Hún virkar einkennilega á mann sú meðhöndlun sem Jón Jósep Bjarnason tölvunarfræðingar hefur fengið í kerfinu, svo ekki sé tekið sterkar til orða. Hann er búinn að greiða 180 þús. kr. leyfisgjald og er í miðri uppfærslu þegar lokað er fyrirvaralaust á hann.
Það eru nákvæmlega svona upplýsingar sem þurfa að vera aðgengilegar. Lokun á þær vinna gegn því sem samfélagi okkar er svo mikil þörf á; undirstöðu trausts.
Í Kastljósinu í gær ræddi Jón um að útvíkka grunninn m.a. með upplýsingum um stjórnarmenn lífeyrissjóða. Jón gaf það reyndar í skyn að það gæti mætt einhverri andstöðu.
Í því umhverfi sem ég starfa myndi því vera tekið fagnandi vegna þess að í gangi eru svo margar órökstuddar og ómaklegar dylgjur um saklaust fólk. T.d. eins og RÚV hefur verið að útvarpa í Kastljósinu að forsvarsmenn stéttarfélaga séu allir á bólakafi í stjórnarsetum fyrirtækja, og eins að allir forsvarsmenn stéttarfélaga sitji í stjórnum lífeyrissjóða.
Þessu hefur verið mótmælt og farið fram á að fá að koma í Kastljósið og Silfrið til þess að leiðrétta hinar makalausu aðdróttanir sem RÚV útvarpar ítrekað um starfsmenn stéttarfélaga. RÚV hefur alfarið hafnað því!!??
Skelfing væri nú gott að fá grunn Jóns til þess að upplýsa okkur um tengsl og hagsmuni manna í viðskiptaheimum og ekki síður um hina einlægu sannleiksást RÚV. Svo einkennilegt sem það nú er heyrir maður svo mikið allt annað á félagsfundum en kemur fram hjá RÚV og stofnunin vill halda að fólki.
7 ummæli:
Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að átta sig á hvað gerðist.
Um leið og DV og RÚV höfðu skýrt frá því að Jón Jósef gæti rakið víðtæk tengsl í viðskiptalífinu og hefði að auki áhuga á að sýna fram á samspil kvótaúthlutunar og viðskiptablokka þá hefur síminn farið að hringja hjá Skattstjóra.
Viðbrögð kerfisins eru dæmigert yfirklór spillingar og stórra kalla.
Meira að segja skatturinn þorir ekki að segja nei við valdboðinu.
Hvernig væri ef t.d. Stafir Lífeyrissjóður myndi bjóða Jóni Jósepi allar upplýsingar, þannig að hægt væri að sanna hvort aðdróttanir í þeirra garð séu sannar ?
Takk fyrir þetta Guðmundur.
Ef hægt er að koma þær skorður á félög sem fara með fé í umboði annarra að þeir tilkynni sig inn í opinbera skrá, þá er markmiðinu náð varðandi lífeyrissjóðina, þá verður einnig kominn grunnur sem nota má til rannsókna hagsmunatengsla.
Faðir minn starfaði mikið fyrir lífeyrissjóð ykkar, heiðarlegasti maður sem ég hef þekkt. En það eru brotalamir í lífeyrissjóðakerfinu sem þarf að laga.
Það sem ég þekki til í okkar lífeyrissjóð er eins og Jón segir, strangheiðarlegir menn sem reyna af fyllsta megni að hafa allt í lagi.
En þurfa svo að sitja undir endalausum röklausum alhæfingum og dylgjun.
Ef það er eitthvað, sem ætti að hafa forgang að laga í sambandi við lífeyrissjóðina væri það hið makalausa fyrirkomulag að atvinnurekendur sitji í stjórnum þeirra sem slíkir. Að vilja hafa ráðstöfunarrétt yfir umtalsverðum hluta vinnulauna starfsfólks síns með þessum hætti, er í raun ósvífni af hæstu gráðu.
Þar sem starfað er fyrir opnum tjöldum þarf enginn að sitja undir dylgjum.
Benti annars á þetta í morgun:
Benti reyndar á þetta í morgun :)
http://eyjan.is/blog/2009/09/15/haskolastudentar-krafdir-um-endurgreidslur-med-15-alagi-eiga-ser-tho-nokkrar-malsbaetur/#comment-175177
Rómverji
Þú stóðst þið frábærlega í viðtalinu í morgun. Sagðir nákvæmlega það sem þurfti að segja.
En láttu þér samt ekki bregða þó svo að sessunautur þinn verði aftur gestur í sama þætti í fyrramálið og haldi þar áfram að telja fólki trú um að hann geti framkallað gott veður með einföldu pennastriki. Maður kemst varla í gegnum daginn án þess að þurfa að hlusta á hann lýsa því hvernig allt væri nú frábært fengi hann nú bara að ráða öllu einn.
Það er hins vegar enginn fréttamaður sem spyr sig þeirrar spurningar, afhverju það sé varla hægt að finna hagfræðing sem vill láta taka sig alvarlega sem er tilbúinn að taka undir hugmyndir Ólafs, sem notabene þó kallar sig hagfræðing.
Kannski eru þeir ekki að leita eftir því að fólk segi eitthvað að viti, bara að það noti nægilega mörg krassandi lýsingarorð og slái um sig með stórum yfirlýsingum um að allir aðrir séu fábjánar? Það selur líklega meira af auglýsingum en alvöru fræðimenn sem vita að það fæst ekki allt með því að öskra nógu hátt.
Skrifa ummæli