fimmtudagur, 11. september 2008

Óábyrgir lýðskrumarar

Hvernig á maður að taka svona útspili eins og hjá seðlabankastjóra og forsætisráðherra í dag?
Líklega þannig að hvetja félagsmenn okkar til þess að vera ekki að standa í því að sýna ábyrgð gagnvart stöðuleikanum og rekstrargrundvallarræflinum. Stjórnendur og hönnuðir íslenskrar efna- og peningastefnu hvetja launamenn að fara fram með kröfur um að 10% kaupmáttartap á síðustu mánuðum verði bætt í komandi kjarasamningum nú í næsta mánuði og eins við endurskoðun kjarasamninganna semm gerðir voru í febrúar síðastliðnum.

Reyndar er ekki hægt að skilja athafnir forsætisráðherra og eins höfund eftirlaunalaganna á Alþingi öðruvísi en svo að launamenn eigi að fara fram með kröfur um að mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð verði hækkað úr 12%, eins og það er hjá launamönnum, í 80% eins að það er hjá ráðherrum og æðstu embættismönnum.

Þessir menn standa gleiðbeittir í dag fyrir framan alþjóð og segja að allt sé í bullandi uppgangi og hagvöxtur hafi aukist um 4% sem er með því alhæsta sem þekkist.

Reyndar byggja þeir þetta byggt á útreikningum miðað við gengi krónunnar árið 2000, og taka ekki mið af því hversu mikið að gengið hefur fallið. Er ekki hægt að losna við svona óábyrga sprelligosa? Hugsið ykkur hvaða skaða þeir eru að valda með svona yfirlýsingum?

Ætlast þessir menn til þess að verkalýðsforystan að halda aftur af kröfum félagsmanna á meðan þeir ástunda svona lýðskrum?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að kalla Davíð og Geir sprelligosa verða að teljast gælur.

Báðir hafa þeir misbeitt valdi sínu til að klóra undir sig persónulega verðmætum sem nema tugum milljóna. Sennilega hundruðum.

Hvorugur veldur verkefni sínu þótt þeir belgi sig út og blási. Er ekki kominn tími til að kalla þessa bræður í spillingunni réttum nöfnum:

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/19632/

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Já "botninum er náð" sagði Geir Held ég geri ekki neitt fyrir nokkrum mánuðum. Og svo fellur gengið enn og vörur hækka um 30% í verslunum.
Geir ætti að skammast sín og hætta að bulla, slíta stjórninni og svo ætti að boða til kosninga.
Botninum er ekki náði í málflutningi Geirs, því miður. Ég kaus hann í formanninn og ég kaus Flokkinn í síðustu kosningum. Það verður endurskoðað. Maðurinn er óhæfur forsætisráðherra og er með óhæfa ráðherra með sér. Útaf með þetta lið!

Nafnlaus sagði...

Því miður er ekki hægt annað en að tala undir þetta amk að hluta.

Geir þarf sannarlega að fara að grípa upp um sig brækurnar. Ég er amk farinn að bresta þol.

Annað hvort er eitthver brilliant leikur á leiðinni eða það er eitthvað gríðarlega mikið að.

Því miður óttast ég hið síðara og að orð eins og lýðskrum gæti reynst vera hið rétta.

Það sakar þó ekki að vona.