fimmtudagur, 24. september 2009

Skuldavandinn

Seðlabankinn, ASÍ og Hagsmunasamtök heimilanna hafa hvert um sig látið gera fyrir sig kannanir þar sem m.a. var leitað eftir viðhorfum almennings til skuldavandans.

Samkvæmt gögnum Seðlabankans eru :
24% heimila með heildarskuldir sem nema innan við 200% af ráðstöfunartekjum.
50% heimila með heildarskuldir sem nema innan við 300% af ráðstöfunartekjum.
74% heimila með heildarskuldir sem nema innan við 500% af ráðstöfunartekjum.
26% heimila með heildarskuldir sem eru yfir 500% af ráðstöfunartekjum.

Samkvæmt könnun ASÍ töldu :
82,4% sig ekki þurfa að leita eftir úrræðum.
91,5% að stjórnvöld gerðu ekki nóg til þess að koma til móts við skuldsett heimili.

Samkvæmt könnun Hagsmunasamtanka heimilanna töldu :
44.8% sig geta safnað sparifé.
37.3% ná endum saman með naumindum.
17.9% sig ganga á sparnað og söfnuðu jafnframt skuldum eða töldu sig vera á leið í gjaldþrot.

Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi fjármálakreppunnar í október 2008 lagt áherslu á bráðaaðgerðir til hjálpar þeim heimilum sem verst hafa orðið úti í þessum efnahagsþrengingum. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að um fimmtungur heimila býr við mjög erfiðar aðstæður. Mikilvægt er að leysa úr vanda þessara heimila með það að leiðarljósi að taka mið af eignastöðu þeirra og greiðslugetu þar sem gætt er jafnræðis milli heimilanna óháð lánaformi eða lánastofnun.

Engin ummæli: