miðvikudagur, 22. desember 2010

Viltu 30% launahækkun - til frambúðar?

Umræðan um ESB aðild kosti hennar og galla virðast vekja upp hræðslu við breytingar, þjóðernisrembing og ofsafengin viðbrögð sérhagsmunahópa. Þeir þola ekki að bent sé á hvaða hag við hefðum að samstarfi við önnur Evrópulönd. Þeir þora ekki að láta reyna á samninga við ESB og vilja að tryggja óbreytt ástand í efnahags-og stjórnmálum þjóðarinnar.

Ein helsta orsök Hrunsins var sú að hingað flæddi ódýrt lánsfé sem átti að ávaxtast á okurvöxtum á Íslandi. Uppgjör bankana á árinu 2008 leit vel út m.a. vegna gengishagnaðar. Hefði þjóðin haft nothæfa mynt í stað krónunnar, árin fyrir hrun, hefði líklega hvorugt átt sér stað. “Lífskjarabatinn” sem rekja má til óeðlilega sterks gengis krónunnar hefði ekki orðið. Íslenskur almenningur býr við stökkbreytingar á skuldum og um 25 þús. heimili liggja í valnum. Á meðan ekkert slíkt gerðist á hinum Norðurlandanna.

Kostnaðurinn íslendinga við að hafa krónuna kemur fram í hærri vöxtum hér á landi og verðtryggingu, því enginn fjármagnseigandi, hvorki innlendur né erlendur vill lána krónur án verðtryggingar. Skoðum kostnað við 20 milljón króna íbúðarláni hér á landi annarsvegar og í öðru Evrópulandi:

Dæmi um lán á Íslandi.
Íbúðarlán hjá Íbúðarlánasjóði 20 milljónir til 25 ára með 5% vöxtum verðtryggt.
Endurgreiðsla, vextir, verðbætur og annar kostnaður 64,2 milljónir króna.

Dæmi um lán í Evrópulandi innan ESB.
Íbúðarlán hjá evrópskum banka 20 milljónir til 25 ára með nú 3,79% til 4,24% vextir, en mjög fjölbreytileg kjör eru í boði og finna mátti hagstæðari kjör en þessi.
Endurgreiðsla, vextir og annar kostnaður kr. 32,6 milljónir króna. Engar verðbætur.

Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár.

Mest munar þar um að verðbætur á tímabilinu eru 29,1 milljón eða 9,1 milljón króna umfram upphaflegan höfuðstól lánsins.

Verðbólgan hefur alltaf verið mun hærri hér en markmið stjórnvalda/Seðlabankans hafa verið. Síðustu 20 árin hefur meðaltals verðbólga verið rúmlega 4,5% á meðan verðbólgumarkmið Seðlabankans hafa verið 2,5%. Verðbólgan hefur því verið ca. 80% hærri að meðaltali en markmið stjórnvalda/Seðlabankans hafa verið. Þetta segir allt sem segja þarf um stjórn efnahagsmála á síðustu tveim áratugum.

Skatturinn á íslenskt heimili við að koma sér upp meðalstóru húsnæði og fjármagna með íslensku krónunni er um 30 milljónir króna umfram það sem gerist annarsstaðar á Norðurlöndunum. Mismun sem heimilin hefðu til annarra nota, sparnaðar, neyslu eða fjárfestinga og þannig væri efnahagslífið sterkara um leið og heimilin væru betur sett fjárhagslega. Það er fjárhagslega, mesta hagsmunamála heimila og fyrirtækja í landinu, að losna við krónuna og taka upp aðra mynt sem ekki þarf 3-5% vaxtaálag og verðtryggingu sér til viðhalds.

Árið 2005 gerðu Neytendasamtökin könnun á vöxtum á húsnæðislánum í tíu Evrópulöndum. Ef miðað er við að greiddir séu 2% raunvextir er endurgreiðsla 40 ára láns um 1,5 sinnum höfuðstólinn. Séu vextir 4% er endurgreiðslan tvöfaldur höfuðstóll að raunvirði og ef þeir eru 6% þá er endurgreiðslan 2,7 sinnum upprunalegt lán.

Þetta þýðir að endurgreiðsla á íslensku láni er næstum tvöfalt hærri en í samanburðarlöndunum og er þó ekki tekið það tilvik þar sem mestu munar. Lánakostnaður er því tvö til þrefalt meiri á Íslandi en í samanburðarlöndum.

Miðað við 20 milljón kr. lán þýðir 2% munur 400 þús. kr. mismun á ári, sem 4% þýðir að Íslendingar greiða 800 þús. kr. meira en erlendi húskaupandinn. Á mánuði er munurinn 33 – 66 þúsund krónur á mánuði sem samsvara 45 – 90 þúsund fyrir skatta. Þetta samsvarar 15 – 30% launahækkun, ef miðað er við algeng laun.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælir. Er ekki alveg sammála því að ég tel að óstjórn í efnahagsmálum verð að ástæðuna. Þessir eru með Evru og staðan er svona :"Gríska þingið greiðir atkvæði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í kvöld. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og launalækkanir sérstaklega hjá starfsmönnum ríkisrekinna almenningssamgangna .Tilgangurinn er að vinna gegn fjármálakreppunni í Grikklandi sem skekið hefur allt evrusvæðið. Ríkisstjórnin hefur þegar lækkað laun opinberra starfsmanna um 15 prósent, hækkað eftirlaunaaldur, fryst eftirlaun og dregið úr útgjöldum ríkissins. Ekki hefur hins vegar tekist að auka skatttekjur eins mikið og ætlunin var." Í fréttum á RÚV. Vextir hjá okkur verða áfram háir meðan við erum að greiða niðurfellingar á lánum, það eru engir aðrir enn lántakendur sen greiða það. Meðan það er liðið að menn geti skift um kennitölu eins oft og þeim dettur í hug þá munu vextir og vöruverð ekki breytast hér. Númer eitt er að siðferðið er ekkert hér saman ber að æðstustjórnendur Flugleiða fá nýja bíla einsog ekkert sé. Hvar er siðferið hjá Lífeyrissjóðunum ? Þeir eru með menn í stjórn þarna, er ekki eðlilegra að greiða fólki samkeppnishæf laun? Þú ættir Guðmundur að fylgast með hvernig þessi fjárfesting í Flugleiðum skilar sér, ég hef enga trú á henni.Kveðja Simmi.

Andrés sagði...

Þakka þér fyrir eljuna Guðmundurað benda fólki á þetta. Það er ótrúlegt að ekki fleiri skuli hafa kveikt á perunni. En dropinn holar steininn! Andrés

Nafnlaus sagði...

Þakka yfirleitt góða pisla og ég er sammála þér með að henda krónuni. En þessi lánasamanburður hjá þér gengur ekki upp, það þarf að núvirða bæði lánin til að bera þau saman, ef ekki, þá væri hægt að draga þá ályktun að verðtrygðar innistæður í íslenskum bönkum væru einhver hagstæðasta ávöxtun sem hægt væri að fá, var um 20% árið 2008

Jónas Kr.

Nafnlaus sagði...

Kjarni málsins!

Það er fullt af fólki sem er þér sammála, Guðmundur.

Þakkir og baráttukveðjur.

RK

Guðmundur sagði...

Hverslags bull er þetta #11:19
Allir vita að það er spilling og efnahagsleg óstjórn sem hefur komið Grikkjum íþá stöðu sem þeir eru í og það er Evrunni að þakka að almeningur þar er ekki að missa eignir sínar og situr í botnlausum stökkbreyttum lánum eins og þeir sem búa við krónuna.
Það er lífeyrisskuldbindingar hins opinbera sem er að fara með Grikki og reyndar fleiri þjóðir sem ekki hafa komið sér upp uppsöfnunarkerfi eins og íslendingar.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur. Ég er sjálfur mjög áhugasamur um aðild að ESB, en aðallega vegna þess að Íslendingar hefðu svo gott af meira og faglegra aðhaldi frá þroskaðri þjóðum. Einnig held ég að stöðugleikinn og áreiðanleikinn sem fylgir evrunni ætti að laða að fjárfestingar hingað. En ég hef aldrei keypt þessi rök um að við myndum spara okkur svo og svo mikinn pening í vaxtakostnað með upptöku evru. Ef vextir lækkuðu mjög mikið myndi fasteignaverð einfaldlega rjúka upp eins og gerðist þegar bankarnir lækkuðu vexti sína í 4,15. Það fer alltaf ákveðið hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks í húsnæði. Þetta er einhver jafna sem hagfræðingar geta sjálfsagt sett upp. Húsnæðiskostnaður til lengri tíma hlýtur að vera eitthvert fall af vöxtum, fasteiganverði og kaupmætti. Ef vextir lækka, hækkar húsnæðisverð (þótt losni um í buddunni til skemmri tíma).

Bestu kveðjur og takk fyrir pistlana á árinu!

Júlíus

Nafnlaus sagði...

Það fylgir því mikill kostnaður að halda krónunni. Allur sparnaður myndi hverfa ef verðtryggða krónan yrði afnumin. En hverjir eru kostir krónunnar? jú, hún fellur við vissar aðstæður á mörkuðum. Fall hennar(eða sveigjanleiki eins og sumir kalla)minnkar kaupmátt launa(raunlaun) og skerðir þar með lífskjör þeirra sem lifa fyrst og fremst af launum. Kostnaði vegna ytra áfall er velt yfir á launafólk. Rekstrarkostnaður fjölmargra fyrirtækja minnkar.Fall krónunnar skapar jafnvægi á viðskiptajöfnuði eða jafnvel afgangi. vegna þess hve raunlaun eru lág verður atvinnuleysi minna en ella(kostir sveigjanleikans að mati stuðningsmanna krónunnar). Tekjur útflutningsgreina vaxa í krónum talið en allar skuldir vaxa, erlendar jafnt og verðtryggðar innlendar. Á árunum eftir 2000 var haldið uppi fölskum kaupmætti og gengdarlausu kaupæði með ódýru lánsfjármagni.Gríðarleg verðbóla á fastfylgeignamarkaði fylgdi í kjölfarið. Þessi bóla sprakk framan í þjóðina í hruninu mikla. Nú er verðbólgan komin niður fyrir 3% með kaupmætti í lágmarki, miklu atvinnuleysi og gjaldeyrishöftum. Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans hefur í mörg ár haldið því fram að Evran sé besti kosturinn en það eru stjórnmálamennirnir sem ákveða.

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara ein hliðin á peningnum, Guðmundur.

Innstæður í bönkum sem og lífeyrissparnaður mun að sama skapa bera mjög lága vexti, jafnvel neikvæða ávöxtun þegar fjármagnsskattur er kominn í spilið.

Þar að auki munu laun í Evru-hagkerfi að sama skapa hækka mjög lítið, ef nokkuð.

Þar að auki mun vinnumarkaðurinn í svona "stöðugu" hagkerfi vera notaður sem sveiflujöfnunartæki þegar eitthvað bjátar á, t.d. samkeppnishæfni versna, eða efnahagsaðstæður verða slæmar.

Allar þær jákvæðu myndir sem þú málar upp ef við gögnum í ESB og tökum upp Evru, eru bara fræðilegar vangaveltur. Raunveruleikinn verður allt annar.
Evran miðast þar að auki við Þýskan efnahagslegan raunveruleika, ekki Íslenskan.
Og Ísland er ekki Þýskaland.

Þessar lýsingar þínar á kostum Evru-upptöku á Íslandi, hljóma eins og þegar menn voru að segja í kringum 1950, að kjarnorkan yrði framtíðarorkugjafi gjörvalls mannkyns vegna ótvíræðra kosta hennar sem kraftmikils orkugjafa.
Öll vitum við að þetta hefur ekki orðið raunin.

Í upphafi skildi því endinn skoða.
Það "lookar" voða vel að vera með Evrur í veskinu, en það er ekki víst að það sé til blessunar fyrir Ísland og Íslendinga

Guðmundur sagði...

Árið 2005 gerðu Neytendasamtökin könnun á vöxtum á húsnæðislánum í tíu Evrópulöndum. Ef miðað er við að greiddir séu 2% raunvextir er endurgreiðsla 40 ára láns um 1,5 sinnum höfuðstólinn. Séu vextir 4% er endurgreiðslan tvöfaldur höfuðstóll að raunvirði og ef þeir eru 6% þá er endurgreiðslan 2,7 sinnum upprunalegt lán.

Þetta þýðir að endurgreiðsla á íslensku láni er næstum tvöfalt hærri en í samanburðarlöndunum og er þó ekki tekið það tilvik þar sem mestu munar. Lánakostnaður er því tvö til þrefalt meiri á Íslandi en í samanburðarlöndum.

Miðað við 20 milljón kr. lán þýðir 2% munur 400 þús. kr. mismun á ári, sem 4% þýðir að Íslendingar greiða 800 þús. kr. meira en erlendi húskaupandinn. Á mánuði er munurinn 33 – 66 þúsund krónur á mánuði sem samsvara 45 – 90 þúsund fyrir skatta. Þetta samsvarar 15 – 30% launahækkun, ef miðað er við algeng laun.

Nafnlaus sagði...

Er það semsagt Evruni að þakka að þessi lönd sem hafa fallið svo sem Grikkland og Írland að fallið var ekki meira? Ég held að það sé bara óstjórn í þessum löndum og Evran hafi lítið bjargað þeim. Sama er með Spánn, Ítalíu og Portugal sem sumir segja að verði næst. Þessi lönd eru auðvitað með einhverja spillingu enn held að Írar munseint segja það. Eignir fólks í þessum löndum hafa nú rýrnað líka. íbúðaverð hefur fallið og eftirlaun skorinn niður, allt eru þettað eignir. Það sem ég er að benda á er oftrú fólks að allt muni batna við það að taka upp Evru, við verðum að stjórna okkar fjármálum sjálf. Þá á ég bæði við hið obinbera og fólkið sjálft. Kv Simmi

Viðar Ingvason sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa í 20 ár unnið að því að gera útvöldum hópi manna kleyft að ræna náttúruauðlindum þjóðarinnar, verðmætustu ríkisfyrirtækjunum og ríkissjóði. Að auki bjuggu þessir flokkar svo um hnútana að hinir útvöldu gætu arðrænt almenning án þessa að þurfa brjóta nokkur lög eða reglur.

Samanlagt fylgi mafíuflokkanna mun aldrei fara niðurfyrir 60%, sama hvað Guðmundur og aðrir vel greindir menn hamast við að upplýsa almúgann.

Fyrir ungt fólk er mun skynsamlegra að flytja úr landi en setjast að í þessu skuldafangelsi.

Nafnlaus sagði...

Þreytt lumma hjá þér. Vextir hérna eru hærri einfaldlega vegna þess að bankarnir eru að taka meiri áhættu þegar þeir lána, eins og glögglega hefur komið í ljós.

Erlendis fengju menn aldrei lán fyrir 90% af fasteignaverði húss, ótakmarkaða upphæð, eins og var á árunum 2006-2008. Ætli vextir í Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð til einhvers sem tæki svona hátt lán, með svona lélegum veðum yrðu ekki amk jafn háir og hér?

Vextir eru ekkert issue með að ganga í ESB.

Einar sagði...

Hmm, ef við skoðum lönd eins og Írland, þ.s. mjög svipuð hagkerfisleg mistök voru framkv., sbr. Anglo Irish Bank, þá var þar að því virtist margt líkt starfsemi ísl. bankanna. En, á Írlandi átti sér einnig stað lánabóla sem lyktaði í óskaplegri skuldasöfnun almennigs, og í dag e-h nærri því svipuðu hlutfalli íbúðaeigenda í vandræðum.

Þetta gerðist með þeim hætti, eins og einn commentarinn er þegar búinn að benda á að mjög lækkaðir vextir hafa þau áhrif, að fólk hefur efni á mun stærri lánum.

Þetta hefur í reynd svipuð áhrif og 100% og 90% lánin höfðu hér, nema vextir eru enn lægri og því áhrifin væntanlega enn magnaðari í því að sprengja markaðsverð upp úr rjáfrinu.

Bankarnir hefðu alveg geta nýtt sér leiðir sem írsku bankarnir fóru, þ.e. nýtt sér þá lánabólu hérlendis sem lágir vextir Evrunnar hefðu búið til.

Stjv. hér hefðu verið eins sofandi gagnvart þessu eins og stjv. á Írlandi, Spáni, Grikklandi eða Portúgal.

Það hefði átt sér mjög svipaður skuldasöfnunar cirkus og átti sér reynd stað, nema þ.s. vextir og lán eru enn ódýrari, hefði hlaðist upp enn hærri skuldir áður en bólan hefði náð að springa.

Síðan, auðvitað hefðu bankarnir einnig getað opnað internet reikninga sbr. Icesave í öðrum löndum. Beitt þeim til að dæla hingað fjármagni eins og þeir gerðu.

Auðvitað, þ.s. lánsfé er ódýrt í Evru, hefðu þeir einnig stundað mjög sambærilegar skuldsettar yfirtökur. Við hefðum einnig séð bankana þenjast ofsahratt út.

Síðan, hefði auðvitað fall þeirra einnig átt sér stað, eins og gerðist. Það skiptir ekki megin máli þó þeir verið e-h minni. En, segjum 5 falt stærri en hagkerfið og sama niðurstaða hefði átt sér stað. En, ég sé ekki að þeir hefðu endilega augljóslega endað minni, allt eins endað enn stærri þ.s. skuldsetning hagkerfisins okkar hefði endað enn hærri vegna hinna lægri vaxta.

Kv,

Einar sagði...

En, munurinn hefði verið sá, að ekki hefði verið hægt að framkalla snöggann viðsnúning á viðskiptahalla yfir í hagnað - sem hefði þá þítt að Ísland ólíkt því sem er í dag væri að blæða stöðugt fjármagni úr landi vegna viðskiptahalla ofan í það fé sem lekur úr landi vegna vaxtagjalda. Þetta hefði án nokkur vafa orsakað greiðsluþrot landsins. En, landinu munar um þær tekjur sem það hefur haft síðan krónan féll, fyrir hagnað af viðskiptum við útlönd.

Að sjálfsögðu, hefði atvinnuleysi verið 2-3 falt þ.s. þ.e. í dag, þ.s. mun fleiri fyrirtæki hefðu farið á hausinn. En, lágir vextir eins og ég nefndi að ofan, hefðu skilað enn meiri skuldsetningu þeirra.

Varðandi stökkbreytingu lána, sem er mjög vinsælt að nefna, þá gildir hún einungis fyrir fyrirtæki sem ekki hafa tekjur í þeim sömu gjaldmiðlum og þau skulda í. Þetta vandamál, er alls ekki eins stórt og af er látið. Best að láta þau hin fyrirtækin fara á hausinn, enda eru þau yfir leitt innlend þjónustufyrirtæki, sem auðvelt er að endurreisa.

Þú hefur rétt fyrir þér, að hagvöxtur hér á síðasta áratug, var að miklu leiti út á lánsfé.

En þ.s. þú leiðir hjá þér, að hagvöxtur á Evrusvæðinu var það einnig, þ.e. skuldsetningar- / fjárfestingarbóla á grunni einmitt lágu vaxtanna sem akkúrat koma slíku af stað, þ.s. mjög lágir vextir einmitt hvetja til offjárfestinga, til skuldsetningar vítt og breitt einmitt vegna þess hve lánin kosta lítið, svo þau verða ofnýtt til kaupa á óþörfum hlutum, framkalla húsnæðisbólur - sem gerðist í öllum aðildarlöndum Evrusvæðis án undantekninga þær voru einfaldlega misstórar, að auki hvetja lágir vextir til "speculative finance" þ.s. menn séu að kaupa bréf af öllu tagi á verðbréfamörkuðum út á lán.

Mjög lágir vextir í reynd umbreita hagkerfum í kasínó, fullkomlega óhjákvæmilega.

Vaxtastefnan á Evrusvæðinu, var stór hluti ástæðunnar þeirra vandræða, sem eru til staðar - þ.e. útbreitt skuldsetning almennings, fyrirtækja ásamt ofvöxnu bankakerfi.

Það kaldhæðna er það, að Evran er við dauðans dyr út af þessum mistökum, að hafa alltof lága stýrivexti í heilann áratug.

Sjá skoðun talsmanns eins stærsta fjármálafyrirtækis í heimi:

"Andrew Bosomworth, head of Pimco's portfolio management in Europe, said current policies are untenable in the absence of fiscal union and will lead to a break-up of the euro. " - ""Greece, Ireland and Portugal cannot get back on their feet without either their own currency or large transfer payments,"" - ""He said these countries could rejoin EMU "after an appropriate debt restructuring", adding that devaluation would let them export their way back to health."" - ""Can countries inside a fixed exchange-rate system like the euro grow and tighten budget policy at the same time? I don't think so. It didn't work in Argentina," Mr Bosomworth said."

Kv.

Einar sagði...

En, munurinn hefði verið sá, að ekki hefði verið hægt að framkalla snöggann viðsnúning á viðskiptahalla yfir í hagnað - sem hefði þá þítt að Ísland ólíkt því sem er í dag væri að blæða stöðugt fjármagni úr landi vegna viðskiptahalla ofan í það fé sem lekur úr landi vegna vaxtagjalda. Þetta hefði án nokkur vafa orsakað greiðsluþrot landsins. En, landinu munar um þær tekjur sem það hefur haft síðan krónan féll, fyrir hagnað af viðskiptum við útlönd.

Að sjálfsögðu, hefði atvinnuleysi verið 2-3 falt þ.s. þ.e. í dag, þ.s. mun fleiri fyrirtæki hefðu farið á hausinn. En, lágir vextir eins og ég nefndi að ofan, hefðu skilað enn meiri skuldsetningu þeirra.

Varðandi stökkbreytingu lána, sem er mjög vinsælt að nefna, þá gildir hún einungis fyrir fyrirtæki sem ekki hafa tekjur í þeim sömu gjaldmiðlum og þau skulda í. Þetta vandamál, er alls ekki eins stórt og af er látið. Best að láta þau hin fyrirtækin fara á hausinn, enda eru þau yfir leitt innlend þjónustufyrirtæki, sem auðvelt er að endurreisa.


Kv.

Einar sagði...

Þú hefur rétt fyrir þér, að hagvöxtur hér á síðasta áratug, var að miklu leiti út á lánsfé.

En þ.s. þú leiðir hjá þér, að hagvöxtur á Evrusvæðinu var það einnig, þ.e. skuldsetningar- / fjárfestingarbóla á grunni einmitt lágu vaxtanna sem akkúrat koma slíku af stað, þ.s. mjög lágir vextir einmitt hvetja til offjárfestinga, til skuldsetningar vítt og breitt einmitt vegna þess hve lánin kosta lítið, svo þau verða ofnýtt til kaupa á óþörfum hlutum, framkalla húsnæðisbólur - sem gerðist í öllum aðildarlöndum Evrusvæðis án undantekninga þær voru einfaldlega misstórar, að auki hvetja lágir vextir til "speculative finance" þ.s. menn séu að kaupa bréf af öllu tagi á verðbréfamörkuðum út á lán.

Mjög lágir vextir í reynd umbreita hagkerfum í kasínó, fullkomlega óhjákvæmilega.

Vaxtastefnan á Evrusvæðinu, var stór hluti ástæðunnar þeirra vandræða, sem eru til staðar - þ.e. útbreitt skuldsetning almennings, fyrirtækja ásamt ofvöxnu bankakerfi.

Það kaldhæðna er það, að Evran er við dauðans dyr út af þessum mistökum, að hafa alltof lága stýrivexti í heilann áratug.

Sjá skoðun talsmanns eins stærsta fjármálafyrirtækis í heimi:

"Andrew Bosomworth, head of Pimco's portfolio management in Europe, said current policies are untenable in the absence of fiscal union and will lead to a break-up of the euro. " - ""Greece, Ireland and Portugal cannot get back on their feet without either their own currency or large transfer payments,"" - ""He said these countries could rejoin EMU "after an appropriate debt restructuring", adding that devaluation would let them export their way back to health."" - ""Can countries inside a fixed exchange-rate system like the euro grow and tighten budget policy at the same time? I don't think so. It didn't work in Argentina," Mr Bosomworth said."


Kv.

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að þessi Einar er með margföld sólgleraugu. Reyndar þannig útbúinn að þau snúa öllu á hvolf. Það er öruggt að hér er á ferðinni eihnver penni frá LÍÚ eða Bændablaðinu, sem vilja geta haldið sínu, gera upp í Evru - gera út í Evrulöndum, en greiða fisvinnuslufólki og iðnaðaðrmönnum í íslenskum krónum. Eða svo maður tali nú ekki um landbúnðinn sem greiðri svo léleg laun að fólk er frekar á atvinnuleyrisbótum en vinna hjá þeim

Þetta eru frábærir pistlar hjá þér Guðmundur og því miður alltof sjaldséðir
Kiddi

Guðmundur sagði...

Það er svo einkennandi fyrir suma sem eru að skrifa aths. að þeir eru fullkomlega röklausir. Þeir lýsa því svo ákaflega vel þegar þeir tala um "en það eru svo margar rangfærslur" án þess að skilgreina hverjar þær eru.

Og svo er að venju farið í að tala niður til manna með venjubundnu rætnu orðafari.

Sumt er svo langt fyrir utan það að vera birtanlegt

Jólakv. GG