mánudagur, 13. desember 2010

Svartagallsrausið

Eins og svo oft áður þá bregðast þeir harkalega við sem hafa verið með hvað ómerkilegustu ásakanir í garð starfsmanna lífeyrissjóða, þegar bent er á götin í málflutning þeirra. Neita því ekki að ég hef lúmskt gaman að horfa upp á örvæntingarfull viðbrögð þeirra við pistlinum sem ég skrifaði í gær. Sumir reyna að snúa út úr með því að ég þoli ekki að gert sé grín af mér í Spaugstofunni. Málið snýst ekki um það, það er sú lágkúra þegar mjög óvægnar sakir eru bornar á saklaust fólk byggðar á því svartagallsrausi sem hefur heltekið umræðuna.

Ég er og hef verið ákafur aðdáandi Spaugstofumanna, en mér leiðist þegar þeir byggja spaug sitt á röngum forsendum og veitast að saklausum starfsmönnum. Svona til þess að árétta það þá er ég ekki starfsmaður lífeyrissjóðs.

En í hvert skipti sem einhver skrifar eitthvað annað en svartnætti og niðurtal fyllist athugasemdakerfið af rætnum skrifum og yfir mann dynur hrúga af haturspóstum með útrúrsnúningum þar sem manni eru gerða upp allskonar smánarlegar skoðanir. Komist maður í færi við þessa einstaklinga fara þar langoftast menn sem standa helst utan samfélagsins með því að vera verktakar og hafa ekki staðið við greiðslur til samfélagsins og reyna að koma sökum á aðra.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í mjög góðu viðtali á Sprengisandi á laugardaginn að svartagallsraus „gáfumanna“ ekki sanngjarnt enda margt skárra nú en áður, en margir séu að blogga sig í hel á þessum forsendum og draga úr þeirra bjartsýni sem svo mikil þörf sé á þessa dagana. Ríkissjóður hefði fjármagnað sig með láni með óverðtryggðum vöxtum til tveggja ára. „Allir í heiminum í kring horfa á þetta með öfundaraugum," sagði Már en aðspurður hver hafi lánað ríkinu svaraði hann því til að það hefðu verið lífeyrissjóðirnir.

Lífeyrissjóðirnir eru nú að endurreisa fyrirtæki og samfara því að tryggja sjóðsfélögum sínum ávöxtun. „Gáfumennirnir“ heimta að það sé ekki gert heldur einungis keypt ríkistryggð skuldabréf eða þá í fyrirtækjum sem ekki eru í samkeppni!! Er það líklegt til þess að endurreisa atvinnulífið? Það er sorglegt að nokkrir þingmenn reyna að slá sér upp með því að taka undir þennan málflutning.

Umræðan er rekin áfram á forsendum sem eru rangar byggðar á kolrugluðum Excel-skjölum, reynt hefur verið að leiðrétta það án árangurs. Þeir sem sömdu þessi skjöl hafa verið fastir viðmælendur í spjallþáttum, þar sem þeir hafa úthúðað starfsmönnum stéttarfélaga og lífeyrissjóða og borið á þá mjög þungar sakir. Athugasemdalaust hafa þessi einstaklingar sífellt gegnið lengra, ákaft hvattir af spjallþáttastjórnendum.

Margoft hefur komið fram að skaði lífeyrissjóðanna vegna Hrunsins voru 8% af nafnvirði eigna sjóðanna eða um 340 milljarðar, ekki þriðjungur eða 800 milljarðar. Þetta tap var einungis brot af tapi annarra, eins og ég hef komið margoft að og er reyndar oft í fréttum, en margir virðast ekki tengja það saman. Lífeyrissjóðirnir eru undir öruggri stjórn orðnir að kjölfestu samfélagsins og það eina sem ekki hrundi til grunna í fjármagnsgeiranum.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Linkaði á grein eftir ungan doktorsnema í hagfræði í gær, en það hefur lent í glatkistunni. Umfjöllun doktorsnemans er vægt orðað byggð á misskilningu um eðli lífeyrissjóða. Hann heimfærir vanda B-hluta lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna upp á alla lífeyrissjóði og þess utan virðist hann ekki gera greinarmun á söfnunarlífeyrissjóði og gegnumstreymissjóði. - Evrópulönd eru í miklum vanda út af gegnumstreymiskerfinu, því þessar þjóðir eru að eldast hratt, sem þýðir að sífellt færri verða að vinna fyrir lífeyri stöðugt fleiri lífeyrisþega. Vandi B-hluta lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna er eiginlega samskonar tímasprengja en þó má segja að hún sé aftengd að því leyti, að nokkur ár eru liðin síðan honum var lokað fyrir nýjum félögum. Treysti eiginlega Guðmundi betur en nokkrum öðrum að fjalla um þennan afleita misskilning hagfræðidoktorsins tilvonandi.

Nafnlaus sagði...

Vandinn Guðmundur er að það er ekki neitt traust og það trúir engin lífeyrissjóðunum og starfsmönnum þeirra sama hvað þeir segja. Og í raun er ekki komið fram allt það tap sem gæti komið til - það á einfaldlega eftir að gera upp dæmið.

Ég persónulega tel að tapið sé í hærri kantinum frekar en þeim lægri en það á eftir að koma í ljós.

En eins og áðursagði þá nýtur enginn og þá meina ég enginn trausts lengur - nokkuð sama hvað sá hinn sami gerði eða ekki.

Kv. Magnús

Nafnlaus sagði...

Óverðtryggð lán frá Lífeyrissjóðunum! Ég hef ekki fundið þau enná hvar get ég fengið óverðtryggt lan hjá Lífeyrissjóði?

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Vitnað er þó í ákveðin ummæli.

„Allir í heiminum í kring horfa á þetta með öfundaraugum,"

Fróðlegt væri að vita hvaða ríki vilja endilega vera í þeirri stöðu sem Ísland er í, þar sem fjármagnskostnaður er almennt miklu hærri á Íslandi en yfirleitt erlendis, þrátt fyrir gjaldeyrishöft o.fl.

Ef svo eftirsóknarvert er að vera á Íslandi - af hverju eru þá mörg þúsund manns að flýja land.

þú átt heiður skilið Guðmundur fyrir að reyna að þroska efnahagsumræðu á Íslandi - sem annars einkennist almennt af upphrópunum og moldvirðri, frá degi til dags,,

Nafnlaus sagði...

http://rna.mbl.is/Kafli_13.6

Guðmundur sagði...

Óverðtyrggð lán hafa alltaf verið í boði á breytilegum vöxtum.

Nafnlaus sagði...

Sem endranæ get ég skrifað upp á flest það sem þú skrifar í ágætum pistlum þínum. En í þessum pistli er þú á einum stað að gagnrýna þá sem hafa lýst efasemdum vegna kaupa lísfeyrissjóðanna á Vestía, mest áberandi í þeim hópi er Guðlaugur Þór sem þú ert væntanlega að gagnrýna.

Það sem er galið við kaup lífeyrissjóðanna á Vestía er að á meðal fyrirtækja þar eru a.m.k. tvö sem ekki afla ekki tekna til að standa undir núverandi rekstri og hvað þá að greiða afborganir af lánum sem verður að afskrifa að fullu.
Á sama tíma eru önnur fyrirtæki sem hafa staðið af sér hrunið en eru í dag rekin með tapi vegna þess að eftirspurn hefur dregist verulega saman og markaðurinn ber því ekki öll þessi fyrirtæki. Landsbankinn er að ausa fjármunum í fyrirtækin sín til að halda þeim gangandi. Afleiðingin getur ekki orðið önnur en að þau fyrirtæki sem stóðu af sér hrunið og eru í dag rekin með tapi þurfa að segja upp fleiri starfsmönnum og verulegar líkur eru á að þau fari einnig á hausinn.

Hvernig í ósköpunum getur það talist vera atvinnuuppbygging lífeyrissjóðann að taka við af Landsbankanum við að ausa peningum í reksturinn til þess eins að horfa upp á lífvænlega fyrirtæki veslast upp.
Ég get ekki séð neitt réttlæti í þessu.
kv
Jth

Nafnlaus sagði...

Stjórnendur lífeyrissjóðanna njóta ekki trausts. Þeir, sem eiga peningana þar, geta ekki fylgt þeirri skoðun eftir. Verkalýðsrekendur og auðmenn sitja í stjórnum sjóðanna án atbeina sjóðfélaga. Þetta er sjúkt kerfi, sem leiddi til margskonar óráðsíu fyrir hrunið. Þar töpuðu lífeyrissjóðirnir hundruðum milljarða króna af fé sjóðfélaga. Sjóðirnir hafa reglur, sem sumir fóru ekki eftir. En hampa núna, þegar leitað er til þeirra um lánsfé. Nota reglur, þegar þeim þóknast, annars ekki. Hlægilegt er, að verkalýðsrekandi reiðist, þegar gert er grín að sjúku lífeyriskerfi, sem nýtur ekki trausts notenda. Þetta segir Jónas Kr. og ég gæti ekki verið meira sammála.

Nafnlaus sagði...

Þetta er áhugavert að tapið sé 8% þá kemur upp spurning:
Af hverju þarf lífeyrissjóður (sem er sjóður sem ég hefa borgað í) Stafir að skerða nú síðast um 6,5% og svo á að skerða 4X um 2.5%.

Trúverðugleiki þeirra sem voru og eru en að stjórna í sjóðnum okkar er ekki til. Það þarf ekki annað en að líta á afskriftarlistann.

Guðmundur sagði...

Menn lýsa vel sjálfum sér þegar þeir segja að finnist finnst hlægilegt þegar er borið á saklaust starfsfólk að það sé harðsnúnir glæpamenn.

Maður getur ekki vorkennt þannig fólk, það er orðið fársjúkt af þeim svarta veruleika sem við búum við.

Guð hvað þetta eru ömurlegir karakterar sem eru að skrifa svona aths.

Nafnlaus sagði...

Get ekki verið meira sammála þér Guðmundur þeim líður ákaflega illa sem finnst það skemmitefni þegar saklausu fólk er lýst sem bófum.

Hér eru greinilega á ferð menn sem ættu að leita hjálpar.
Rúnar

Nafnlaus sagði...

Guðmundur!
Af hverju biður þú ekki um hlutlausa úttekt á sjóðnum okkar.

Ég veit að þú segir að þú hafir ekkert með sjóði að gera en sem formaður RSÍ þá væri hlustað á þá beiðni.

T.d. væri frábært að fá þá norsku til að ath þetta fyrir okkur.

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur þegar þessir menn fara að tala niður til þín og kalla þig verkalýðsrekanda veit maður hvaða menn eru hér á ferðinni. Skuldugir verktakar sem vildu fá sparifé launamanna til þess að greiða niður skuldir sínar. Þegar það gekk þá kalla þeir starfsfólk lífeyrissjóðanna glæpamenn og fleira í þeim dúr. Þetta er ómerkilegt hyski af lægsta stigi. Þú stendur þig frábærlega fyrir okkar hönd.
Launamaður og sjóðsfélagi