miðvikudagur, 16. apríl 2008

Spurningar sem við viljum fá svör við

Ráðherrar og stjórnarþingmenn vilja telja okkur í trú um að ástæður hárrar verðbólga, himinnhárra vaxta, hás vöruverðs, mikils falls á fasteignamarkaði, hratt vaxandi atvinnuleysi sé ekki að finna í slakri íslenskri efnahagsstjórn, heldur sé það um að kenna vandamálum ættuðum frá Bandaríkjunum.

Nú hefur komið framhjá íslenskum hagfræðingum að það sé ekki hægt að rekja mikinn hluta að vanda íslenskra banka til bandarískra vandamála. Þar sé helst um að kenna örhagkerfi íslensku krónunnar.

Einnig höfum við íslenskur almenningur beðið eftir því að fréttamenn spyrji íslenska ráðherra og stjórnarþingmenn eftirfarandi spurninga.

Ef sökudólginn er að finna erlendis en ekki hér :
a) Hvers vegna er verðbólga í nágrannaríkjum okkar þá ekki svipuð og hér?
b) Hvers vegna eru vextir þar ekki svipaðir og hér?
c) Hvers vegna stefnir ekki í svipað atvinnuleysi þar?
d) Hvers vegna er verðlag um 30 – 50% hærra hér?
e) Hvers vegna stefnir í mun hærra fall á fasteignamarkaði hér heima?
f) Var bandaríska bankavandamálinu beint sérstaklega gegn íslenskum heimilum?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur.

Við sem greitt höfum í Lífeyrissjóðina, sem K(G)B ankinn er með undir höndum ,,til ávöxtunar" erum ekki tilbúnir til, að lána svona guttum eins og Kristni Geirs (sem setti Goða á hliðina og er nánast eftirlýstur víða um sveitir af fokillum bændum, hverjir telja fari mjög ósléttar vegna afskipta hans af samvinnufyrirtækjunum (téður drengur er sonur Geirs Magnússonar)

Einnig eru VR félagar margir með böggum hildar yfir stöðu þeirra lífeyrissjóðs.

Svona á um mjög mjög marga.

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

Þó það eigi ekki beint við þessi skrif þá vill ég benda á það að hvergi í heiminum gæti aðili sem ætti banka og fjárfestingarbanka reynt að tala niður krónuna eins og krónprins Íslands Björgólfur Th. Björólfsson. Þetta kallast það að reyna að hafa áhrif á markaðinn sem er alls staðar annars staðar ólöglegt. Hvað myndi gerast í USA ef eigandi annars stærsta bankans þar í landi og stórs fjárfestingarféalgs myndi tala á þessum nótum. Afhverju spyrja blaðamennirnir ekki Björgólf hvaða hagsmuni hann hafi af svona tali. Maðurinn er búsettur erlendis með þannig að þegar krónan veikist þá getur hann keypt ennþá ódýrara upp fyrirtæki á Íslandi.