miðvikudagur, 30. apríl 2008

Kveðjur frá ríkisstjórninni til heimilanna

Á vef RÚV eru birtar eftirfarandi kveðjur frá ríkisstjórninni til almennings, til áminningar um hvaða efnahagsstefnu hún hafi fylgt undanfarinn áratug.

Afborganir lána hækka verulega
Aukin verðbólga hækkar afborganir íbúðalána verulega. Íbúðalánasjóður hefur reiknað út fyrir fréttastofu Útvarps áhrif verðbólgu á íbúðlán. Miðað er við 18 miljóna króna lán með uppgreiðsluþóknun sem tekið er í janúar 2008 til 40 ára og með mánaðarlegum afborgunum.
Reiknað er með raunverulegum vísitölum til júnímánaðar 2008 en eftir það tekur útreikningur mið af því að vísitalan hækki um 10% á ársgrundvelli. Mánaðarleg greiðsla hækkar um rúmlega 11.000 krónur á þessu fyrsta ári, úr 93.000 í janúar, í 105.000 krónur í desember. Á sama tíma hækka eftirstöðvarnar úr 18 miljónum í rúmar 20.

Nú geta Baldur yfirfjármálaráðherra og hans menn ásamt Seðlabankastjórninni, (en þar eru staddir þeir 3 einstaklingar sem hafa ásamt honum mótað núverandi efnahagsstefnu), reiknað út í hvaða stöðu allmörg íslensk heimili eru.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver er Baldur ?