Undanfarið ár hafa mætt reglulega í spjallþættina og á blogginu margir einstaklingar með tillögur um lausnir á skuldavanda heimilanna með því að þurrka út skuldir fólks, í það minnsta allnokkurn hluta þeirra og það hafi engan kostnað í för með sér bara gufi upp. Reyndar hafa sumar af þeim stjörnum sem skotið var á loft í spjallþáttum RÚV í fyrra verið afhjúpaðar og brotlent. Mikið lifandi ósköp vildi ég óska það væri hægt að fara einhverja af þessum leiðum. Sama á örugglega við um flesta og örugglega gjörvalla verkalýðsforystuna og alla starfsmenn verkalýðsfélaganna.
Þær eru ófáar ferðirnar sem ég hef farið og rætt við hagfræðinga og aðra sérfræðinga og beðið þá um að sannfæra mig um að þetta sé framkvæmanlegt. Ég hef ítrekað verið spurður um þetta á félagsfundum og vill gjarnan beita okkur fyrir þeirri leið sem létti félagsmönnum lífið. Svör þeirra sérfræðinga sem ég ber traust til eru því miður alltaf á sama veg, skuldirnar eru færðar annað, þær gufa ekki upp. Það geri það að verkum að fara verði þá leið að taka á greiðsluvanda þeirra sem í mestum vanda er, það séu einfaldlega ekki til fjármunir í ríkiskassanum til þess að þurrka í burtu skuldir í stórum stíl.
Ég hef tamið mér þau vinnubrögð að segja mínu fólki eins hreinskilningslega og frekast kostur er frá stöðunni eins og hún er hverju sinni. Félagsmenn eru ekki tómir og taka hiklaust afstöðu byggða á þeim staðreyndum sem liggja fyrir. Sumir þar á meðal spjallþáttastjórnendur og stjórnmálamenn tala oft eins og það sé formaður stéttarfélags, eða jafnvel starfsmenn ASÍ sem einhendis taki afstöðu fyrir allan hópinn. Það er bara ekki svo.
Reglulega hafa komið fram þrýstihópar, sem hafa sett fram kröfulista um hvað hópurinn telji að stjórnvöld eigi að gera. Þeir lýsa óskalistum sínum opinberlega jafnframt því að gera kröfu um að það sé á ábyrgð Verkalýðshreyfingarinnar óskalistinn nái fram að ganga. Með þessu er verið að vekja væntingar hjá saklausu fólki og stilla einhverjum óviðkomandi upp við vegg og gera hann ábyrgan.
Þegar kemur í ljós að ekki er hægt að standa við þessar væntingar, verður fólk vitanlega reitt. Ef verkalýðshreyfingin á að taka að ábyrgð á einhverju þarf vitanlega að bera það undir félagsmenn hreyfingarinnar. Þar verða menn að átta sig á því að það er ekki alveg víst að allir félagsmenn séu sömu skoðunar og viðkomandi þrýstihópur og ég veit reyndar hvað varðar sumar af þeim tillögum sem lýst hefur verið í spjallþáttum RÚV hafa fallið í grýttan jarðveg með minna félagsmanna.
Þáttarstjórnendur RÚV virðast aftur á móti taka því sem gefið að allir félagsmenn stéttarfélaganna séu sömu skoðunar og þeir spámenn sem leiddir eru fram í spjallþáttunum. Þeim hættir reyndar til að halda því fram verkalýðshreyfingin sé liðónýt og geri ekkert (hér er t.d. vitnað til margendurtekinna ummæli Egils Helgasonar), af því hún skelli sér ekki verkföll til þess að þvinga fram óskum þrýstihópanna.
Hér er Egill að upplýsa okkur um hversu lítið hann veit um íslenskan verkfallsrétt. Ég er heldur ekki viss um að það yrði endilega samþykkt að fara í verkfall til þess að berja fram þeim skoðunum sem Egill hampar. Spjallþáttastjórnendur RÚV ráðast ítrekað að starfsfólki stéttarfélaganna. Þeim um 20 starfsmönnum sem ég stjórna er oft heitt í hamsi þegar það er fá svona neðanbeltishögg frá spjallþáttastjórnendum RÚV.
Reyndar breytti Linda Blöndal í Síðdegisútvarpinu óvænt út af þessi í vikunni, þegar hún spurði einn viðmælanda sinn sem var búinn að telja upp öll vandamálin í þjóðfélaginu og lauk svo máli sínu með venjubundinn RÚV yfirlýsingu að verkalýðshreyfinginn geri ekkert. „Og hvað viltu svo að hreyfingin geri?“ spurði Linda „Ha“ svaraði viðmælandinn undrandi, hafði greinilega ekki gert ráð fyrir því að þurfa að færa rök fyrir sínu máli og gekk út frá að þetta væri viðtekin sannleikur í RÚV og svaraði aumkunarlega; „Hvað? Ha? Ég veit það ekki“ !!?? og hló svo vandræðalega.
Viðtekin er sú RÚVvenja að halda því fram að verkalýðsforystan sé svo upptekin við að verja völd sín í lífeyrissjóðum og stjórnarsetu í fyrirtækjum, að hún hafi ekki tíma til þess að ná fram óskalistum viðmælenda RÚV. Nú er það svo að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og eins lífeyrissjóðanna hafa ítrekað farið fram á við RÚV að fá að koma fram og fjalla um þessi mál. Því hefur RÚV ítrekað hafnað. Ástæða er að geta þess að ég þekki ekki einn einasta forystumann í verkalýðshreyfingunni sem situr í stjórn fyrirtækis og af um 100 forystumanna verkalýðsfélaga eru líklega sem svarar fjölda fingra annarrar handar sem sitja í stjórn lífeyrissjóðs.
Það hefur víða komið fram þar sem ég hef farið í störfum mínum, að töluverður munur er á milli þeirra skoðana sem reglulega koma fram í spjallþáttum og á bloggsíðum og svo skoðana hins þögla meirihluta sem við starfsmenn stéttarfélaganna heyrum á félagsfundum. Vitanlega viljum við öll að hægt sé að fella niður skuldir hjá fólki. En ef á að gera það með því að gera eignir sjóðsfélaga lífeyrisjóðanna upptækar, eða snarhækka skatta, þá verður vitanlega að staldra við og spyrja fólk hvaða leið eigi að fara. Það á ekki bara einn hópur að ráða.
Stjórnendur spjallþátta virðast aftur á móti ekki átta sig á að það eru í gangi allt aðrar skoðanir í samfélaginu en þær sem birtast á bloggum og á athugasemda listum. Hann er stór sá hópur sem er ekki í vanskilum og er að neita sér um allt til þess að hlutirnir gangi upp. Þetta fólk veltir því fyrir sér hvers vegna það eigi að halda áfram að borga af sínum skuldum, neita sér um allt og bæta svo á sig skuldum annarra í formi hærri skatta eða lægri lífeyrissjóðsgreiðslna. Þetta eru þau skilaboð sem ég hef ítrekað fengið á félagsfundum. Það er hlutverk mitt að koma þeim á framfæri, sama hvaða skoðun ég hef svo á því hvaða leið eigi að fara.
Ég hef lýst mínum skoðunum hvað það varðar í pistlum hér á þessari síðu. En það eru þingmenn sem ráða hvaða leið er farinn og þeir sem bera ábyrgð á því, ekki starfsmenn stéttarfélaganna. Starfsmenn stéttarfélaganna eru ákaflega uppteknir við að hjálpa fólki sem er vanda, ekki bara vegna atvinnumissis eða venjubundinna deilna á vinnustað, heldur einnig með margskonar styrki. Margir fjasa um að búið sé að rólunda öllum sjóðum, en í næstu setningu tala menn um að nýta sjóðina til þess að byggja upp. Það er oft svo óendanlega mikil þversögn í umræðuni.
17 ummæli:
Ég er ein af þeim sem hefur ekki skuldsett sig óhóflega og get enn greitt það sem mér ber, en ég get samt ekki séð neitt réttlæti í því hvernig lán mín vaxa eins og krabbamein á lokastigi og að því er virðist á fullkominni sjálfstýringu.
Ég hef verið að ergja mig út af verðtryggingu nú í u.þ.b. 20 ár og hef aldrei séð neina skynsemi í henni. Mér hefur alltaf fundist hún hafa leitt til lélegri fjármálastjórnar og minna aðhalds bankastofnana og stjórnvalda. Það skipti bankana engu máli að hleypa verðbólgu hér á skrið á þenslutímanum upp úr 2004. Þó að þeir lækkuðu vexti og ryddust inn á lánamarkaðinn voru þeir alltaf öruggir með sitt í skjóli þessarar sömu verðtryggingar.
Núna hafa öll mín hóflegu lán hækkað um margar milljónir þrátt fyrir skilvísar greiðslur mínar. Ég tók aldrei alla þessa peninga að láni. Þetta er ekkert annað en enn ein loftbólumaskínan og mér finnst fráleitt að tala um að fólk vilji bara fá allar skuldir sínar felldar niður. Fólk vill bara fá eitthvert réttlæti í skuldamálum sínum og útdeilingu þeirra byrða sem við þurfum að axla út af lélegri fjármálastjórn hér í áratugi.
Þetta kerfi er handónýtt og við verðum að horfast í augu við það!
Annars er ég reyndar þeirrar skoðunar að hér séu allir sjóðir tómir og ekkert fé handbært til að borga óráðsíu undanarinna ára nema ef vera skildu aumar skuldir borgaranna (sem nú heita skuldarar) og þeim skal náð hvernig sem allt fer, annars hrynur allt kerfið.
En hvað veit ég, aum konan.
Kv.
Sigríður Guðmundsdóttir
Ég innilega sammála þér um að verðbólga verður að lækka, þá falla vextir og lánin hætta að hækka og hækka. Við verðum að fá stöðugleika hér og alvöru gjaldmiðil þá hverfur verðtrygging.
Ef hún væri ekki til staðar í árferði eins og nú þá værir þú að greiða töluvert mikið hærri afborganir af lánum þínum
Sæll,
ÞAð er útbreyddur misskilningur hjá mörgum, m.a. hjá þér ef marka má málflutning þinn.
Þú segir að það sé ekki hægt að þurrka upp skuldir.
ÞAð er einfaldlega ekki rétt.
Hafi skuldir vaxið langt umfram það sem ætla mátti þá er aðlilegt að álykta að það endi með því að fólk gefist upp á að greiða af þeim skuldum. Sama á að sjálfsögðu við um fyrirtæki.
Skuldir eru í eðli sínu þannig að áættan af þeim er mæld með vaxtastiginu. Sá sem lánar er með öðrum orðum að setja upp vaxtastig sem áhættuþröskuld.
Bregðist forsendur þá má ætla að sá sem lánar tapi hluta af þeim peningum sem hann lánaði og það er eðlilegt. Alveg eins og þú framkvæmir verk fyrir ónýta kennitölu og færð reikninginn aldrei borgaðann.
Það er því BÚIÐ að greiða fyrir þetta tap sem allir eru að tala um að ríkið þurfi að bera ef lán verða leiðrétt.
Ef ég kemst að með að semja beint við kröfuhafa Frjálsa fjárfestingabankans þá er ljóst að við, lánþegarnir getum komið á umtalsverðum leiðréttingum og það án þess að ríkið leggi út krónu.
Það má svo sem færa fyrir því rök að við spörum ríkinu fúlgur fjár þar sem reikningur vegna, slitastjórna, skilanefnda, málshöfðana og svo framvegis dettur út.
Ég lít því þannig á að það sé óábyrgt af forystu bæði ríkisstjórnar sem og verkalýðsforystu, að halda því fram að ekki sé hægt að leiðrétta höfuðstól lána.
Sé að raunin, þá er ljóst að gjaldþrotaleiðin er sú hagkvæmasta fyrir þúsundir einstaklinga og fjölskyldna.
kv.
Guðmundur Andri Skúlason
Fyrirsvarsmaður samtaka lánþega Frjálsa fjárfestingabankans.
Það eru svo margir sem eru að sakast við verðtryggingu að ósekju, þegar þeir ættu að tala um verðbólguna og lélega efnahagsstjórn.Það er þar sem sökudólgurinn er grafinn.
Ef ekki væri verðtrygging þá þyrfti hún Sigrún að greiða margfallt hærri afborgun af láninu sínu vegna þess að hún þyrfti að greiða alla háu vextina strax.
Í stað þess fær hún nýtt lán án þess að greiða lántökugjald. Meir að segja spekingurinn Egill Helga skilu rþetta ekki.
Annars virkileg þörf á að koma á framfæri því að til séu fleiri en þeir sem eru í spjallþáttununum
Takk Úlfur
Sæll Gandri
Það er eins og þú lesir ekki alveg það sem í pistlinum stendur, heldur gefir þér fyrirfram það sem þú villt að þar standi.
Þar stendur : Það er skoðun fjölmargra félagsmanna að þeir séu ekki tilbúnír til þess að taka að sér að greiða hærri skatta eða láta stjórnvöldum eftir að ganga í lífeyrissjóði til þess að rétta af skuldastöðuna.
Einnig stendur að ég vildi svo gjarnan rétta af skuldastöðuna en ég einn ræð ekki ferðinni.
Kv GG
Það er ótrúlegt að horfa upp á langlundargeð þitt Guðmundur gagnvart hinum endalausu útúrsnúningum.
Þú stendur þig frábærlega. Takk fyrir greinargóða færslur. Vona bara að þú gefist ekki upp á þessu.
KÞG
Verðtyggingin hefur líka þau áhrif að verðbólga skipti bankana ekki máli. Án hennar myndu bankarnir tapa á verðbólgu og því leita allra leiða til að halda henni niðri.
Ég er nokkuð viss um að ef við hefðum ekki haft verðrtyggingu hefðu 2.5% verðbólgumarkmið seðlabankans haldið lengst af.
Menn geta ekki sagt að án verðtryggingar væri eina breytingin himinhá húsnæðislán - það er svo margt annað sem hún hefur áhrif á.
Get alveg tekið undir margt af þeirri gagnrýni sem verðtrygging fær. En það er samt ástæða að geta þess að sumir virðast halda að það standi til boða að greiða einungis föstu vextina, oftast um 5%, og sleppa alfarið kostnaði verðtryggingar.
Gleyma því oftast að ef greiðsludreifing verðtryggingarkerfisins væri ekki þyrfti fólk að greiða alla vaxta summuna.
Ásatm því að ef verðtryggingarkerfinu hefði ekki verið komið á þá væru engin langtíma lán í boði.
Þetta er sakir örhagkerfis kronunanr og slakrar efnahagstjórnunar þingmanna sem hiklaust hafa sveiflað krónunni til þess að leiðrétta efnahagsmistök sín og einnig til þess að "leiðrétta of góða kjarasamninga niður á við blóðsúthellingalaust" svo ég vitni í margendurtekin orð efnahagsspekinga Sjálfstæðismanna Péturs Blöndal og Hannesar Hólmstein.
Hvenær ætli þið að viðukenna það að höfuðstóll lána hefur hækkað á fölskum forsendum og hefur aldrei verði í takt við annað í landinu. Það er algerlega nauðsynlegt að leiðrétta þessa smán, annars sér engin tilgang með því halda áfram. Verðtryggingin er algjörlega að drepa þjóðina. Það er ekki hægt að að ætlast til að börnin okkar gangi inn á þessa braut óvissu og eignaupptöku lánveitanda. Lánveitendur verða að skilja okurlán munu aldrei gera annað en stöðva allan vilja fólks til uppbyggingar í landinu. Efnahagsreikningur lífeyrissjóða og banka er mun lægri en tölur segja til um, þið verði bara að vera menn til að viðukenna það.
Það á ekki að vera náttúrulögmál að hér séu hæstu vextir í heimi, ég vil sömu kjör og aðrar Norðurlandaþjóðir bjóða upp á. Þetta snýst um þjóð ekki sjóð.
Kveðja Dagbjartur
Ég hlustaði á þig í umræðum í útvarpinu um daginn þar sem þú varst að takast á við Ólaf Arnarsson, sem virðist vera orðinn einhverskonar sjálfskipaður álitsgjafi í næstum hverju sem er.
Eins og venjulega þá talaði hann í upphrópunum. Þar sem hann er nú í útvarpinu á nærri hverjum degi og varla er hægt að kveikja á þeim spjallþætti þar sem hann er ekki að reyna að hræða líftóruna úr fólki, þá vildi ég að einhver hefði kjark til að spyrja hann út í hagfræðimenntun hans.
Hann er allstaðar titlaður sem hagfræðingur (Sem er auðvitað aðgaögnumiði hans í þessa þætti) en á heimasíðu hans státar hann af BBA prófi úr einhverju óþekktu college í bandaríkjunum. Fyrir þá sem ekki vita þá stendur BBA fyrir Bachelor in Business Administration og er hvergi metið sem ígildi hagfræðimenntunar.
Er ekki eðlilegt að fjölmiðlar kannski svona lagað áður en þeir taka ástfórstri við slíka menn?
Tek fyllilega undir með Dagbjarti um að við fáum sambærileg kjör, sömu lágu vextina, enga verðtryggingu og sama lága verðið verð á matvörum.
Þetta hef ég farið yfir í fjölmörgum pistlum hér. Þetta gerist ef við göngum í ESB og losum okkur við krónu og tökum upp samskonar efnahagsstjórn og tíðkast á hinum norðurlandannna.
Ég tek undir með Dagbjarti að menn hætti að berja hausnum við steininn og gangi rösklega til verks til að komast á sama stað og hin norðurlöndin í ESB.
Úlfur segir:
"Í stað þess fær hún nýtt lán án þess að greiða lántökugjald."
Við verðtryggingarþrælarnir tökum nýtt lán í hverjum einasta mánuði upp á hundruðir þúsunda í hvert sinn. Vá það er aldeilis flott að fá nýtt lán mánaðarlega og sleppa við lántökugjaldið. Íslendingar, okkur er ekki viðbjargandi. Ég var á borgarafundi í Iðnó s.l. fimmtudagskvöld. Þegar minnst var á stöðugleikasáttmálann og verkalýðshreyfinguna (Gylfi Magnússon viðsk.ráðherra gerði það)þá púaði allur salurinn og stappaði niður fótum og hrópaði að viðskiptaráðherra. Þetta er alþýðan sem blæðir og tekur ný lán frá lénsherrunum í hverjum mánuði ÁN LÁNTÖKUGJALDA hehehehehehehe. Margrét Ólafsdóttir
Ég vil minna þig Guðmundur á að norðmenn eru ekki gengnir í ESB. Allavega ekki ennþá.
Þú segir, Guðmundur, og hefur það eftir þínum sérfræðingum að ekki sé hægt að þurka út skuldir. Aðeins sé hægt að færa þær til.
Ætti þá ekki á sama hátt að að vera ómögulegt að þurka út eignir.
Hvar eru þá inneignirnar úr gömlu bönkunum?(t.d.Icesave innistæðurnar)? Gufaði hluti þeirra ekki upp? Er ég að misskilja eitthvað? Færðust þær eitthvað? Er ekki ríkissjóður að taka á sig þvílíka skuldabirði vegna þess að þeir peningar virðast hafa gufað upp.
Er ekki líka búið að afskrifa (þurka út) hluta af skuldum þessara sömu banka? Afskrift er niðurfelling en ekki tilfærsla, ekki satt?
Aðvitað hefði átt að færa skuldir almennings við fjármálastofnanirnar niður (afskrifa að hluta) einsog þeir Sigmundur Davíð og Tryggvi Þór bentu á.
Sér í lagi erlendu skuldirnar, sem áralöng okurstýrivaxtastefna das fuhrer D.O. í seðlabankanum þvingaði almenning og fyrirtæki útí.
Á sama hátt hefði átt að frysta inneignir í gömlu bankunum við hrunið. Síðan hefði átt að færa þær niður (afskrifa að hluta).
Með því móti hefði áfallinu af hruninu verið skift nokkuð jafnt á þegna þjóðfélagsins. Einnig hefði áhættunni af málsókn erlendu innistæðueigendanna (Icasave o.fl.) verið afstýrt.
Það er ansi hætt við að það verði næsta áfallið okkar. Þegar fyrsti erlendi innistæðueigandinn vinnur mál gegn innistæðutryggingasjóðnum útá jafnræðisreglu EES samninganna.
Þeir sem nú sitja við völd, sögðust ætla að finna breiðu bökin til að axla byrðina.
Þeir (valdhafarnir) hafa fundið hin breiðu bök. Það eru hinir almennu skuldarar í þjóðfélaginu.
Þeir (skuldararnir) skulu borga 30 til 120 prósent hærri höfuðstóla en þeir sömdu um, og halda kjafti.
Á meðan eru eignir fjármagnseigenda varðar 100 prósent, enda eru þeir með mjög mjó bök.
Þeir sem seldu sig útúr atvinnurekstri árin 2006 til sept.2008 og lögðu ágóðann inní banka svigja nú sín mjóu bök í golfi án teljandi streitu.
Það er ekki furða þótt þú verjir þessa réttlátu gjörninga flokkssystkinnanna Guðmundur.
Annars er ervitt að greina hvaða pólitíkusar eru með minnstan skít á höndunum í þessum málum.
Kv. Gísli Jósepsson
Að krefjast þess að vextir fari ekki upp fyrir 10% af húsnæðisláni sem er raunveruleg krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er ekki krafa um að láta lífeyrissjóðina eða ríkissjóð borga heldur krafa um að skuldug heimili verði ekki látin fjármagna vondar fjárfestingar í lífeyrissjóðunum og endurfjármögnun bankanna.
Heyrðu Guðmundur. innleg þitt frá hinum þögla meirihluta var sko frábært og mikil þörf á því. Þessi rugl umræða fárri lýðskurmara sem endurtekið eru teknir í alla spjallþættina er svo fjarri öllu lagi og út í hött
Takk í guðs bænum haltu áfram
Anna
Hefur verið gerð formleg könnun meðal félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins á því hver staða þeirra sé og hvað þeir vilji raunverulega gera?
Eru til ályktanir félagsfunda um hvað beri að gera?
Gætu stjórnmálamennirnir þá kannski áttað sig?
Baráttukveðja
Sigurður Þórðarson
Sæll Guðmundur
Við þekkjumst ekki og ég hef litla þörf fyrir að áreita fólk af fyrra bragði. Ég bið þig því afsökunar á bréfi þessu. Ég stenst hins vegar ekki freistinguna að hrósa þér fyrir skorinorða hreinskilni.
Ég sá haft eftir þér í Morgunblaðinu frétt undir fyrirsögninni, "Þögull meirihluti". Þar var vísað til ábyrgari hluta þjóðarinnar sem sat heima og frestaði því að endurnýja bað-, eldhúsinnréttingar, húsnæði bíl o.s.frv. af því á markaðnum geysaði flokkur fólks með fulla vasa af lánsfé og bauð upp fasteignamarkaðinn ofl.
Nú krefst hópur þeirra sem mest lán tóku þess að lífeyrisþegar og þeir sem ekki tóku þátt í uppboðinu taki á sig hluta skuldanna. Undirtónn í þessari kröfu er að þeir fái að halda sínum eignum og njóta verðhækkana á þeim þegar hagkerfið jafnar sig. Þetta er ekki réttlát krafa. Henni verða viti bornir menn í samfélaginu að andæfa. Fyrst verður að ganga að eignum skuldara áður en talað er um að afskrifa eitthvað. Sá sem afskrifar skuld verður að fá eitthvað fyrir sinn snúð, t.d. hlutdeild í framtíðar verðhækkun eigna.
kveðjur. H T
PS Neikvætt eigið fé þarf ekki að vera slæmt fyrir dugandi ungt fólk. Það hefur lífið fyrir sér til að borga niður skuldir.
Skrifa ummæli