laugardagur, 26. apríl 2008

Bjálfaleg ræða


Hef setið undanfarna tvo daga á fundum með 50 sambandsstjórnarmönnum rafiðnaðarmanna í Borgarnesi. Í fundarhléum var vitanlega rætt um landsins gæði og nauðsynjar.

Mönnum bar þar saman um að Sturla forseti Alþingis hefði haldið í Kaupmannahöfn bjálfalegustu ræðu sem haldin hefði verið af íslenskum stjórnmálamanni um langt árabil og er þó úr mörgu að taka.

Hvernig í veröldinni dettur stjórnmálamanni sem vill láta taka mark á sér í hug að viðhalda aldagömlum stjórnarháttum í nútíma íslensku þjóðfélagi sögðu menn. Sturla upplýsti alla landsmenn um að hann ætlaði ekki að sinna kröfum almennings um að takast á við vaxandi verðbólgu sem stefnir í að vera fjórfalt hærri en í nágrannalöndum okkar, helmingi hærra verðlag á matvörum og hæstu vöxtum í Evrópu.

Honum er greinilega slétt sama þó gjaldþrot blasi við 3 – 4000 íslenskum heimilum, bara tryggja sín eigin völd. Áttar maðurinn sig ekki á því að íslensk fyrirtæki er að flytja af landi brott vegna þess að íslensk stjórnvöld ætla ekki að laga efnahagstjórn að nútímaháttum.

Milli háðsglósanna um ræðu Sturlu runnu aðrar og ekki færri um Geir forsætisráðherra. Hvað er maðurinn að þvælast í útlöndum ef hann vill ekki að ræða alþjóðamál og hann er greinilega sömu skoðunnar og Sturla, en hefur þó vit á því að reyna að leyna því.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ræðan var yfirgengilega vitlaus og púkaleg. En það kemur varla á óvart. Mikið ginnungagap hefur skapast á milli stjórnmálamanna og alþýðunnar. Ræðan endurspeglar viðhorf hins liðna.

Nafnlaus sagði...

Ertu viss um að það verði ekki nema 3 - 4000 heimili sem fara á hliðina? Ég er hrædd um að þau verði þrefalt fleiri.
Þórdís Bach

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega þröngsýn ræða Sturlu, hann er sjálfagt góður kall en seint verður hann talinn í hópi gáfumanna landsins.

Eftir að rökin vegna króunnar eru farin veg allrar veraldar eru þetta þá rökun sem á að taka upp.

"Bjálfaleg ræða" er rétta eftirskriftin.