mánudagur, 27. desember 2010

Ísland láglaunasvæði?

Þótt margt hafi breyst til batnaðar í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja þurfum við enn að burðast með íslensku krónuna, hina örsmáu og óstöðugu mynt. Íslenskt atvinnulíf starfar í alþjóðlegu umhverfi og við verðum að víkja frá einangrunarstefnunni. Miklar gengissveiflur kalla á hærri vexti en eru í nágrannalöndum okkar. Ef íslensk fyrirtæki eigi að vera samkeppnishæf verði þau að hafa tryggan og greiðan aðgang að erlendu lánsfjármagni og búið við stöðugleika svo hægt sé að gera langtímaáætlanir.

Vandamálið var ekki síst að það var nánast ómögulegt að fá krónur að láni til þess að fara út í framkvæmdir. Vaxtastig á krónulánum var alltof hátt. Lánin voru mjög óhagstæð og hafa í raun verið lengi. Lán í erlendri mynt eru mun ódýrari heldur en krónulánin og því tóku fyrirtækin g einstaklingar erlendar myntir að láni frekar en krónur. Vaxtastigið á þeim lánum var miklu hagstæðara. Eitt af helstu vandamálum Íslendinga er krónan. Hún er alltof dýr og hreinlega ónothæf þegar kemur að fjármögnun stórra framkvæmda.

Launamenn stoppa við þegar menn fara að lýsa kostum krónunnar á þann veg að hún tryggi óvenju lágan launakostnað sem hlutfall af tekjum hjá útflutningsfyrirtækjum. Þessi hugsunarháttur hefur ráðið íslenskum stjórnmálum frá lýðveldisstofnun og komið fram í 25% verðbólgu á ári síðustu 60 ár. 25% verðbólga er færsla 1/4 tekna árlega frá launþegum og sparifjáreigendum til atvinnurekenda. Launþegar hafa eytt 3 mánuðum á ári í 60 ár í að niðurgreiða íslenskt atvinnulíf. Þriðjung starfsævi okkar eyðum við í að greiða herkostnað stjórnmálamanna, sem finnst það eðlilegt að tryggja lágan launakostnað með verðbólgu.

Það er brýnt að annar gjaldmiðill verði tekinn upp í landinu, sé horft til framtíðar, eins og verkalýðshreyfingin og forsvarsmenn allra helstu fyrirtækja hafa bent á. Ef ekki verður gripið til réttra aðgerða verður Ísland láglaunasvæði við hlið hinna norðurlandanna sem eru með lægri vexti, hærri laun, mun lægra verðlag og mun betra öryggisnet. Það kallar á fólksflótta.

Fjórflokkalýðræðið er ekki að endurspegla þann vilja sem maður skynjar á kaffistofum, samtakamátt um að vinna okkur frá því samfélagi sem fjórflokkarnir hafa skapað. Það verður ekki undan því vikist sama úr hvaða átt litið er á þróun mála, að velta því fyrir sér hvort stjórnmálamenn séu á allt annarri vegferð en atvinnulífið, svo uppteknir í sínum átakastjórnmálum og að sverja af sér beina aðild að því að skapa það umhverfi sem olli Hruninu.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Frábærir pistlar um vinnumarkaðinn og hvernig níðst er á launamönnum. Gaman að sjá hvernig gerendur fara gjörsamlega á taugum þegar þú dregur fram öll þessi atriði og rökstyður þau svo vel og reyna að drepa umræðunni á dreif með einhverjum fíflalegum já eða nei spurningum.
Meira af þessu Guðrún

Nafnlaus sagði...

Þú mátt ekki einblína svona á krónuna.Útaf fyrir sig er kjánalegt að vera með spilapeninga fyrir svona fá hús.Svo erum við í þokkabót með 500 manna Seðlabanka til að stýra krónunni. Þá er dýrt að prenta smámynt sem gengur hvergi nema í örfáum búðum á hjara veraldar.
Vandi Ísland eru auðvitað íslendingar. Við lifum ekki í alþjóðlegu umhverfi nema að mjög litlu leyti en allur rekstur hér stenst enga samkeppni.
Ísland er láglaunasvæði af því við erum ekki nógu dugleg og það er of fjárfesting á bak við það. Íslenskur rekstur er hvergi samkeppnishæfur nema í frumvinnslu þar sem passað er rækilega upp á að ekkert sé gert hér á landi. Því allt sem við gerum hér við vöruna gerir hana svo dýra að engin vill kaupa hana.
Bullreksturinn breytist ekkert við upptöku á evru nema við náum að skipta krónunni á dýru verði fyrir evru á undirverði. Evrópu mundi aldrei samþykkja að skipta við okkur á þeim kjörum.
Það má því segja að við séum föst því við erum ekki nógu dugleg og of miklir skussar til að komast inn í evrópusambandið nema algjörlega á þeirra mati á okkur. Eftir það þá tekur það okkur 20 ár að standa jafnfætis evrópuþjóðunum í rekstri. Við erum ekki danir, svíar eða norðmenn þó margir í Brussel haldi það sennilega fyrir einhverja vitlausa tölfræði.

Hrafn Arnarson sagði...

Nú er verðbólgumarkmiðum náð. Gerum nú ráð fyrir að verðbólgan haldist lág. Nú er að störfum nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar um möguleikaana á því af afnema verðtryggingu. Gefum okkur að það yrði gert. Hver yrðu þá viðbrögð banka og annarra fjármálastofnana? Mikil hækkun vaxta? Auknar kröfur um veð og ábyrgð? Gefum okkur einnig að ábyrgðamannakerfið yrði afnumið með lögum. Hver erðu viðbrögð banka?

Nafnlaus sagði...

Góð grein.

Með falli ónýts gjaldmiðils, langt umfram efnahagslegar forsendur, er búið að færa Ísland 12 ár aftur í tímann. Þökk sé krónunni.

Fall krónunar skapaði nýja stefnu á Íslandi í átt til enn frekara hrávörulands, með áherslu á vörur framleiddar úr hráfeni, s.s. fiski og ál.

Þetta var talið fínt til að auðvelda fiski og áli samkeppni erl, þ.e. auðvelda samkeppni á hrávörum,,,,

Þetta var þó gangslaust, þar sem framleiðslugeta þessara greina var fullnýtt.

Skellur vegna falls krónunar var hinsvegar margfaldur fyrir fyrirtæki og heimili í stökkbreyttum skuldum, sem aldrei er talað um í þessu samhengi, og sett stóran hluta fyrirtækja og heimila í gjaldþrot, nú eða síðar.

Um leið er fótunum kippt undan þekkingaþjóðfélaginu, sem byggir á því að geta keppt um einstaklinga með langa menntun og mikla þekkingu.

þetta gerist þar sem laun á Íslandi féllu með genginu - langt undir það sem er erlendis og landfótti hefst, helst hjá þeim sem geta farið s.s. ungt fólk með menntun.

Krónan hefur því búið til nýja efnahagsstefnu - með áherslu á Ísland sem hrávöruland - og grafið á sama tíma undan Íslandi sem þekkingarlandi.

Þessi þróun er alveg öfug við almenna hagþróun landa - sem þróast frá því að vera - hrávörulönd og upp á ný stig þekkingarþjóðfélags - með fjölbreyttari og vermætari vöruflokkum á þekkingarsviði.

Þessi stefnumótuir til fortðar má þakka krónunni.

Það er ekki hægt að snúa af þessari leið - nema með því að styrkja gengið að jafnvægi - og taka upp evru.

Á meðan svo er ekki gert - stefnir Ísland hröðum skrfum aftur til fortíðar í atvinnumálum - með áherslu á - hrávörur - þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar verða ekki til, nema í takmörkuðu mæli.

Nafnlaus sagði...

Góð grein að venju. Hún ber af sú skýra sýn sem Guðmundur hefur á vinnumarkaðinn og hvað þarf að gera til þess að koma honum af stað.

Nafnlaus sagði...

Það er nánast sorglegt að fylgjast með blogginu hjá þér stundum. Þú ert svona afsprengi verkalýðaforingja sem hefur aldrei staðið í atvinnurekstri sjálfur og skilur bara ekki þá hlið. Vegna þess nærðu ekki yfirsýninni sem nauðsynleg er til að skilja vandamálið. Ég hreinlega veit ekki hvernig þér dettur í hug að að þetta allt snúist um myntina sjálfa. Er myntin sjálf að mjólka kusu eða verka fiskinn - eða búa til hugbúnað? Nei þetta snýst að sjálfsögðu um verðmætasköpunina sjálfa - og þar sem við búum á petite heimamarkaði þá er gríðarlega erfitt að stunda hér viðskipti yfirhöfuð. Það verður til flöskuháls fyrir alla þá sem eru að byggja upp fyrirtæki. Þeir sem prófa læra það hratt. Ef við skiptum yfir í aðra mynt þá koma verður bara umbreyting á hvernig sársaukinn kemur fram. Hann gæti færst úr mjóbaki yfir í axlir. Skiptir það einhverju máli? Það sem þarf í raun að gerast er að aðilar eins og þú skiljir að við lifum í þekkingariðnaði og fókusinn þarf að fara yfir á vörur sem fitta í global village - þeas nýsköpunarfyrirtæki sem eru born global. Hitt allt saman mun halda áfram að vinna með sama móti og á ekki að eyða mikilli orku í. Mynt skiptir þar bara engu máli - nema þá helst að það gengur auðvitað ekki að hafa hér gjaldeyrishöft etc - en það er tilkomið vegna hruns sem varð út um allan heim en ekki myntarinnar per se.

Guðmundur sagði...

Ja hérna því lík samsuða hjá #12:19 enda þorir maðurinn ekki annað að skýla sér bakið nafnleysi. Allt frá Hruni hefur hver forsvarsmaður fyrirtækja komið fram á fætur öðrum og sagt að fyrirtækjum í tækniiðnaði sé ekki vært hér ´alandi vegna krónunnar.
Ég hef sá um rekstur rafverktakafyrirtækis í nokkur ár. Starfaði sem yfirmaður hjá hátæknifyrirtæki í 5 ár og fleira á fyritækjasviði. Svona spunameistarar lifa í sinni eigin veröld einagnraðir frá samfélaginu.

Nafnlaus sagði...

Já það hefur verið gegnumgangandi partur af þessu brjálaða spunaæði hja ESB sinnum, sem er rétt að hefjast núna, að reyna að draga fram einhverja framkvæmdastjóra hjá hugbúnaðarfyrirtækjum sem eru ESB sinnar - og meina að þá sé þetta allt satt og rétt vegna þess að þeir segja það. Þetta hefur aðallega verið forkólfarnir í CCP. Skiptir þetta þá í raun einhverju miklu máli í dag? Ég held ekki - verða smá sveiflur sem eru hvort sem er jafnaðar út vegna þess að þeir eru með rekstur í mörgum löndum - og það er lítið mál að búa til ýmiskonar varnir gegn þessum sveiflum, sem og þeirra CFO gerir örugglega. Það sem aftur á móti skipti sköpum í að þeir eru yfirhöfuð til er tímabilið þegar starfsmenn hjá þeim unnu í næstum því heilt ár án launa og þeir voru næstum því farnir á hausinn. Skipti þá máli hvort að það var Evra eða IKR. Nei nákvæmlega engu. Þeir voru aftur á móti að glíma við vandamál að þeir voru með rekstur sem snéri að því að vera á petite markaði með litla eða enga alvöru VCs osfrv. Þeir voru aftur á móti heppnir - eða það var allt útpælt - með marga hluti og þá aðallega tímasetningar t.d. hvernig þeir náðu að fjármagna sig að hluta áður en netbólan sprakk og fleira. Allt þetta kemur bara Evru og IKR ekkert við og það er þarna sem kúnstin liggur við uppbyggingu hér á skerinu. Núna skiptir þetta þá voðalega litlu hvort að Evra eða IKR sé ofan á - en þeir nýta sér góða ímynda CCP til framdráttar við ESB spuna. Vona að almenningur sjái í gegnum þetta. Annars er það náttúrlega ótrúlegt að verið sé að reyna að halda upp á þessar evru pælingar núna þegar næstum því hver heilvita hagfræðingurinn í heiminum í dag - hvort sem með nóbel verðlaun á bakinu eður ei, benda á að að þetta myntbandalag var líklega mistök. Núna er líklega eina leiðin til að lagafæra þetta rugl er að búa til svona federation system eins og bandaríkin eru - og hvar erum við þá stött hér sem eitthvað fylki út í ballarhafi. Nei takk ég vil þá frekar vera sjálfstæð þjóð sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir - en ekki hafa verið partur af einhverju landráði, sem var seinast reynt hja ykkur með icesave, en var sem betur fer stöðvað af þjóðinni og bjargaði nokkrum hundruðum milljarða að falla á almenning. Núna mun það sama gerist með ESB - búið að troða þessum kosningum ofan í kok á þjóðinni og hún verður að fella þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og icesave - til að yfirhöfuð bjarga því sem náðist árið 1944

Nafnlaus sagði...

Það er ágætt hjá þér Guðmundur að bera sig saman við hinar norðurlandaþjóðirnar, og segja að Finnar standi aftast í röðinni, það er nefninlega eina þjóðin á norðurlöndunum sem er með evru!!!!!

Íslendingar, Norðmenn, Svíar og Danir eru allir með sína eigin mynt. Nú síðast í gær fjallaði blað sænska iðnaðarins um að ekki kæmi til greina að skipta út sænsku krónunni fyrir evruna, kæmi ekki til greina.

Fyrst þegar ég las greinina, hélt ég að þetta væri eitthvað grín. Hvernig gæti forystumaður í stéttarfélagi ekki vitað um stöðu í myntmálum nágrannaríkjanna.

Nafnlaus sagði...

Þvílík endaleysa og þekkingarleysi hjá nafnlausum 11:38. Danska og sænska krónurnar eru fastengdar við Evruna í gegnum Seðlabanka Evrópu.
Er vonlaust að losna við svona hálfvita úr aths. kerfinu hérna.
Gunnar

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur þessi nafnlaus 11:38 er lýsandi dæmi um það afturhald sem kom landinu í það stöðu og það er í dag. Síðan eru smíðaðar ómerkilegar dylgjur um saklaust fólk eins og beint er að þér. Tengdum við við útsnúninga þar sem hlutunum er snúið á haus. Reyndar vitum við að það er það eina sem fólk af þessu tagi getur.

Davíð James sagði...

Lán og stórframkvæmdir hafa verið afsannaðar sem sönn verðmætaöflun fyrir launafólk. Bæði tvennt eru skammtímalausnir sem hafa slæm langtímaáhrif á lífskjör launafólks.

Nafnlaus sagði...

Danir og Svíar geta haft þetta eins og þeir vilja. Voru ekki Svíar einmitt að breyta vöxtum hjá sér í morgun, alveg óháð evruvöxtum? Hvernig stendur á því ef þeir eru fastbundnir evrunni?

Guðmundur sagði...

Í guðsbænum nafnlaus #11:45 hættu þessum útúrsnúningum. Allir sem vilja tala um þessi mál vita að Danir og Svíar eru með sinn gjaldmiðil tryggðan í gegnum Seðalbnaka ESB, þeir hafa ákveðin vikmörk í gengistefnu sinni. Þetta er nákvæmlega það sem við ættum að gera. Það kostar okkur gríðarlegar upphæðir að halda úti okkar gjaldmiðli, en við gætum gert það með mun minni kostnaði auk þess að hann yrði mun stö0ðugri ef við færum sömu leið og Svíar og Danir. Þetta vita allir sem hafa haft fyrir því að kynna sér þessi mál.

En útúrsnúningaliðið með sína einagrunarstefnu
gerir allt sem hægt er til þess eins að verja hagsmuni valdaklíkkunnar á kostnað launamanna og íslensks samfélags.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt hjá þér Guðmundur. Þetta lið hamast við að skauta framhjá ábendingar þínar um hvers sé staða launamanna í Danmörku og Svíþjóð samanborið við heima. Skuldir hér í Danmörku hafa ekki tekið stökkbreytingum eins og heima, hér hafa menn ekki misst hús sín, hér hefur kaupmáttur ekki hrapað um um 13% eins og heima. Það er ótrúlega niðurlægjandi að hlusta ruglingslegan og innistæðulausan málflutning einagnrunarsinna.