miðvikudagur, 30. apríl 2008

Til aukins skilnings Egils

Egill biður um aðstoð til skilnings á mun á hjúkkunum og bílstjórunum. Hann er sá að bílstjórarnir sem eru í forsvari í mótmælunum eru sjálfstæðir verktakar á sínum bíl og eru að berjast fyrir rekstrarkostnaði og tilveru sinna fyrirtækja. Á meðan hjúkkurnar eru launamenn.

Launakerfi opinberra stofnana hefur einkennst af stagbættum launakerfum. Þar hefur verið samið um leiðbeinandi launakerfi með lágmarkstöxtum og svo launatöflum með mun fleiri töxtum upp úr, til þess að laun geti verið sveigjanleg eftir störfum og hæfileikum starfsmanna. Þetta er svipað og gert er á almennum markaði og fyrirtækin nýta sér sveigjanleikan. Opinberar stofnanir nýta einungis lágmarkstaxtanna, sem leiðir til þess að ríkisstarfsmenn vilja fá mikla yfirvinnu, auk þess er starfsfólki boðið upp ýmsar aðrar greiðslur til þess að draga upphæð útborgunar nær því sem engur og gerist á almennum markaði.

Þetta er afleiðing fjárhagsáætlana stjórnmálamanna sem byggjast á óskhyggju fjarri öllum raunveruleika. T.d. er gert ráð fyrir að launakostnaður hækki í samræmi lágmarkshækkanir launa ekki við verðlagsþróun. Hér er t.d. mikill munur á þegar átt er við launahækkanir þingmanna sjálfra. Forsvarsmenn stofnana reyna að fara eftir fjárhagáætlunum og verða því að fara í feluleiki með launakostnaðinn.

Þetta kom glögglega fram nýverið í viðtölum við hjúkrunarfræðingana, þeim var 5.000 kr. bílastyrkur. Algengt er að greiddir séu einhver fjöldi yfirvinnutíma jafnvel þó þeir séu ekki unnir, jafnvel þekkist að almennir starfsmenn eru sviðstjórar eða deildarstjórar. Einnig eru sumir gerðir að verktökum til þess að flytja launakostnað yfir í aðkeypta þjónusutu.

Ef þingmenn eru svo spurðir um launakjör opinberra starfsmanna og hvers vegna þó séu svona hjá hinu opinbera setja þeir upp sakleysissvipinn sinn og segja við vildum svo gjarnan borga mun hærri laun en það eru verkalýðsfélögin sem banna okkur það, þau semja um svona skammarlega lág laun. Öll vitum við að kjarasamningar eru lágmarkssamningar með sveigjanleika upp á við eins rakið var hér framar, ekki hámarkssamningar.

Í skýrslum um íslenskan vinnumarkað kemur svo fram að við íslendingar vinnum margfalda yfirvinnu á við aðra og framleiðni sé lítil. Það er fyrir löngu komum upp sá tími að launakjör opinberra starfsmanna verði sett upp á borðin og launakerfin færð til samræmis við það sem gengur og gerist.

Í þessu sambandi má minna á það upphlaup sem var meðal starfsmanna RÚV í haust þegar útvarpsstjóri var ráðin á laun eins og gengur og gerist í sambærilegum störfum, en almennir starfsmenn eru aftur á móti á lágmarkstöxtum.

Engin ummæli: