Ég hitti reglulega marga tæknimenn fjölmiðla nýja og fyrrverandi í tengslum við störf mín. Þessu fylgja einnig innskot frá frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Þeir hafa sumir hverjir hnippt í mig undanfarna daga vegna pistils um linkind fréttamanna gagnvart ráðherrum og stjórnarþingmönnum. Láti þá sleppa frá ósvöruðum spurningum eða láta þá komast upp með augljósa rökleysu.
Nýjum þingfréttamönnum mætir oft það viðhorf frá ráðherrum og stjórnarþingmönnum; „Þú ert greinilega nýr hér. Ef þú ætlar þér að vera hér í allan vetur og fá viðtöl við okkur þá skaltu spyrja réttu spurninganna og láta þér nægja svör okkar.“
Þetta kemur strax fram í þingbyrjun ef nýjir þingfréttamenn spyrja óþægilegra og nærgöngulla spurninga um stefnu og störf ríkisstjórnar. Þetta jókst hratt að mér hefur verið tjáð á seinni helming stjórnartíðar Davíðs og hefur viðgengist síðan. Þetta kom m.a. glöggt fram í vor í viðhorfum og viðbrögðum núverandi forsætisráðherra þegar hann var spurður „dónalegra“ spurninga að hans mati þegar hann var inntur eftir aðgerðum í efnahagsmálum. Eða viðbrögðum ráðherra og þingmanna Flokksins þegar þeir hafa verið spurði um aðgerðir vegna eftirlaunafrumvarpsins. Það var að þeirra mati "Ósmekklegt einelti!!"
Annars þarf svo sem ekki að hjálpa ráðherrumn að upplýsa okkur um getuleysi sitt. Í viðtölum í gær upplýsti meðal annars Heilbrigðisráðherra okkur um kunnáttuleysi sitt um efnahagsmál, þegar hann endaði viðtal með því að segja að hérlend stjórnvöld hefðu ekkert með yfirstandandi efnahagsvanda að gera þetta væri alfarið erlendur vandi.
Hvers vegna er þá verðbólga á hinum norðurlandanna milli 4 og 5%, hún er hér 15%? Eða vextir á hinum norðurlandanna um 6%, en eru hér um 15 -17%? Eða verðlag hér á dagvöru allt að 40% hærra? Greiðslubyrði fjölskyldu vegna húsnæðiskaupa þreföld á við það sem þekkist þar?
Forsætisráðherra sagði að það væri sigur að við hefðum í dag þann kaupmátt sem við höfðum náð 2006, gæti verið að við stefndum að sama kaupmætti sem var 2003, eða hann félli um 10%. En það væri væri svo augljóslega að hans mati glæsilegur árangur, því kaupmátturinn 2003 var svo mikið betri en hann var nokkrum árum áður!!
Ástæðan efnhagsvandas blasir við í svari ráðherrans. Í ríkisstjórn Íslands eru menn sem hafa greinilega engan skilning eða þekkingu á efnahagsmálum.
Ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa komið sér upp friðhelgi í bómullarveröldinni og vilja fá að vera þar í friði með sinn heimasmíðaða veruleika, eru þau viðhorf sem ég hef heyrt um þennan pistil minn.
3 ummæli:
Fjölmiðlarnir standa sig ekki. Mikil afturför þar. Blöðin eru alveg sérstaklega slöpp.
Vel mælt, húrra húrra
Hvernig er þetta annars í Rússlandi, það koma reglulega fréttir af því hvernig fer fyrir óþægum fréttamönnum þar. Var það ekki sýnt á Sindri Sindrason þetta ekki í fréttum á Stöð2 í sumar þegar hann reyndi að hafa tal af Geir Haarde. Siðan hefur Stööin verið áskökuð um að leggja ríkisstjórnina í einelti!!!
Það er skömm að þessu. Það er búið að eyðileggja orðstýr íslenskra blaðamanna. Þeir eru bara lufsur sem veita bulli stjórnmálamanna beint inn í eyru þjóðarinnar, spurningalaust, gagnrýnislaust. Það þarf í raun enga blaðamenn, vélritunarstúlkur eru á hagkvæmari kostur og gera sama gagn og blaðamenn.
Skrifa ummæli