Því er haldið fram að verðtrygging sé einvörðungu til vegna kröfu lífeyrissjóðanna og hún sé ein helsta orsök vandamála heimilanna. Ástæða er að taka það fram að einungis tæplega helmingur fjármuna lífeyrissjóða er á verðtyggingu. Þeir sem vilja muna nokkra áratugi aftur í tímann skilja og muna af hverju verðtryggingu var komið á. Það var í kjölfar stórkostlegustu tilfærslu fjármuna á milli kynslóða í sögu landsins.
Það voru stjórnmálamenn sem komu verðtryggingunni á, til þess að skapa vitrænan grundvöll í sparnaði og möguleika til langtímalána. Fram að þeim tíma voru það fáir útvaldir sem fengu lán og þá til skamms tíma. Samfara þessu var lífeyrissjóðum gert samkvæmt lögum að verðtryggja skuldbindingar sinna sjóðfélaga, en eiga satt að segja í vandræðum með það í núverandi efnahagsumhverfi. Það væri myndi gera rekstur lífeyrissjóðanna mun auðveldari ef verðtrygging væri afnumin.
Margir halda því fram að verðtrygging sé séríslenskt fyrirbrigði, svo er ekki hún er vel þekkt í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Það eru ekki einungis lífeyrissjóðir sem eiga íslensk verðtryggð skuldabréf, þar eru einnig fyrirferðamiklir erlendir fjárfestar á ferðinni. En hugmyndir um útstrikun hefði í raun einungis lent á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna í skerðingu bóta. Allir hinir, bæði hinir erlendu og svo ekki síður sjóðsfélagar opinberu sjóðanna með þingmenn og ráðherra í broddi fylkingar sleppa.
Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar verða að gera sér grein fyrir það að það verður ekki gert bara öðrum megin, heldur verður einnig að afnema verðtryggingu örorkubóta og lífeyris. Því fer fjarri að það sé lífeyrissjóðum í hag að verðbólga sé mikil. Skuldbindingar hækka meira en sem nemur hækkun eigna þar sem aðeins hluti eigna er bundinn í verðtryggðum eignum. Það sjá það allir sem vilja.
Það er í hæsta lagi barnalegt að leggja mál upp með þeim hætti að lífeyrissjóðurinn græði ef verðbólga er mikil og sjóðfélagi tapi. Slík framsetning er í besta falli villandi en í versta falli heimska. Ef lífeyrissjóðir yrðu leystir undan þeirri kvöð að verðtryggja skuldbindingar 100% væri viðhorfið án efa öðruvísi. Markmið lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum sínum að lífeyrisgreiðslur dugi fyrir neyslu á hverjum tíma. Það er til lítils að eiga sjóð, ef hann brennur upp í óðaverðbólgu.
Það er verðbólgan sem er skaðvaldur hins íslenska hagkerfis, helstu orsök hennar er að finna í örgjaldmiðlinum sem við höldum úti að kröfu valdastéttarinnar. Óhjákvæmilegar sveiflur hennar og sífelldur flótti stjórnmálamanna við að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir valda sveiflum, þar sem verið er að flytja vandann yfir á og skattborgarana með tilheyrandi kaupmáttarhrapi og eignatilfærslu frá hinum mörgu til fárra.
Sjóðfélagar hafa greitt mislengi til lífeyrissjóða. Með almennum niðurfærslum skulda væri verið að hlífa þeim er greitt hafa lítið til lífeyrissjóða á kostnað þeirra sem lengi hafa greitt. Miklu réttara að slíkar aðgerðir, séu þær nauðsynlegar, séu greiddar úr sjóðum almennings.
Landsmenn eru skyldaðir til að greiða til lífeyrissjóða. Af hverju skyldi það hafa verið gert? Nauðsynlegt var að stofna umgjörð þar sem enginn gat komist upp með að greiða ekki til lífeyrissjóða og þurfa hámarksaðstoð frá ríkinu þegar kom að töku lífeyris. Þannig þyrftu þeir sjóðfélagar sem greitt hefðu allan sinn starfsferil til lífeyrissjóðs einnig að greiða í formi skatta til þess sem ekki hafði greitt með sama hætti.
Vandamál íslenska lífeyrissjóðakerfisins er að of stór hluti sparnaðarins í kerfinu er fjárfestur innanlands í stað erlendis. Kerfið er einfaldlega of stórt fyrir innlendan markað. Á þessu þarf að taka og breyta þeim hlutföllum sem þingmenn hafa sett fjárfestingarstefnu sjóðanna.
Margir urðu til þess að benda á þá staðreynd í upphafi uppbyggingar uppsöfnunarsjóðanna, að þegar uppsöfnun í sjóðakerfinu yrði hvað hröðust, það er árin áður en stóru árgangarnir hefja töku síns lífeyris, þá yrðu lífeyrissjóðirnir nánast ómátstæðileg freisting fyrir tækisfærissinnaða stjórnmálamenn og það yrði erfitt að halda þeim frá sjóðunum þar til jafnvægi skapaðist í innstreymi og útstreymi lífeyrissjóðanna. Þessa tíma erum við að lifa akkúrat núna. Uppsöfnunin hefur verið, eins og alltaf ver reiknað með, hröðust undanfarin ár og upp úr 2015 fara stóru árgangarnir að lenda á sjóðunum og jafnvægi innstreymi og úrstreymis verður upp úr 2025.
Það eru reyndar fleiri sem eru sekir um þetta, þar fara fremstir lýðsskrumarar sem boða það fagnaðarerindi að það sé hægur vandi að leysa úr vandamálum þeirra sem hafi eytt um efni fram þar sem nú sé svo mikið fjármagn í lífeyrissjóðunum, að það muni engu um þótt þaðan séu teknir nokkrir tugir milljarða. Svo einkennilegt sem það nú er þá fer þar fremst formaður efnahagsnefndar Alþingis, kona sem er menntaður hagfræðingur!!??
En það er klárt að við losnum ekki við ólukkans verðtrygginguna fyrr en við fáum stöðugri gjaldmiðil.
20 ummæli:
Sæll Guðmundur.
Ekki stóð þú þig vel að mínum dómi í kastljósinu í gærkveldi.
Þessi kýtingur út í opinbera starfsmenn og þeirra kjör og neita að taka þátt í upplýstri umræðu um vanda heimila í landinu í dag er þér ekki til sóma. Þú ert tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir framtíðar rettindi sjóðfélaga, ert þú tilbúin að sækja 20% kauphækkun til handa þinna umbjóðenda? til að mæta hækkun kostnaðar á útgjöldum heimila vegna verðbólgu í kjölfar hrunsins? Verkefni dagsins í dag er að búa almenningi í þessu landi bærileg kjör.
Svo vísar þú sífelt í vilja sjóðfélaga, ég kannast ekki við að hafa verið spurður um eitt né neitt sem greiðandi í lífeyrissjóð, ég hef stundum verið spurður sem félagsmaður í verkalýðsfélagi, aldrei sem félagi í lífeyrissjóði. Ekki hengja þig í þessari fléttu um að lífeyrisréttindi séu annað en kaup og kjör launþega.
Það er svo einkennilegt hversu oft menn gera manni upp skoðanir og skjóta svo. Ekkert af því sem Hallur segir hef ég sagt, því fer víðs fjarri. Ómerkilegur spuni.
Sæll á ný.
Það hryggir mig að vera nú á sextugsaldri upplýstur um að að ég skilji ekki íslenskt mál. Vænt þætti mér um að þú upplýstir mig um það í hverju skilningur minn á íslensku máli og ummælum þínum er ábótavant.
Félagi Guðmundur.
Ég vil byrja á að óska þér til hamingju með að hafa náð kosningu á Stjórnlagaþing og veit að þú átt eftir að gera góða hluti þar.
Síðan get ég ekki orða bundist yfir frábærri frammistöðu þinni í Kastljósi í gær. Þarna sá ég einhverja bestu frammistöðu verkalýðsleiðtoga fyrr og síðar í sjónvarpi og þú pakkaðir Þór Saari hreinlega saman. Það sem skipti þó mestu var hvað þú sagðir og sú rödd heyrist allt of sjaldan sem á skýran og kláran hátt setur fram sjónarmið td. lífeyrissjóðanna eins og þú gerðir í gær.
Ef ég væri í stjörnugjöf gæfi ég þér 5 stjörnur af 5 mögulegum.
Frábær frammistaða.
Tryggvi
Góður pistill.
Verðtrygging er einungis einn af björgunarhringjum - allt of litils og stórhættulegs gjaldmiðils.
Annar björgunarhringur þessa ónýta gjaldmiðils eru gjaldeyrishöftin.
Hvernig væri að taka á þessum vanda, eins og þú hefur oft minnst á Guðmundur, áður en skaðinn verður óbærilegur þjóðinni.
Fróðlegt verður að fylgjanst með því hvort þetta verður yfirleitt rætt í komandi kjarasamningum, eða hvort - enn og aftur tekst að þagga þá umræðu niður.
Hallur Heimisson held að þú og fleiri hugsir þetta ekki almennilega. Bara að benda þér á að eitt. Lífeyrissjóðakerfinu er ætlað í framtíðinni að standa nokkurnvegin undir framfærslu fólks sem hefur lokið starfsævinni. Þetta hlutfall sem lífeyrissjóðir hafa greitt hefur sífellt aukist. En ef við skerðum þessa sjóði sífellt þá leiðir það til þess að ríkið þarf greiða stærri hluta til að tryggja framfærslu fólks á eftirlaunum. Sem þýðir að ríkið þarf stöðugt að leggja meira og meira í Tryggingarstofnun sem þýðir hærri skatta, eða hækka eftirlaunaaldur, eða niðurskurð. Því að öldruðu fækkar sífellt.
Held markmið með lífeyrissjóðum sé að þegar þeim fækkar sem taka nú lífeyrir sem greiddu ekki í lífeyrissjóði vegna þess að þeir voru ekki til fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar, þá verði lífeyrir nægur til að framfæra fólki. En það næst aldrei ef að við tökum sífellt af þessum sjóðum. Sem og að það er verið að taka framtíðarréttindi af fólki sem skuldar ekkert og nýtur því í engu þessara lækkana lána.
Þá er ömurlegt að fólk til framtíðar þurfi að blæða af því við erum ekki tilbúin að axla okkar axarsköft heldur sendum þau áfram til næstu kynslóða.
Sæll,
Ég vil þakka þér og þínum félögum fyrir staðfasta vörn gegn þessum eignaupptökuhugmyndum sem í gangi eru. Eins og þú segir er pólitísk áhætta sjóðanna hvað mest núna. Það er ótrúlegt að hlusta á þingmenn tala um hagnað af verðtryggðum eignum sjóðanna sem sé bara hægt að deila út. Sjóðirnir hafi nú líka tekið út sitt tap af hruninu. Í raun tel ég að verðtryggingin sé ekki meginvandi fólks núna. Það varð hins vegar fasteignabóla sem sprakk sem gerir eignstöðu þeirra sem keyptu meðan verðið var í hámarki mjög erfiða. Það er ekkert athugavert við að það þurfi að leiðrétta hlut þessa fólks á einhvern hátt.
Svarið sem þú sendir Halli er ekkert annað en ómerkilegur útúrsnúningur. Því svarar þú ekki þeirri spurningu hvers vegna Hallur sem sjóðsfélagi hefur aldrei verið spurður um málefni þess lífeyrissjóðs sem hann er aðili að? Þú hefur minnkað mikið í áliti hjá mér á síðustu dögum fyrir ekkert annað en ófagmannlega framkomu, bæði hér í svari þínu til Halls og ekki síður í Kastljósi sjónvarpsins gagnvart Þór Saari. Mundu það einnig að við sem eigum í vanda erum líka launþegar. Þú þarft svo sem ekki að óttast okkur launþega, þaulseta verkalýðsleiðtoga er löngu þekkt. En heyrðu, ertu til í að sækja 20% launahækkun til að mæta útgjöldum heimilanna, þú svarar því nefnilega ekki heldur?
Valur B
Sæll Nafnlaus, gott væri að þú kæmir fram undir nafni svo hægt sé að ávarpa þig sem ákveðna persónu.
Nei ég er ekki að misskilja neitt,ég er einmitt á þeim aldri sem mesta hagsmuni hef af því að lífeyrissjóðirnir bólgni út eins og púkinn á fjósbitanum. Ég hef greitt í lífeyrissjóð alla mína starfsævi og er komin vel á 6tugsaldurinn. Ég sé fyrir mér huggulegt ævikvöld þar sem ég get föndrað og slakað á. Ég hef aftur á móti ekki áhuga á því að þeir sem eru að basla nú um daga skulu píndir svo í krafti verðtryggingar að þeir veslist upp, eða þurfi að losa sig við allar "eigur" til að lifa af. Verðtrygging og verðbætur sem ekki er til verðmætaaukning fyrir á ekki rétt á sér. Hvenær á að bæta launafólki þá kaupmáttarskerðingu sem það hefur orðið fyrir í kjölfar hrunsins? Það sem skiptir máli núna er að létta á fólki þeim klöfum sem innistæðulaus verðtrygging bindur á það.Í því máli verða allir að vera þátttakendur. Það borgar enginn nema almenningur með einum eða öðrum hætti það sem þarf að borga í þessu samfélagi, hvort það er með hækkun skatta, skerðingu réttinda eða hverju öðru, þá verða það alltaf við, ég og þú og allir hinir sem borga. Spurningin er um réttlátustu leiðina. Eftir því sem lánin mín hækka eyði ég minna í annað, þ.e. ef laun hækka ekki.
Ég ítreka spurningu mína til Guðmundar, er verkalýðsforystan tilbúin að sækja 20% kauphækkun? Ef svo er þá hætti ég að nöldra.
Stöðugur gjaldmiðill hjálpar okkur lítið eða ekki ef við horfum til reynslunnar, við höfum lag á að kjósa yfir okkur brjálaða stjórnmálamenn og "crasy bankers" eins og Írar gerðu og við alltaf gert.Við munum ekki hætta ruglinu þó Evra yrði tekin upp hér snillingarnir myndu finna leið til að kaffæra okkur í skuldum, "tær snild" kemur aftur og aftur í fjármálin okkar þannig er það bara.
Kveðja. Logi
pasomalSæll,Djöfull var ég ánægður með þig í gærkvöldi í kastljósinu.
Síðan var ég mjög ánægður með að fá þig á stjórnlagaþingið.
Hamingjuóskir
Þráinn
Sæll Guðmundur!
Ég er afar ánægð með velgengni þína í stjórnalagaþingskjöri og er stolt af því að ég og mín fjölskylda hafi átt þátt í að tryggja þér þar sæti. Það sannaðist líka í gærkvöldi í frábæru viðtali í Kastljósi að þú átt fullt erindi á þingið, þar sem þú sannarlega stóðst með eðlilegum viðhorfum fjölda venjulegra íslendinga sem ekki tóku glæfralegar áhættur en standa nú frammi fyrir skertum lífeyri þegar að starfslokum kemur vegna glæfralegrar áhættu og ósanngjarnra krafna á samfélagið sem öllu á að bjarga í kjölfarið þegar skotið hefur verið langt yfir markið með yfirskriftinni: hagnaðurinn skal vera minn en tapið þitt. Ég fylltist stolti við að fylgjast með ákveðni þinni og heiðarlegum rökum í þættinum og veit að svo er um fleiri. Til hamingju og gangi þér sem allra best.
Kv. Laufey
Bara að minna menn á enn einu sinni menn geta sent aths. um mig að minn pistil. En þegar menn ætla sér að nýta þennan stað til þess að senda hingað ómerkilegar dylgjur og fullyrðingar um annað fólk og saka það um glæpi og fleira í þeim dúr, þá er það ekki birt.
Til ýmissa kommentara hér á síðunni: Mér þykir 20% launahækkun til að sækja til baka kaupmáttarskerðingu vera heldur skringilega reiknað. Ég fæ tölu sem er nær fimm sinnum hærri.
Kveðjur frá Heywood Jablome
Árið 1981 stýrði ég stóru verki. Þar starfaði sjötugur smiður sem stóð tinandi á föstudögun bíðandi eftir laununum til að komast fyrir fjögur upp í stéttarfélag til að greiða lífeyrissjóðinn. Allur hans lífeyrir var brunninn upp í verðbólgu en eftir að verðtrygging komst á var hann allt í einu farinn að sjá hugsanlega fram á eftirlaun. Í meira en fimmtíu ár höfðu stjórnmálamenn stolið af honum lífeyrinum með verðbólgu. Verðtryggingin tryggði honum í fyrsta sinn að þeir aurar sem hann lagði inn í lífeyrissjóðinn yrðu ekki að engu heldur héldu verðgildi sínu. Miðað við þau rök sem nú eru notuð átti þessi maður um það bil 30 árslaun inni hjá vanhæfum stjórnvöldum.
Sæll
Sammála pistlinum þínum og þú talaðir mannamál í Kastljósinu en ég er ekki hérna nema til að gera athugasemd, það sem mér finnst þú skauta of létt yfir er að upptaka á öðrum gjaldmiðli ÁN þess að hafa hér alvöru hagstjórn er hættuleg að því leyti að hagstjórnarafglöpum yrði fyrir komið í atvinnuleysinu sem er margfalt verra en óstöðugleiki krónunnar.
Þannig að forgangsröðunin ætti að vera að krefjast og fá ábyrga hagstjórnar/peningamálastefnu áður en við förum að ræða um annan gjaldmiðil.
Aðild að ESB er búin að sýna sig að er ekki ferð til fjár eins og staðan er í dag, líklega yrði hagur okkar hvort sem er aldrei tryggður í ESB eins og það lítur út í dag nema að það hreinlega verði að sambandsríki en ÞÁ mætti mismuna landsvæðum og taka tillit til þeirra sérhagsmuna eins og t.d er gert í bandaríkjunum.
Sæll Guðmundur.
Það er hugsað mjög um hinn almenna sjóðsfélaga þessa daganna en mig rekur ekki minni til þess að það hafi verið gert þegar þið voruð að fara um heiminn með peninganna okkar og spreða þeim í vasa banka manna.
Hafðu það á hreinu það er þess vegna sem Stafir sem er lífeyrissjóður okkar hefur verið að skerða kjörin hjá okkur. Og þið eruð ekki en búin að moka öllu þessu liði þaðan út já samtryggingin er frábær en hún kostar okkur sjóðsfélagan.
Skerðingar hafa verið 6% (30 sept 2009) svo á að skerða 4 x um 2,5% á árunum 2010 og 2011 og þrátt fyrir þetta verður staða sjóðsins í -7% og vafalaust eru fleiri ónýtt bréf þarna inni rétt eins og í Grikklandi þið ættuð að skammast ykkar.
Ég horfði á Kastljós í gær af miklum áhuga. Það er ekki oft sem maður sér jafn afgerandi samanpökkun á þingmanni.
Alveg hreint brilljant
Með kveðju,
Guðmundur R.
Sæll Guðmundur, þú stóðst þig vel í Kastljósinu í gær á móti Þór Saari
það á að láta þessa snillinga, eins og ÞS, vita af því að þeir eru með
framgöngu sinni í þinginu að vinna gegn hagsmunum almennings.
Því komstu vel til skila í þættinum. Takk fyrir það.
Bk. Helgi L
Vandin er ekki verðtryggingin sem slík heldur fyrst og fremst stærð sjóðanna í hlutafalli við hagkerfið og raunvextirnir sem lögin um íbúðarlánsjóð tryggja þeim.
Til að hafa vitræna sýn á þett þarf að skilja eðli fiat peninga. Peningar eiga að vera, og eru oftast ávísanir á verðmæti. Peningar sem búnir eru til með því að tak veð í eign eru ávísanir á raunveruleg verðmæti slíkir peningar hafa engin hliðaráhrif í hagkerfinu og þeir eru venjulega skiptanlegir fyrir raunveruleg verðmæti. Peningar sem búnir eru til úr engu eins og þegar veð er tekið í yfirveðsettu húsi eða peningar sem verða til vegna raunvaxta eru hinsvegar ekki ávísanir á raunveruleg verðmæti og hafa þann leiða galla að rýra verðgildi allra peninga sömu tegundar, líka þeirra sem búnir voru til sem ávísanir á raunveruleg verðmæti.
Þegar mikið er af peningum í umferð sem ekki vísa á verðmæti verður til ástand sem við búum við núna og köllum kreppu. Kreppa er vont ástand fyrir alla, bæði þá sem eiga peninga og þá sem skulda þá.
Kreppur er bara hægt að laga með því að eyða peningum.
Til þess að eyða peningum eru þrjár þekktar leiðir.
1. Gjaldþrot er hefðbundin leið.
2. Afskriftir með samningum sem er minna hefðbundin leið en hún hefur verið mikið notuð fyrir útrásarvíkinga undanfarið.
3. Verðbólga sem er ekki nothæf leið á íslandi vegna þess að hún virkar ekki verðtryggðar krónur.
Á íslandi er því í raun bara um leið eitt og tvö að ræða.
Þú þarft að skilja Guðmundur að kreppan á íslandi tekur ekki enda fyrr en gjaldmiðillin sem við höndlum með getur aftur talsit ávísa á raunveruleg verðmæti og að lífeyrisjóður sem að stæðstum hluta verður til vegna raunvaxta á verðtryggðum krónum í íslenska hagkerfinu upfylla tæknilega ekki þau skilyrði sem þarf til að teljast alvöru peningar skiptanlegir fyrir alvöru verðmæti.
Guðmundur Jónsson
Skrifa ummæli