þriðjudagur, 23. september 2008

Hver er sinnar gæfu smiður

Hver er sinnar gæfu smiður, segir Halldór Landsbankastjóri. Hafi menn skuldsett sig of mikið beri þeir vitanlega ábyrgð á því. Margir spyrja aftur á móti hvað með þá efnahagsráðgjöf og eignaumsýslu sem bankarnir hafa boðið upp á. Hún hefur í sumu ekki verið beisin og oft snúist um að fá fólk til þess að afhenda guttunum í bönkunum alla sína fjármuni til umsýslu. Mönnum hefur verið ráðlagt að selja fjölskyldufyrirtæki sem þeir hafa varið allmörgum árum í að byggja upp og fá í staðinn hlutabréf. Þeir hinir sömu standa núna uppi eignalausir. Á sama tíma hafa aðrir fengið þá ráðgjöf að taka mikil lán og kaupa umrædd fyrirtæki, nú er allt hrunið og menn sitja upp með skuldina miklu.

Fólk fékk þá ráðgjöf að selja hús sín, sem það átti kannski um helming í, taka 90-100% lán til kaupa á nýju húsnæði og setja fjármuni í hendur eignaumsýsluguttanna. Við þessu fólki blasir nú 25% hækkun greiðslubyrði og situr nú í skuldafangelsi í sinni eign með skuld upp í topp og sér fram á þurfa að greiða bankanum sínum mjög ríflega afborganir/húsleigu næstu 40 ár.
Þannig má rekja mörg dæmi. Bankar sem vilja vera vandir virðingar sinnar eru með á sínum sínum snærum „efnahagssérfræðinga“ sem eru ungir og algjörlega reynslulausir. Þekkja ekki niðursveiflu. Þeir tóku sín laun út í bónusum vegna færslna fram og tilbaka á lánum, verð- og hlutabréfum og sást ekki fyrir í hvaða stöðu þeir hafa komið mörgum sem treystu á ráðgjöf bankanna.

Hver er sinnar gæfu smiður segir Halldór og yptir öxlum framan í landsmenn.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tilfellið er að bankarnir eru ekki góðar fyrirmyndir í efnahagsmálum og því óþolandi eftir allt bullið sem þeir hafa staðið fyrir hversu greiðan aðgang þeir hafa að stjórnvöldum og fjölmiðlum með sinn vandlætingartón.

Sigurður Ásbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Takk Guðmundur. Skrif þín bera af á þessari annars dapurlegu eyju.

Nafnlaus sagði...

Þannig að það að vera fjárráða er fyrst og fremst í orði en ekki á borði í þínum huga? Það voru sem sagt bankarnir sem plötuðu lánsfé inn á saklausa vegfarendur sem vissu ekki fyrr en þeir voru allt í einu komnir með milljónir í lán sem þeir báðu aldrei um.

Sjaldnast fer fólk í banka og spyr þjónustufulltrúann: "finnst þér að ég ætti að taka lán?". Nei, það spyr: "ég ætla að taka lán upp á svo og svo mikið, getur þú látið mig fá það?"

Síðast þegar ég gáði var það ekki hlutverk banka eða annara fyrirtækja að segja fólki hvernig það skal haga sínum fjármálum, slíkt er bundið í lög að falli á hvern og einn einstakling við 18 ára aldur.

Það er ódýrt og ómerkilegt bragð að koma nú fram og kenna bönkunum um hvernig fólk hefur skuldsett sig. Það hefði betur haldið haus og velt fyrir sér hvað það þarf og hvað ekki, og hvernig það gæti greitt fyrir það sem það þarf. Tjaldvagnar, ný eldhúsinnrétting, þrír flatskjáir og sólpallur eru ekki lífsnauðsyn, hvað þá út á krít.

Nafnlaus sagði...

Bankarnir - og bankastjórar - ættu að sæta opinberri rannsókn. Safna þarf vitnisburðum um "ráðgjöf" bankanna, það er þeim brögðum og blekkingum sem þeir hafa beitt almenning.

Á grundvelli slíkra vitnisburða væri ef til vill hægt að lögsækja Halldór Kristjánsson og hans líka.

Rómverji

Einar Jón sagði...

Einar Jóhannesson:
Sjaldnast fer fólk í banka og spyr þjónustufulltrúann: "finnst þér að ég ætti að taka lán?". Nei, það spyr: "ég ætla að taka lán upp á svo og svo mikið, getur þú látið mig fá það?"

Bull er þetta. Min fleiri segja: "Ég á svona mikið og get borgað svona mikið á mánuði - hversu stóra íbúð get ég keypt?" eða "hversu mikið dót get ég fengið?". Bankarnir lofuðu öllu fögru gegn veði í öllu og áskrift að launum fólks næstu 40 árin.

Það er ódýrt og ómerkilegt bragð að koma nú fram og kenna bönkunum um hvernig fólk hefur skuldsett sig. Það hefði betur haldið haus og velt fyrir sér hvað það þarf og hvað ekki, og hvernig það gæti greitt fyrir það sem það þarf.
Fólk spurði í bankanum, og fékk þau svör að gæti auðveldlega greitt fyrir allan óþarfann. Þess vegna var draslið keypt á lánum...

Bankarnir hljóta að bera einhvern hluta af ábyrgðinni, rétt eins og dópsalar sem gefa fyrstu skammtana bera hluta af ábyrgðinni af neyslu dópistans.

Nafnlaus sagði...

,,,, Hvers vegna ætti fólk að leggja fé inn á sömu banka sem blekktu það í að skuldsetja sig í botn?
Það eru til aðrar og betri leiðir til þess að geyma fjármagn þessa stundina.
Þeir sem setja viðskiptavini í fjársvelti ega skilið að vera sjálfir settir í fjársvelti.
Set stórt spurningarmerki við fjármálaráðgjöf bankanna.
Séu viðskiptavinir þeirra í vandræðum þýðir það að fjármálaráðgjöf sé ábótavant.”
http://hvirfilbylur.blog.is/blog/icegate/

Hvers vegna eru fjölmiðlar að taka viðtöl við einhverja aðila innan fjármálafyrirtækjanna sem heita ,,forstöðumenn greingardeildar”

Hvað er svona merkilegt sem þessir aðilar eru að segja ?

Jú, þeir eru starfsmenn fjármálafyrirtækjanna og eru að koma þeirra skilaboðum í gegnum fjölmiðla, sem eru í öllum atriðum andstætt hagsmunum viðskitavinanna !

Hvers vegna spyrja fjölmiðlar ekki þessa ,,forstöðumenn greingardeilda” fjármálafyrirtækjanna um klúbb 180, og gjörðir þeirra gegn kjörum viðskitavina fjármálafyrirtækjanna ????????????????????

Eru fjölmiðlafólk komið í klúbb 180 með fjármálfyrirtækunum ???????

Eða er fjölmiðlafólkið enn og aftur að ,,láta nota sig” af vinnuveitendum sínum ?

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus kemur með góðan punkt. Greiningardeildirnar sem eru klappstýrur bankakerfisins, fá að vaða gagnrýnislaust uppi í fjölmiðlum. Þetta fólk er á launum hjá bönkunum, ekki hlutlausir fræðingar.

Nafnlaus sagði...

Sammála Birnu, nafnlausum og Rómverja. Það þyrfti að rannsaka þetta mál eins og Rómverji leggur til.
Hvar er nú Samfylkingin og talið allt um opinberar rannsóknarnefndir?
Síðan sýnir þetta allt hversu óheilbrigt það er í lýðræðisríki að ríkustu menn þjóðarinnar eigi alla "frjálsu" fjölmiðlana. Mér finnst skrítið að það sé ekki meira rætt.
Kannski er það vegna þess að deilt var svo hart um fjölmiðlafrumvarpið. Ég held að þar hafi verið of langt gengið en þegar horft er yfir fjölmiðlana í dag blasir við ófögur mynd. Og þessi blöð verða lélegri og lélegri með hverjum deginum.
Vont ástand. En margir forðast að ræða það einkum Samfylkingarfólk. Hvað veldur? Þeta er ekki ábyrg afstaða.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt með ráðgjöf bankanna. Þekki til þar sem maður ór í bankann og vildi selja hlutabréf í bankanum til að kaupa sér nýja bíl.

Ráðgjafinn svaraði að þetta væri ekki rétta leiðin, heldur myndi bankinn lána viðkomandi fyrir bílnum með erlendu láni á lágum vöxtum því bréfin myndu bara halda áfram að hækka.

Nú eru bréfin búin að lækka, bíllinn óseljanlegur og skuldirnar hafa stórhækkað. Sannfæringakraftur sérfræðingsins skilaði sínu í þessu dæmi

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Það má segja að orð Halldórs séu rétt. Enn kanski segir hann líka að þeir sem eru að ráðleggja fólki í bönkum séu bara einsog lásý bílasalar, ekkert að marka hvað sagt er. Því má segja að orð hans dæmi meira þessa stétt heldur enn margt annað og harður dómur fyrir bankafólk. Kveðja Simmi.