Því fleiri þekktir efnahagsérfræðingar sem koma hingað þeim mun betur verður okkur ljóst hversu virkilega illa landinu hefur verið stjórnað á undanförnum áratugum. Þeir aðilar sem hafa svo ákaft kennt sig við frelsi, enga spillingu og gagnsæa stjórnarhætti, eru nú uppvísir af því að hafa stundað andstæðu þessara fullyrðinga sinna af miklum móð. Eftir situr almenningur með svimandi skuldir, eignatap og þjóðarbúið riðar á barmi gjaldþrots.
Þeir sem fóru með efnahagstjórnina undanfarna tvo áratugi deildu út þjóðarauðnum, orkunni og fiskinum. Þeir gáfu ríkisbankana til flokkstengdra vina. Seldu fyrirtæki í eigu ríkisins eins og t.d. Landssímann. Allar þessar tekjur og bullandi góðæri vegna gríðarlegrar þenslu voru nýtt til þess að lækka skatta á þeim efnameiri og ofboðslega þennslu ríkisbáknsins. Landið var rekið á yfirdrætti með of hátt skráðri krónu og inn í landið voru fluttir gríðarlegir fjármunir til þess að viðhalda viðskiptahallanum.
Þrátt fyrir allt góðærið var ekki lagt til hliðar og sjóðum safnað til þess að verjast niðursveiflunni sem hlaut að koma. Í stað þess varð haldið að landanum að hér ríkti ofboðslegt góðæri og almenningur hvattur til þátttöku í hrunadansinum.
Alið var á þeirri skoðun að ríkisrekstur væri af hinu verra og einkaframtakið væri af hinu góða. Hvað blasir við okkur nú? Allar þessar aðgerðir voru sveipaðar leyndarhjúp. Talið var nauðsynlegt að opinberir samningar væru ekki aðgengilegir eins og t.d. orkuverði haldið leyndu. Þeim sem var hyglað af stjórnvöldum fundu upp ýmsar nýjar leiðir til að komast hjá reglunum og stjórnvöld aðstoðuðu með því gera eftirlitsstofnanir nánast óvirkar.
Með allt þetta í huga er málflutningur fyrrverandi stjórnarþingmanna þessa dagana með ólíkindum. Þeir halda því blákalt fram að hér hafi ekki verið óstjórn og það sé erlendri efnahagskrísu að kenna hvernig komið er fyrir Íslandi. Tala eins og þeir erfiðleikar sem glímt er við hafi komið fram eftir að núverandi stjórn tók við og beita málþófi til þess að tefja allar aðgerðir til uppbyggingar. Sé litið til umræðu til úrbóta og stefnu til framtíðar skortir alla getu til málefnalegrar umfjöllunar. Einungis staglast á upphrópunum eins og t.d. um ESB þó svo að vitað sé að stærsta stuðningsmannahóp ESB aðildar sé að finna í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
3 ummæli:
Í ræðu hjá Verslunarráði Íslands í febrúar 2005 hélt Björgólfur Thor ræðu þar sem hann fjallaði m.a. um hugmyndir um kosti dreifðrar eignaraðildar almennt í stórum fyrirtækjum. Varpaði hann fram þeirri skoðun sinni að kostir hennar væru ekki eins ótvíræðir og mætti ætla í fyrstu. Björgólfur fjallaði um íþyngjandi reglur á viðskiptalífið, að almennur eftirlitskúltúr hafi styrkt sig í sessi á Vesturlöndum. Eftirlitsiðnaðurinn hefði farið ört vaxandi sem byggðist á vantrú og vantrausti embættis- og sjórnmálamanna á viðskiptalífinu. Þetta vantraust væri afar óheppilegt því það fjölgaði fyrirvörum, skilyrðum og skilmálum og hægði á viðskiptum, umbótum, arðsemi og framförum. Björgólfur sagði frjáls viðskipti manna með eigin fjármuni farsælasta fyrirkomulag viðskipta.
http://www.vi.is/files/583688705BTB%20-%20Final%20pdf.pdf
"03. september
Stjórnmálaályktun Heimdallar 2009
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, er nú sem fyrr framvörður í hugsjónabaráttu fyrir frelsi einstaklingsins. Sú barátta er ævarandi og jafnmikilvæg þegar vel og gengur og þegar á móti blæs, eins og nú háttar til í þjóðmálaumræðu á Íslandi. Hugsjónin um frelsi einstaklingsins, að hver og einn hafi frelsi til orðs og æðis, svo lengi sem hann vinnur ekki öðrum tjón, stendur óhögguð, þrátt fyrir efnahagsleg áföll sem dunið hafa yfir Ísland og heimsbyggðina alla á síðustu misserum.
*****
Hugmyndafræðilegir andstæðingar ungra sjálfstæðismanna hafa frá bankahruninu síðastliðið haust kappkostað að kenna hugsjóninni um frelsi einstaklingsins og frjálsan markaðsbúskap um þær ófarir. Grundvallast sú aðför á upphrópunum, útúrsnúningum og lögleysu, þegar verst hefur látið. Staðreyndin er sú að þær efnahagshamfarir sem nú skekja heimsbyggðina eiga uppruna sinn í opinberum afskiptum af frjálsum markaði."
Þræll númer 83
Sæll.
Talandi um óvirkar eftirlitsstofnanir !
Það verður rosaleg sprengjan sem spryngur þegar uppljóstranir neyða yfirvöld í ransókn á störfum Fiskistofu er hún var undir stjórn fyrrum yfirmanns stofnunarinnar.
Fiskistofa var heldur betur ekki óvirk fyrir suma innan sjávarútvegsins enda er hún svakalegasta dæmið um misbeitingu valds til að hvítþvo kvótakerfið og hylma yfir stórfeld brot ákveðina aðila í sjávarútvegi innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Þeir beittu Fiskistofu eins og þriðja ríkið beitti Gestapó á óvini ríkisins með skipulögðum hætti til að koma óvinum kvótakerfisins fyrir kattanef.
Meðfylgjandi linkur gefur smá hugmynd:
http://kvotasvindl.blog.is/blog/kvotasvindl/video/7487/
Stundum verður raunveruleikinn svo sár að manni langar eiginlega ekki að vera hér lengur. Það væri svakalegt ef Sjálfstæðismenn komist til valda aftur.
HG
Skrifa ummæli