sunnudagur, 27. apríl 2008

Brák


Ég fór á að sjá nýtt leikverk, Brák, eftir Brynhildi Guðjónsdóttur á sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Var búinn að sjá lofsamlega dóma og þekkti einnig til hæfileika Brynhildar, þannig að væntingarnar voru miklar. Þannig aðstæður leiða oft til vonbrigða, kröfurnar eru fyrirfram það miklar. En við skemmtum okkur konunglega. Brynhyldur er frábær listamaður, það geislaði af henni og hún greip okkur með sér um leið og hún steig fram.

Landnámssetrið er komið til að vera og hefur heppnast frábærlega undir stjórn Kjartans og Söguloftið snilld. Öllum aldursflokkum finnst gaman að láta segja sér sögur, ef þær eru vel gerðar og sögumaður kann sína list. Ég beitti stundum þeirri tækni þegar ólæti krakkanna minni keyrðu úr hófi fram og erfitt var að ná þeim upp í á kvöldin, að leggjast á gólfið við rúmmin með góða sögubók og byrja að lesa þó allt væri á fullu. Það leið aldrei langur tími þar til krakkarnir þögnuðu og skriðu upp í og komu sér fyrir, þau vildu ekki missa af sögunni. Sama gerðist á Söguloftinu að kvöldi fyrsta sumardags. Það datt á dúnalogn í salnum þegar Brynhyldur byrjaði, þó svo í salurinn væri fullur af rafiðnaðarmönnum sem voru ný stignir af fundi og í miðjum klíðum við að leysa öll vandamál hversdagsins.

Þorgerður brák var ambátt Skallagríms Kveldúlfssonar landnámsmanns í Borgarfirði og fóstru Egils Skallagrímssonar. Í Egilssögu er kyngimögnuð lýsingu af því þegar Þorgerður brák bjargaði lifi Egils með því að snúa athygli hins hamramma Skallagríms yfir á sjálfa sig. Hann eltir hana langa leið niður að Brákarsundi þar sem hún kastar sér á sund en hann hendir á eftir henni steini miklum og kom milli herða henni og kom hvorugt upp síðan.

Brynhildur fer með öll hlutverkin og við sjáum hverja persónuna á fætur annarri stíga fram á gólfið. Hún leikur jafnvel skip og húsdýr allt verður ljóslifandi á gólfinu og góð en einföld lýsing hjálpar til. Þetta er saga ískrar stúlku sen hertekin var af norrænum víkingum í heimalandi sínu, sett í skip og seld í þrældóm til Íslands. Þar fóstraði hún manninn sem kallaður hefur verið mestur íslenskra braghátta, Egil Skallagrímsson. En rauði þráðurinn meðferð ferð harðstjóranna á þrælum sínum og hvernig þeim var miskunarlaust kippt frá sínum frá æskuslóðum og gerðir að söluvoru. Ambáttir höfðu minni rétt en en húsdýrin. Þetta dregur Brynhildur fram með svo skýrum hætti, að þegar gengið er út veltir maður því fyrir hvort ekki sé ástæða fyrir okkur að biðjast afsökunar eins og ástralir eru nú að gera gagnvart sínum frumbyggjum.

Engin ummæli: