miðvikudagur, 2. apríl 2008

Björk toppar sig


Björk hefur sent frá sér nýtt vídeó við lagið Wanderlust. Hún hefur sjaldan flutt það á ferð sinni þar sem það kallar á að hennar mati mjög góða tónlistarsali til þess að njóta sín.

Björk hefur allatíð lagt mikið upp úr hönnun og ætíð fengið til liðs við sig færustu hönnuði hvort sem um er að ræða fatnað, umgjörð platna sinna eða myndbönd. Þau hafa hennar fengið frábæra dóma.

Þetta er þrívíddarband og hér er Björk klárlega að toppa sig.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Guðmundur. Passaðu þig á þessum línum, þú ert ekki hlutlaus. Passar ekki.

Nafnlaus sagði...

HA!! Eiga menn nú að fara að gæta sérstaks hlutleysis á sínu eigin bloggi????

Drepfyndin hugmynd. Koma skoðunum sínum HLUTLAUST á framfæri :) :)

Þau eru ófá "séníin".

Unknown sagði...

Híhí, eins gott fyrir Guðmund að passa sig, það gæti nefnilega komið illilega í bakið á honum að fíla það sem dóttir hans, sem er snillingur, er að gera.