föstudagur, 18. apríl 2008

Kjaftaskar í byggingariðnaði


Það eru tæp 20 þús. manns sem vinna í bygginga- og verktakaiðnaðinum. Þessi iðnaður stendur fyrir mikilli sýningu í Laugardalshöllinni þessa dagana. Þegar gengið er þar um blasa við sýnishorn þróttmikilla fyrirtækja og mikils verkvits. Allmikill hluti fjölskyldna leggja ævistarfið í hendur þessara fyrirtækja þegar þær fela þeim að byggja yfir sig.

Þetta kom fram ásamt öðrum vel skreyttum yfirlýsingum í setningarræðum borgarstjóra, menntamálaráðherra og samgönguráðherra. En á gólfinu heyrði maður marga taka þannig til orða að þetta væru innantóm orð og viðhorf stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum í þessum iðnaði og verknámi væri í raun honum andstæð.

Þessir ráðherra nota okkur eins og kælikerfi fyrir efnahagslífið.
Hvernig eigum við að geta rekið fyrirtæki við þær aðstæður sem þessir ráðherrar bjóða okkur? Hvers eiga iðnaðarmenn að gjalda?
Reiknar ráherrar að athafnir þeirra dragi ungt fólk til verknáms?
Ekki dettur þessum ráðherrum í hug að skrúfa fyrir allt fjármagns t.d. til landbúnaðarins eða sjávarútvegsins og það sauð á sumum.
Setningar sem maður heyrði á gólfinu voru í þessa áttina.

Og menntamálamálráðherra snaraði sér niður að senunni að lokinni afhjúpun á Tækniskólanum nýju nafni Iðnskólans í Reykjavík, líklega upplifað eitthvað af því sem fram fór á gólfinu og vék sér snaggaralega að mér og nokkrum öðrum forsvarsmönnum í þessum iðnaði og heilsaði okkur með því að við værum Kjaftaskar. Af hverju sagði hún það ekki bara yfir allan hópinn svona inn í miðri gljáhjúpinni ræðunni.

Þeir sem voga sér að benda á atriði sem betur mættu fara, eða mótmæla íslenskum stjórnarþingmönnum í dag eru með skrílslæti og eru kjaftaskar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er íslenskan að fara með mig held ég. Nú látum lesa:
kjafta-skar, nei þá næ ég ekki neinu.
En kjaft-askar, það hljómar vel,sbr. Panduras ask og þá er bara að láta heyra meira í ykkur, því af nógu er að taka.