mánudagur, 15. september 2008

Nauðgun heimilanna

Lenti í því síðustu viku að það var brotist inn á heimili okkar um miðjan dag, húsið var mannlaust í tæpa tvo tíma. Farið inn um stofuglugga, átti erfitt með að trúa því, þar sem hann er lítill og í nær 2ja metra hæð. En löggan sagði að á ferð væru fimir menn, stundum væru þeir með unglinga með sér sem rennt væru inn um gluggana. Sást greinilega með fingrafaraduftinu hvernig hann hafði farið inn, var í Addidasskóm og með hanska. Þeir fóru um allt heimilið og tóku allt það sem kalla má handhæg verðmæti eins og tölvur, myndavél, harða diska og svo var farið í gegnum náttborðin og hluti skartgripa konunnar teknir. Myndaalbúm fjölskyldunnar síðustu 20 ár horfið, því bæði tölvunni og svo harðadrifið sem var varageymsla var stolið. Í því voru allir fagnaðir og uppákomur, auk vídeóskeiða og sérstökum atburðum. Sagði löggunni að ég hefði verið tilbúinn að rétta þjófunum tölvuna út um gluggan ef þeir hefði sleppt því að koma inn og látið okkur halda þessum minningum.

Sjokkið kom fyrst og svo reiðin. Einhverjir ruddamenn vaða inn á heimili manns og upp í rúmm. Gramsa í öllu og taka með sér hluti sem manni finnst vænt um. Eftir þetta kemur maður heim með allt öðru hugarfari en áður. Eru einhverjir inni hugsar maður þegar rennt er í hlað, og maður lítur eftir því hvort einhver hafi verið á ferð. Búinn að skipta um allar gluggalæsingar og setja upp mun öflugri auk þess að setja spelkur til að hindra inngöngu um opnanleg fög. Það er ömurleg staðreynd að verða breyta heimili sínu í einhvers konar virki.

Blöðin í dag segja að lögreglumönnum hafi fækkað. Einkennilegt með tilliti til þess að mikil fjölgun hefur verið hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess að við erum með fjölda erlendra gesta, sem sumir hverjir hafa atvinnu af því að stunda neðanjarðarstarfsemi. Þetta hefur komið til viðbótar við hina íslensku. Á þessu verður að taka. Þessi starfsemi er orðin mjög skipulögð, þeir þjófar sem nást eru sumir hverjir með miða í vösunum þar sem eru húsnúmer og upplýsingar um að íbúar viðkomandi hús fari til vinnu og skóla kl. xx og húsið tómt til kl. xx ákveðna daga.

En sumir fara inn að nóttu. Var sagt frá ungri konu sem var fyrir stuttu ein heima með lítið barn, maðurinn erlendis í vinnu. Hún vaknaði við að það stóð maður við rúmkantinn og var að taka hleðslutæki fartölvunnar úr sambandi og taka tölvuna. Hannn var með tösku á öxlinni sem tölvan og fleiri munir hurfu niður í. „Þetta allt í lagi. Ég er að fara“; sagði maðurinn við konuna sem lá stjörf í rúmminu.

Mér hefur einnig verið bent á að margir átti sig ekki á þessir náungar sækja einnig í persónuleg skjöl og nýta þau svo til þess að komast inn á bankareikninga eða opna reikninga í nafni þeirra sem eiga skjölin og hefur stundum tekist. Þannig að þú ert ekki endilega laus við þá þó svo þeir séu komnir út af heimilinu.

Lögregluna verður að efla og bæta hverfagæslu. Hann er borgaryfirvöldum til skammar kjallarinn sem lögreglumönnum í Grafarvogi hefur verið boðið upp á undanfarna áratugi. Friðhelgi heimilisins verður að verja.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er með Schefer hund, tíkin lætur ekki neinn komast upp með moðreyk.

Hún passar húsið, eins og það heitir á okkar máli.

Að vísu fer hún með í búastað og þa´er húsið óvarið, enda brotist inn í bílskúrinn nú um helgina.

Löggan taldi að þarna væru að verki menn sem sendu verkfæri út úr landi, ásamt og með tölvubúnaði.

Velkomin í fjölþjóðlegt umhverfi hér á Klakanum.

Miðbæjaríhaldið
Treystir sinni góðu tík fyrir því að bíta innbrotsþjóva fast.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hrein árás á friðhelgi heimiliana. Á þessum atburðum ber að taka af fullri einurð og hörku- Þurfi að auka verulega löggæsluna þá verður að gera það. Ljóst er að hin íslenska friðsæld og öryggi hefur látið verulega á sjá á undanförnum árum. Þar kemur fyrst upp í hugann - stóraukin fíkiniefnaneysla og innflutt glæpagengi frá nýfrjálsum Evrópuríkjum... Við þetta verður ekki unað.

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara tekju- og eignajöfnunarkerfi götunnar? Þeir verða að missa sem eiga?

Nafnlaus sagði...

Við skulum nú vera með eitt á hreinu að það var nú brotist inn hjá fólk og sá þá Íslenskur lyður um það. Við eigum alveg nóg af óþjóðalýð þurfum svo sem ekki að flytja hann inn. Enn þettað með að fækka lögreglumönnum er algjört rugl. Það þarf að fjölga þeim og hækka við þau launin. Eins má segja um tollgæsluna þar þarf líka auka tel ég við mannskap og tæki til að taka á þessum eiturlyfjamálum. Þau eru ótrúlega algeng hér á landi og við höfum sýnt alltof mikið umbyrðarlyndi í þeim málum. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Þess vegna segi ég alltaf; best að eiga ekki neitt nema góða heilsu.
Maður er umkrindur þjófum alla daga, hvort sem þeir eru Litháar í Adidasskóm eða verbréfaþjófar á ofurlaunum.

Sumum þykir hins vegar slæmt að tapa minningum, aðrir lifa í núinu.