Án þess að ég ætli að hrósa einum eða neinum þá langar mig til þess að minna á þau aðvörunarorð sem allnokkrum sinnum hafa komið frá verkalýðshreyfingunni á undaförnum árum hvaða afleiðingar aðgerðaleysi stjórnenda við stjórn efnahagsmála geti leitt til. Það er minnkandi kaupmátt, vaxandi atvinnuleysi og harkalega lendingu.
Án þess að ég ætli að skamma einn eða neinn þá langar mig til þess að minna á orð stjórnenda efnahagsmála í aðdraganda síðustu kosninga, að hér væri allt í lukkunar velstandi vegna góðrar efnahagstjórnunar og við værum vel undir það búinn þó svo einhver smá sveifla niður á við kæmi. Staða ríkisbúsins og gjaldeyrisstaða væri svo góð. Af hverju þarf að fá lánuð hlutabréf sem launamenn hafa keypt fyrir sparifé sitt í lífeyrissjóðunum?
Án þess að ég ætli að vera með nein eftirmæli langar mig til þess að minna á orð stjórnenda efnahagsmála hér á landi í garð forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar í kosningabaráttunni þegar við bentum á að hlutirnir væru nú ekki alveg eins og sumir vildu halda að þjóðinni. T.d. að skattalækkanir væru ekki að skila sér og myndu koma í bakið á fólki. Staða ríkissjóðs væri vegna þennslu, viðskiptahalla og vaxandi skulda.
Hef nokkrum sinnum minnst á það hér á þessari síðu undir þeim orðunum að „náttúruvernd sé tekjutengd“. Viðhorf landsmanna muni snúast um 180 gráður við mat á virkjanakostum og stóriðju þegar niðursveiflan kæmi. Hljóðið verði þá svipað í landsmönnum og það var þegar atvinnuleysi var allt að 5 -7% og hagvöxtur innan við 1%.
Það er ekki langt síðan að sú staða var. Í því sambandi má minna á kröfur um uppbyggingu í atvinnulífinu og fleiri störf í byrjun þessa áratugs, þegar álverið í Reyðarfirði var byggt og byrjun síðasta áratugs þegar áverið í Hvalfirði var stækkað um helming og byrjum áratugsins þar á undan þegar járnblendið og svo álverið í Hvalfirði var byggt og svo þar á undan þegar álverið í Straumsvík var byggt.
Datt þetta bara svona í hug þegar ég var að hlusta á kvöldfréttirnar um spá fjármálaráðuneytis um þróun efnahagsmála næstu árin.
Held ég geti fullyrt að hvert einasta atriði sem þar kom fram, hafi verið til umfjöllunar hér frá því þessi síða fór í loftið seinni partinn í nóvember síðastliðnum. Spá fjármálaráðherra er nánast ljósrit upp úr gömlum gögnum verkalýðshreyfingarinnar.
Verkalýðshreyfingin hefur verið að bíða eftir að ráðamenn myndu kannski boða til fundar um aðsteðjandi vanda í allnokkurna tíma. Til hans hefur ekki verið boðað vegna fjarveru ráðherra, en mér skilst að það standi jafnvel svo á að helstu ráðherrar verði hérlendis á föstudaginn. Bara svona vegna ummæla eins ráðherra í hádegisfréttum í dag. Einkennilegt að þurfa alltaf að tala með þessum tón til launamanna.
1 ummæli:
Og hvernig getur Guðni Ágústsson komið eins og dottið hafi af himnum , í hvert viðtalið á fætur öður á ljósvakamiðlunum og aldri spurður um sinn þátt í efnahagsmálunum.
Ari
Skrifa ummæli