Viðbrögð fjármálaráðherra eru dæmigerð fyrir hinn íslenska stjórnmálamann. Reynt er að beina athygli fólks frá því sem til umræðu er. Þegar stjórnmálamenn fjalla um lífeyrissjóðirna virðist eins og þeir líti á þá sem sjálfseignarstofnun og hægt sé að semja um sjóðina í gegnum framkvæmdastjóra ASÍ og SA. Svo er ekki, þeir eru einungis að fara eftir landslögum og samþykktum ársfunda lífeyrissjóða og sjóðsfélagafundum.
Það hefur legið fyrir sjóðsfélagar munu draga stjórnir sjóðanna fyrir dómstóla, ef þær samþykkja að greiða út fjármuni úr lífeyrissjóðunum til einhvers annars en þess sem lög kveða á um. Svo einfalt er það.
Sjóðsfélagar eiga þennan rétt og hann er stjórnarskrárvarinn og hafa tilkynnt að þeir muni verja hann. Skoðun fjármmálaráðherra skiptir hér engu og það er ámælisvert hvernig hann reynir að stilla þessu upp. Lífeyrissjóðir séu einhver tilfinningarlaus hlutur sem sé á móti íslenskum heimilum, málið snýst ekki um það.
Lífeyrissjóðir er samtryggingarform, réttur myndast við meðal þeirra sem hafa greitt inn í viðkomandi sjóð. Lífeyrissjóðir eiga ekki neina fjármuni. Það eru sjóðsfélagar sem eiga þessa fjármuni og það hefur komið fram að þeir vilja gjarnan að tekið verði á þessum vanda, en þessi leið er einfaldlega ekki fær.
Það er þegar búið að skerða réttindi sjóðsfélaga í almennu sjóðunum, en það var ekki gert í opinberu sjóðunum. Harkaleg viðbrögð sjóðsfélaga almennu sjóðanna ættu því ekki að koma neinum á óvart, þegar ráðherra leggur til ennfrekari skerðinga sem einunigs munu bitna á sjóðsfélögum almennum sjóðanna.
T.d. væri einfalt að hækka virðisaukaskatt um brot úr prósenti þá myndu þeir sem hafa mest milli handanna og getu til þess að versla greiða stærstan hluta af þessu. Ekki bara nokkrir örorkubóta- og lífeyrisþegar á almennum markaði eins og tillögur ráðherra eru.
Og svo má benda á aðra leið sem sjóðsfélagar hafa bent á, það væri að lána ríkissjóð fyrir þessu á láni til margra ára.
Það hefur komið fram á öllum fundum sjóðsfélaga sem ég hef sótt og þeir er allmargir. Það liggja fyrir margfaldar samþykktir um að það verði að koma í veg fyrir að óábyrgir stjórnmálamenn geti farið að ráðskast með sparifé launamanna. Ef þessi 0.08% skattur kemst í gegn, vitum við öll að það þýðir að hinn óábyrgi stjórnmálamaður verður kominn með fordæmi sem hann mun nýta sér til þess hækka skattinn eftir stuttan tíma, bara um eitthvað lítilræði svona upp í 1% og svo pínulítið meira nokkrum árum seinna.
6 ummæli:
Ég er sammála því prinsippi að ekki sé skynsamlegt að skattleggja lífeyrissjóði til að leysa halla ríkissjóðs. Hin fyrirhugaða aukaskattlagning á lífeyrissjóðina er hins vegar í framhaldi af og í tengslum við tímabundnar aðgerðir til að greiða sérstakar vaxtabætur. Lífeyrissjóðirnir sem lánveitendur geta ekki verið stikkfrí þegar að þessu kemur, fremur en aðrar lánastofnanir. Alls er áætlað að þeirra hlutur verði 1,4 milljarðar af rúmlega 6. Því er ég ósammála þessum málflutningi þínum, Guðmundur.
Mér finnst þú reyndar hafa farið offari að þessu sinni og reynt að smyrja allskyns annarleg áform á ráðherrann og aðra stjórnmálamenn. Það er þér ólíkt og ekki sérlega málefnalegt.
Ég er nú einunigs að endurspegla það sem fram fer á fundum sem ég hef setið um þessi mál undanfarið.
Nú græddu lífeyrissjóðirnir einhverja milljarða á aflandskrónuviðskiptum við Seðlabankann. Var það bara til að gera lífeyrissjóðunum kleift að standa í skilum? Eru þeir svona illa á sig komnir eftir óstjórn síðustu ára að þeir þurftu þennan aflandskrónustyrk? Ef ekki, hvers vegna geta þeir þá ekki greitt hluta braskágóðans til ríkisins?
Þetta er nú einkennileg uppstilling Lúðvik. Það var Seðlabankinn ásamt stjórnvöldum sem ákaft sóttu eftir þessum viðskiptum og leystu þar með töluverðan vanda sem þau voru í.
Stærsta vandamál lífeyrissjóðanna í dag er að fá ekki að fjárfesta meira erlendis og dreifa áhættunni.
Það er búið að skerða í almennu lífeyrissjóðunum og þessi aðgerð mun leiða til þess að það þurfi að skerða enn meir og því hafa sjóðsfélagar hafnað.
Það vissu stjórnvöld í fyrra og þetta þarf ekki að koma þeim áóvart núna..
Þetti er ekki einhver ákvörðun sem einhver einn eða tveir taka, þetta var og er ákvörðun sjóðsfélaga. þess fólks sm eá þessa fjármuni.
Guðmundur, ertu að ræða útboðsleiðina með aflandskrónur sem farin var í vor? Síðan fengu lífeyrissjóðirnir til sin hluta af aflandskrónuhagnaði Magma þegar keyptur var hlutur í HS Orku. Máttu segja hver ávinningur lífeyrissjóðanna var af þessum viðskiptum?
Það er útilokað að alhæfa um lífeyrissjóðina eins og þú gerir. T.d. get ég fullvissað þig um að það er ekki óstjórn í þeim lífeyrissjóðum sem ég þekki til í. Þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að standa í skilum. Vandamál lífeyrissjóðana undanfarið er að þeir geta ekki fjárfest og dreift áhættu með eðlilegum hætti, peningarnir safnast upp á bankareikningum.
Að öðru leiti vísa ég í það sem stendur í pistlunum.
Stutta útgáfan af innihaldinu er :
Ríkisstjórnin ætlar að skattleggja sparifé í lífeyrissjóðunum. Það hefur þau áhrif örorkubætur og lífeyrisbætur lækka í almennu sjóðunum.
Áhrif þessarar ákvörðunar er sú að ríkisstjórnin er að setja sérstakan skatt á örorku- og lífeyrisgreiðslur þeirra sem fá þessar greiðslur frá almennu lífeyrissjóðunum ekki opinberu sjóðunum, en vill klæða það í einhvern búning.
Sjóðsfélögum ofbýður þessi fyrirætlun og mótmæla henni með þeim rökum sem komið hafa fram. Það er búið í tvígang að skerða réttindi í þessum sjóðum, en á sama tíma voru réttindi ekki skert í opinberu sjóðunum.
Skrifa ummæli