mánudagur, 13. desember 2010

Erum við á réttri leið?

Ég er ekki alveg að skilja af hverju stjórnmálamenn telja að leiðin upp með hagkerfið sé fólgin í því að grafa göng og leggja vegi og flytja inn tjöru. Ef við ætlum að stækka hagkerfið og ná að greiða niður skuldir okkar þá er ein leið hún er að leggja alla áherslu á að skapa grundvöll fyrir frekari fjárfestingum og koma atvinnulífinu í gang.

Auka verður útflutning, en hann hafi staðið í stað undafarið. Tekjur samfélagsins vaxa einungis með meiri verðmætaaukningu í atvinnulífinu og auknum útflutning með meiri erlendum tekjum. Við þurfum á þeim að halda eigi að komast yfir risavaxna skuldabagga íslensks samfélags. Samfélagslegar aðgerðir eins og vegalagning og veggöng skila ekki tekjuauka í formi aukinna útflutningstekna, þó svo þær séu mikilvægar.

Það verður að skapa traust og stöðugleika eigi að fá fyrirtækin og heimilin til þess að fjárfesta. Bæta aðgang að erlendu lánsfjármagni og ryðja gjaldeyrishöftum í burtu. Starfsmenntakerfið verður að styrkja svo það geti mætt þörfum atvinnulífsins og styrkja framgang sprotafyrirtækja. Það væri best gert með samspili atvinnuleysistryggingasjóðs og starfsmenntasjóða atvinnulífsins, með því verður vinnumiðlun skilvirkari.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þótt ég hafi kosið þig, finnst mér synd að vita af þér á stjórnlagaþingi, þegar við þyrftum á manni eins og þér að halda á þingi.

Kannski verða ekki þingkosningar í vor og þá hugsanlegt að koma þér í þingsæti ef ekki ráðherrasæti í næstu kosningum.

Þú ert nefnilega einn af fáum, sem skrifar af raunsæi og viti á blogginu!

Með góðri kveðju,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Svona gerist þegar það er engin fersk hugsun er á alþingi.
Það sem var gert í gamla daga er gert aftur því sama fólkið er á sama stað, og venjur þeirra.

Malbik skapar ekkert í okkar sjóði nema meira viðhald, nær væri að reyna auka hér ilrækt, nóg er plássið,orkan,þekking og mannskapur til að reisa endalaus gróðurhús á Íslandi, nær væri að flytja út grasið en inn. Ég sé hellisheiði sem eitt gróðurhús.
mbk

Nafnlaus sagði...

Góðir punktar.

Umræða um efnahagsmál þarf að vera faglegri og þú hefur verið í fremstu línu á því sviði.

Hvað gjaldeyrishöftin varðar, er öruggasta og árangursríkasta leiðin að afnema þau um leið og samningur við ESB verður samþykktur, enda ekki langt þangað til.

Þetta er hægt þar sem Ísland fær aðild að erm2 við samþykki samningsins - eftir c.a. 2 ár og þá hefði króna bakstuðning Seðlabanka Evrópu og þyldi því afnámið. Svipa og með dönsku krónuna. Til að flýta afnámi haftanna þarf því að flýta aðildarferlinu og aðildinni að erm2.

Það að afnema gjaldeyrishöft án tryggs bakstuðnings eins og Seðlabanak Evrópu væri - heljarstökk út í náttmyrkrið með heila þjóð.

Það væri svipað og að taka björgunarflot af hálf sökkvandi smábát. Hvaða ábyrgur skipstjóri gerði slíkt?

Til hvers og fyrir hvern ætti að gera þá tilraun með þjóðina - að afnema gjaldeyrishöft rétt áður en landið fær aðild að erm2 með aðild að ESB. Slíkt samræmist ekki stefnu um aðild að ESB og er í raun þvert á þá stefnu.

Að taka slika áhættu 10 mín. fyrir aðild er gríðarleg áhætta, sem gæti haft skelfilegar óafturkræfar afleiðingar.

Áhættan væri m.a. fólgin í eftirfarandi: vextir myndu hækka verulega, gengið þyrfti að vera a.m.k. 30% lægra en með aðild að erm2 (og lífskjör 30% verri), gengið myndi síga og verða verulega óstöðugt verðbólga aukast, fjármagnskostnaður heimila aukast, gjaldeyrisvarasjóðurinn gæti þurrkast út (eins og fyrir hrun)ef gert yrði áhlaup á krónuna, krónan væri í höndum spákaupmanna sem gætu leikið sér að henni á kostnað heimilanna, bankarnir gætu fallið vegna áhlaups, og ríkissjóður gæti orðið gjaldþrota.

Þetta er einugis nokkur atriði af mörgum, sem gætu gerst ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin fyrir aðild að erm2.