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki að ná þessu með hvað það á að verja þessa lífeyrissjóði með að láta sjóðsfélaga, sem eru svo óheppnir að vera með lán, að bera lélega fjárfestingarstefnu þeirra.
Ég á að stafir voru með rúmlega -14% ávöxtun á síðasta ári.
Það sem ég væri til í að sjá ávöxtunina ef verðbæturnar væru teknar út.

Það heldur ekki að sanngjarnt að maður í þinni úthrópi skuldara sem óreiðumenn eins og þú gerðir í morgun á Bylgjunni. Það er heldur ekki skrýtið að það heyrist hærra í þessum þögla meirihluta sem vill ekkert gera á kostnað lífeyrissjóðanna þegar þeir sem skulda eiga að skammast sín fyrir að taka lán á þessum rugl tímum.

Börnin sem rétt hafa það núna, eins og þú talaðir um morgun, hvað gerist ef þau missa vinnuna ef þau rétt hafa það núna á launum. Það hanga flestir á bláþræði yfir þessa ónýta kerfi, sem er bara gott fyrir lélega sjóðsstjóra því þeir eru alltaf gulltryggðir sama hvaða vitleysu þeir gera.

Ég hef alltaf litið upp til þín fyrir að sanngjarn maður, en þetta viðtal við í morgun tók ansi stóran skerð af því áliti sem ég hafði.

Ég vona að þú farir núna út til yngri hlutans af því fólki sem þú stendur og takir stöðuna á því, í staðinn fyrir að hlusta á þá sem kunna að mæta á fundi og hafa hátt. Þá færðu örugglega aðra mynd af vilja sjóðsfélaga.

Nafnlaus sagði...

Og hvað með fólkið sem komið er á vanskilakrá? Og hvað með fyrningarreglur krafna? Á að halda því áfram að kröfuhafar geti elt fólk árum og áratugum saman með því að byrja nýjan fyrningarfrest aftur og aftur? Á fólk að fá að byrja uppá nýtt einhverntímann í fyrirsjáanlegri framtíð eða eiga tugþúsundir að hverfa ofaní neðanjarðarhagkerfi eða flýja land?
Ég bara spyrr. Kveðja, Jón Sigurðsson

Guðmundur sagði...

Það er harla einkennilegt að ekki megi svara þeim fullyrðingum að verkalýðshreyfingin geri ekkert.

Það er harla einkennilegt að mega ekki benda á að það er fleira fólk til en þeir sem fá að koma fram í spjallþáttunum, og það séu ekki endilega þeirra sjónarmið sem eigi meirihluta.

Það er harla einkennilegt að mega ekki benda á að það standist ekki að einhverjir komi saman skirfi upp óskalista og geri svo verkalýðshreyfinguna ábyrga fyrir því að þau fái óskir sínar uppfylltar án nokkurs samráðs við verkalýðshreyfinguna.

Þau eru harla einkennileg viðbrögðin sem ég hef fengið þegar bent er þessar staðreyndir.

Reyndar eru mikið fleiri jákvæðir póstar sem ég hef fengið, einungis einn neikvæður.

Sannleikur er helkaldur og við verðum einfaldlega að horfast í augu við hann.

Nafnlaus sagði...

Já það er rétt hjá þér Guðmundur að það sem maður heyrir þarna úti er töluvert annað en kemur fram í bloggheimum og spjallþáttunum.

Hef alltaf dáðst af þori þínum og baráttuvilja. Haltu áfram.

Nafnlaus sagði...

Þeir sem ekki gátu haft vit fyrir sér með fjármálin verða nú bara að taka afleiðingum þess og byrja uppá nýtt. Sé bara ekkert vit í að þeir sem gengu hægt um gleðina dyr séu að borga fyrir hina. Hef aldrei skilið að þeir sem voru bara í sínum íbúðum og greiddu af sínum lánum eigi að bæta við sig rugli hinna. Enn það versta við verðbætunar er að þær ganga aldrei til baka, enn það er möguleiki með gengistryggðu láninnn. Það er ekki verkalýðshreyfinguni að kenna að fólk fjárfesti einsog morgun dagurinn kæmi ekki. Menn skulu nú ekki gleyma því að verðtryggð lán hafa hækkað um 40 % síðan 2006. Auðvitað þarf að afnema þessa verðtryggingu og það sem fyrst, og taka upp svipað og er í nágrana löndum okkar. Svo þarf að koma atvinnurekendum burt úr stjórnum sjóðana, það á að vera krafa í næstu samningum, vona að Guðmundur gangi í það að koma því að hjá ASÍ og fleirrum í hreyfingum launa manna. Kveðja Simmi

Ólafur Garðarsson sagði...

Þú komst illa fram við skuldara í þessu viðtali eins og þú hefur gert hér á blogginu. Þú kallar fólk óreiðufólk af því það vill fá leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstólum. Svo talarðu um lýðskrum en getur ekki rökstutt það á nokkurn hátt nema vísa í jeppa í innkeyrslunni. Hvernig bíl keyrir þú? Kemur það málinu eitthvað við? Er það málefnalegt að tala á þessum nótum?

Veruleikinn er að þú ert sjálfur lýðskrumari. Við vitum það nú að lífeyrissjóðirnir hafa verið meira og minna tæmdir og þið þorið ekki að viðurkenna það. Þið ætlið að láta lántakendur borga svo þið lítið betur út. Þér og öðrum svokölluðum forystumönnum verkalýðsins væri hollast að segja af ykkur fyrir afglöp í starfi. Þið eruð að bjarga eigin rassi og engu öðru. Þið ættuð að skammast ykkar. Þetta verður til þess að við flytjum lífeyrissjóðina frá ykkur. Hagsmunaárekstrar ykkar eru allt of miklir.

Nafnlaus sagði...

Þessar tillögur gera ekkert nema að lengja kreppuna og draga úr greiðsluvilja almennings. Og hvernig telur þú að það sé jákvætt þegar bankar/lífeyrissjóðir fara að leysa til sín eignir?

Það sem þarf að gera í dag er að LEIÐRÉTTA erlend og verðtryggð lán til 1.jan 2008. En þá erum við komin á þeim tíma áður en bankarnir fóru í atlögu við krónuna og verðbólgan fór á skrið en það hefur haft jákvæð áhrif á eignir lífeyrissjóða. En hin kalda staðreynd er sú að lífeyrissjóðum landsins hefur verið stjórnað illa og vilja ekki leiðrétta lánin til að rétt staða sjáist í reikningum sjóðanna.

Og að lokum þá er það ekki lýðskrum að koma með tillögur sem munu koma fjölskyldum og íslensku samfélagi vel til framtíðar.
kv, f

Nafnlaus sagði...

Mikið helv var eg ánægður með þig í morgun Guðmundur,orð í tíma töluð.
Eg er einn af þeim sem lenti í því að vera með verðtryggð lán upp úr 1980 og þurfti að borga þau 15 föld til baka á 12 árum,meðan íbúðin lækkaði niður í 50% af brunabótamati!(Eg bý úti á landi,nú fer þessi sama íbúð á 15-20% af brunabótamati!)En eitt datt mer aldrei í hug að láta foreldra mína borga mínar skuldir,hvað þá aðra foreldra!!
Nei takk eg er búin að borga í lífeyrissjóð í 40 ár,það er MINN sparnaður!! Ekki get eg reitt mig á mína fasteign,því hún er gott sem verðlaus!!Halltu áfram talaðu fyrir þögla hópinn,hann er stór það máttu vita!!

Nafnlaus sagði...

Fínar tillögur - fram til 6. október 2008.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur

er að furða mig á viðtali við þig undir alvörumyndinni á bls 10 í mogganum í morgun

þögli meirihlutinn - skynsemi þjóðarinnar - sér og skilur meir en þú endursegir af launþegafundum

t.d. augljóst og vítavert samkrull kröfuhafa með þöglu samþykki verkalýðshreyfingarinnar sem vilja halda til frambúðar þeirri stórfelldu eignatilfærslu/eignaupptöku sem átt hefur sér stað hérlendis undanfarið eitt og hálft ár í vasa kröfuhafa úr vösum almennings/launþega/skuldara vegna gengishruns, óðaverðbólgu og verðtryggingar fjárskuldbindinga

Upp er að renna skálmöld í landinu vegna þess ekki síst að fulltrúar launafólks snúa blindu auga að vandanum - sem mun að óbreyttu lama þjóðfélagið.

Þegar svo er komið að börnin skilja nauðsyn leiðréttingar á skuldum landsmanna betur en verkalýðsleiðtogar, ráðherrar og prófessorar við háskóla landsins er
von að spurt sé: til hvers er barist... er ekki best að þetta pakk verði þá bara eitt eftir með sjálfu sér í partíinu og við hin leitum erlendis að nýju Íslandi?

með bkv

Jónas G

Guðmundur sagði...

Það er lýðskrum að halda fram einhverju sem liggur fyrir að standist ekki.

Að gefnu tilefni : þó svo ég reyni að koma á framfæri þeim skoðunum sem félagsmenn mínir setja fram og koma þeim á framfæri, þá eru það ekki endilega mæínar skoðanir og að ég sé eitthvað endilega sammála.

Ég er að reyna að koma því á framfæri að þær einhliða skoðanir sem koma fram ákveðnum þrýstihópum og er hampað í spjallþáttum eru ekki þær einu sem gilda hér á þessu landi.

Nafnlaus sagði...

Sæll aftur Guðmundur

ef ég geri ráð fyrir að aths 11 sé svar við minni aths nr 10 þá er það ekki lýðskrum að segja fólki að lyppast ekki niður fyrir áróðri kröfuhafa, þ.m.t. ríkisvaldsins og lífeyrissjóðanna, sem segjast ekki hafa efni á björgunaraðgerðum í þágu heimila og fjölskyldna þessa lands.

Það er þá miklu fremur lýðskrum að taka undir áróður kröfuhafa og hvetja fólk til að hætta að berjast fyrir eignum sínum og lífsviðurværi því hagfræðingur sé búinn að reikna það út að bardaginn sé þegar tapaður.

Til upprifjunar: Á Íslandi stendur nú yfir stórrán á fjármunum almennings, efnahagslegu öryggi, frelsi fólks og sjálfsvirðingu með hjálp vítisvéla gengishruns, gengisflökts og verðtryggingar lánsfjármagns

Það liggur fyrir að bókfæra þarf skuld við kröfuhafa í bækur ríkisins á bilinu 300 til 400milljarða króna til að leysa vandann að stærstum hluta - lyfta stærstum hluta heimila yfir versta hjall, ekki síst gefa von og trú á framtíðina.

Hvað er það fyrir ríkisvaldið að bókfæra slíka skuld við kröfuhafa nokkur ár í sínum bókum, greiða málamyndavexti, endursemja svo síðar eða afskrifa þegar betur árar.

Firring og ráðvilla ráðandi fólks hérlendis er komin á hátt stig og ráðgjöf slök þegar allt er orðið eitt málefni: að verja hag kröfuhafa hvað sem það kostar.

Þess vegna er spurningin enn í fullu gildi af vörum ungmennis sem ekki getur hugsað sér ömurlegra samfélag en ræningjabælið Ísland, sjá aths 10.

með bkv

Jónas G

Nafnlaus sagði...

Ég bið þig!! plíís
Talaðu fyrir þögla hópinn!!
Og veistu hvað þú hefur alveg ótrúlegt fylgi!!

Nafnlaus sagði...

Númer 1 2og 3 er að tryggja okkar lyfeyrisréttindi hvar sem þau eru!!
Guðmundur stattu þig!!!!!!