Fyrsta spurningin um innanlandsflugið hlýtur að snúast um hvort við ætlum að flytja völlinn. Ekki ganga út frá því að það verði að flytja hann.
Borgaryfirvöld hafa um of langt skeið fengið að sauma að vellinum eins og það sé búið að ákveða að hann fari. Það hefði verið betra að taka þessa ákvarðanir fyrir nokkru og ekki vera að bakka fram og tilbaka með venjubundnum hringlandahætti stjórnmálamanna.
Getum við fært flugbrautir þannig til og lengt þær út í Skerjafjörð þannig að ásættanlegt verði?
Ef það gengur ekki, þá skulum við taka á dagskrá þá spurningu hversu langt við sættum okkur við að flugvöllurinn verði færður.
Í mínum huga er það Viðey, Geldingarnes eða Löngusker. Úr því Hólmsheiði virðist fá falleinkunn. Keflavík jafngildir niðurfellingu innanlandsflugs að mestu.
10 ummæli:
Er ekki skynsamlegra að miða við "ásættanlegan ferðatíma" t.d. í miðbæinn, Kringlu og Smáralind? Þá er Hólmsheiðin líka fínn kostur - og með hraðlest yrði Keflavík hugsanlega hagkvæmasti og öruggasti lendingarstaðurinn.
Og þá er það spurning, hvað kostar
hraðlest og hvað kostar flugvöllur?
Þetta er snúið mál, flugvallarmálið, enda hefur hvorki gengið né rekið í málinu í 10-15 ár þrátt fyrir stöðuga umræðu.
Hlutverk Reykjavíkurflugvallar er bæði að vera innanlandsflugvöllur, sjúkraflugvöllur en einnig varaflugvöllur fyrir millilandaflugið.
Hólmsheiðin er í 120 metra hæð á næsta hól við helsta vatnsból Reykvíkinga. Hún er því út úr myndinni. Ég er ekki flugmaður en eitthvað segir mér að Viðey og Geldinganes séu komin of nálægt Kjalarnesinu með sínum vindkviðum til að virka, en tek það aftur fram að ég er ekki flugmaður og veit það því ekki nákvæmlega.
Vandamálið við Löngusker er fyrst og fremst selta og kostnaður. Samt myndi ég halda að það lægi beinast við að byggja upp á Lönguskerjum og ef við gefum okkur það að verkfræðingarnir geti gert eitthvað við seltunni þá legg ég til eftirfarandi lausn:
1. Keflavíkurflugvöllur verði seldur einkaaðilum sem gætu t.d. notað hann í fríverslunarsvæði/fraktflugvöll milli Evrópu, Ameríku og Asíu (yfir pólinn). Salan væri með þeim skilyrðum að hann yrði varaflugvöllur fyrir millilandaflug og þyrfti því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíks vallar.
2. Millilandaflugvöllur og innanlandsflugvöllur yrðu sameinaðir út á Löngusker.
3. Þetta yrði dýrt spaug en andvirðið af sölu Keflavíkurflugvallar, sölu Vatnsmýrarinnar sem byggingarlands og hagræðingin af því að vera með einn flugvöll en ekki tvo ætti að skila okkur töluvert áleiðis.
Segjum að 250.000 (þetta er meira) manns fari um Keflavíkurvöll og noti flugrútuna fram og til baka. Bara það er um 1.milljarður. Síðan er það árlegur kostnaður við Reykjavíkurvöll sem skv. uppl. frá Alþinig(2007) voru um 290 milljónir, síðan bætist við c.a. 380.000 manns á ári í innanlandsflugið. Síðast en ekki síst er það söluverðmæti landsins og þjóðhagslegur ávinningur af minni olíunotkun innan borgarinnar. Þarna er þegar komið rekstrarfé upp á minnst 2 milljarða á ári, ásamt einhverju í byggingarkostnað.
Þannig að ég held að lest og Keflavík sé málið. Þá "Magalev" rafmagnslest lest eins og í Shanghai. Einnig þá verður vinnan við lest nánast einungis unninn af skjólstæðingum síðueiganda.
Kveðja Magnús
Ef lest væri hagkvæm þá væri búið að hamra á því af Sjálfstæðisliðinu í borginni.
Ef það væri ásættanlegt að leggja niður Reykjavíkurflugvöll þá væri því líka haldið á lofti.
Hvað þessa 30.000 manna byggð áhrærir, sem Sjálfstæðisliðið í borginni vill reisa í Vatnsmýrinni, þá er ljóst að allt á að reyna til að koma lóðum þar út. Síðasta útspilið er einhverskonar Lóðalánasjóður borgarinnar í boði Hönnu Birnu borgarstjóra.
Eina lausnin er opið prófkjör á línuna og kjósa síðan upp á nýtt.
Loka suður/norðurbraut og hliðra vestur/austurbraut um 500m í suðvestur út í Skerjafjörð.
Þá ættu allir að vera ánægðir nema nokkrir ríkisbubbar í Skerjafirði.
Ekkert að því að hafa flugaðstöðu í Reykjavík ef henni er snyrtilega og hagkvæmlega komið fyrir.
Álftanes.
Hér eru tvær loftmyndir:
KEF og Álftanes. Setjum niður nýjan alþjóðlegan og innanlands flugvöll á auð (og fyllt) svæði á Álftanesi, stutt brú yfir sundið og vegur og lest alla leið niður í miðbæ. Leggjum niður Keflavík og Reykjavíkurflugvelli. Ódýrt og gott. Forsetinn getur farið út í Viðey til dæmis.
Magnús segir: "Þannig að ég held að lest og Keflavík sé málið."
Mér er sagt af flugmönnum að verðurfar í Keflavík sé með þeim hætti að varla sé hægt að starfrækja innanlandsflugið þaðan. Þótt stóru millilandaþoturnar ráði við það þá myndi þurfa að fella niður flug miklu oftar en nú er væri flugið flutt til Keflavíkur.
Hér eru nokkrir kostir sem mætti skoða nánar:
NÝJIR MÖGULEIKAR Á STAÐSETNINGU Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI - KORT + MYNDIR
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/633318/
En að setja þær byggingar sem eiga að koma í stað flugvallar útá sjó. Fínt að stunda nám við HR útá sjó. ÞAð yrði allavega töluvert ódýrara.
Skrifa ummæli