Það liggur fyrir að rektor Háskóla Íslands gat ekki tekið öðru vísi á vinnubrögðum prófessors Hannesar Hólmsteins. Það var greinilegt á Hannes í fréttunum í kvöld að hann hefur áttað sig á þeirri stöðu sem hann hefur komið sér í og viðurkennir það fúslega og hrokalaust.
Umfjöllun Einars Más í Mannamáli á sunnudaginn um ritstuldi Hannesar var hrein snilld. Sama gildir um margt sem fram kemur í svörum samstarfsmanna Hannesar í Háskólanum sem birt eru á Kistunni.
En það er allmargir sem ekki virðast greina á milli dóms um ritstuld úr verkum Halldórs og svo stöðu Hannesar gagnvart Jóni Ólafssyni og fjársöfnun vegna þeirrar deilu. Mér þóttu skýringar Hannesar á stöðu sinni í því máli útflattar og hagræddar.
Þessi söfnun hefur ekki verið til þess að bæta stöðu Hannesar, ef marka má það sem lesa má á Kistunni og víðar.
3 ummæli:
engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá
Er sammála Hannesi þegar kemur að lögsögu í meiðyrðamáli Jóns gegn Hannesi.Það er eitthvað að í samningum
á milli Íslands og Bretlands þegar hægt er að lögsækja hann í Bretlandi
fyrir '' endurritun frá háskólafyrirlestri'' sem birtur er á
vefsíðu Háskóla á Íslandi.Ummælin flutt hér, síðan vistuð hér, Hannes með lögheimili hér, íslensk vefsíða.Eina ástæðan virðist vera sú að umfjöllun Hannesar um Jón var á ensku.Það er kannski í lagi að hægt sé að stefna honum í einkamáli þar en að dómur þar hafi sömu réttaráhrif hér og íslenskur dómur er á gráu svæði.Mjög gráu.A.m.k þegar kemur að tilteknum málum.Þýðir raunar að sá sem skrifar héðan á ensku lesendabréf í Herald Tribune t.d. um siðblindu í stjórnmálum hér á á hættu að ríkisstjórnin stefni honum í London.Fái hann dæmdan fyrir meiðyrði þar en hirði af honum húsið hér.Raunar var þetta tilfellið í máli Kaupthings gegn Extra Blaðinu.Því var stefnt í London og það gafst upp þegar 50.000.000 höfðu farið í varnirnar.Með öðrum orðum sá sem getur lagt mest undir ( eða meira ) vinnur.Eftir þessu að dæma sýnist mér raunar að ítali sem býr í London geti farið í mál við Guðmund Gunnarsson vegna ummæla sem Guðmundur viðhafði um ÍTALSKA fyrirtækið Impregilo á íslensku en einhver íslendingur hafði eftir honum í lesendabréfi í Travel Weekly sem kemur út í London.Það getur bara ekki verið í lagi.Tilvísanir manna í erlendar vefsíður hér eru í hættu líka.Er hægt að stefna Agli Helga fyrir að vísa í tiltekin ummæli á erlendum vefsíðum sem eru neikvæð fyrir t.d.
tónlistarmenn eða Kaupthing.Í botn og grunn á að stefna mönnum hér fyrir meiðyrði, eigi þeir á annað borð lögheimili hér.Það er t.d. reglan þegar íslendingur hendir flösku niðrá götu ofan af þriðju hæð í Kaupmannahöfn.Danskur saksóknari varð að sækja hann hér '' fyrir að stofna lífi og limum í hættu'' af því íslendingurinn var fluttur hingað.Í málinu var hinsvegar dæmt eftir dönskum lögum. Íslendingurinn var því miður sýknaður enda alsiða hér að henda flösku í mann og annan.Og því ekki talin almannahætta hér að henda flösku í náungann.Má kannski sækja hann í einkamáli í London ef bjórinn var bruggaður í London og dreift þaðan ?? sennilega ??
Raunar finnst mér málsókn Jóns undirmálsleg og má virða Hannes fyrir að kannast við skoðanir sínar jafnt í gær sem í dag.
kv
Einar
Smá athugasemd við það sem "nafnlaus" ritar hér að ofan:
Ástæðan fyrir því að íslendingurinn hefur verið saksóttur hér á landi en ekki í Danmörku er sú að Ísland framselur ekki eigin ríkisborgara til annara landa (líkt og mörg önnur ríki). Þess í stað er réttað yfir viðkomandi hér á landi ef brotið erlendis hefði líka verið brot skv. íslenskum lögum.
Skrifa ummæli