sunnudagur, 13. apríl 2008

Um ásetning

Hef verið spurður um hvert ég sé að fara í pistlinum í gær um ásetning með þróun efnahagsmála.

Það hefur legið fyrir allt frá upphafi hinna gríðarlegu miklu framkvæmda fyrir austan að í svona litlu hagkerfi myndaðist mikil spenna og spáð var harkalegri lendingu á árinu 2008.

Því var haldið fram af færustu hagfræðingum að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar gerðu illt verra hvað varðar spennu í efnhags og myndi einungis auka misskiptingu í þjóðfélaginu.

Á það hefur verið bent að stjórnendur efnhagsmála hér á landi hefðu átt að spila út ríkisskuldabréfum gegn því innflæði sem bankarnir stóðu fyrir í innreið sinni á húsæðismarkaðinn.

Því hefur verið haldið fram af forsvarsmönnum atvinnulífsins að það lægi fyrir að þeir sem stjórnuðu efnahagslífinu yrðu að taka upp annan gjaldmiðil og ganga til frekara samstarfs við Evrópuríkin vegna þess að íslenska krónan yki kostnað útflutningsgreina svo mikið að óásættanlegt væri.

Stjórnendur efnahagslífsins sinntu engu af þessu og fóru inn í síðustu kosningar undir þeim merkjum að allt væri í sérstaklega góðu gengi og engin ástæða til þess að gera neitt. Þetta ítrekaði forsætisráðherra fyrir ekki svo löngu.

a) Var stefnt í þessa stöðu sem við erum í með ásetning?
Eða
b) Eru stjórnendur íslenskra efnahagsmála óhæfir?

2 ummæli:

Magnús Þór sagði...

Enginn ásetningur er án markmiðs.

Hafi verið um ásetning að ræða þá verður þú líka á greina frá því hvað þú telur að markmiðið hafi verið.

Guðmundur sagði...

Lestu síðustu málsgreinina í pistlinum sem vitnað er til