fimmtudagur, 17. apríl 2008

6 menningarnir komnir í REI

Það er algjörlega útilokað að átta sig á hvert Sjálfstæðisflokkurinn er að stefna í REI málum. Við hlustuðum í haust á 6 menningana fordæma Hauk Leósson, Vilhjálm og Binga með leiftrandi yfirlýsingum um að fyrirtæki í almannaeigu ættu ekki að vera að þvælast á samkeppnismarkaði, það ætti einkaframtakið að vera.

Ef einhverjir aurar væru aflögu í OR þá væri nær að lækka gjaldskrá og láta eigendur OR njóta þess að fyrirtæki sem þeir eigi gangi vel.

Almenning ofbauð og allir voru sammála um að það gengi ekki að tilteknir stjórnmálamenn væru að spila sig sem einhverja stórlaxa í viðskiptum með því að úthluta sjálfum sér og útvöldum hlutabréf og góð stjórnarlaun í áhættufyrirttæki sem væri búið til úr almannafé og öll áhætta væru tekin úr vösum almennings á höfuðborgasvæðinu í hækkaðri gjaldskrá.

Álit stjórnmálamanna gjaldféll og nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við. Hann féll svo 100 dögum síðar og sexmenningarnir komust að, og þeir tóku til við þar sem frá var horfið í haust en nú með sjálfa sig í bílstjórasætinu.

Er það ástæðan að þeir ruku upp í haust? Þeir hafi ekki fengið að sitja að kjötkötlunum?
Það er allavega ekki hægt að skilja þetta öðruvísi.

Enn gjaldfalla borgarstjórnarmenn og var reyndar ekki af háum stalli að falla.


Sé að bent er á það í leiðara Morgunblaðsins í dag. Það er rétt þar er fjallað um þetta mál og reyndar víðar enda margir undrandi á þessu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er leiðarinn, eins og hann kemur fyrir af skepnunni:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1207665

Rómverji