Það er viðtekin venja að líta yfir árið þegar áramótin nálgast. Hefur okkur hafi miðað eitthvað, hvers getum við vænst á næsta ári? Frá mínum sjónarhól er árið vonbrigði, töluverð vonbrigði. Ég bar töluverðar væntingar um að fjárfestingar færu í gang, hagkerfið tæki við sér og krónan myndi styrkjast, sem myndi leiða til betri stöðu heimilanna. Einnig var ég með væntingar um að umræðan yrði vandaðri, skrumararnir yrðu berskjaldaðir.
Allar þessar væntingar rak ég í pistlum tengdum kjaraviðræðum sem stóðu allan síðasta vetur.
Forsendur samninganna í vor byggðust á sömu áformum og voru í Stöðugleikasamningunum, auka árlegar fjárfestingar í atvinnulífinu um a.m.k. 100 milljarða og renna stoðum undir að hægt yrði að skapa 20 þús. störf á næstu 3 – 4 árum. Lögð voru drög að því hvernig hægt væri að ná tilbaka sama kaupmætti og við höfðum í ársbyrjun 2006. Óraunsætt að tala um það sem gerðist síðustu 20 mán. fyrir Hrun, það var innistæðulaus froða.
Að gefnu tilefni ætla ég að benda á að það var talað um margt annað en álver. En nokkrir álitsgjafar komast aldrei upp úr því spólfari, komast reyndar aldrei eitt eða neitt. Sýn þeirra takmarkast við síbilju innistæðulausra klisja.
En ríkisstjórn sem tekin er herskildi reglulega, veldur því að ekki tekst að skapa stöðugleika og stefnufestu. Skrumarar ráða of miklu.
Ekki er stjórnarandstaðan betri. Hún hefur það takmark eitt að splundra umræðunni með allskonar upphlaupum. Vera á móti öllu sem lagt er til og koma í veg fyrir að takist að bæta ástandið. Nú stendur hún berrössuð fyrir framan landslýð í Icesave málinu, og þeim skaða sem hún er búin að valda með lýðskrumi, svo maður tali nú ekki um verðtryggingarumræðuna.
Stjórnarandstöðuþingmenn leggja allt upp úr að komast í valdastólana nákvæmlega sama hvaða brögðum er beitt. Fullkomið ábyrgðarleysi enda mælist traust almennings á stjórnarandstöðunni innan við 7%. Ríkisstjórn sem er að glíma við risavanda og verður að taka mjög óvinsælar ákvarðanir mælist með næstum helmingi hærri tölu!! Og svo er tilkynnt að Flokkurinn sé búinn að vinna stórkostlega kosningasigur, hann sé með 40% af þessum 7%.
Mér hefur verið tíðrætt um hvernig ákveðnir aðilar sem voru í fararbroddi í Féflettingunni og aðilar á þeirra vegum hafa reglulega hent reyksprengjum inn í umræðuna og vísvitandi beint sjónum almennings frá því sem raunverulega gerðist. Með því hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á fréttaskrif og umræður í spjallþáttum.
Margir þessara einstaklinga lifa í fullkominni höfnun, hafa ekki manndóm til þess að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Lifa í sjálfskapaðri veröld umvafðir „kóurum“ sem nutu góðs af herfanginu og dreymir um að komast í sömu stöðu aftur. Þeir ætla að ríghalda í þær skýringar að það hafi verið heimskreppa, ekki íslensk kreppa sem olli efnahagslegum hamförum hér á landi. Hafna því að lesa Rannsóknarskýrsluna, og ætla að endurskrifa söguna eins og þeir vilja hafa hana.
Þingmenn lögðu rétt fyrir jól fram tillögu til þess að koma í veg fyrir að þeir væru kallaðir fyrir Landsdóm. Þeir hafa ekki burði til þess að mæta þar eiðssvarnir. Sama á við um nokkra af helstu Féfletturunum. Lögmenn þeirra vilja koma í veg fyrir að rannsóknir nái lengra og að dómsmál fari í gang.
Því miður hafa íslenskar fréttastofur ekki mannskap til þess að leggjast í mikla rannsóknarvinnu. En maður kemst ekki hjá því að gagnrýna fréttamatið, sem einkennist af upphlaupum, hasar, jafnvel þó við blasi að sá sem hasarinn skapi fari með tóma dellu. Eitthvað sem stenst enga skoðun. Umræðan verður ómarkviss.
Að mínu mati stendur Jón Gnarr og hans fólk vel, þetta á einnig við hin óflokksbundnu samtök sem unnu sigra í síðustu sveitarstjórnarkosningum víða um land. Þetta fólk hefur sýnt fram á að stjórnmálamenn sem koma úr uppeldisstöðvum Flokkanna hefur enga sérstaka hæfileika umfram aðra til þess að stjórna.
Jón Gnarr hefur unnið mikið og gott starf við að lagfæra hin gríðarlegu skemmdarverk sem Hanna Birna og hennar lið unnu. Skildu t.d. OR eftir í rúst.
föstudagur, 30. desember 2011
miðvikudagur, 28. desember 2011
Fé án hirðis - með viðbót
Það er forvitnilegt að hlusta á þingmenn tala þessa dagana um að þeir ætli sér að færa lífeyrissjóðina til sjóðsfélaga. Fagur jólaboðskapur. Fé án hirðis og stjórnmálamenn telja sig vera bjargvættina. Eftir Hrun stendur ekki einn einasti sjóður og fjármálastofnum sem stjórnmálamenn hafa komið nálægt, allt í rúst. Sviðin jörð.
Einu fjármálastofnanirnar sem komu standandi út úr Hruninu voru almennu lífeyrissjóðirnir og þar vilja stjórnmálamenn gera breytingar.
Ég er ekki segja að ekki þurfi að gera breytingar, það er þörf á breytingum og við höfum barist fyrir þeim.
Velti fyrir mér hvort tillögur þeirra hafi verið bornar undir sjóðsfélaga. Hafa stjórnmálamenn undir höndum samþykktir frá sjóðsfélagafundum? Eru þeir að vinna úr könnunum á því hvaða breytingar sjóðsfélagar vilja?
Á fjölmörgum fundum sem ég hef sótt undanfarin ár, þar sem mætt hafa um 500 sjóðsfélagar árlega, hef ég aldrei orðið var við neitt í þá veru að stjórnmálamenn hafi verið að forvitnast um hvað sjóðsfélagar vilji.
Ég hef starfað á skrifstofu undanfarna tvo áratugi þar sem um 100 – 150 sjóðsfélagar hafa samband daglega, ég hef ekki orðið var neitt í þessa veru þar heldur.
Hef starfað fyrir og með sjóðsfélögum í þeim sjóð sem ég er í og þekki prýðilega hvaða breytingar sjóðsfélagar í þeim lífeyrissjóð sem ég er í vilja sjá, og það hefur verið barist fyrir þeim breytingum á undanförnum árum. Sumt hefur náðst fram, annað ekki, þeirri baráttu er ekki lokið.
Ég hef t.d. ekki orðið var við að stjórnmálamenn hafi kynnt sér þær tillögur. Allavega bera tillögur þeirra ekki þess merki.
Það er eftirtektarvert og umhugsunarefni hvers vegna lífeyrissjóðir þingmanna og opinberra starfsmanna eru sérstaklega undanskildir í tillögum stjórnmálamanna. Af hverju? Hafa sjóðsfélagar í þeim lífeyrissjóðum sem þingmenn eru í beðið sérstaklega um að ekki verið framkvæmdar neinar breytingar þar?
Allir vita að það eru verst reknu lífeyrissjóðir landsins. Allir vita hvaða risavandamál vofa yfir þeim sjóðum, vandamál sem munu lenda á börnum þessa lands í dag þegar þau verða skattgreiðendur. Vandamál sem kallar á um 4 - 6% tekjuskattshækkun bara til þess eins að standa undir sértækum réttindum sem eru í lífeyrissjóð þingmanna og vina þeirra umfram aðra lífeyrissjóði í landinu.
Er tilgangur þessa boðskapar til þess að beina sjónum almennings frá þeim risavanda sem þingmenn hafa búið til í eigin lífeyriskerfi og hvernig þeir keyrðu hér allt í kaf?
Tek það fram aftur, að það eru ýmiskonar tillögur um breytingar sem ég hef séð á fjölmennum fundum sjóðsfélaga sem þarf að ná fram. Þær eru ekki í tillögum þingmanna.
Tillögur þeirra eru hroðvirknislega unnar og upplýsa okkur vel um skilningsleysi höfunda á því verkefni sem þeir telja sig vera að takast á við.
Enda segir staða þeirra eigin lífeyrissjóða allt sem segja þarf í þessu efni.
Vegna fyrirspurna ætla ég að bæta við pistilinn :
Það hefur komið mjög víða fram þar á meðal í allmörgum pistlum hér á þessari síðu, að það töpuðust um 12 þús. milljarðar hér á landi við Hrun. Langstærsti hluti þeirra peninga kom frá erlendum bönkum og svo erlendum og innlendum sparifjáreigendum. T.d. hefur komið fram að þýskir bankar hafi tapað um 8 þús. milljörðum við Hrunið á Íslandi. Heildareignir lífeyrissjóðanna við Hrun voru um vel yfir 1 þús. milljarðar.
Lækkun á eignum lífeyrissjóða vegna bankahrunsins kom fyrst og fremst fram í því að hlutabréf og skuldabréf bankanna misstu nær allt verðgildi sitt. Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um tæpa 250 milljarða við Hrun, sem skiptist um það bil þannig : Eign lífeyrissjóða á skuldabréfum innlánsstofnana lækkaði um 80 milljarða. Skuldabréf fyrirtækja lækkuðu um 30 milljarða. Falli bankanna hafði gríðarleg áhrif á innlendan hlutabréfamarkað, hlutabréf lífeyrissjóðanna lækkuðu um 90 milljarða og eignir í innlendum verðbréfasjóðum um 50 milljarða.
Sumir halda því fram að efnhagsbólan hafi verið fjármögnuð af lífeyrissjóðunum og bera sakir á starfsmenn stéttarfélaganna. Það er svo augljóst hversu fjarri öllu sanni slíkur máflutningur er. Enda er hann örugglega ættaður frá aðilum sem vilja beina sjónum fólks frá því sem raunverulega gerðist.
Þrátt fyrir þau áföll sem á hafa dunið undanfarin misseri er ljóst að íslenska lífeyrissjóðakerfið er ennþá stórt í alþjóðlegum samanburði. Hrein eign lífeyrissjóða sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), var árið 1981 11,6 %. Hæst náði hlutfallið árið 2007 og var þá 122% af VLF. Í lok árs 2009 stóð hlutfallið í 112,4% sem þykir hátt í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt úttekt OECD á eignum lífeyrissjóða í hlutfalli við verga landsframleiðslu var Ísland í öðru sæti af OECD ríkjum hvað varðar stærð lífeyrissjóðakerfi.
Inn í skerðingar lífeyrissjóða hefur einnig haft mikil áhrif mikil aukning á örorkubótum. T.d. má benda á að um síðustu aldamót var það sem greitt var úr lífeyrissjóðum jafnhátt því sem greitt var úr Tryggingarstofnun. Í dag er þetta þannig að útgjöld lífeyrissjóða eru um 80 milljarðar á meðan útgjöld Tryggingarstofnunar eru 50 milljarðar.
Allir sem fylgjast með lífeyrismálum vita að mikil fjölgun öryrkja hefur aukið útgreiðslur úr sumum lífeyrisjóðunum. Lífaldur hefur lengst, þá sérstaklega karla. Mismunandi mikið tap og mismikill kostnaðarauki vegna fjölgunar bótaþega,auk þess að lenging lífaldurs hefur leitt til þess að sumir sjóðir hafa þurft að skerða meir en aðrir.
Einu fjármálastofnanirnar sem komu standandi út úr Hruninu voru almennu lífeyrissjóðirnir og þar vilja stjórnmálamenn gera breytingar.
Ég er ekki segja að ekki þurfi að gera breytingar, það er þörf á breytingum og við höfum barist fyrir þeim.
Velti fyrir mér hvort tillögur þeirra hafi verið bornar undir sjóðsfélaga. Hafa stjórnmálamenn undir höndum samþykktir frá sjóðsfélagafundum? Eru þeir að vinna úr könnunum á því hvaða breytingar sjóðsfélagar vilja?
Á fjölmörgum fundum sem ég hef sótt undanfarin ár, þar sem mætt hafa um 500 sjóðsfélagar árlega, hef ég aldrei orðið var við neitt í þá veru að stjórnmálamenn hafi verið að forvitnast um hvað sjóðsfélagar vilji.
Ég hef starfað á skrifstofu undanfarna tvo áratugi þar sem um 100 – 150 sjóðsfélagar hafa samband daglega, ég hef ekki orðið var neitt í þessa veru þar heldur.
Hef starfað fyrir og með sjóðsfélögum í þeim sjóð sem ég er í og þekki prýðilega hvaða breytingar sjóðsfélagar í þeim lífeyrissjóð sem ég er í vilja sjá, og það hefur verið barist fyrir þeim breytingum á undanförnum árum. Sumt hefur náðst fram, annað ekki, þeirri baráttu er ekki lokið.
Ég hef t.d. ekki orðið var við að stjórnmálamenn hafi kynnt sér þær tillögur. Allavega bera tillögur þeirra ekki þess merki.
Það er eftirtektarvert og umhugsunarefni hvers vegna lífeyrissjóðir þingmanna og opinberra starfsmanna eru sérstaklega undanskildir í tillögum stjórnmálamanna. Af hverju? Hafa sjóðsfélagar í þeim lífeyrissjóðum sem þingmenn eru í beðið sérstaklega um að ekki verið framkvæmdar neinar breytingar þar?
Allir vita að það eru verst reknu lífeyrissjóðir landsins. Allir vita hvaða risavandamál vofa yfir þeim sjóðum, vandamál sem munu lenda á börnum þessa lands í dag þegar þau verða skattgreiðendur. Vandamál sem kallar á um 4 - 6% tekjuskattshækkun bara til þess eins að standa undir sértækum réttindum sem eru í lífeyrissjóð þingmanna og vina þeirra umfram aðra lífeyrissjóði í landinu.
Er tilgangur þessa boðskapar til þess að beina sjónum almennings frá þeim risavanda sem þingmenn hafa búið til í eigin lífeyriskerfi og hvernig þeir keyrðu hér allt í kaf?
Tek það fram aftur, að það eru ýmiskonar tillögur um breytingar sem ég hef séð á fjölmennum fundum sjóðsfélaga sem þarf að ná fram. Þær eru ekki í tillögum þingmanna.
Tillögur þeirra eru hroðvirknislega unnar og upplýsa okkur vel um skilningsleysi höfunda á því verkefni sem þeir telja sig vera að takast á við.
Enda segir staða þeirra eigin lífeyrissjóða allt sem segja þarf í þessu efni.
Vegna fyrirspurna ætla ég að bæta við pistilinn :
Það hefur komið mjög víða fram þar á meðal í allmörgum pistlum hér á þessari síðu, að það töpuðust um 12 þús. milljarðar hér á landi við Hrun. Langstærsti hluti þeirra peninga kom frá erlendum bönkum og svo erlendum og innlendum sparifjáreigendum. T.d. hefur komið fram að þýskir bankar hafi tapað um 8 þús. milljörðum við Hrunið á Íslandi. Heildareignir lífeyrissjóðanna við Hrun voru um vel yfir 1 þús. milljarðar.
Lækkun á eignum lífeyrissjóða vegna bankahrunsins kom fyrst og fremst fram í því að hlutabréf og skuldabréf bankanna misstu nær allt verðgildi sitt. Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um tæpa 250 milljarða við Hrun, sem skiptist um það bil þannig : Eign lífeyrissjóða á skuldabréfum innlánsstofnana lækkaði um 80 milljarða. Skuldabréf fyrirtækja lækkuðu um 30 milljarða. Falli bankanna hafði gríðarleg áhrif á innlendan hlutabréfamarkað, hlutabréf lífeyrissjóðanna lækkuðu um 90 milljarða og eignir í innlendum verðbréfasjóðum um 50 milljarða.
Sumir halda því fram að efnhagsbólan hafi verið fjármögnuð af lífeyrissjóðunum og bera sakir á starfsmenn stéttarfélaganna. Það er svo augljóst hversu fjarri öllu sanni slíkur máflutningur er. Enda er hann örugglega ættaður frá aðilum sem vilja beina sjónum fólks frá því sem raunverulega gerðist.
Þrátt fyrir þau áföll sem á hafa dunið undanfarin misseri er ljóst að íslenska lífeyrissjóðakerfið er ennþá stórt í alþjóðlegum samanburði. Hrein eign lífeyrissjóða sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), var árið 1981 11,6 %. Hæst náði hlutfallið árið 2007 og var þá 122% af VLF. Í lok árs 2009 stóð hlutfallið í 112,4% sem þykir hátt í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt úttekt OECD á eignum lífeyrissjóða í hlutfalli við verga landsframleiðslu var Ísland í öðru sæti af OECD ríkjum hvað varðar stærð lífeyrissjóðakerfi.
Inn í skerðingar lífeyrissjóða hefur einnig haft mikil áhrif mikil aukning á örorkubótum. T.d. má benda á að um síðustu aldamót var það sem greitt var úr lífeyrissjóðum jafnhátt því sem greitt var úr Tryggingarstofnun. Í dag er þetta þannig að útgjöld lífeyrissjóða eru um 80 milljarðar á meðan útgjöld Tryggingarstofnunar eru 50 milljarðar.
Allir sem fylgjast með lífeyrismálum vita að mikil fjölgun öryrkja hefur aukið útgreiðslur úr sumum lífeyrisjóðunum. Lífaldur hefur lengst, þá sérstaklega karla. Mismunandi mikið tap og mismikill kostnaðarauki vegna fjölgunar bótaþega,auk þess að lenging lífaldurs hefur leitt til þess að sumir sjóðir hafa þurft að skerða meir en aðrir.
þriðjudagur, 27. desember 2011
Á að verja forréttindi fárra?
Undanfarna daga hafa birst fréttir um að opinberu lífeyrissjóðirnir eigi við vanda að etja, reyndar segja fréttamenn oft einungis lífeyrissjóðirnir. Allir sem þekkja til lífeyrissjóðanna vita að það er himinn og haf milli innbyrðisstöðu lífeyrissjóðanna á mörgum sviðum. Þetta er ekki ný frétt, var t.d. eitt af stærstu málum síðustu kjarasamninga. Þar sem bent var á að ef ekki yrði tekið á þessum vanda myndi hann á skömmum tíma verða óviðráðanlegur.
Alþingi setti á sínum tíma prýðileg lög sem um sjálfbærni lífeyrissjóða á almennum markaði, en stjórnmálamenn gættu þess að halda sínum sjóðum utan við þá kröfu og sækja það sem upp á vantar í sveitarsjóði og ríkissjóð. Ég ætla ekki að rifja upp þá sjálftöku sem sett var upp í hinum svokölluðu eftirlaunalögum og hversu mikil átök það tók til að fá stjórnmálamenn til þess að horfast í augu við hvað þeir voru að gera með setningu. Það hefur ekki verið leiðrétt nema að hluta til.
Að venju hafa komið fram einstaklingar sem lítið þekkja til lífeyriskerfisins, með allskonar skýringar og töfralausnir og fréttamenn keppast við að taka viðtöl við þá og forðast að ræða við einstaklinga frá lífeyrissjóðunum sjálfum.
Því er haldið fram að lífeyrissjóðirnir séu með 3,5% ávöxtunarkröfu og þar sé að finna bölvaldinn. Árangurslaust er búið að benda á að þetta er viðmiðunartala sem er nýtt í árlegum tryggingafræðilegum samanburð á innistæðum og eðlilegri langtímaávöxtun borið saman við skuldbindingar lífeyrisjóðanna.
Þetta viðmið var sett af Alþingi í lögum um sjálfbærni lífeyrissjóða, reiknitala til þess að koma í veg fyrir að einni kynslóð sé ekki gert að standa undir lífeyriskostnaði annarrar. Í Bandaríkjunum er þessi tala miðuð við 4,5% raunvexti og búa þeir þó allverulega stöðugri gjaldmiðil en íslensku krónuna!
Ef innistæður standa ekki undir skuldbindingum verður að samkvæmt fyrrnefndum lögum að velja milli þriggja hluta :
a) Breyta starfsreglum viðkomandi sjóðs og skerða réttindi sjóðsfélaga, eins og t.d. skerða makalífeyri eða réttindastuðul eða hækka lífeyrisaldur.
b) lækka lífeyri og örorkubætur
c) hækka iðgjöld.
Ef þetta er ekki gert þá er lífeyrissjóðurinn ekki sjálfbær. Hér eins og svo oft áður víkja íslenskir stjórnmálamenn, og þeir sem vilja tryggja forréttindi sín, sér undan því að horfast í augu við vanda sem snýr að þeim sjálfum. Koma sér hjá því að skerða réttindi í sínum sjóðum eins og þeir hinir sömu gera gagnvart almennu sjóðunum. Skrifa frekar árlega upp á skuldaviðurkenningu gagnvart sínum lífeyrissjóð.
Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%. Fyrir sama iðgjald ávinna ríkisstarfsmenn sem fá að vera í opinberu sjóðunum sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%, þeir eru með allt að 50% hærri réttindi en sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóðanna hafa, þessi hluti er ekki tekinn í gegnum iðgjald. Réttindastuðull þingmanna er í dag 2,4% af launum, já lesandi góður 100% betri.
Í sjóðum opinberra starfsmanna hefur safnast upp verulegur halli. Í nýlegu yfirliti kemur fram að skuldbindingar nokkurra af sveitarfélagalífeyrissjóðnum séu ríflega 80% umfram skuldbindingar og það vanti allt að 600 milljarða inn í opinberu sjóðina. Halli B-deildarinnar hefur vaxið hratt á liðnum árum vegna hinnar s.k. eftirmannsreglur og viðmiðunar við dagvinnulaun opinberra starfsmanna í stað vísitölu neysluverðs.
Iðgjöld launamanna og launagreiðenda til almennu lífeyrissjóða eru samtals 12% af heildarlaunum á almennum vinnumarkaði, 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum. Nú liggur fyrir að ekki verði undan því vikist að annað hvort verði að skerða réttindi í opinberu sjóðunum eða hækka iðgjaldið í 19%, það mun ekki greiða niður 600 milljarða skuldina, heldur koma í veg fyrir að hún vaxi enn meir. Allt þetta kallar á enn hærri skatta og meiri niðurskurð hjá hinu opinbera.
Verði ekkert að gert mun þessi skuldbinding vaxa með sífellt meiri hraða og lenda augljóslega á skattgreiðendum framtíðarinnar. Hér er verið hafna sjálfbærni. Okkur sjóðsfélögum í almennu sjóðunum er hins vegar gert í gildani lögum að axla ábyrg á okkar sjóðum með skerðingu lífeyrisréttinda, í þessu er fólgin gríðarleg og ósanngjörn mismunum.
Við undirritun og afgreiðslu síðustu kjarasamninga var hluti af samningum við hið opinbera að tryggja jöfnun á þessu á komandi árum, upp á við, ekki að annar hópurinn fengi sífellt betri réttindi og það ríkistryggð. Ef haldið yrði áfram á þessari braut myndi það leiða til hruns almennu lífeyrissjóðanna, á meðan valdastéttin væri með sín réttindi ríkistryggð.
Hér talar hæst fólk sem hefur sín lífeyrismál á hreinu og vísar allt að þriðjung þess kostnaðar til barna sinna, eða fólk sem hefur vikið sér undna því að greiða til lífeyriskerfisins. Til viðbótar vill þetta fólk setja á sérstakan skattstofn á almennu lífeyrissjóðina til þess að geta náð út enn meira fé til þess að standa undir eyðslu dagsins í dag. Auk þess vilja þessir aðilar fella niður viðmiðunartöluna svo það geti eytt sparifé launamanna á almennum vinnumarkaði í dag og sent reikninginn til barna sinna.
Hér er stefnt til þess tíma þegar ákveðin hluti þjóðarinnar bjó við tryggan ellilífeyri, á meðan stór hluti þjóðarinnar fékk lítinn sem engan lífeyri, en var gert að standa þar til viðbótar undir rándýru lífeyriskerfi valdastéttarinnar í gegnum skattkerfið. Stöðuna eins og hún var fyrir 1970, og einnig má gjarnan minna á umræðurnar um eftirlaunalögin.
Alþingi setti á sínum tíma prýðileg lög sem um sjálfbærni lífeyrissjóða á almennum markaði, en stjórnmálamenn gættu þess að halda sínum sjóðum utan við þá kröfu og sækja það sem upp á vantar í sveitarsjóði og ríkissjóð. Ég ætla ekki að rifja upp þá sjálftöku sem sett var upp í hinum svokölluðu eftirlaunalögum og hversu mikil átök það tók til að fá stjórnmálamenn til þess að horfast í augu við hvað þeir voru að gera með setningu. Það hefur ekki verið leiðrétt nema að hluta til.
Að venju hafa komið fram einstaklingar sem lítið þekkja til lífeyriskerfisins, með allskonar skýringar og töfralausnir og fréttamenn keppast við að taka viðtöl við þá og forðast að ræða við einstaklinga frá lífeyrissjóðunum sjálfum.
Því er haldið fram að lífeyrissjóðirnir séu með 3,5% ávöxtunarkröfu og þar sé að finna bölvaldinn. Árangurslaust er búið að benda á að þetta er viðmiðunartala sem er nýtt í árlegum tryggingafræðilegum samanburð á innistæðum og eðlilegri langtímaávöxtun borið saman við skuldbindingar lífeyrisjóðanna.
Þetta viðmið var sett af Alþingi í lögum um sjálfbærni lífeyrissjóða, reiknitala til þess að koma í veg fyrir að einni kynslóð sé ekki gert að standa undir lífeyriskostnaði annarrar. Í Bandaríkjunum er þessi tala miðuð við 4,5% raunvexti og búa þeir þó allverulega stöðugri gjaldmiðil en íslensku krónuna!
Ef innistæður standa ekki undir skuldbindingum verður að samkvæmt fyrrnefndum lögum að velja milli þriggja hluta :
a) Breyta starfsreglum viðkomandi sjóðs og skerða réttindi sjóðsfélaga, eins og t.d. skerða makalífeyri eða réttindastuðul eða hækka lífeyrisaldur.
b) lækka lífeyri og örorkubætur
c) hækka iðgjöld.
Ef þetta er ekki gert þá er lífeyrissjóðurinn ekki sjálfbær. Hér eins og svo oft áður víkja íslenskir stjórnmálamenn, og þeir sem vilja tryggja forréttindi sín, sér undan því að horfast í augu við vanda sem snýr að þeim sjálfum. Koma sér hjá því að skerða réttindi í sínum sjóðum eins og þeir hinir sömu gera gagnvart almennu sjóðunum. Skrifa frekar árlega upp á skuldaviðurkenningu gagnvart sínum lífeyrissjóð.
Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%. Fyrir sama iðgjald ávinna ríkisstarfsmenn sem fá að vera í opinberu sjóðunum sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%, þeir eru með allt að 50% hærri réttindi en sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóðanna hafa, þessi hluti er ekki tekinn í gegnum iðgjald. Réttindastuðull þingmanna er í dag 2,4% af launum, já lesandi góður 100% betri.
Í sjóðum opinberra starfsmanna hefur safnast upp verulegur halli. Í nýlegu yfirliti kemur fram að skuldbindingar nokkurra af sveitarfélagalífeyrissjóðnum séu ríflega 80% umfram skuldbindingar og það vanti allt að 600 milljarða inn í opinberu sjóðina. Halli B-deildarinnar hefur vaxið hratt á liðnum árum vegna hinnar s.k. eftirmannsreglur og viðmiðunar við dagvinnulaun opinberra starfsmanna í stað vísitölu neysluverðs.
Iðgjöld launamanna og launagreiðenda til almennu lífeyrissjóða eru samtals 12% af heildarlaunum á almennum vinnumarkaði, 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum. Nú liggur fyrir að ekki verði undan því vikist að annað hvort verði að skerða réttindi í opinberu sjóðunum eða hækka iðgjaldið í 19%, það mun ekki greiða niður 600 milljarða skuldina, heldur koma í veg fyrir að hún vaxi enn meir. Allt þetta kallar á enn hærri skatta og meiri niðurskurð hjá hinu opinbera.
Verði ekkert að gert mun þessi skuldbinding vaxa með sífellt meiri hraða og lenda augljóslega á skattgreiðendum framtíðarinnar. Hér er verið hafna sjálfbærni. Okkur sjóðsfélögum í almennu sjóðunum er hins vegar gert í gildani lögum að axla ábyrg á okkar sjóðum með skerðingu lífeyrisréttinda, í þessu er fólgin gríðarleg og ósanngjörn mismunum.
Við undirritun og afgreiðslu síðustu kjarasamninga var hluti af samningum við hið opinbera að tryggja jöfnun á þessu á komandi árum, upp á við, ekki að annar hópurinn fengi sífellt betri réttindi og það ríkistryggð. Ef haldið yrði áfram á þessari braut myndi það leiða til hruns almennu lífeyrissjóðanna, á meðan valdastéttin væri með sín réttindi ríkistryggð.
Hér talar hæst fólk sem hefur sín lífeyrismál á hreinu og vísar allt að þriðjung þess kostnaðar til barna sinna, eða fólk sem hefur vikið sér undna því að greiða til lífeyriskerfisins. Til viðbótar vill þetta fólk setja á sérstakan skattstofn á almennu lífeyrissjóðina til þess að geta náð út enn meira fé til þess að standa undir eyðslu dagsins í dag. Auk þess vilja þessir aðilar fella niður viðmiðunartöluna svo það geti eytt sparifé launamanna á almennum vinnumarkaði í dag og sent reikninginn til barna sinna.
Hér er stefnt til þess tíma þegar ákveðin hluti þjóðarinnar bjó við tryggan ellilífeyri, á meðan stór hluti þjóðarinnar fékk lítinn sem engan lífeyri, en var gert að standa þar til viðbótar undir rándýru lífeyriskerfi valdastéttarinnar í gegnum skattkerfið. Stöðuna eins og hún var fyrir 1970, og einnig má gjarnan minna á umræðurnar um eftirlaunalögin.
miðvikudagur, 21. desember 2011
Lífsgæðin vaxa
Þegar jólin nálgast leita að manni hugrenningar um stöðu fólks. Ég var nýlega nokkra daga á Sikiley. Þar sáum við hjónin hversu langur vegur er á milli þess sem við Íslendingar köllum slök hýbýli og lök lífskjör hér heima og þess sem birtist manni þegar farið er um eyjuna.
Birtingarmynd íslensks samfélags í umræðunni, ekki síst á netinu, einkennist af því að hér ríki nánast algjört neyðarástand, en ekki verður framhjá því litið að þrátt fyrir Hrun að lífsgæði okkar og möguleikar eru enn meðal þess sem best gerist í heiminum. Velmegun hér á landi er mikil borið saman við mörg önnur lönd, það þarf ekki að fara langt til þess að finna samfélög þar sem fólk býr við miklu verri aðstæður. Enda leita hingað árlega þúsundir manna sérstaklega frá austur Evrópu ríkjunum.
Íslendingar hafa komið vel út úr nýlegum rannsóknum á því hvaða þjóðir heims búa við mesta velmegun og hamingju. Við vorum ávalt í efstu sætum með hinum norðurlandanna. Lifum í hinu norræna velferðarsamfélagi sem allir sækjast eftir, utan nokkurra einstaklinga hér á Íslandi sem ætíð hafa fundið því allt til foráttu.
Lífsgæðin og samkennd er mikil í íslensku samfélagi, fjölskyldurnar sterkar og flestir segjast þekkja einhverja sem þeir geti leitað til í neyð. Virkni í íslensku samfélagi er hátt yfir meðallagi t.d. ef litið er til kjörsóknar. Heilsufar Íslendinga mælist vel yfir meðaltali og lífslíkur Íslendinga eru nærri tveimur árum lengri en meðaltal OECD.
Við erfiðar aðstæður reynir fólk að komast burt og leita að betra lífi annars staðar og það er mikið flæði af flóttamönnum og hælisleitendum sem leitar til Vesturlandanna. Álagið er mismikið og er langmest í suðurhluta Evrópu af eðlilegum ástæðum, þangað er styst frá Afríku og Asíu.
Eyjan Lampedusa er mitt á milli Sikileyjar og Túnis. Undanfarna mánuði hefur fólk á flótta frá ófriðnum í Norður-Afríku flykkst til eyjarinnar. Þangað hafa leitað allt að eitt þúsund manns hælis á sólarhring. Engin veit hversu margir farast á leiðinni yfir Miðjarðarhafið.
Ítalir hafa hvatt ríkisstjórnir annarra Evrópulanda til að taka við hluta þeirra 25.000 flóttamanna sem hafa komið til landsins það sem af er árinu. Mörg lönd hafa færst undan því að verða við beiðninni. Þetta hefur valdið spennu á milli ríkisstjórna í Evrópu og þjóðernisflokkar nærast á þessu ástandi.
Það góða sem Hrunið hefur leitt af sér er að staða fjölskyldunnar hefur styrkst, í könnunum kemur fram að börn eru ánægðari, lífsgæðin hafa vaxið. Við gleymdum því um stund hvar gildin lægju og hluti þjóðarinnar dansaði ofsafengnum dansi kringum gullkálfinn.
Birtingarmynd íslensks samfélags í umræðunni, ekki síst á netinu, einkennist af því að hér ríki nánast algjört neyðarástand, en ekki verður framhjá því litið að þrátt fyrir Hrun að lífsgæði okkar og möguleikar eru enn meðal þess sem best gerist í heiminum. Velmegun hér á landi er mikil borið saman við mörg önnur lönd, það þarf ekki að fara langt til þess að finna samfélög þar sem fólk býr við miklu verri aðstæður. Enda leita hingað árlega þúsundir manna sérstaklega frá austur Evrópu ríkjunum.
Íslendingar hafa komið vel út úr nýlegum rannsóknum á því hvaða þjóðir heims búa við mesta velmegun og hamingju. Við vorum ávalt í efstu sætum með hinum norðurlandanna. Lifum í hinu norræna velferðarsamfélagi sem allir sækjast eftir, utan nokkurra einstaklinga hér á Íslandi sem ætíð hafa fundið því allt til foráttu.
Lífsgæðin og samkennd er mikil í íslensku samfélagi, fjölskyldurnar sterkar og flestir segjast þekkja einhverja sem þeir geti leitað til í neyð. Virkni í íslensku samfélagi er hátt yfir meðallagi t.d. ef litið er til kjörsóknar. Heilsufar Íslendinga mælist vel yfir meðaltali og lífslíkur Íslendinga eru nærri tveimur árum lengri en meðaltal OECD.
Við erfiðar aðstæður reynir fólk að komast burt og leita að betra lífi annars staðar og það er mikið flæði af flóttamönnum og hælisleitendum sem leitar til Vesturlandanna. Álagið er mismikið og er langmest í suðurhluta Evrópu af eðlilegum ástæðum, þangað er styst frá Afríku og Asíu.
Eyjan Lampedusa er mitt á milli Sikileyjar og Túnis. Undanfarna mánuði hefur fólk á flótta frá ófriðnum í Norður-Afríku flykkst til eyjarinnar. Þangað hafa leitað allt að eitt þúsund manns hælis á sólarhring. Engin veit hversu margir farast á leiðinni yfir Miðjarðarhafið.
Ítalir hafa hvatt ríkisstjórnir annarra Evrópulanda til að taka við hluta þeirra 25.000 flóttamanna sem hafa komið til landsins það sem af er árinu. Mörg lönd hafa færst undan því að verða við beiðninni. Þetta hefur valdið spennu á milli ríkisstjórna í Evrópu og þjóðernisflokkar nærast á þessu ástandi.
Það góða sem Hrunið hefur leitt af sér er að staða fjölskyldunnar hefur styrkst, í könnunum kemur fram að börn eru ánægðari, lífsgæðin hafa vaxið. Við gleymdum því um stund hvar gildin lægju og hluti þjóðarinnar dansaði ofsafengnum dansi kringum gullkálfinn.
þriðjudagur, 20. desember 2011
Allt í óvissu um nýtt álver
Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli Norðuráls og HS Orku varðandi orkuafhendingu til álvers félagsins í Helguvík sé í fullu gildi. Forsvarsmönnum HS Orku og Norðuráls ber ekki saman um hvað þetta þýði. Báðir aðilar fara því varlega í að gefa út afdráttarlausar yfirlýsingar.
Gerðardómurinn staðfestir það sem HS Orka hefur ávalt haldið fram að starfsmenn þess gerðu allt sem þeir gátu til að klára framkvæmdir og afhenda orkuna á réttum tíma.
Gerðardómurinn hafnar því öllum skaðabótakröfum Norðuráls þess efnis að HS Orka hafi viljað fara út úr samningnum eða að þeim hafi gengið eitthvað annað til en að reyna að semja um söluverð sem skilaði viðunandi arðsemi.
HS Orka þarf að sætta sig við það að samningurinn er talinn í gildi en það var þó Norðurál, sem vísaði málinu fyrir gerðardóm og er staðfest að HS Orku ber að afhenda orkuna, en tekið er fram að það verði að skila HS Orku viðunandi arðsemi.
Samningurinn er kost-plús samningur sem þýðir á mannamáli að taka þarf tillit til rekstrarkostnaðar og þátta sem þegar hefur verið samið um að beri að taka tillit til. Nú verða aðilar að setjast niður og semja um verð sem skilar hluthöfum HS Orku viðunandi arðsemi.
Það liggur ekki fyrir hvað það geti orðið vegna þess að ekki er búið að ganga frá hvar og hvernig verði virkjað. T.d. liggur fyrir í dag töluverð reynsla sem kallar á nýjar kostnaðarsamar fjárfestingar vegna mengunarmála, það ekki var til staðar fyrir nokkru eins og ítarlega hefur verið fjallað um vegna virkjana á Hellisheiði undanfarna mánuði.
Samið var um 150 MW en til að það takist þarf HS Orka að ná samningum um virkjanir á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum á Reykjanesi. HS orka hefur þegar lokið undirbúningi á 50 MW stækkun Reykjanesvirkjunar. En það er eftir að ganga frá samningum vegna annarra virkjana á Reykjanesi m.a. í Eldvörpum.
En það segir ekki nema hluta sögunnar. Ef setja á uppbyggingu álversins í Helguvík á fullt þurfa að liggja fyrir samningar um allt að 600 MW orkukaup. Það dugar Norðurál ekki að vera með samning við einn aðila. Allir fyrir einn og einn fyrir alla, stendur einhversstaðar, eða á mannamáli það þarf að ná þarf samningum nokkra orkusöluaðila.
Gerðardómurinn staðfestir það sem HS Orka hefur ávalt haldið fram að starfsmenn þess gerðu allt sem þeir gátu til að klára framkvæmdir og afhenda orkuna á réttum tíma.
Gerðardómurinn hafnar því öllum skaðabótakröfum Norðuráls þess efnis að HS Orka hafi viljað fara út úr samningnum eða að þeim hafi gengið eitthvað annað til en að reyna að semja um söluverð sem skilaði viðunandi arðsemi.
HS Orka þarf að sætta sig við það að samningurinn er talinn í gildi en það var þó Norðurál, sem vísaði málinu fyrir gerðardóm og er staðfest að HS Orku ber að afhenda orkuna, en tekið er fram að það verði að skila HS Orku viðunandi arðsemi.
Samningurinn er kost-plús samningur sem þýðir á mannamáli að taka þarf tillit til rekstrarkostnaðar og þátta sem þegar hefur verið samið um að beri að taka tillit til. Nú verða aðilar að setjast niður og semja um verð sem skilar hluthöfum HS Orku viðunandi arðsemi.
Það liggur ekki fyrir hvað það geti orðið vegna þess að ekki er búið að ganga frá hvar og hvernig verði virkjað. T.d. liggur fyrir í dag töluverð reynsla sem kallar á nýjar kostnaðarsamar fjárfestingar vegna mengunarmála, það ekki var til staðar fyrir nokkru eins og ítarlega hefur verið fjallað um vegna virkjana á Hellisheiði undanfarna mánuði.
Samið var um 150 MW en til að það takist þarf HS Orka að ná samningum um virkjanir á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum á Reykjanesi. HS orka hefur þegar lokið undirbúningi á 50 MW stækkun Reykjanesvirkjunar. En það er eftir að ganga frá samningum vegna annarra virkjana á Reykjanesi m.a. í Eldvörpum.
En það segir ekki nema hluta sögunnar. Ef setja á uppbyggingu álversins í Helguvík á fullt þurfa að liggja fyrir samningar um allt að 600 MW orkukaup. Það dugar Norðurál ekki að vera með samning við einn aðila. Allir fyrir einn og einn fyrir alla, stendur einhversstaðar, eða á mannamáli það þarf að ná þarf samningum nokkra orkusöluaðila.
Ormétinn málflutningur
Orð dagsins, „Jæja dönsku kaupmennirnir eru komnir aftur. Og við hljótum öll að vera kát og glöð. Það er magnað að lífeyrissjóðir skuli standa að því að selja dönskum kaupmönnum, íslenska verslun. Magnað“. Óli Björn Kárason.
Einhverra hluta vegna minnir mig að þessi maður hafi gefið sig út fyrir að vera sérstakur talsmaður samkeppni og frelsis í viðskiptum.
Meðal iðnaðarmanna hefur því lengi verið haldið fram að lítil samkeppni hafi verið í innflutning á byggingarvörum. Risarnir á þeim markaði hafa jafnvel verið sakaðir um samráð til þess að halda verði uppi.
En Óli Björn og talsmenn frelsis í viðskiptum hafa reyndar oft upplýst okkur um að það frelsi sem hann vilji eigi að vera þannig að það sé afmarkaður hópur sem hafi frelsi í því að skipta á milli sín kökunum og sitja einir að arðinum.
Ísland eigi að vera lokað og engu megi breyta, svo tryggt sé að ákveðin hópur geti ráðskast með efnahagsstjórnina og fært hluta launa til sín blóðsúthellingalaust með reglulegum gengisfellingum og möðkuðu mjöli. Koma í veg fyrir að íslendingar fái að njóta eðlilegrar samkeppni í viðskiptum.
Hér svipir hann hulunni af sínum málflutning. Magnað. Takk.
Einhverra hluta vegna minnir mig að þessi maður hafi gefið sig út fyrir að vera sérstakur talsmaður samkeppni og frelsis í viðskiptum.
Meðal iðnaðarmanna hefur því lengi verið haldið fram að lítil samkeppni hafi verið í innflutning á byggingarvörum. Risarnir á þeim markaði hafa jafnvel verið sakaðir um samráð til þess að halda verði uppi.
En Óli Björn og talsmenn frelsis í viðskiptum hafa reyndar oft upplýst okkur um að það frelsi sem hann vilji eigi að vera þannig að það sé afmarkaður hópur sem hafi frelsi í því að skipta á milli sín kökunum og sitja einir að arðinum.
Ísland eigi að vera lokað og engu megi breyta, svo tryggt sé að ákveðin hópur geti ráðskast með efnahagsstjórnina og fært hluta launa til sín blóðsúthellingalaust með reglulegum gengisfellingum og möðkuðu mjöli. Koma í veg fyrir að íslendingar fái að njóta eðlilegrar samkeppni í viðskiptum.
Hér svipir hann hulunni af sínum málflutning. Magnað. Takk.
mánudagur, 19. desember 2011
Um gæði rannsókna Háskólaprófessora
Háskólaprófessor skrifar bók um fólk sem hafði samband við Austur Evrópu ríki. Hann vitnar til heimildar sem er röng, munar 10 árum.
Getur komið fyrir hvern sem er. En prófessorinn spinnur síðan sjálfur ótrúlega sögu í kringum þessa heimild, ómerkilegar ásakanir í garð saklauss fólks.
Hann segir að sökin sé ekki sín, hún sé þess sem skráði ártalið rangt. Er rannsóknarvinna prófessora við Háskóla Íslands á þessu gæðastigi?
Málið snýst að minnstu um ártalið, það snýst um innistæðulausan spuna hjá prófessor við Háskóla Íslands, reistri í kringum eitt ártal.
Eru fleiri atriði á þessu gæðastigi í rannsóknarvinnu prófessora við Háskóla Íslands? Hvað með aðrar bækur? Sami prófessor skrifaði sögu síðustu aldar, þar var allt jákvætt sem gerðist síðustu öld einum Flokki að þakka. Þar komu hvergi nærri stéttarfélög og kvennréttindafélög.
Við sem vinnum hjá stéttarfélögum og við gerð kjarasamninga verðum t.d. mjög oft undrandi á nálgun kennara í Háskólunum þegar þeir fjalla um málefni vinnumarkaðsins.
Og verðum reyndar oft furðu lostin á þeim viðhorfum gagnvart launamönnum og stéttarfélögum, sem við mætum hjá nemendum sem hafa hlotið menntun í vinnumarkaðsfræðum í Háskóla Íslands.
Í umfjöllun fjölmargra um Hrunið og aðdraganda þess, þar má vísa í fjölmargrar greinar í fjölmiðlum og eins pistlum á netinu, hefur verið bent á að allir sem voru í aðalhlutverkum í aðdraganda Hrunsins hafi verið nemendur í Háskóla Íslands. Í aðdraganda Hrunsins standi upp úr sú siðfræði sem þar sé kennd. Hér er ég að vísa m.a. til orða fyrrv. háskólarektors Páls Skúlasonar.
Getur komið fyrir hvern sem er. En prófessorinn spinnur síðan sjálfur ótrúlega sögu í kringum þessa heimild, ómerkilegar ásakanir í garð saklauss fólks.
Hann segir að sökin sé ekki sín, hún sé þess sem skráði ártalið rangt. Er rannsóknarvinna prófessora við Háskóla Íslands á þessu gæðastigi?
Málið snýst að minnstu um ártalið, það snýst um innistæðulausan spuna hjá prófessor við Háskóla Íslands, reistri í kringum eitt ártal.
Eru fleiri atriði á þessu gæðastigi í rannsóknarvinnu prófessora við Háskóla Íslands? Hvað með aðrar bækur? Sami prófessor skrifaði sögu síðustu aldar, þar var allt jákvætt sem gerðist síðustu öld einum Flokki að þakka. Þar komu hvergi nærri stéttarfélög og kvennréttindafélög.
Við sem vinnum hjá stéttarfélögum og við gerð kjarasamninga verðum t.d. mjög oft undrandi á nálgun kennara í Háskólunum þegar þeir fjalla um málefni vinnumarkaðsins.
Og verðum reyndar oft furðu lostin á þeim viðhorfum gagnvart launamönnum og stéttarfélögum, sem við mætum hjá nemendum sem hafa hlotið menntun í vinnumarkaðsfræðum í Háskóla Íslands.
Í umfjöllun fjölmargra um Hrunið og aðdraganda þess, þar má vísa í fjölmargrar greinar í fjölmiðlum og eins pistlum á netinu, hefur verið bent á að allir sem voru í aðalhlutverkum í aðdraganda Hrunsins hafi verið nemendur í Háskóla Íslands. Í aðdraganda Hrunsins standi upp úr sú siðfræði sem þar sé kennd. Hér er ég að vísa m.a. til orða fyrrv. háskólarektors Páls Skúlasonar.
föstudagur, 16. desember 2011
Er dómsvaldið háð duttlungum stjórnmálamanna?
Þegar hlustað er á menn sem telja sig hægri menn, heyrir maður þá oft flokka umræðuna þannig að sumt sé pólitískt og annað ekki og strikið þar á milli er þannig að á meðan viðhorf eru samfasa við þeirra eigin skoðanir þá er það ekki pólitískt. Í hvert skipti ég heyri einhvern verja mál sitt með því að hann sé nú ekki pólitískur, þá er viðkomandi búinn að koma sér á ákveðinn stall og maður fer í varnarstöðu. Hvað stendur nú til? Hvað er verið að fela?
Sé litið til þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi, þá var þar á ferð ákveðin túlkun á pólitískri stefnu, og túlkunin hefur meir að segja verið þannig að fylgt hafi verið ystu mörkum harðlínu. Lengst til hægri, en sumir hafa komist upp með að samfæra sjálfa sig og aðra að athafnir þeirra sem fremstir hafi farið fyrir þessari stefnu séu ekki pólitískir.
Svo ég haldi því nú til haga þá voru það nokkrir óprúttnir náungar sem nýttu sér það svigrúm sem skapaðist í skjóli aukins frelsis og minni afskiptum eftirlitsstofnana, jafnvel niðurlagningu þeirra. Eins og við höfum séð í Kastljósinu undanfarin kvöld voru athafnir þessara manna grímulaus glæpastarfsemi.
Fyrrverandi forsætisráðherra er ekki fyrir Landsdóm vegna athafna banksteranna. Hann er fyrir Landsdóm vegna þess að það eru til gögn sem sýna að honum var kunnugt um hvert stefndi. Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið brást, þar á bæ var ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni. Það eru stjórnvöld sem setja lögin en þau lögðu til hliðar samkennd og jöfnuð og markaðshyggjuna var látin ráða för.
Fyrir tilviljun var ég staddur fyrir framan sjónvarp í morgun og hlustaði á formann Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu úr ræðustól nú fyrir hádegi. Þar var hann að mæla fyrir því að Alþingi tæki mál Geirs Haarde úr því ferli sem það væri í fyrir Landsdóm. Helstu rök Bjarna virtust vera þau að málið væri nú orðið svo pólitískt, það hefði ekki verið það.
Hvað stendur nú til? Af hverju þarf að formaður Sjálfstæðisflokksins að taka fram feluklæðin? Er eitthvað sem Bjarni og félagar óttast í væntanlegum niðurstöðum Landsdóms? Eða er það rétt að Valhöll vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að meðráðherrar Geirs og þáverandi stjórnarþingmenn og svo maður tali nú ekki um fyrrv. Seðlabankastjóra verði kallaðir fyrir Landsdóm til til þess að vitna?
Ef Geir er saklaus er honum einhver greiði gerður með því að stoppa vinnu dómstóla? Hefur Alþingi það vald að geta stöðvað mál sem er komið inn í dómskerfið og kippt því út? Stenst það gildandi Stjórnarskrá? Stenst það lög?
Eða er verið að taka ræðustól enn einu sinni í gíslingu, til þess að skapa sér einhverja stöðu gagnvart öðrum málum?
Sé litið til þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi, þá var þar á ferð ákveðin túlkun á pólitískri stefnu, og túlkunin hefur meir að segja verið þannig að fylgt hafi verið ystu mörkum harðlínu. Lengst til hægri, en sumir hafa komist upp með að samfæra sjálfa sig og aðra að athafnir þeirra sem fremstir hafi farið fyrir þessari stefnu séu ekki pólitískir.
Svo ég haldi því nú til haga þá voru það nokkrir óprúttnir náungar sem nýttu sér það svigrúm sem skapaðist í skjóli aukins frelsis og minni afskiptum eftirlitsstofnana, jafnvel niðurlagningu þeirra. Eins og við höfum séð í Kastljósinu undanfarin kvöld voru athafnir þessara manna grímulaus glæpastarfsemi.
Fyrrverandi forsætisráðherra er ekki fyrir Landsdóm vegna athafna banksteranna. Hann er fyrir Landsdóm vegna þess að það eru til gögn sem sýna að honum var kunnugt um hvert stefndi. Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið brást, þar á bæ var ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni. Það eru stjórnvöld sem setja lögin en þau lögðu til hliðar samkennd og jöfnuð og markaðshyggjuna var látin ráða för.
Fyrir tilviljun var ég staddur fyrir framan sjónvarp í morgun og hlustaði á formann Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu úr ræðustól nú fyrir hádegi. Þar var hann að mæla fyrir því að Alþingi tæki mál Geirs Haarde úr því ferli sem það væri í fyrir Landsdóm. Helstu rök Bjarna virtust vera þau að málið væri nú orðið svo pólitískt, það hefði ekki verið það.
Hvað stendur nú til? Af hverju þarf að formaður Sjálfstæðisflokksins að taka fram feluklæðin? Er eitthvað sem Bjarni og félagar óttast í væntanlegum niðurstöðum Landsdóms? Eða er það rétt að Valhöll vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að meðráðherrar Geirs og þáverandi stjórnarþingmenn og svo maður tali nú ekki um fyrrv. Seðlabankastjóra verði kallaðir fyrir Landsdóm til til þess að vitna?
Ef Geir er saklaus er honum einhver greiði gerður með því að stoppa vinnu dómstóla? Hefur Alþingi það vald að geta stöðvað mál sem er komið inn í dómskerfið og kippt því út? Stenst það gildandi Stjórnarskrá? Stenst það lög?
Eða er verið að taka ræðustól enn einu sinni í gíslingu, til þess að skapa sér einhverja stöðu gagnvart öðrum málum?
fimmtudagur, 15. desember 2011
Allt troðfullt af peningum
Ísland er vægast sagt troðfullt af íslenskum krónum segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Töluvert annað er hrópað hefur verið um að starfsmenn stéttarfélaganna séu búnir að sólunda öllum peningum lífeyrissjóðanna, og þar sé að finna ástæðu þess að íslenskt hagkerfi fór fram af bjargbrúninni.
Í því sambandi má einnig benda á Kastljós undanfarna daga þar sem upplýst hefur verið hvað var raunverulega í gangi og hvaðan þeir fjármunir komu sem nýttir voru. Þetta staðfestir það sem ég hef margoft bent á, ákveðnir aðilar afvegaleiddu vísvitandi umræðuna og allmargir áberandi álitsgjafar og spjallþáttastjórnendur létu plata sig upp úr skónum og hafa í raun verið í hlutverki rógbera, eða þá að þeir hafi verið virkir þátttakendur í því að beina athyglinni frá því sem raunverulega gerðist
En ef við víkjum sögunni aftur að því fram fram kom í fréttinni, þetta eru reyndar ekki allt sömu krónurnar. Þetta eru bréfpeningar sem hafa í raun þrjú gengi gagnvart erlendum gjaldmiðlum (EUR). Aflandsgengið (250), gengi í útboðum SÍ (210) og svo skráð gengi Seðlabanka Íslands (165).
Nú virðist ætlun stjórnvalda og Seðlabanka að halda krónunni niðri og bjóða íslenskum fjárfestum að keppa við fjármagn sem kemur með verulegum afslætti til Íslands skv. 50/50 reglu Seðlabankans, þegar reyna á að losa um eignir erlendra kröfuhafa í íslenskum krónum. Þessir fjárfestar munu því fjárfesta á öðrum forsendum en við. Afslátturinn endurspeglar þá áhættu sem erlendir fjárfestar taka.
Ef finna á farveg fyrir allt þetta fjármagn þarf að taka mjög föstum tökum á málinu. Magnús Þór Ásgeirsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, auglýsir eftir atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali í dag, þar sem hann gefur ríkisstjórninni falleinkunn í atvinnumálunum. Um Huang Nubo málið segir hann meðal annars: „Ég hef bara séð vanþekkingu, útlendingahræðslu og uppblásinn þjóðernissósíalisma. „
Í stað þess að taka á móti Nubo og ræða við hann um lausnir sem allir gætu sætt sig við lá ráðherra undir feld í nokkrar vikur og sendi svo fréttatilkynningu að hann væri ekki velkominn. Þetta mál var „bara“ 1 milljarð og hvernig verður þetta þegar upphæðirnar verða stærri. Umræðu ríkisstjórnarflokkana um þjóðnýtingu fyrirtækja og eigna sbr. HS Orku málið. Geðþótta ákvarðanir, lögbrot ráðherra og endalausar og yfirvofandi breytingar á skattalögum gera það að verkum að fyrirtæki treysta sér varla til að fjárfesta á Íslandi í dag. Nýjasta upphlaupið vegna kolefnisskatts segir allt sem segja þarf, var haft eftir Magnúsi Þór.
Íslenskt atvinnulíf getur ekki orðið mikið verðmætara en landsframleiðsla nema með alþjóðavæðingu. Erlendir fjárfestar fá ekki að fjárfesta í sjávarútvegi og ekki í orkuiðnaði. Ríkisstjórnin vill heldur ekki selja ísl. lífeyrissjóðum hlut í Landsvirkjum og þegar lífeyrissjóðirnir tilkynntu um kaup í HS Orku lét Svandís þess getið að þetta væri ágætis skref í rétta átt en að það væri yfirlýst stefna VG að ríkið ætti að þjóðnýta fyrirtækið.
Það er varla hægt að reikna með að menn vilji fara inn í sjávarútvegsfyrirtækin meðan umræðan um kvótakerfið stendur yfir. Tvær stærstu atvinnugreinarnar eru þannig blokkeraðar til fjárfestinga. Hlutabréfamarkaður í rúst þannig að það er erfitt að nálgast fjárfestingar í þjónustufyrirtækjum og innlendum rekstrarfélögum.
Í því sambandi má einnig benda á Kastljós undanfarna daga þar sem upplýst hefur verið hvað var raunverulega í gangi og hvaðan þeir fjármunir komu sem nýttir voru. Þetta staðfestir það sem ég hef margoft bent á, ákveðnir aðilar afvegaleiddu vísvitandi umræðuna og allmargir áberandi álitsgjafar og spjallþáttastjórnendur létu plata sig upp úr skónum og hafa í raun verið í hlutverki rógbera, eða þá að þeir hafi verið virkir þátttakendur í því að beina athyglinni frá því sem raunverulega gerðist
En ef við víkjum sögunni aftur að því fram fram kom í fréttinni, þetta eru reyndar ekki allt sömu krónurnar. Þetta eru bréfpeningar sem hafa í raun þrjú gengi gagnvart erlendum gjaldmiðlum (EUR). Aflandsgengið (250), gengi í útboðum SÍ (210) og svo skráð gengi Seðlabanka Íslands (165).
Nú virðist ætlun stjórnvalda og Seðlabanka að halda krónunni niðri og bjóða íslenskum fjárfestum að keppa við fjármagn sem kemur með verulegum afslætti til Íslands skv. 50/50 reglu Seðlabankans, þegar reyna á að losa um eignir erlendra kröfuhafa í íslenskum krónum. Þessir fjárfestar munu því fjárfesta á öðrum forsendum en við. Afslátturinn endurspeglar þá áhættu sem erlendir fjárfestar taka.
Ef finna á farveg fyrir allt þetta fjármagn þarf að taka mjög föstum tökum á málinu. Magnús Þór Ásgeirsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, auglýsir eftir atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali í dag, þar sem hann gefur ríkisstjórninni falleinkunn í atvinnumálunum. Um Huang Nubo málið segir hann meðal annars: „Ég hef bara séð vanþekkingu, útlendingahræðslu og uppblásinn þjóðernissósíalisma. „
Í stað þess að taka á móti Nubo og ræða við hann um lausnir sem allir gætu sætt sig við lá ráðherra undir feld í nokkrar vikur og sendi svo fréttatilkynningu að hann væri ekki velkominn. Þetta mál var „bara“ 1 milljarð og hvernig verður þetta þegar upphæðirnar verða stærri. Umræðu ríkisstjórnarflokkana um þjóðnýtingu fyrirtækja og eigna sbr. HS Orku málið. Geðþótta ákvarðanir, lögbrot ráðherra og endalausar og yfirvofandi breytingar á skattalögum gera það að verkum að fyrirtæki treysta sér varla til að fjárfesta á Íslandi í dag. Nýjasta upphlaupið vegna kolefnisskatts segir allt sem segja þarf, var haft eftir Magnúsi Þór.
Íslenskt atvinnulíf getur ekki orðið mikið verðmætara en landsframleiðsla nema með alþjóðavæðingu. Erlendir fjárfestar fá ekki að fjárfesta í sjávarútvegi og ekki í orkuiðnaði. Ríkisstjórnin vill heldur ekki selja ísl. lífeyrissjóðum hlut í Landsvirkjum og þegar lífeyrissjóðirnir tilkynntu um kaup í HS Orku lét Svandís þess getið að þetta væri ágætis skref í rétta átt en að það væri yfirlýst stefna VG að ríkið ætti að þjóðnýta fyrirtækið.
Það er varla hægt að reikna með að menn vilji fara inn í sjávarútvegsfyrirtækin meðan umræðan um kvótakerfið stendur yfir. Tvær stærstu atvinnugreinarnar eru þannig blokkeraðar til fjárfestinga. Hlutabréfamarkaður í rúst þannig að það er erfitt að nálgast fjárfestingar í þjónustufyrirtækjum og innlendum rekstrarfélögum.
þriðjudagur, 13. desember 2011
Mismunum í lífeyrismálum
Iðgjöld launamanna og launagreiðenda til almennu lífeyrissjóða eru samtals 12% af heildarlaunum á almennum vinnumarkaði, 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum. Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið krefst þess að annað hvort verði réttindi í opinberu sjóðunum skert eða iðgjaldið hækkað í 19%. Opinberu sjóðirnir standa ekki undir sínum skuldbindingum og skuldir hins opinbera inn í sjóðina vex.
Samkvæmt lögum er miðað við að sjóðir á almennum vinnumarkaði tryggi að lágmarki 56% meðalævitekna á mánuði í mánaðarlegan lífeyri en samsvarandi hlutfall er 76% hjá hinu opinbera. Lífeyrisaldur á almennum vinnumarkaði er nú 67 ár en 65 ár hjá opinberum starfsmönnum. Á almennum vinnumarkaði standa iðgjöld og ávöxtun þeirra undir lífeyrisréttindum en ríki og sveitarfélög ábyrgjast tiltekin réttindi í sjóðum opinberra starfsmanna og ber að hækka iðgjald ef þau réttindi nást ekki með iðgjöldum og ávöxtun þeirra.
Tryggingafræðileg staða A-deildar LSR var neikvæð um 13,2% í árslok 2009 eða um ríflega 51 milljarð króna og staða A-deildar LSS var neikvæð um 10,2% eða 10,3 milljarða króna. Þar til viðbótar starfa B-deildir hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og sambærilegar deildir hjá sveitarfélögunum, vegna starfsmanna í starfi fyrir árið 1997.
Þar hefur safnast upp verulegur halli og voru lífeyrisloforð umfram eignir í B-deild LSR (og LH) í árslok 2009 um 392 milljarðar króna og í sjóðum sveitarfélaganna um 43 milljarðar. Halli B-deildarinnar hefur vaxið hratt á liðnum árum einkum vegna hinnar s.k. eftirmannsreglur og viðmiðunar við dagvinnulaun opinberra starfsmanna í stað vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að þegar laun hækka hjá opinberum starfsmönnum aukast lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga B-deildar og þar með skuldbindingar sjóðsins.
Verði ekkert að gert mun þessi skuldbinding halda áfram að vaxta og að lokum lendir reikningurinn á skattgreiðendum í framtíðinni. Almennu lífeyrissjóðirnir verða hins vegar að mæta neikvæðum mismun á eignum og skuldbindingum með skerðingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga. Mismunurinn sem í þessu felst endurspeglaðist vel í kjölfar fjármálahrunsins þegar lífeyrissjóðir almenns launafólks þurftu lögum samkvæmt að skerða réttindi lífeyrisþega sinna umtalsvert til að rétta stöðu sjóðanna á sama tíma og réttindi opinberra starfsmanna, sem tryggð eru með skattfé, standa óhögguð.
Meginmarkmiðið í kjaraviðræðum undanfarin á er að allur vinnumarkaðurinn búi við samræmt lífeyriskerfi sem jafnframt er sjálfbært og getur uppfyllt þær þarfir fyrir lífeyristryggingar sem samstaða er um að skilgreina. Stöðva verður áframhaldandi skuldaaukningu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna þannig að reikningurinn á skattborgara framtíðarinnar hætti að vaxa. Tryggð verð raunveruleg jöfnunar lífeyrisréttinda á öllum vinnumarkaðnum.
Samkvæmt lögum er miðað við að sjóðir á almennum vinnumarkaði tryggi að lágmarki 56% meðalævitekna á mánuði í mánaðarlegan lífeyri en samsvarandi hlutfall er 76% hjá hinu opinbera. Lífeyrisaldur á almennum vinnumarkaði er nú 67 ár en 65 ár hjá opinberum starfsmönnum. Á almennum vinnumarkaði standa iðgjöld og ávöxtun þeirra undir lífeyrisréttindum en ríki og sveitarfélög ábyrgjast tiltekin réttindi í sjóðum opinberra starfsmanna og ber að hækka iðgjald ef þau réttindi nást ekki með iðgjöldum og ávöxtun þeirra.
Tryggingafræðileg staða A-deildar LSR var neikvæð um 13,2% í árslok 2009 eða um ríflega 51 milljarð króna og staða A-deildar LSS var neikvæð um 10,2% eða 10,3 milljarða króna. Þar til viðbótar starfa B-deildir hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og sambærilegar deildir hjá sveitarfélögunum, vegna starfsmanna í starfi fyrir árið 1997.
Þar hefur safnast upp verulegur halli og voru lífeyrisloforð umfram eignir í B-deild LSR (og LH) í árslok 2009 um 392 milljarðar króna og í sjóðum sveitarfélaganna um 43 milljarðar. Halli B-deildarinnar hefur vaxið hratt á liðnum árum einkum vegna hinnar s.k. eftirmannsreglur og viðmiðunar við dagvinnulaun opinberra starfsmanna í stað vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að þegar laun hækka hjá opinberum starfsmönnum aukast lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga B-deildar og þar með skuldbindingar sjóðsins.
Verði ekkert að gert mun þessi skuldbinding halda áfram að vaxta og að lokum lendir reikningurinn á skattgreiðendum í framtíðinni. Almennu lífeyrissjóðirnir verða hins vegar að mæta neikvæðum mismun á eignum og skuldbindingum með skerðingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga. Mismunurinn sem í þessu felst endurspeglaðist vel í kjölfar fjármálahrunsins þegar lífeyrissjóðir almenns launafólks þurftu lögum samkvæmt að skerða réttindi lífeyrisþega sinna umtalsvert til að rétta stöðu sjóðanna á sama tíma og réttindi opinberra starfsmanna, sem tryggð eru með skattfé, standa óhögguð.
Meginmarkmiðið í kjaraviðræðum undanfarin á er að allur vinnumarkaðurinn búi við samræmt lífeyriskerfi sem jafnframt er sjálfbært og getur uppfyllt þær þarfir fyrir lífeyristryggingar sem samstaða er um að skilgreina. Stöðva verður áframhaldandi skuldaaukningu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna þannig að reikningurinn á skattborgara framtíðarinnar hætti að vaxa. Tryggð verð raunveruleg jöfnunar lífeyrisréttinda á öllum vinnumarkaðnum.
mánudagur, 12. desember 2011
Skattlagning án fordæmis
Ég tók eftir því í umræðunni um helgina að þess var gætt vendilega að minnast ekki á þá staðreynd að eignaskatturinn sem lífeyrissjóðirnir eiga að greiða er á brúttóeign en ekki nettóeign eins og aðrir eignaskattar. Skattlagningin er án fordæmis hvað þetta varðar, auk eignaréttar, jafnræðisreglu og þeirra atriða ég hef bent á í fyrri pistlum um þetta mál.
Það er villandi og afvegaleiðandi orðalag í frumvarpinu þegar vísað er í „hreina eign“ lífeyrissjóða. Hrein eign lífeyrissjóða er orð sem má finna í ársreikningum lífeyrissjóða sem samdir eru skv. sérstökum reglum þar um. Þar er ekki tekið tillit til þess að þessi „hreina eign“ stendur á móti skuldbindingum.
Sem dæmi þá er auðlegðarskattur lagður á nettóeign framteljanda, þ.e. allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Af fyrstu 75.000.000 kr. eign einhleypings og fyrstu 100.000.000 kr. eign hjóna og samskattaðra er enginn skattur, en 1,5% af stofni umfram það.
Hvað lífeyrissjóðina varðar þá er ekki tekið tillit til skuldbindinga lífeyrissjóða sem í flest öllum tilfellum eru hærri en eignir. Í þeim skilningi er þetta því ekki „hrein eign“ sem myndar skattstofninn. Með þessu er verið að ganga á sérgreinda varasjóðir sjóðfélaga sem duga ekki fyrir skuldbindingum.
Það er villandi og afvegaleiðandi orðalag í frumvarpinu þegar vísað er í „hreina eign“ lífeyrissjóða. Hrein eign lífeyrissjóða er orð sem má finna í ársreikningum lífeyrissjóða sem samdir eru skv. sérstökum reglum þar um. Þar er ekki tekið tillit til þess að þessi „hreina eign“ stendur á móti skuldbindingum.
Sem dæmi þá er auðlegðarskattur lagður á nettóeign framteljanda, þ.e. allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Af fyrstu 75.000.000 kr. eign einhleypings og fyrstu 100.000.000 kr. eign hjóna og samskattaðra er enginn skattur, en 1,5% af stofni umfram það.
Hvað lífeyrissjóðina varðar þá er ekki tekið tillit til skuldbindinga lífeyrissjóða sem í flest öllum tilfellum eru hærri en eignir. Í þeim skilningi er þetta því ekki „hrein eign“ sem myndar skattstofninn. Með þessu er verið að ganga á sérgreinda varasjóðir sjóðfélaga sem duga ekki fyrir skuldbindingum.
sunnudagur, 11. desember 2011
Dæmigerð viðbrögð fjármálaráðherra
Viðbrögð fjármálaráðherra eru dæmigerð fyrir hinn íslenska stjórnmálamann. Reynt er að beina athygli fólks frá því sem til umræðu er. Þegar stjórnmálamenn fjalla um lífeyrissjóðirna virðist eins og þeir líti á þá sem sjálfseignarstofnun og hægt sé að semja um sjóðina í gegnum framkvæmdastjóra ASÍ og SA. Svo er ekki, þeir eru einungis að fara eftir landslögum og samþykktum ársfunda lífeyrissjóða og sjóðsfélagafundum.
Það hefur legið fyrir sjóðsfélagar munu draga stjórnir sjóðanna fyrir dómstóla, ef þær samþykkja að greiða út fjármuni úr lífeyrissjóðunum til einhvers annars en þess sem lög kveða á um. Svo einfalt er það.
Sjóðsfélagar eiga þennan rétt og hann er stjórnarskrárvarinn og hafa tilkynnt að þeir muni verja hann. Skoðun fjármmálaráðherra skiptir hér engu og það er ámælisvert hvernig hann reynir að stilla þessu upp. Lífeyrissjóðir séu einhver tilfinningarlaus hlutur sem sé á móti íslenskum heimilum, málið snýst ekki um það.
Lífeyrissjóðir er samtryggingarform, réttur myndast við meðal þeirra sem hafa greitt inn í viðkomandi sjóð. Lífeyrissjóðir eiga ekki neina fjármuni. Það eru sjóðsfélagar sem eiga þessa fjármuni og það hefur komið fram að þeir vilja gjarnan að tekið verði á þessum vanda, en þessi leið er einfaldlega ekki fær.
Það er þegar búið að skerða réttindi sjóðsfélaga í almennu sjóðunum, en það var ekki gert í opinberu sjóðunum. Harkaleg viðbrögð sjóðsfélaga almennu sjóðanna ættu því ekki að koma neinum á óvart, þegar ráðherra leggur til ennfrekari skerðinga sem einunigs munu bitna á sjóðsfélögum almennum sjóðanna.
T.d. væri einfalt að hækka virðisaukaskatt um brot úr prósenti þá myndu þeir sem hafa mest milli handanna og getu til þess að versla greiða stærstan hluta af þessu. Ekki bara nokkrir örorkubóta- og lífeyrisþegar á almennum markaði eins og tillögur ráðherra eru.
Og svo má benda á aðra leið sem sjóðsfélagar hafa bent á, það væri að lána ríkissjóð fyrir þessu á láni til margra ára.
Það hefur komið fram á öllum fundum sjóðsfélaga sem ég hef sótt og þeir er allmargir. Það liggja fyrir margfaldar samþykktir um að það verði að koma í veg fyrir að óábyrgir stjórnmálamenn geti farið að ráðskast með sparifé launamanna. Ef þessi 0.08% skattur kemst í gegn, vitum við öll að það þýðir að hinn óábyrgi stjórnmálamaður verður kominn með fordæmi sem hann mun nýta sér til þess hækka skattinn eftir stuttan tíma, bara um eitthvað lítilræði svona upp í 1% og svo pínulítið meira nokkrum árum seinna.
Það hefur legið fyrir sjóðsfélagar munu draga stjórnir sjóðanna fyrir dómstóla, ef þær samþykkja að greiða út fjármuni úr lífeyrissjóðunum til einhvers annars en þess sem lög kveða á um. Svo einfalt er það.
Sjóðsfélagar eiga þennan rétt og hann er stjórnarskrárvarinn og hafa tilkynnt að þeir muni verja hann. Skoðun fjármmálaráðherra skiptir hér engu og það er ámælisvert hvernig hann reynir að stilla þessu upp. Lífeyrissjóðir séu einhver tilfinningarlaus hlutur sem sé á móti íslenskum heimilum, málið snýst ekki um það.
Lífeyrissjóðir er samtryggingarform, réttur myndast við meðal þeirra sem hafa greitt inn í viðkomandi sjóð. Lífeyrissjóðir eiga ekki neina fjármuni. Það eru sjóðsfélagar sem eiga þessa fjármuni og það hefur komið fram að þeir vilja gjarnan að tekið verði á þessum vanda, en þessi leið er einfaldlega ekki fær.
Það er þegar búið að skerða réttindi sjóðsfélaga í almennu sjóðunum, en það var ekki gert í opinberu sjóðunum. Harkaleg viðbrögð sjóðsfélaga almennu sjóðanna ættu því ekki að koma neinum á óvart, þegar ráðherra leggur til ennfrekari skerðinga sem einunigs munu bitna á sjóðsfélögum almennum sjóðanna.
T.d. væri einfalt að hækka virðisaukaskatt um brot úr prósenti þá myndu þeir sem hafa mest milli handanna og getu til þess að versla greiða stærstan hluta af þessu. Ekki bara nokkrir örorkubóta- og lífeyrisþegar á almennum markaði eins og tillögur ráðherra eru.
Og svo má benda á aðra leið sem sjóðsfélagar hafa bent á, það væri að lána ríkissjóð fyrir þessu á láni til margra ára.
Það hefur komið fram á öllum fundum sjóðsfélaga sem ég hef sótt og þeir er allmargir. Það liggja fyrir margfaldar samþykktir um að það verði að koma í veg fyrir að óábyrgir stjórnmálamenn geti farið að ráðskast með sparifé launamanna. Ef þessi 0.08% skattur kemst í gegn, vitum við öll að það þýðir að hinn óábyrgi stjórnmálamaður verður kominn með fordæmi sem hann mun nýta sér til þess hækka skattinn eftir stuttan tíma, bara um eitthvað lítilræði svona upp í 1% og svo pínulítið meira nokkrum árum seinna.
laugardagur, 10. desember 2011
Rafiðnaðarmenn vilja draga stjórnvöld fyrir dómstóla
Ég hef allnokkrum sinnum lýst því hér á þessari síðu hver viðbrögð félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins voru þegar stjórnvöld hugðust sækja 236 milljarða í lífeyrissjóðina, fyrir u.þ.b. tveim árum.
Til eru lög í landinu sem segja að sparifé sjóðsfélaga í lífeyrissjóðunum sé stjórnarskrárvarin eign þeirra sem greitt hafi til viðkomandi sjóðs. Stjórn viðkomandi sjóðs hafi ekki heimild til þess að greiða úr sjóðunum annað en sem örorkubætur, ellilífeyri eða maka- og barnabætur.
Strax og þessar hugmyndir komu fram höfðu nokkrir félagsmenn samband við skrifstofur Rafiðnaðarsambandsins og fóru fram á að sambandið myndi verja þennan rétt sjóðsfélaga og miðstjórn samþykkti þá að það yrði gert.
Sjóðsfélagar bentu á að þessi leið væri brot á eignarrétt auk þess væri jafnræðisreglan brotin. Með þessu væri verið að taka eignir fárra og nýta þær til þess að greiða skuldir annarra. Þetta myndi einungis bitna á sjóðsfélögum í almennu lífeyrissjóðunum, þar sem opinberu sjóðirnir fengju þessa úttekt úr þeirra sjóð bætta jafnharðan úr ríkissjóð. Það það væri verið að auka enn meir mismunum á milli lífeyrisþega, í stað þess að jafna hann upp á við, eins og samið var um í síðustu kjarasamningum.
Forsvarsmenn ASÍ tilkynntu stjórnvöldum að þessi leið væri ófær lagalega séð, en jafnframt var tekið undir að taka þyrfti á skuldavanda heimilanna. Það yrði að fjármagna þannig að kostnaður við það lenti ekki einvörðungu á fáum örorkubóta- og lífeyrisþegum.
Svo einkennilegt sem það nú er þá fóru ráðherrar þá í fjölmiðla og tilkynntu að ASÍ hefði hafnað því að vera þátttakandi í að taka á skuldavanda heimilanna!!??
Í kjölfar þessa glymur það í öllum fjölmiðlum og spjallþáttum að Gylfi Arnbjörnsson stæði í vegi fyrir því að laga skuldavanda heimilanna!!?? Tekin voru mörg viðtöl við einstaklinga sem eru þekktir af því að greiða helst ekkert til samfélagsins og í lífeyrissjóði. Og þeir fóru ásamt spjallþáttastjórnendum hamförum í því óréttlæti sem Gylfi Arnbjörnsson beitti þá með því að vilja ekki taka sparfé launamanna í lífeyrissjóðunum og greiða það út til annarra.
Nú vilja stjórnvöld reyna að ná í hluta af þessu sparifé sjóðsfélaga með því að setja sérstakan skatt á það sparifé sem er í lífeyrissjóðum. Þessi skattur samsvarar öllum rekstrarkostnaði lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna.
Auk þess á að setja sérstakan launaskatt á fjármálafyrirtæki. Lífeyrissjóðir falla eru ekki undir lög um fjármálafyrirtæki, en ríkisstjórnin ætlar sér samt að koma þessum skatt yfir á lífeyrissjóðina.
Þessir skattar þýða með öðrum orðum að rekstarkostnaður lífeyrissjóðsins verður tvisvar og hálfum sinni hærri. Fjármálafyrirtæki munu taka þetta tilbaka í hærri vaxtamun, en það geta lífeyrissjóðir ekki þeir geta ekki annað en skert örorku- og lífeyrisbætur. Og svo það sé ítrekað þá skiptir þetta lífeyrissjóð þingmanna, ráðherra og tiltekinni opinberra starfsmanna engu, því þeir sækja þennan kostnað einfaldlega í ríkissjóð.
Á fjölmennum fundum miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins auk þess í stjórnum og trúnaðarráðum nokkurra aðildarfélaga sambandsins í gær, var samþykkt að sambandið myndi láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þessir gjörningar stæðust lög og stjórnarskrá.
Jafnframt var samþykkt að það ætti að taka á skuldavanda heimilanna, en það stæðist ekki að láta elli- og örorkubótaþega standa straum af þeim kostnaði.
Til eru lög í landinu sem segja að sparifé sjóðsfélaga í lífeyrissjóðunum sé stjórnarskrárvarin eign þeirra sem greitt hafi til viðkomandi sjóðs. Stjórn viðkomandi sjóðs hafi ekki heimild til þess að greiða úr sjóðunum annað en sem örorkubætur, ellilífeyri eða maka- og barnabætur.
Strax og þessar hugmyndir komu fram höfðu nokkrir félagsmenn samband við skrifstofur Rafiðnaðarsambandsins og fóru fram á að sambandið myndi verja þennan rétt sjóðsfélaga og miðstjórn samþykkti þá að það yrði gert.
Sjóðsfélagar bentu á að þessi leið væri brot á eignarrétt auk þess væri jafnræðisreglan brotin. Með þessu væri verið að taka eignir fárra og nýta þær til þess að greiða skuldir annarra. Þetta myndi einungis bitna á sjóðsfélögum í almennu lífeyrissjóðunum, þar sem opinberu sjóðirnir fengju þessa úttekt úr þeirra sjóð bætta jafnharðan úr ríkissjóð. Það það væri verið að auka enn meir mismunum á milli lífeyrisþega, í stað þess að jafna hann upp á við, eins og samið var um í síðustu kjarasamningum.
Forsvarsmenn ASÍ tilkynntu stjórnvöldum að þessi leið væri ófær lagalega séð, en jafnframt var tekið undir að taka þyrfti á skuldavanda heimilanna. Það yrði að fjármagna þannig að kostnaður við það lenti ekki einvörðungu á fáum örorkubóta- og lífeyrisþegum.
Svo einkennilegt sem það nú er þá fóru ráðherrar þá í fjölmiðla og tilkynntu að ASÍ hefði hafnað því að vera þátttakandi í að taka á skuldavanda heimilanna!!??
Í kjölfar þessa glymur það í öllum fjölmiðlum og spjallþáttum að Gylfi Arnbjörnsson stæði í vegi fyrir því að laga skuldavanda heimilanna!!?? Tekin voru mörg viðtöl við einstaklinga sem eru þekktir af því að greiða helst ekkert til samfélagsins og í lífeyrissjóði. Og þeir fóru ásamt spjallþáttastjórnendum hamförum í því óréttlæti sem Gylfi Arnbjörnsson beitti þá með því að vilja ekki taka sparfé launamanna í lífeyrissjóðunum og greiða það út til annarra.
Nú vilja stjórnvöld reyna að ná í hluta af þessu sparifé sjóðsfélaga með því að setja sérstakan skatt á það sparifé sem er í lífeyrissjóðum. Þessi skattur samsvarar öllum rekstrarkostnaði lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna.
Auk þess á að setja sérstakan launaskatt á fjármálafyrirtæki. Lífeyrissjóðir falla eru ekki undir lög um fjármálafyrirtæki, en ríkisstjórnin ætlar sér samt að koma þessum skatt yfir á lífeyrissjóðina.
Þessir skattar þýða með öðrum orðum að rekstarkostnaður lífeyrissjóðsins verður tvisvar og hálfum sinni hærri. Fjármálafyrirtæki munu taka þetta tilbaka í hærri vaxtamun, en það geta lífeyrissjóðir ekki þeir geta ekki annað en skert örorku- og lífeyrisbætur. Og svo það sé ítrekað þá skiptir þetta lífeyrissjóð þingmanna, ráðherra og tiltekinni opinberra starfsmanna engu, því þeir sækja þennan kostnað einfaldlega í ríkissjóð.
Á fjölmennum fundum miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins auk þess í stjórnum og trúnaðarráðum nokkurra aðildarfélaga sambandsins í gær, var samþykkt að sambandið myndi láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þessir gjörningar stæðust lög og stjórnarskrá.
Jafnframt var samþykkt að það ætti að taka á skuldavanda heimilanna, en það stæðist ekki að láta elli- og örorkubótaþega standa straum af þeim kostnaði.
föstudagur, 9. desember 2011
Ponzi svindl spjallþáttastjórnenda
Spjallþáttastjórnendur eru þessa dagana að kvarta undan upphlaupum á netinu. Hvernig sé hægt í þessu mikla nábýli, að ætlast til þess að mál séu gerð upp með þessum hætti. Hraðinn er svo mikill að menn virðast ekki geta haldið heilli hugsun nema mesta lagi einn dag. Afsakið meðan ég æli, sagði Megas. Sumir ættu að líta sér nær. Það er nefnilega svo að spjallþáttastjórnendur og fjölmiðlamenn bera gríðarlega mikla ábyrgð á því hvaða mál eru tekin til umræðu og hvað sé lagt til grundvallar.
Fjölmiðlamenn taka undantekningalaust inn í sína þætta einstaklinga sem eru með upphrópanir um skyndireddingar. Verðtrygginguna-burtu-og-skuldamál-heimilanna-leyst- með-einu-pennastriki - eða - Verðtryggingin-uppfinning þeirra-sem-vilja-almenning-feigan. Á þessu er hamrað og með því vaktar upp innistæðulausar væntingar hjá fólki sem á í miklum vandræðum. Þetta er mesti fantaskapur sem til er, hér er farið yfir þetta.
Íslendingar hafa á síðustu áratugum byggt upp lífeyriskerfi sem byggir á uppsöfnun, eina leiðin til þess að mæta framtíðinni þar við blasir að upp úr 2015 mun lífeyrisþegum fara mjög hratt fjölgandi miðað við skattgreiðendur. Ekkert gegnumstreymiskerfi stenst það álag þegar það verður komið af fullum þunga fram upp úr 2024.
Lífeyriskerfið og uppbygging þess hefur fengið ítarlega umfjöllum á öllum stigum og ekkert kerfi hér á landi er rekið undir eins stífu eftirliti og undir eins ströngum reglum, sem er mjög gott mál. Íslendingar eru búnir að leggja í það ítarlega niður fyrir sé hvernig þetta eigi að vera. Það er búið margendurskoða þessi lög og reglugerðir á undanförnum áratugum og íslenska kerfið er talið til eftirbreytni víða.
Íslenska kerfið hefur heldur ekki gengið illa, smá saman hefur það tekið við sífellt stærri hluta af útgjöldum vegna örorkubóta og lífeyris þeirra sem lokið sínum starfsaldri. Í dag eru útgjöld Tryggingarstofnunar 52 milljarðar, en lífeyrisjóðanna 75 milljarðar og fer hlutur lífeyriskerfisins hratt vaxandi. Útgjöld þessara aðila voru jöfn um síðustu aldamót.
Ef kerfið yrði lagt af eins margir krefjast blasir við að hækka yrði tekjuskatt um allt að 16%, eða loka grunnskólum landsins til þess að standa undir þeim útgjöldum sem lífeyriskerfinu er ætlað.
En þeir sem reka sig sem ehf og greiða eins lítið og þeir geta til samfélagsins og hafa greitt lítið til lífeyrissjóða munu fá slakan lífeyri og það er er dáldið seint í rassinn gripið að fara að öskra núna. Þessir einstaklingar eiga tiltölulega stutt eftir af sínum starfsaldri og verða að sætta sig við mjög lágar bætur. En það eru einmitt þetta fólk sem stendur fremst á öllum fundum um þessi mál og hefur allra manna hæst. Spjallþáttastjórnendur bera hér gríðarlega mikla sök, enda hefur verið bent á að margir þeirra seú einmitt í ehf-hópnum.
Það er vægast sagt léttvægt að lýsa lífeyriskerfinu skuldbindingum þess sem „ponzi“ svindli og líkja þar með heilli þjóð við menn eins og Bernie Madoff, en þetta hefur verið gert í hverjum spjallþættinum á fætur öðrum. Hverju á fólk að trúa þegar engum öðrum sjónarmiðum er hleypt að?
Það er hægt að fjármagna þetta loforð á marga vegu en vægast sagt niðrandi að tala um „ponzi“ svindl þegar þjóðin berst við að halda í mannlega reisn. Loforðið er stjórnarskrárbundinn réttur sem við þurfum að leysa nema að hann verði felldur niður. Það er og hefur verið flókið að semja um þetta loforð við ríkið og greinilegt að það vill helst velta vandanum yfir á atvinnurekendur með hækkun á tryggingargjaldi, lækkun almannatrygginga og koma þessu yfir á almenna lífeyrissjóði. Hallinn á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna hækkar sífellt.
Í einfaldri mynd er lífeyrisjafnan: Lífeyri = iðgjöld + vextir
Ef við skilgreinum lágmarkslífeyri sem 155.000 á mánuði ævilangt, standa eftir iðgjöld og vextir. Ef vextir verða lækkaðir varanlega þá þarf að fjármagna kerfið með iðgjöldum til að öllum verði tryggður réttur til að lifa með mannlegri reisn sbr. 8. gr. stjórnarstrár stjórnlagaráðs.
Allir ættu að vita að lífeyrisloforðið verður stöðugt stærra eftir því sem OECD þjóðirnar eldast. Ef við ætlum að halda fast í 67 ára lífeyrisaldur, teljum að 155.000 kr. á mánuði sé mannleg reisn og viljum svo fjármagna það með skuldabréfum á lágum vöxtum þurfum við mögulega að hækka iðgjaldið.
Ef ekki tekst að semja um hækkað iðgjald á samkvæmt 39. gr laga um lífeyrissjóði að skerða lífeyrisréttindi til að viðhalda jafnvægi. Það ákvæði útilokar „ponzi“ svindlið hjá almennum lífeyrissjóðum, en kemur ekki í veg fyrir að á endanum þarf að fjármagna loforðið ef við viljum viðhalda mannlegri reisn.
Fjármagnsmarkaðir geta ekki gefið meira af sér en sem nemur hagvexti á sama tímabili. Það skiptir ekki máli hvort þar er miðað við lokað íslenskt hagkerfi eða OECD löndin í heild. Það hafa fjölmargir fræðimenn skrifað um þá staðreynd lærðar greinar og ég hef ekkert við það að athuga.
Landsframleiðsla hefur vaxið um 3,8% af jafnaði frá 1944 eða frá þeim tíma sem stjórnarskráin var lögfest. Leitnin er til lækkunar og þá sérstaklega ef horft er 10 ár aftur. Við getum varið mörgum vikum í að rökræða hvernig þróunin verður næstu 65 árin og ég efast um að það skili okkur miklu.
Eftir stendur að ef 3,5% er of hátt viðmið, þarf að lækka réttindi og eða hækka iðgjaldið. Það er hægt að svara spurningum með spurningum. Ef 3,5% er of hátt viðmið væri fróðlegt að vita hvort hann vill frekar, lækka lífeyrir niður fyrir mannlega reisn, eða taka að sér að semja við atvinnurekendur og ríkið um hærra iðgjald.
Fjölmiðlamenn taka undantekningalaust inn í sína þætta einstaklinga sem eru með upphrópanir um skyndireddingar. Verðtrygginguna-burtu-og-skuldamál-heimilanna-leyst- með-einu-pennastriki - eða - Verðtryggingin-uppfinning þeirra-sem-vilja-almenning-feigan. Á þessu er hamrað og með því vaktar upp innistæðulausar væntingar hjá fólki sem á í miklum vandræðum. Þetta er mesti fantaskapur sem til er, hér er farið yfir þetta.
Íslendingar hafa á síðustu áratugum byggt upp lífeyriskerfi sem byggir á uppsöfnun, eina leiðin til þess að mæta framtíðinni þar við blasir að upp úr 2015 mun lífeyrisþegum fara mjög hratt fjölgandi miðað við skattgreiðendur. Ekkert gegnumstreymiskerfi stenst það álag þegar það verður komið af fullum þunga fram upp úr 2024.
Lífeyriskerfið og uppbygging þess hefur fengið ítarlega umfjöllum á öllum stigum og ekkert kerfi hér á landi er rekið undir eins stífu eftirliti og undir eins ströngum reglum, sem er mjög gott mál. Íslendingar eru búnir að leggja í það ítarlega niður fyrir sé hvernig þetta eigi að vera. Það er búið margendurskoða þessi lög og reglugerðir á undanförnum áratugum og íslenska kerfið er talið til eftirbreytni víða.
Íslenska kerfið hefur heldur ekki gengið illa, smá saman hefur það tekið við sífellt stærri hluta af útgjöldum vegna örorkubóta og lífeyris þeirra sem lokið sínum starfsaldri. Í dag eru útgjöld Tryggingarstofnunar 52 milljarðar, en lífeyrisjóðanna 75 milljarðar og fer hlutur lífeyriskerfisins hratt vaxandi. Útgjöld þessara aðila voru jöfn um síðustu aldamót.
Ef kerfið yrði lagt af eins margir krefjast blasir við að hækka yrði tekjuskatt um allt að 16%, eða loka grunnskólum landsins til þess að standa undir þeim útgjöldum sem lífeyriskerfinu er ætlað.
En þeir sem reka sig sem ehf og greiða eins lítið og þeir geta til samfélagsins og hafa greitt lítið til lífeyrissjóða munu fá slakan lífeyri og það er er dáldið seint í rassinn gripið að fara að öskra núna. Þessir einstaklingar eiga tiltölulega stutt eftir af sínum starfsaldri og verða að sætta sig við mjög lágar bætur. En það eru einmitt þetta fólk sem stendur fremst á öllum fundum um þessi mál og hefur allra manna hæst. Spjallþáttastjórnendur bera hér gríðarlega mikla sök, enda hefur verið bent á að margir þeirra seú einmitt í ehf-hópnum.
Það er vægast sagt léttvægt að lýsa lífeyriskerfinu skuldbindingum þess sem „ponzi“ svindli og líkja þar með heilli þjóð við menn eins og Bernie Madoff, en þetta hefur verið gert í hverjum spjallþættinum á fætur öðrum. Hverju á fólk að trúa þegar engum öðrum sjónarmiðum er hleypt að?
Það er hægt að fjármagna þetta loforð á marga vegu en vægast sagt niðrandi að tala um „ponzi“ svindl þegar þjóðin berst við að halda í mannlega reisn. Loforðið er stjórnarskrárbundinn réttur sem við þurfum að leysa nema að hann verði felldur niður. Það er og hefur verið flókið að semja um þetta loforð við ríkið og greinilegt að það vill helst velta vandanum yfir á atvinnurekendur með hækkun á tryggingargjaldi, lækkun almannatrygginga og koma þessu yfir á almenna lífeyrissjóði. Hallinn á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna hækkar sífellt.
Í einfaldri mynd er lífeyrisjafnan: Lífeyri = iðgjöld + vextir
Ef við skilgreinum lágmarkslífeyri sem 155.000 á mánuði ævilangt, standa eftir iðgjöld og vextir. Ef vextir verða lækkaðir varanlega þá þarf að fjármagna kerfið með iðgjöldum til að öllum verði tryggður réttur til að lifa með mannlegri reisn sbr. 8. gr. stjórnarstrár stjórnlagaráðs.
Allir ættu að vita að lífeyrisloforðið verður stöðugt stærra eftir því sem OECD þjóðirnar eldast. Ef við ætlum að halda fast í 67 ára lífeyrisaldur, teljum að 155.000 kr. á mánuði sé mannleg reisn og viljum svo fjármagna það með skuldabréfum á lágum vöxtum þurfum við mögulega að hækka iðgjaldið.
Ef ekki tekst að semja um hækkað iðgjald á samkvæmt 39. gr laga um lífeyrissjóði að skerða lífeyrisréttindi til að viðhalda jafnvægi. Það ákvæði útilokar „ponzi“ svindlið hjá almennum lífeyrissjóðum, en kemur ekki í veg fyrir að á endanum þarf að fjármagna loforðið ef við viljum viðhalda mannlegri reisn.
Fjármagnsmarkaðir geta ekki gefið meira af sér en sem nemur hagvexti á sama tímabili. Það skiptir ekki máli hvort þar er miðað við lokað íslenskt hagkerfi eða OECD löndin í heild. Það hafa fjölmargir fræðimenn skrifað um þá staðreynd lærðar greinar og ég hef ekkert við það að athuga.
Landsframleiðsla hefur vaxið um 3,8% af jafnaði frá 1944 eða frá þeim tíma sem stjórnarskráin var lögfest. Leitnin er til lækkunar og þá sérstaklega ef horft er 10 ár aftur. Við getum varið mörgum vikum í að rökræða hvernig þróunin verður næstu 65 árin og ég efast um að það skili okkur miklu.
Eftir stendur að ef 3,5% er of hátt viðmið, þarf að lækka réttindi og eða hækka iðgjaldið. Það er hægt að svara spurningum með spurningum. Ef 3,5% er of hátt viðmið væri fróðlegt að vita hvort hann vill frekar, lækka lífeyrir niður fyrir mannlega reisn, eða taka að sér að semja við atvinnurekendur og ríkið um hærra iðgjald.
fimmtudagur, 8. desember 2011
Alþingi vill eignaupptöku á sparifé launamanna
Stjórnmálamenn hafa ítrekað með inngripi sínu í lífeyriskerfið rofið stjórnarskrárvarða jafnræðisreglu og eru þessa dagana auk þess að skipuleggja eignaupptöku í sparifé launamanna á almennum vinnumarkaði og rjúfa þar stjórnarskrárvarinn eignarétt.
Nú vill Alþingi íslendinga setja skatt á hreina eign lífeyrissjóða til samtryggingar, eins og það er orðað á Alþingi. Hér er farin leið sem margir hafa óttast alllengi, stjórnmálamenn telji sig geta höndlað með það sparifé sem er í lífeyrissjóðunum. Hrein eign lífeyrissjóðs er það húsnæði sem hann er í og nokkrar tölvur og símar, annað á hann ekki.
Allmargir sjóðsfélagar krefjast þess að ef stjórnmálamenn ætli sér að virða að vettugi stjórnarskrárvarinn eignarrétt í sparifé launamanna og jafnræðisregluna, verði látið á það reyna fyrir dómstólum. Þetta mun einungis bitna á þeim launamönnum sem eiga sparifé sitt í almennum lífeyrissjóðunum. Þingmenn, ráðherrar og nokkrir útvaldir starfsmenn hins opinbera þurfa ekki að óttast þetta, því það er greitt úr ríkissjóð. Þannig að þetta bitnar tvöfalt á launamönnum á almennum markaði.
Hallinn á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna vex á meðan almennu lífeyrissjóðunum er gert að skerða réttindi, samkvæmt 39. gr. laga um lífeyrissjóði. Í sömu lögum eru sett skilyrði um tryggingarlega úttekt þar sem kveðið er á um ávöxtunarviðmið til þess að tryggja að einn hópur sé ekki að fá inneignir annars hóps.
Í stjórnarskrám þróaðra ríkja er talið eðlilegt að séu ákvæði um lágmarkstryggingu borgaranna. Samkvæmt 76. gr. í núverandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir að „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika“.
Stjórnlagaráð viðheldur þessu ákvæði í tillögum að nýrri Stjórnarskrá: 22. gr. „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna.“
Litið hefur verið til íslenska lífeyrissjóðakerfisins sem fyrirmynd við uppbyggingu samskonar kerfa í öðrum löndum. Það varð bjarghringur íslensks samfélags við Hrunið og stendur enn þrátt fyrir áföll. Allt annað í íslensku fjármálalerfi hrundi til grunna. Þ.á.m. Seðlabankinn, bankar og sparisjóðir og Íbúðarlánasjóður.
Margir hafa spurt hvers vegna álitsgjafar og spjallþáttastjórnendur hafi ekki beint sjónum sínum sínum að þessari staðreynd og spyrji : Hvernig stendur á því að allt sem stjórnmálamenn komu að ásamt sérfræðingum bankanna hrundi til grunna, á meðan lífeyrissjóðirnir standa einir uppi. Af hverju er efnahagstjórn ekki tekinn úr höndum stjórnmálamanna sem sífellt eru að spila allt í þrot og gengisfellingar?
Í stað þess er öllum brögðum beitt til þess að gera lífeyrissjóðina tortryggilega, svo langt er gengið að halda því blákalt fram að starfsmenn stéttarfélaganna hafi nýtt eignir þeirra til þess keyra hér allt í þrot. Ríkissjóður hefur þurft að setja þúsundir milljarða til þess bjarga bönkum og sparisjóðum, auk þess að erlendir bankar og fjárfestar töpuðu hér á landi margföldum heildareignum lífeyrissjóðanna og líklega um 75 fallt það tap sem varð í lífeyriskerfinu. Það er ekki heil brú í svona málflutningi. Auk þess blasir við sú staðreynd að stjórnmálamenn hamast þessa dagana við að setja allskonar lög um að gera sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum upptækt.
Erinda hverra er verið að ganga?
Hér er vísvitandi verið að gera tilraun til þess að beina sjónum frá þeim sem keyrðu hér allt í kaf og stóðu að mestu eignaupptöku sem gerð hefur verið hér á landi. Dregnar eru upp myndir þar sem starfsmenn stéttarfélaganna og lífeyrissjóðanna reka glæpastarfsemi. Þar fari handrukkarar með logsuðutæki og gangi í skrokk á saklausi fólki.
Álitsgjafar hika ekki við að lýsa ofangreindum stjórnarskrárgreinum og skuldbindingum í lögum um starfsemi lífeyrisjóðanna, sem „Ponzi“ svindli!!?? Skautað er framhjá að Íslensk þjóð hefur sett stjórnarskrárvarinn grunnmannréttindi um að verja mannlega reisn.
Ef lækka á ávöxtunarviðmiðið, eru tveir valkostir: að lækka lágmarkslífeyri eða hækka iðgjöld. Þetta er ákaflega einföld stærðfræði. Nokkrir af helstu álitsgjöfum sem hafa sig hvað mest í fram og er ákaft hampað af spjallþáttastjórnendum gefa sig út fyrir að vera góðir í stærðfræði og að búa til Excel skjöl.
En það blasir við öllum sem kunna margföldunartöfluna að annaðhvort eru þeir arfaslakir í stærðfræði og einstaklega illa að sér um lög og stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga, eða verið er að ganga erinda einhverra.
Ég er einn fjölmargra sem efast ekki eitt augnablik um að hið síðara á hér frekar við.
Nú vill Alþingi íslendinga setja skatt á hreina eign lífeyrissjóða til samtryggingar, eins og það er orðað á Alþingi. Hér er farin leið sem margir hafa óttast alllengi, stjórnmálamenn telji sig geta höndlað með það sparifé sem er í lífeyrissjóðunum. Hrein eign lífeyrissjóðs er það húsnæði sem hann er í og nokkrar tölvur og símar, annað á hann ekki.
Allmargir sjóðsfélagar krefjast þess að ef stjórnmálamenn ætli sér að virða að vettugi stjórnarskrárvarinn eignarrétt í sparifé launamanna og jafnræðisregluna, verði látið á það reyna fyrir dómstólum. Þetta mun einungis bitna á þeim launamönnum sem eiga sparifé sitt í almennum lífeyrissjóðunum. Þingmenn, ráðherrar og nokkrir útvaldir starfsmenn hins opinbera þurfa ekki að óttast þetta, því það er greitt úr ríkissjóð. Þannig að þetta bitnar tvöfalt á launamönnum á almennum markaði.
Hallinn á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna vex á meðan almennu lífeyrissjóðunum er gert að skerða réttindi, samkvæmt 39. gr. laga um lífeyrissjóði. Í sömu lögum eru sett skilyrði um tryggingarlega úttekt þar sem kveðið er á um ávöxtunarviðmið til þess að tryggja að einn hópur sé ekki að fá inneignir annars hóps.
Í stjórnarskrám þróaðra ríkja er talið eðlilegt að séu ákvæði um lágmarkstryggingu borgaranna. Samkvæmt 76. gr. í núverandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir að „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika“.
Stjórnlagaráð viðheldur þessu ákvæði í tillögum að nýrri Stjórnarskrá: 22. gr. „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna.“
Litið hefur verið til íslenska lífeyrissjóðakerfisins sem fyrirmynd við uppbyggingu samskonar kerfa í öðrum löndum. Það varð bjarghringur íslensks samfélags við Hrunið og stendur enn þrátt fyrir áföll. Allt annað í íslensku fjármálalerfi hrundi til grunna. Þ.á.m. Seðlabankinn, bankar og sparisjóðir og Íbúðarlánasjóður.
Margir hafa spurt hvers vegna álitsgjafar og spjallþáttastjórnendur hafi ekki beint sjónum sínum sínum að þessari staðreynd og spyrji : Hvernig stendur á því að allt sem stjórnmálamenn komu að ásamt sérfræðingum bankanna hrundi til grunna, á meðan lífeyrissjóðirnir standa einir uppi. Af hverju er efnahagstjórn ekki tekinn úr höndum stjórnmálamanna sem sífellt eru að spila allt í þrot og gengisfellingar?
Í stað þess er öllum brögðum beitt til þess að gera lífeyrissjóðina tortryggilega, svo langt er gengið að halda því blákalt fram að starfsmenn stéttarfélaganna hafi nýtt eignir þeirra til þess keyra hér allt í þrot. Ríkissjóður hefur þurft að setja þúsundir milljarða til þess bjarga bönkum og sparisjóðum, auk þess að erlendir bankar og fjárfestar töpuðu hér á landi margföldum heildareignum lífeyrissjóðanna og líklega um 75 fallt það tap sem varð í lífeyriskerfinu. Það er ekki heil brú í svona málflutningi. Auk þess blasir við sú staðreynd að stjórnmálamenn hamast þessa dagana við að setja allskonar lög um að gera sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum upptækt.
Erinda hverra er verið að ganga?
Hér er vísvitandi verið að gera tilraun til þess að beina sjónum frá þeim sem keyrðu hér allt í kaf og stóðu að mestu eignaupptöku sem gerð hefur verið hér á landi. Dregnar eru upp myndir þar sem starfsmenn stéttarfélaganna og lífeyrissjóðanna reka glæpastarfsemi. Þar fari handrukkarar með logsuðutæki og gangi í skrokk á saklausi fólki.
Álitsgjafar hika ekki við að lýsa ofangreindum stjórnarskrárgreinum og skuldbindingum í lögum um starfsemi lífeyrisjóðanna, sem „Ponzi“ svindli!!?? Skautað er framhjá að Íslensk þjóð hefur sett stjórnarskrárvarinn grunnmannréttindi um að verja mannlega reisn.
Ef lækka á ávöxtunarviðmiðið, eru tveir valkostir: að lækka lágmarkslífeyri eða hækka iðgjöld. Þetta er ákaflega einföld stærðfræði. Nokkrir af helstu álitsgjöfum sem hafa sig hvað mest í fram og er ákaft hampað af spjallþáttastjórnendum gefa sig út fyrir að vera góðir í stærðfræði og að búa til Excel skjöl.
En það blasir við öllum sem kunna margföldunartöfluna að annaðhvort eru þeir arfaslakir í stærðfræði og einstaklega illa að sér um lög og stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga, eða verið er að ganga erinda einhverra.
Ég er einn fjölmargra sem efast ekki eitt augnablik um að hið síðara á hér frekar við.
þriðjudagur, 6. desember 2011
Ráðist á þá sem minnst mega sín
Hún er æði oft einkennileg umræðan um lífeyrisréttindi og lífeyrissjóðina. Það virðist vera algengt meðal margra stjórnmálamanna og álitsgjafa að tala um þetta eins og tvo aðskilda hluti. Talað er um lífeyrissjóðina eins og einhvern sjóð sem stjórnmálamenn geti ráðstafað, án þess að það hafi nein áhrif, algengt viðkvæði er að það séu svo miklir fjármunir í lífeyrissjóðunum.
Þeir séu að græða svo mikið, þar er oftast ruglað saman uppsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi. Rætt er um miklar eignir lífeyrissjóðanna, þeir eiga í raun ekkert, en þar er sparifé sjóðsfélaga viðkomandi sjóðs. Þegar rætt er um að ráðstafa fjármagni úr lífeyrissjóðum, þá er allt eins hægt að tala um að ráðstafa fjármagni af inneignarreikningum í bönkunum.
Þeir fjármunir sem eru í lífeyrissjóðum er sparifé þeirra sem hafa valið að spara og varðveita sitt fé. Nokkrir að hafa ekki gert það, og fjölmargir greiða einungis hluta af launum sínum. Tillögur stjórnmálamanna og nokkurra álitsgjafa, ganga út á þeir sleppi sem hafa ekki tekið þátt í samtryggingakerfinu, heldur safnað fé sínu á einkareikninga, undir koddann, í fasteignir og vilja fá að fljóta frítt með. Hér er lagt upp með athafnir sem brjóta jafnræði og ef af verður kallar á dómsmál.
Tillögur stjórnmálamanna um að skattleggja sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum mun koma mjög misjafnlega niður á fólki. Þetta er skattur sem mun leggjast þyngst á láglaunafólk á almennum vinnumarkaði, núverandi örorkubótaþega og lífeyrisþegar sem koma úr þessum hópi. Á meðan margir aðrir þar á meðal hálaunahópar eins og ráðherrar og stjórnmálamenn sleppa alfarið við þennan skatt.
Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru mun ríkulegri en á almenna vinnumarkaðinum og algerlega varin fyrir sveiflum á bæði fjármálamarkaði og tryggingafræðilegri samsetningu á meðan almennu lífeyrissjóðirnir verða að mæta þessum sveiflum með breytingum á réttindum eða hækkun á iðgjöldum.
Í kjarasamningunum frá því í maí var jöfnun lífeyrisréttinda eitt af meginviðfangsefnum. Í samningunum náðist samkomulag um markviss skref í því að jafna lífeyrisréttindi landsmanna.
Í fjárlagafrumvarpinu og tengdum bandormi vegna tekjuhliðar fjárlaga hefur ríkisstjórnin lagt það til að lagðar verði beinar álögur á lífeyrissjóðina. Þessar álögur munu skerða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði og auka kostnað ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna ábyrgðar þeirra á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna sem skattgreiðendur verða síðan að standa skil á. Það er að sumir verða að búa við skert réttindi, auk þess að vera sendur hærri skattareikningur.
Ríkisstjórnin ætlar setja sérstakan 10,5% launaskatt á fjármálafyrirtæki einnig ná til lífeyrissjóðanna, auk þess að láta lífeyrissjóðina greiða skatt til umboðsmanns skuldara um 75 millj.kr. álögur á ári. Þó þetta sé nauðsynlegt er vandséð að leita á náðir þeirra sem eru með lökustu lífeyrisréttindin en veita ríkisábyrgð gagnvart þeim sem búa við ríkustu réttindin.
Auk þessa á að leggja á lífeyrissjóðina sérstakan eignarskattur upp á 2,8 miljarða króna næstu tvö árin til að fjármagna sérstakar vaxtabætur vegna fjármálahrunsins.
Allar þessar aðgerðir, þ.e. skerðing á hækkun almannatrygginga og sérstakar álögur á lífeyrissjóðanna, munu leiða til þess að lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði skerðast verulega á næstu misserum. Á sama tíma munu lífeyrisréttindi þeirra opinberu starfsmanna, sem aðild eiga að LSR eða lífeyrissjóðum sveitarfélaganna, standa óbreytt og aukast í samræmi við umsamdar launahækkanir.
Hér eru stjórnmálamenn að koma í veg fyrir að eitt af höfuðmarkmiðum síðustu kjarasamninga um að jafna lífeyrisréttindi á vinnumarkaði náist ekki. Bilið milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins mun aukast verulega.
Við erum öll sammála um að taka á skuldavanda heimilanna, en að láta örorku- og lífeyrisþega á almennum vinnumarkaði vera eina um að borga þennan kostnað er óásættanlegt.
Viðbót vegna innsendra aths. og pósta :
Það tala margir um að íslensk umræða nærist einvörðungu á innistæðulausum klisjum og fullyrðingum. Það sé vísvitandi gert af þeim sem vilja viðhalda núverandi kerfi óbreyttu til að tryggja sína sérhagsmuni og óbreyttan gjaldmiðil svo hagt sé að halda í gengisfellingar, háa vexti og verðtryggingu.
Það virðist vera nákvæmlega sama hversu oft þessar klisjur eru leiðréttar, sömu menn halda áfram að tönglast á þeim og hamast við að birta þær eins víða og þeir geta. Annaðhvort eru þessir einstaklingar ákaflega illa að sér, eða þeir eru vísvitandi að ganga erinda þeirrar valdastéttar sem hér hefur verið við völd.
Í aths.kerfi þessarar síðu koma þessi sjónarmið oft glögglega fram. Ég er þeirrar skoðunar að menn séu yfirleitt ekki svona illa að sér og finnst líklegra að ástæðan sé að verið sé að ganga erinda þeirra sem hagnast á því að viðhalda þessu kerfi óbreyttu.
En svo viðhorfum og rökum sé haldið til staðar, þá bið ég menn um að renna í gegnum pistla á þessari síðu og bendi á sérstaklega þessa hér að neðan sem nýlega hafa verið birtir :
Hér um vaxtaviðmið er ekki ávöxtunarkrafa
og
Hér um uppbyggingu íslenska lífeyriskerfisins
og
Hér um verðtrygginguna
Þeir séu að græða svo mikið, þar er oftast ruglað saman uppsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi. Rætt er um miklar eignir lífeyrissjóðanna, þeir eiga í raun ekkert, en þar er sparifé sjóðsfélaga viðkomandi sjóðs. Þegar rætt er um að ráðstafa fjármagni úr lífeyrissjóðum, þá er allt eins hægt að tala um að ráðstafa fjármagni af inneignarreikningum í bönkunum.
Þeir fjármunir sem eru í lífeyrissjóðum er sparifé þeirra sem hafa valið að spara og varðveita sitt fé. Nokkrir að hafa ekki gert það, og fjölmargir greiða einungis hluta af launum sínum. Tillögur stjórnmálamanna og nokkurra álitsgjafa, ganga út á þeir sleppi sem hafa ekki tekið þátt í samtryggingakerfinu, heldur safnað fé sínu á einkareikninga, undir koddann, í fasteignir og vilja fá að fljóta frítt með. Hér er lagt upp með athafnir sem brjóta jafnræði og ef af verður kallar á dómsmál.
Tillögur stjórnmálamanna um að skattleggja sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum mun koma mjög misjafnlega niður á fólki. Þetta er skattur sem mun leggjast þyngst á láglaunafólk á almennum vinnumarkaði, núverandi örorkubótaþega og lífeyrisþegar sem koma úr þessum hópi. Á meðan margir aðrir þar á meðal hálaunahópar eins og ráðherrar og stjórnmálamenn sleppa alfarið við þennan skatt.
Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru mun ríkulegri en á almenna vinnumarkaðinum og algerlega varin fyrir sveiflum á bæði fjármálamarkaði og tryggingafræðilegri samsetningu á meðan almennu lífeyrissjóðirnir verða að mæta þessum sveiflum með breytingum á réttindum eða hækkun á iðgjöldum.
Í kjarasamningunum frá því í maí var jöfnun lífeyrisréttinda eitt af meginviðfangsefnum. Í samningunum náðist samkomulag um markviss skref í því að jafna lífeyrisréttindi landsmanna.
Í fjárlagafrumvarpinu og tengdum bandormi vegna tekjuhliðar fjárlaga hefur ríkisstjórnin lagt það til að lagðar verði beinar álögur á lífeyrissjóðina. Þessar álögur munu skerða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði og auka kostnað ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna ábyrgðar þeirra á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna sem skattgreiðendur verða síðan að standa skil á. Það er að sumir verða að búa við skert réttindi, auk þess að vera sendur hærri skattareikningur.
Ríkisstjórnin ætlar setja sérstakan 10,5% launaskatt á fjármálafyrirtæki einnig ná til lífeyrissjóðanna, auk þess að láta lífeyrissjóðina greiða skatt til umboðsmanns skuldara um 75 millj.kr. álögur á ári. Þó þetta sé nauðsynlegt er vandséð að leita á náðir þeirra sem eru með lökustu lífeyrisréttindin en veita ríkisábyrgð gagnvart þeim sem búa við ríkustu réttindin.
Auk þessa á að leggja á lífeyrissjóðina sérstakan eignarskattur upp á 2,8 miljarða króna næstu tvö árin til að fjármagna sérstakar vaxtabætur vegna fjármálahrunsins.
Allar þessar aðgerðir, þ.e. skerðing á hækkun almannatrygginga og sérstakar álögur á lífeyrissjóðanna, munu leiða til þess að lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði skerðast verulega á næstu misserum. Á sama tíma munu lífeyrisréttindi þeirra opinberu starfsmanna, sem aðild eiga að LSR eða lífeyrissjóðum sveitarfélaganna, standa óbreytt og aukast í samræmi við umsamdar launahækkanir.
Hér eru stjórnmálamenn að koma í veg fyrir að eitt af höfuðmarkmiðum síðustu kjarasamninga um að jafna lífeyrisréttindi á vinnumarkaði náist ekki. Bilið milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins mun aukast verulega.
Við erum öll sammála um að taka á skuldavanda heimilanna, en að láta örorku- og lífeyrisþega á almennum vinnumarkaði vera eina um að borga þennan kostnað er óásættanlegt.
Viðbót vegna innsendra aths. og pósta :
Það tala margir um að íslensk umræða nærist einvörðungu á innistæðulausum klisjum og fullyrðingum. Það sé vísvitandi gert af þeim sem vilja viðhalda núverandi kerfi óbreyttu til að tryggja sína sérhagsmuni og óbreyttan gjaldmiðil svo hagt sé að halda í gengisfellingar, háa vexti og verðtryggingu.
Það virðist vera nákvæmlega sama hversu oft þessar klisjur eru leiðréttar, sömu menn halda áfram að tönglast á þeim og hamast við að birta þær eins víða og þeir geta. Annaðhvort eru þessir einstaklingar ákaflega illa að sér, eða þeir eru vísvitandi að ganga erinda þeirrar valdastéttar sem hér hefur verið við völd.
Í aths.kerfi þessarar síðu koma þessi sjónarmið oft glögglega fram. Ég er þeirrar skoðunar að menn séu yfirleitt ekki svona illa að sér og finnst líklegra að ástæðan sé að verið sé að ganga erinda þeirra sem hagnast á því að viðhalda þessu kerfi óbreyttu.
En svo viðhorfum og rökum sé haldið til staðar, þá bið ég menn um að renna í gegnum pistla á þessari síðu og bendi á sérstaklega þessa hér að neðan sem nýlega hafa verið birtir :
Hér um vaxtaviðmið er ekki ávöxtunarkrafa
og
Hér um uppbyggingu íslenska lífeyriskerfisins
og
Hér um verðtrygginguna
mánudagur, 5. desember 2011
Sikiley
Hef verið að þvælast um Sikiley, Palermo og umhverfi undanfarna daga. Hér stendur yfir þing Evrópskra byggingarsambandsins, 2,5 millj. félagsmenn og ég hef verið stjórnarmaður þar fyrir hönd Íslands. Veðrið hér samsvarar ágætis sumarveðri heima, 10 – 15°hiti logn og sól. Við göngum hér um á stutterma bol á meðan heimamenn eru í vatteruðum vetrarjökkum og í þykkum ullarpeysum.
Það búa 1 milljón manna í Palermo og um 5 millj. á eyjunni. Umferðin hér er gríðarleg, fullkomið öngþveiti. Göturnar þröngar og gangstéttir mjóar. Allir troða sér áfram og beita öllum brögðum til þess að komast fram úr næsta bíl. Flauturnar óspart notaðar. Flestir bílarnir bera þess einhver merki að hafa rekist utan í aðra bíla. Áberandi er hversu margir lögreglumenn eru á ferðinni og eins eru hermenn víða, sérstaklega á torgum.
"Þarna búa aðalmennirnir í Mafíunni" sagði bílstjórinn við okkur á leið frá flugvellinum að hótelinu og benti á klettahöfða. Rammgert hlið var við veginn upp í höfðann. Vegir sprengdir í hlíðarnar og þar voru hús næstum því eins stór og glæsileg að sumarbústaðir útrásarvíkinga hins íslenska efnahagsundurs upp í Borgarfirði og í Fljótshlíðinni.
Það er skemmtilegt að setjast niður í einu af hinum fjölmörgum kaffihúsum og horfa á samskiptatækni Ítala. Mikið talað með allskonar handatilbrigðum til þess að leggja áherslu á mál sitt. Þeir segja svo mikið og margt að maður hefur á tilfinningunni að þeir ryðji út úr sér efni sem samsvarar einum bókakafla á mínútu.
Í umferðaröngþveitinu eru menn að rekast á, og þá er stokkið út úr bílunum og upphefst gríðarleg málstefna, sem endar með því að á svæðið mæta minnst 2 lögreglumenn og ganga á milli manna.
Við urðum vitni að því að maður fékk aðsvif og sveigði bíl sínum inn á eitt af torgum borgarinnar. Á svipstundu voru komnir að nokkrir karlmenn og mér virtist hefjast ofsafengið rifrildi. Þar fór fremstur fullorðinn maður. Hann fór nánast hamförum, það var eins og hann væri að reyna að sanna að þetta væri ekki honum að kenna.
Þetta varð eins og Alþingi Íslendinga í beinni á RÚV, með Vigdísi Hauks í ræðustól og þingheimur hrópandi frammíköll og með allskonar aulabrandara.
Brátt bar að lögreglumenn og eftir skamman tíma voru komnir 6 lögreglumenn. Aumingjans maðurinn sat hreyfingarlaus náfölur í bíl sínum og á svip hans mátt helst merkja að honum fyndist þetta óskaplega leiðinlegt að vera með svona vesen á almannafæri.
Og svo kom sjúkrabíll og lögreglan varð að ryðja mannskapnum í burtu svo hjúkrunarmennirnir kæmust að hinum veika.
Á þinginu tala menn mikið um efnahagsstöðuna og taka ákaflega nærri sér aðför að lífeyrisréttindakerfinu og rætt er um ósanngjarna umfjöllum sem Ítalir fái í fjölmiðlum.
Af fréttum að heiman að dæma virðist svo sem vera hið sama upp á teningunum. Stjórn stærsta stjórnmálaflokks Íslands er með tæplega 200 millj. kr. rekstrarhalla þrátt fyrir að fá tæpan hálfan milljarð kr. í styrki og í hittifyrra samþykktu stjórnmálamenn að flokkarnir mætti setja alla helstu kosningasmalana á launaskrá Alþingis, svo rétta mætti af rekstur stjórnmálaflokkanna. En það dugar ekki.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að íslenskir stjórnmálamenn geti rekið ríkið ef þeir geta ekki einu sinni rekið skammlaust stjórnmálaflokk. Þessir menn myndu ekki einu sinni draga inn í skemmtinefnd í stéttarfélagi. Enn einu sinni ætla íslenskir stjórnmálamenn að gera upptækt sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum til þess að rétta af afglöp sín í ríkisrekstrinum, það dugaði þeim ekki að fella krónuna og um leið launin um 50%.
Heyri að stjórnvöld ætli sér einu sinni enn að skatta inneignir í lífeyrissjóðum, leggjast á okkur sem höfum valið að spara og varðveita okkar fé. Í þessari umferð er sem fyrr gerð tillaga um að þeir sleppi sem hafa ekki tekið þátt í samtryggingakerfinu, heldur safnað fé sínu á einkareikninga, undir koddann, í fasteignir, eða yfirleitt ætlað sér að fljóta frítt með. Hér er lagt upp með athafnir sem brjóta jafnræði og ef af verður kallar á dómsmál.
Slök efnahagsstjórn hefur endurtekið verið leiðrétt með reglubundnum gengisfellingum og gera upptækt sparifé lífeyrisþega á almennum markaði. Þingmenn og ráðherrar þurfa ekki að óttast um sinn lífeyri, þeir hafa sett lög um að hann sé baktryggður í ríkissjóð.
Í síðustu kjarasamningum voru ákvæði um að þessi mismunur yrði leiðréttur upp á við þannig að skerðingar í almennum sjóðunum yrðu leiðréttar til samræmis við þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið í opinberu sjóðunum. Stjórnmálamennirnir eru að mana launamenn á almennum vinnumarkaði til þess að segja upp kjarasamningum í febrúar. Endurtekin viðtekin vinnubrögð slakra og óheiðarlegra íslenskra stjórnmálamanna.
Það búa 1 milljón manna í Palermo og um 5 millj. á eyjunni. Umferðin hér er gríðarleg, fullkomið öngþveiti. Göturnar þröngar og gangstéttir mjóar. Allir troða sér áfram og beita öllum brögðum til þess að komast fram úr næsta bíl. Flauturnar óspart notaðar. Flestir bílarnir bera þess einhver merki að hafa rekist utan í aðra bíla. Áberandi er hversu margir lögreglumenn eru á ferðinni og eins eru hermenn víða, sérstaklega á torgum.
"Þarna búa aðalmennirnir í Mafíunni" sagði bílstjórinn við okkur á leið frá flugvellinum að hótelinu og benti á klettahöfða. Rammgert hlið var við veginn upp í höfðann. Vegir sprengdir í hlíðarnar og þar voru hús næstum því eins stór og glæsileg að sumarbústaðir útrásarvíkinga hins íslenska efnahagsundurs upp í Borgarfirði og í Fljótshlíðinni.
Það er skemmtilegt að setjast niður í einu af hinum fjölmörgum kaffihúsum og horfa á samskiptatækni Ítala. Mikið talað með allskonar handatilbrigðum til þess að leggja áherslu á mál sitt. Þeir segja svo mikið og margt að maður hefur á tilfinningunni að þeir ryðji út úr sér efni sem samsvarar einum bókakafla á mínútu.
Í umferðaröngþveitinu eru menn að rekast á, og þá er stokkið út úr bílunum og upphefst gríðarleg málstefna, sem endar með því að á svæðið mæta minnst 2 lögreglumenn og ganga á milli manna.
Við urðum vitni að því að maður fékk aðsvif og sveigði bíl sínum inn á eitt af torgum borgarinnar. Á svipstundu voru komnir að nokkrir karlmenn og mér virtist hefjast ofsafengið rifrildi. Þar fór fremstur fullorðinn maður. Hann fór nánast hamförum, það var eins og hann væri að reyna að sanna að þetta væri ekki honum að kenna.
Þetta varð eins og Alþingi Íslendinga í beinni á RÚV, með Vigdísi Hauks í ræðustól og þingheimur hrópandi frammíköll og með allskonar aulabrandara.
Brátt bar að lögreglumenn og eftir skamman tíma voru komnir 6 lögreglumenn. Aumingjans maðurinn sat hreyfingarlaus náfölur í bíl sínum og á svip hans mátt helst merkja að honum fyndist þetta óskaplega leiðinlegt að vera með svona vesen á almannafæri.
Og svo kom sjúkrabíll og lögreglan varð að ryðja mannskapnum í burtu svo hjúkrunarmennirnir kæmust að hinum veika.
Á þinginu tala menn mikið um efnahagsstöðuna og taka ákaflega nærri sér aðför að lífeyrisréttindakerfinu og rætt er um ósanngjarna umfjöllum sem Ítalir fái í fjölmiðlum.
Af fréttum að heiman að dæma virðist svo sem vera hið sama upp á teningunum. Stjórn stærsta stjórnmálaflokks Íslands er með tæplega 200 millj. kr. rekstrarhalla þrátt fyrir að fá tæpan hálfan milljarð kr. í styrki og í hittifyrra samþykktu stjórnmálamenn að flokkarnir mætti setja alla helstu kosningasmalana á launaskrá Alþingis, svo rétta mætti af rekstur stjórnmálaflokkanna. En það dugar ekki.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að íslenskir stjórnmálamenn geti rekið ríkið ef þeir geta ekki einu sinni rekið skammlaust stjórnmálaflokk. Þessir menn myndu ekki einu sinni draga inn í skemmtinefnd í stéttarfélagi. Enn einu sinni ætla íslenskir stjórnmálamenn að gera upptækt sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum til þess að rétta af afglöp sín í ríkisrekstrinum, það dugaði þeim ekki að fella krónuna og um leið launin um 50%.
Heyri að stjórnvöld ætli sér einu sinni enn að skatta inneignir í lífeyrissjóðum, leggjast á okkur sem höfum valið að spara og varðveita okkar fé. Í þessari umferð er sem fyrr gerð tillaga um að þeir sleppi sem hafa ekki tekið þátt í samtryggingakerfinu, heldur safnað fé sínu á einkareikninga, undir koddann, í fasteignir, eða yfirleitt ætlað sér að fljóta frítt með. Hér er lagt upp með athafnir sem brjóta jafnræði og ef af verður kallar á dómsmál.
Slök efnahagsstjórn hefur endurtekið verið leiðrétt með reglubundnum gengisfellingum og gera upptækt sparifé lífeyrisþega á almennum markaði. Þingmenn og ráðherrar þurfa ekki að óttast um sinn lífeyri, þeir hafa sett lög um að hann sé baktryggður í ríkissjóð.
Í síðustu kjarasamningum voru ákvæði um að þessi mismunur yrði leiðréttur upp á við þannig að skerðingar í almennum sjóðunum yrðu leiðréttar til samræmis við þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið í opinberu sjóðunum. Stjórnmálamennirnir eru að mana launamenn á almennum vinnumarkaði til þess að segja upp kjarasamningum í febrúar. Endurtekin viðtekin vinnubrögð slakra og óheiðarlegra íslenskra stjórnmálamanna.
föstudagur, 2. desember 2011
Jarðnæði - Oddný Eir Ævarsdótitr
Oddný lýsir í dagbókarformi samskiptum elskenda og tengir það saman við þann veruleika sem við höfum upplifað síðastliðið ár.
Einkaeign á risastóru landi virðist vera tímaskekkja. Það verður að hugsa upp á nýtt tengsl einkaeignar á landi og almannaeignar á auðlindum. Loksins er verið að viðurkenna að vatn er auðlind. En hvað með auðnina, fegurðina og andrýmið, andrúmsloftið?
Kaupsýslumenn heimsins eru sem athafnamenn eru hvergi heimilisfastir, bera hvergi ábyrgð á sínum heimahögum, þeir búa í skattaskjólum á skattfrjálsum skýjum. Svo rignir bara rusli og mengun yfir okkur hin.
Grey sveitarstjórnarliðarnir sem töldu sig vera að gera góðan samning þegar þeir seldu auðkýfingi aðgang að vatnsbólunum í hundrað ár, en svo sat hann bara í fangelsi vegna skattsvika og skjalafals. Hugsa sér ef börn okkar og barnabörn þurfa að kaupa sér vatn dýrum dómum af þeim sem hafa náð vatnsbólunum undir sig. Og hokra á hjáleigum erlendra stórkaupmanna.
Landið molnar undan okkur, við verðum að berjast núna svo framtíðaríbúar geti staðið föstum fótum á grund og borið höfuðið hátt.
Okkur er gefin sú skýring að Íslandsáhugi Kínverjans komi til vegna íslenskrar lopapeysa sem prjónuð var á hann fyrir þrjátíu árum. Hann vilji leggja fram gríðarlega jákvæða fjárfestingu sem laðaði aðra að. Kínverjinn væri ekki að hugsa um gróða, hann væri ljóðrænn hugsjónamaður og náttúruverndarsinni. Þeir kunna nú að kynna sig til sögunnar. Ég hef nú heyrt hann fyrri, gói minn.
Oddný er góður stílisti og sendir hér frá sér virkilega skemmtilega og vel skrifaða bók.
Einkaeign á risastóru landi virðist vera tímaskekkja. Það verður að hugsa upp á nýtt tengsl einkaeignar á landi og almannaeignar á auðlindum. Loksins er verið að viðurkenna að vatn er auðlind. En hvað með auðnina, fegurðina og andrýmið, andrúmsloftið?
Kaupsýslumenn heimsins eru sem athafnamenn eru hvergi heimilisfastir, bera hvergi ábyrgð á sínum heimahögum, þeir búa í skattaskjólum á skattfrjálsum skýjum. Svo rignir bara rusli og mengun yfir okkur hin.
Grey sveitarstjórnarliðarnir sem töldu sig vera að gera góðan samning þegar þeir seldu auðkýfingi aðgang að vatnsbólunum í hundrað ár, en svo sat hann bara í fangelsi vegna skattsvika og skjalafals. Hugsa sér ef börn okkar og barnabörn þurfa að kaupa sér vatn dýrum dómum af þeim sem hafa náð vatnsbólunum undir sig. Og hokra á hjáleigum erlendra stórkaupmanna.
Landið molnar undan okkur, við verðum að berjast núna svo framtíðaríbúar geti staðið föstum fótum á grund og borið höfuðið hátt.
Okkur er gefin sú skýring að Íslandsáhugi Kínverjans komi til vegna íslenskrar lopapeysa sem prjónuð var á hann fyrir þrjátíu árum. Hann vilji leggja fram gríðarlega jákvæða fjárfestingu sem laðaði aðra að. Kínverjinn væri ekki að hugsa um gróða, hann væri ljóðrænn hugsjónamaður og náttúruverndarsinni. Þeir kunna nú að kynna sig til sögunnar. Ég hef nú heyrt hann fyrri, gói minn.
Oddný er góður stílisti og sendir hér frá sér virkilega skemmtilega og vel skrifaða bók.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)