laugardagur, 6. september 2008

Sirkusinn í BNA

Það er skelfileg tilhugsun ef það verður niðurstaða bandaríkjamanna að bjóða heimsbyggðinni áfram upp þá stefnu sem Bush og nótar hans hafa búið okkur. Auðhyggjan ræður þar för, fátækt vex og þeir ríku verða auðugri. Reyndar hafa sumir apað upp þessa stefnu hér á landi og hafa gefið sig út fyrir að vera sérstakir vinir Bush og repúblikana. Eins og það sé nú eitthvað til þess að hreikja sér af!!

Sá einu sinni smá skot af ræðu Bush þegar ég var í New York fyrir nokkrum árum, sem lýsir honum og hans fylgifiskum svo vel. „Demókratar aka um á evrópskum bílum og fara í hugleiðslu og svoleiðis kjaftæði. Repúblikanar aka um á Lincoln og eiga byssu“ og það var hrópað og klappað lengi. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað stjórnmálmenn bjóða fólki upp á. En reyndar enn ótrúlegra hvað fólk lætur þá komast upp með.

Og við kjósum sama liðið aftur og aftur.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, demókratar verða seint sakaðir um að vera þjóðhollir, frekar en aðrir kratar.
Allir muna aumingjan hann Carter sem eitt sinn var forseti Bandaríkjanna. Hann gerði Bandaríkin að athlægi með aumingjaskap sínum. Hann lét Írani rassskella sig fyrir framan umheiminn. Hann gaf Panamaskurðinn (sem Bandaríkin byggðu fyrir sitt fé á sínum tíma) í hendur spilltra stjórnmálamann í Panama.
Hann leyfði Sovétmönnum að vaða yfir hvert ríkið á fætur öðru í Afríku og Rómönsku Ameríku með útþenslustefnu sinni, og Afghanistan á sínum tíma.
Hann drap niður Bandarískan iðnað með því að afnema tolla á vörum frá Austur-Asíu.
Hann þorði ekkert að aðhafast gagnvart Lýbíu þegar Ghadaffi studdi hryðjuverkaöfl víða um heim.

Carter var semsagt góður forseti í augum sósíalista í Evrópu.

Clinton var lítið betri. Í hans tíð byggðist Al Qaeda upp og efldist, án þess að hann aðhafðist nokkuð. Bush er eini maðurinn sem hefur þorað að bjóða þeim byrgin.

Guð forði okkur bara að demókratinn Obama verði ekki eins og Carter.

Nafnlaus sagði...

kjósa og ekki kjósa. ég bjó í Bandaríkjunum í rúmt ár og mín tilfinning var að þar væri ekki lýðræði heldur peningaræði.

Nafnlaus sagði...

Carter? Var það ekki gaurinn sem tók við af repúblikananum Nixon?

Nafnlaus sagði...

Nei, Carter tók við af Ford. Carter var barnalegur og vitlaus, og lét ráðgjafa sinn, Ziebnieg Brzesinski draga sig á asnaeyrunum.
Þegar Carter þessi las skýrslur, gerði lítið annað en að leiðrétta stafsetningarvillur.

Nafnlaus sagði...

Æ, já. Repúblikaninn Ford kom þarna á milli.

Byrjaði einmitt á að veita flokksbróður sínum, Nixon, uppreist æru fyrir öll ólöglegu athæfin sem sá framdi í forsetastóli.

Nafnlaus sagði...

Og sirkusinn heldur áfram, nú er búið að taka yfirtaka Fredie Mac og Fannie Mac sem eru heildsölubankar í Bandaríkjunum svipað og hefur verið draumur íhaldsins með íbúðarlánansjóð. Hvað ætli svar þeirra verði við þessu, var oft vitnað í hvernig húsnæðismál væru í Bandaríkjunum og allt átti að vera í lukkunar velstandi þar. Nei fólk er búið að fá nóg af einkavæðingu og því að rétta vildarvinum eignir fólksins. Sem síðan eru notaðar til að ná sem mestu af fólkinu í landinu. Samaber bankana, síman og tryggingar.

Nafnlaus sagði...

Sá sem minnst er á í tengslum við Carterstjórnina, hét reyndar Zbigniew Brzezinski. Svo það sé nú rétt stafsett. Og hann þótti ekki verri en svo, að bæði Reagan og Bush fengu hann til að vinna fyrir sig.

Carter var etv. ekki besti forseti í sögu Bandaríkjanna. En honum tókst að koma á friði milli Egypta og Ísraela. Hefði það ekki gengið eftir væri ástand alþjóðamála liklega enn verra í dag, en raunin er.

Brzezinski var líka einn fárra sem spáði fyrir um fall Sovétríkjanna. Hvort hann "dró Carter á asnaeyrunum", eiins og segir i einni athugasemdinni, er önnur saga.

Nafnlaus sagði...

Já Ketill, ég mundi ekkert hvernig nafn karlsins, enda mjög erfitt að stafsetja það. Veit bara að hann var Pólsk-ættaður.

Jú, hann dróg Carter á asnaeyrunum t.d. í Íransdeilunni.

Reyndar kom Carter að málum í friðarferli Egypta og Ísraela, en það æsti reyndar upp hatur öfgasinnaðra múslíma sem m.a. leiddi til Írönsku byltingarinnar og morðsins á Sadat. Þetta "góðverk" Carters vegur ekki upp öll hin glappaskotin hans, hann var á góðri leið með að gera Bandaríkin að áhrifalausum pappírstígri, mörgum vinstirsinnuðum vesturlandabúanum til mikillar ánægju.

Rétt, bæði Reagan og Bush fengu hann í ýmis afmörkuð ráðgjafarverkefni sem voru ekki meiri en svo að þau höfðu lítil áhrif á framvindu mála.

Ekki má gleym demókratanum Johnson, en í hans tíð voru ólgandi blökkamannadeilur vegna kúgunar þeirra. Að auki tókst Johnson að draga Bandaríkin í djúpt fen styrjaldarátaka í Víetnam með öllum þeim hörmungum sem það hafði í för með sér; 60.000bandaríkjamenn dánir, 1,5 mió Suður-Víetnama og 2,5 - 4,0 mió. Norður-Víetnama, fyrir utan margfalt fleiri særðra og skaddaða á sál og líkama um aldur og ævi.
Þegar mest var, voru um 500.000 bandarískir hermann í Víetnam. Hver man ekki eftir fjöldamorðunum í Mi Lai í Víetnam, sprengjuherferðunum Rolling Thunder og Operation Linebreaker, svo menn gleymi nú ekki eiturefnahernaðinum Agent Orange í Víetnam? Allt var þetta gert í stjórnartíð demókratans Johnson. Svo segja menn að Bush Jr. sé slæmur.