Allt bendir til þess að komandi vetur verði mjög erfiður efnahagslega. Atvinnuleysi mun vaxa sakir þess að fyrirtæki og einstaklingar halda að sér höndum. Fjárfestingar verða í lágmarki, ríki og sveitarfélög munu draga úr útgjöldum og framkvæmdum.
Stöðugleikasáttmálinn sem undirritaður var í sumar af sveitarstjórnum, ríkisstjórn, samtökum launamanna og fyrirtækja átti að vera forsenda viðsnúnings í væntingum. Sett var fram spá um 15.000 ný störf sköpuðust á næstu 3 árum, en settur á fyrirvari að það tækist ekki nema að hagvöxtur yrði a.m.k. 4-4,5% á hverju ári, sem er reyndar nokkuð bratt. En ef það markmið á að nást þarf að efla traust og trú á íslenskt efnahagslíf, örva innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu, stuðla að beinum erlendum fjárfestingum hér landi og koma á eðlilegum lánaviðskiptum við fjármálamarkaði erlendis.
En hér hefur skort á staðfestu og ákveðna stefnumörkun. Það er búið að samþykkja hugsanlega einhver álver, en fram og tilbaka keyrsla í orkumálum gerir landið ótrúverðugt í augum fjárfesta. Það liggja fyrir fullhannaðar virkjanir en einhverra hluta vegna liggja ekki fyrir ákarðanir um framkvæmdir. Í stöðugleikasáttmála kemur að ríkisstjórnin muni greiða götu stórframkvæmda, en það er eins og allir ráðherrarnir hafi ekki verið á staðnum.
Eins og ég hef nokkrum sinnum komið að hér það verða þessi verkefni ekki að veruleika nema að virkjað verði í neðri hluta Þjórsár auk Búðarhálsvirkjunar. Þær virkjanir eru fullhannaðar og eru langhagkvæmustu og umhverfisvænstu virkjunarkostirnir. Það hafa komið fram allmargir ókostir við rekstur gufuaflsvirkjana og líftími þeirra líklega mun skemmri en áætlað var. Auknar fjárfestingar í atvinnulífinu styrkir fjárhag hins opinbera. Grunnur þessa alls eru fjárfestingar í orkugeiranum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli