Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins komu fram áhyggjur um að það væri að myndast hér skortur á menntuðu vinnukraft, þá ekki síst vegna þess að kaupmáttur hér er mun lakari en annarsstaðar í Evrópu. Auk þess væri mun erfiðarar fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði og leigumarkaður óþroskaður.
Í þessu sambandi má benda á hvernig tekið hafi verið á móti erlendu vinnuafli hér á landi. Þau lönd sem eru að laða til sín besta fólkið opnuðu vinnumarkað sinn fyrir erlendu launafólki og gættu vel að réttindum þess náðu til sín best menntaða fólkinu.
Á norðurlöndum er áberandi hvernig Norðmenn og Finnar hafa tekið á móti erlendum launamönnum og fylgst vel með því að aðbúnaður standist allar kröfur og laun séu rétt. Þetta hefur leitt til þess að þangað hefur besta fólkið leitað og fyrirtæki hafa getað valið úr, reyndar ekki bara austur-evrópubúum. Í Noregi eru í dag liðlega 200 þús. erlendir launamenn. Svíar eru þar áberandi í heilbrigðisþjónustunni, einnig má benda á að í Noregi eru að störfum 2.000 sænskir rafvirkjar og 600 danskir.
Minna má á hvernig þáverandi stjórnvöld brugðust við þegar í ljós kom að laun og aðbúnaður verkafólks í Kárahnjúkum var langt fyrir neðan mörk. Vinnubúðirnar voru þær lökustu sem reistar hafa verið, héldu hvorki vatni né vindi og verkafólkið átti þar ömurlegan fyrsta vetur. Portúgalarnir reyndu eins og ítrekað kom fram í fréttum, að lagfæra búðirnar með því að líma húsin saman með frauðplasti og skýla sér með dagblöðum.
Þetta hefur skilað sér í skelfilegri umfjöllum um íslenskan vinnumarkað. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa hitt marga þeirra að máli og þeim ber yfirleitt saman um að hingað komi þeir vegna þess að ekkert annað er í boði. Þetta getum við þakkað gróðahyggju nokkurra starfsmannaleiga sem hafa nýtt sér ástandið til hins ítrasta.
Ef við ætlum að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að ná hingað besta fólkinu. Í Finnland og Noreg hafa fyrirtækin, launþegahreyfingin og stjórnvöld tekið höndum saman um að berjast gegn félagslegum undirboðum og séð til þess að allur aðbúnaður sé mannsæmandi.
Eigendur starfsmannaleiga hafa nýtt sér stöðuna, ef einhver fjallar opinberlega um framferði þeirra, var hinum sama hótað meiðyrðamálum. Sveitarstjórnir láta það viðgangast að óvandaðir menn hrúgi inn erlendum launamönnum í iðnaðarhúsnæði sem slökkvilið hafa bent á að þar séu lífshættulegar brunagildrur ofan á að þar sé þeim búinn slakur aðbúnaður.
Og við ætlum að laða til okkar gott og vel menntað starfsfólk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli