mánudagur, 27. desember 2010

Timburmenn krónunnar

Það bendir til skorts á rökum þegar stuðningsmenn krónunnar og andstæðingar ESB vilja sífellt bera Ísland saman við Grikkland. Þeir forðast að bera okkur saman við hin Norðurlöndin, en um leið er þess krafsit að öllum að við búum okkur og börnum okkar sambærilegt samfélag og er á hinum Norðurlandanna. Vandi Grikklands er ekki gjaldmiðilinn, hann er efnahagsstjórn þar sem lifað hefur verið um efni fram. Eignir hafa verið seldar, lífeyrisskuldbindingar langt um efni fram. Gerðar eru tilraunir til þess að víkja sér undan því að taka á vandanum og honum vísað á komandi kynslóðir.

Nú þegar lífeyrisþegum fjölgar hratt í hlutfalli við skattgreiðendur þá stendur engin ríkissjóður undir gegnumstreymiskerfi, þetta er vandi sem blasir við mörgum stjórnvöldum, eins og t.d. Grikkland, Frakkland, Ítalíu og Spáni, þess vegna eru svo margir að fara inn í uppsöfnunarkerfi eins og komið var á hér á landi með kjarasamningum 1970. En þá verða stjórnmálamenn að standa skil á iðgjöldum.

Sá vandi liggur fyrir nokkrum sveitarfélögum hér á landi og reyndar ríkissjóð vegna Lífeyrissjóðs útvalinna opinberra starfsmanna (500 MIA). Þessir aðilar munu í vaxandi mæli verða að skera niður þjónustu, hækka þjónustugjöld og auka skattlagningu til þess að geta staðið undir lífeyrisskuldbindingum. Þar er búið að færa vandan yfir á börnin okkar. Reyndar eins og Sjálfstæðismenn virðast vilja gera með tillögum sínum á Alþingi.

Krónan er ein helsta ástæða þeirra erfiðleika sem við eigum við að etja. Stjórnmálamenn hafa ítrekað á undaförnum áratugum leyst rekstrarvanda útflutningsfyrirtækja með gengisfellingum. Þetta hefur verið rómað af mörgum, en fáir bent á þá staðreynd vandinn hverfur ekki, hann er einfaldlega fluttur yfir á launamenn með því að lækka laun þeirra, þeim er gert að greiða upp afglöp eigenda fyrirtækjanna. Þetta hefur leitt til þess að a.m.k. sum fyrirtæki hafa ekki verið rekin með eðlilegum hætti þar sem forsvarsmenn þeirra hafa ætíð treyst á þessa lausn.

Í lokuðu hagkerfi gekk þetta upp og þegar fiskvinnsla og landbúnaður voru aðalatvinnuvegir þjóðarinnar. Krónan var ein af meginástæðum fyrir aðdraganda hrunsins og hrun hennar hefur sett mörg heimili og fyrirtæki í vonlausa skuldastöðu. Auk þess blasir við sú staðreynd að við verðum að fjölga störfum hér á landi og það verður ekki gert í útgerð eða landbúnaði, þar er verið að hagræða og störfum hefur fækkað og mun líklega fækka enn frekar.

Við þurfum 20 þús. ný störf á næstu 2 árum og þau verða einvörðungu til í fyrirtækjum í tækniiðnaði og þar þarf að koma til erlend fjárfesting og greiður aðgangur íslenskra fyrirtækja að erlendum birgjum og eðlilegum viðskiptum um heim allan. Það verður ekki gert með krónunni. Ekkert erlent fyrirtæki tekur við krónu sem greiðslu og í dag eru íslensk fyrirtæki krafinn af erlendum birgjum um staðgreiðslu í erlendum myntum.

Króna er stór hluti þess vanda sem við eigum við etja. Hún ástæða stökkbreytinga á skuldum heimila og fyrirtækja. Hún hefur orðið til þess að traust á íslensku efnahagslífi ekkert. Fjárfestar vilja komast héðan, frekar en að fjárfesta hér. Það blasir einnig við að ef lífeyriskerfið á að standa við skuldbindingar sínar verður að dreifa áhættunni með fjárfestingum í auknum mæli erlendis, það eru svo fáir fjárfestingarkostir hér á landi. Við reisum ekki efnahagslífið með því að flytja inn malbik og leggja vegi.

Á meðan þessi staða ríkir samfara því að reynt er að stöðva viðræður um aukin samskipti Íslands við nágrannaþjóðir þá er engin von um að það takist að endurreisa íslenskt atvinnulíf, fyrirtækin munu í auknum mæli flytja sig inn á ESB svæðið, fólksflóttinn mun elta störfin þangað.

22 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Frábær pistill, segir allt sem segja þarf. Við stöndum frammi fyrir tveim kostum, annarsvegar inngöngu í ESB með upptöku Evru og hinsvegar að loka landinu lifa á afurðum landbúnaðar og sjávarútvegs, sem mun þýða skert lífsgæði. Nýting á þeim auðlindum sem við eigum í lokuðu hagkerfi mun ekki skapa velmegun, með inngögnu í ESB höfum við aðgang að fullu að innrimarkaði og aðgengi að þróunarsjóðum ESB. Frumvinnsla eins og við höfum stundað til þessa tryggir ekki nútíma lífkjör hvað þá til framtíðar.
Samanburður við Grikkland, Spán Potúgal m.m. er alveg fráleitur, man fólk ekki hvernig ástandið var í þessum löndum áður en þau gengu í ESB, þar ríkttu herforingjastjórnir og fátækt og óstöðugleiki var allsráðandi. Þessu gleymir fólk í umræðunni.
Íslensk þjóð á gríðarlega möguleika fyrir höndum ef okkur ber gæfu til að ganga í ESB.

Hallur sagði...

Sæll Guðmundur.
Frábær pistill, segir allt sem segja þarf. Við stöndum frammi fyrir tveim kostum, annarsvegar inngöngu í ESB með upptöku Evru og hinsvegar að loka landinu lifa á afurðum landbúnaðar og sjávarútvegs, sem mun þýða skert lífsgæði. Nýting á þeim auðlindum sem við eigum í lokuðu hagkerfi mun ekki skapa velmegun, með inngögnu í ESB höfum við aðgang að fullu að innrmarkaði og aðgengi að þróunarsjóðum ESB. Frumvinnsal eins og við höfum stundað til þessa tryggir ekki nútíma lífkjör hvað þá til framtíðar.
Samanburður við Grikkland, Spán Potúgal m.m. er alveg fráleitur, man fólk ekki hvernig ástandið var í þessum löndum áður en þau gengu í ESB, þar ríkttu herforingjastjórnir og fátækt og óstöðugleiki var allsráðandi. Þessu gleymir fólk í umræðunni.
Íslensk þjóð á gríðarlega möguleika fyrir höndum ef okkur ber gæfu til að ganga í ESB.

Nafnlaus sagði...

Við endurtökum þetta þar til fólk fer að skilja hvað við eigum við!

Með góðri kveðju,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Stefán Benediktsson sagði...

"Ef Ísland gengur ekki í Evrópusambandið, gera íslendingar það bara sjálfir"

Nafnlaus sagði...

Væri ekki nær að tala um "timburmenn slakra fjárfestinga"? Þá bæði banka, einstakling og ekki síst lífeyrissjóðanna?

Hvað varð um allar sneddý fjárfestingar banka og lífeyrisjsóða erlendis? Þetta áttu að vera svo sniðug verkefni allt saman?

Miðað við gengishrun krónunnar, þá hefði það nú verið gulls ígildi að geta selt þetta allt saman og flutt peningana inn til landsins á tvöfalt hærra gengi en þegar þessi fyrirtæki voru keypt fyrir þetta 3-5 árum? Hvað gerðist?

Mér sýnist Guðmundur Gunnarsson vera, eins og aðrir verkalýðsforkólfar, að beina sökinni á eitthvað allt annað en sjálfa sig.

Það þarf ekki annað en að skoða hvað Stafir lífeyrissjóðurinn fjárfesti í á árunum 2000 - 2008, til að sjá hvað ég meina. Skora á Guðmund að sýna fólki hvað lífeyrissjóðurinn sem hann er svo tengdur, fjárfesti í á þessum árum, og hvað stendur eftir af þessum fjárfestingum í hlutabréfum fyrirtækja.

Líklega hefur krónan bjargað ykkur, því háir vextir á innlánsreikningum hafa reddað því sem hægt var að redda, og séð til þess að peningarnir sem þið eigið að ávaxta hafi ekki farið beint niður um rörið.

Ég er ekkert viss um að fólk í dag sé áfjáð í að hafa menn í forsvari í verkalýðshreyfingunni, sem eyðir öllum sínum tíma í pólitík, í staðin fyrir vinnu fyrir sína umbjóðendur.

Guðmundur sagði...

Nafnlaus 14:37 er sá bjálfalegasti aths. sem hefur sést hér og er þó lang til jafnað.

Barátta fyrir gjaldmiðli sem stendur og tryggir kaupmátt er helsta baráttumál launamanna. Krónan er helsti óvinur launamanna, þetta vita allir launamenn. Hver skrifar svona endaleysu?

Fjárfestingar Stafa hafa eins og reyndar nokkurra annarra sjóða staðið af sér hrun á meðan aðrar peningastofnanir hafa hrunið til grunna og sjóðurinn hefur innleist milljarða í hagnaði í erlendum fjárfestingum.

Það sem hefur hrjáð lífeyrissjóði eru þær takmarkanir sem þingmenn hafa sett þeim með lögum. Það hefur leitt til þess að að þeir hafa orðið að velja óþarfa áhættu.

Nafnlaus sagði...

Verðtrygging er í raun ekki lýsandi orð yfir þetta fyrirbæri. Þegar ég sem iðnaðarmaður vill notast við mælieiningu verður hún að mæla það sama óháð tíma eða öðrum þáttum. Mælieininginn verður að vera áreiðanleg. Vísitala neysluverð tekur ekki eingögnu breytingu vegan verðlagsbreytinga heldur breytist hún vegna þess að það er ekki alltaf verð að mæla sömu hlutina. Verðlagsgrunnurinn er breytilegur. Þetta sýnir sig núna um áramótinn þegar vísitalaneysluverð lækkar vegna þess að Hagstofan er hætt að telja afnotagjald RÚV með í vísitölunni. Við þurfum gjaldmiðil sem er áreiðanlegur og ekki að hopa og skoppa eins og botli um allar koppagrundir.

Nafnlaus sagði...

Fínn pistill Guðmundur. Eitt staldra ég við. Ég er ekki sammála þér að ekki megi fjölga störfum í útgerð og landbúnaði. Held einmitt að ef einokunin sem viðgengst í formi kvótkerfa og verndaðra framleiðsluferla væri brotin upp megi fjölga atvinnutækifærum í þeim greinum um LAND ALLT en ekki bara í þéttbýlinu SV lands og fyrir norðan. Þó krónan sé vissulega hluti vandans þá má ekki gleyma öðru sem aflaga fór í aðdraganda hrunsins. Peningar eru aðeins ávisun á verðmæti. Með kvótakerfinu voru búin til óhemju verðmæti sem útgerðaraðallinn fékk á silfurfati. Fyrst með framsalsheimildinni sem bjó til verðmiðan á kvótann og svo með heimild til veðsetningar á aflaheimildum. Þar urðu til verðmæti sem var farið illa með m.t.t. hagstjórnar á þjóðarbúinu.

Kv. ABC

Nafnlaus sagði...

Ætli takmarkanirnar hafi nú ekki líka séð til þess að þessir loddarar sem stýrðu sjóðunum hafi ekki sent alla peningana sem voru í boði til andskotans? Ef þessir náungar hjá lífeyrissjóðunum hefðu haft tækifæri til þess, þá hefðu þeir örugglega keypt meira af bréfum í vonlausum fyrirtækjum.

Miðað við reynsluna, þá er ekki ósennilegt að það hefði orðið raunin.

Tvennt er ofar skilningi alþýðunnar í landinu

1. af hverju er starfsemi lífeyrissjóðanna ekki rannsökuð?

2. af hverju er starfsemi sparisjóðanna ekki rannsökuð frekar? Það er útséð með aðkomu Icebank sem milliliðs í að fá lánaða peninga í Seðlabankanum, og geta svo ekki staðið í skilum og sett þannig Seðlabankann á hausinn. Hitt varðandi Sparisjóðina vekur upp tortryggni hjá fólki, og það er hvers vegna menn á borð við Össur og Árna þór, þungaviktarmenn í stjórnarflokkunum seldu sín bréf í sparisjóðunum á þeim tíma þegar allir voru óðir í að kaupa þessi bréf. Það vita allir að þessir náungar eru engin fjármálaséní. Þeir hljóta að hafa haft einhverhjar innherjaupplýsingar sem varð til þess að þeir seldu bréfin sín, sem þeir nota bene borguðu aldrei krónu fyrir, heldur fengu að gjöf fyrir að gera ekki neitt.

Snorri sagði...

Sæll, er þær hjartanlega sammála og undarlegt að horfa á launa menn, sem er jú stærri parturinn af íslendigum, verja með oddi og egg, þennann hadónýta gjaldmiðil okkar, sem hefur verið notaður sem vöndur á launamenn, síðan hann var slitinn út úr dönsku krónunni, "stattu þig Guðmundur"

Nafnlaus sagði...

Mér finst alltaf jafn frábært þegar menn tala um að það var ekki krónan heldur stjórn,blablabla..léglegar ákvarðanir. .bla bla bla. en ekki krónan hún er ekki vandinn.

Ef iðnaðarmaður notar léleg verkfæri til vinnu sinnar er það þá verkfærunum að kenna að verkið er illa unnið ?..

Er það ekki frekar ákvörðun iðnarmannsins að nota léleg verkfæri og hafa ekki vit á að fá sér betri verkfæri.

Ef okkar núverandi og þáverandi ríkistjórnum hefðu haft vit á að losa okkur við krónuna fyrr á öldum, þá væri hún með betri verkfæri til að leysa núverandi vanda. Sem væri ekki til staðar ef eitthvað vit hefði verðið til staðar.
Vona að þið fyrirgefið en það er víst skjalfest að ekkert vit var til staðar, það kom einhvern skýrsla um það 2010 :)

mbk.

Nafnlaus sagði...

Er Nafnlaus 16:20 að halda því fram að það hafi verið eitthvað annað en rangar ákvarðanir sem ullu hruninu? Hann er þá líklega einn um þá skoðun að eitthvað annað hafi leitt til hrunsins en léleg útlánastefna bankanna og handónýt fjárfestingastefna þeirra sem fóru með annarra manna fé.

Þegar krónan var sterk, þá voru helstu rökin fyrir því að taka upp evru þau að allt væri svo miklu ódýrara erlendis.

Núna þegar krónan er veik gagnvart erlendum gjaldmiðlum og mun meira fæst fyrir erlenda gjaldmiðla hér á landi, þá er ekki hægt að nota þess i rök lengur. Hvað gera menn þá? Fara út í að kenna gjaldmiðlinum um hvernig fór.

Gjaldmiðillinn einn og sér er eingöngu mælikvarði á verðmæti hlutanna. 10 Evru seðill hefur ekkert verðmæti í sjálfu sér, en hann er ávísun á verðmæti. Gjaldmiðillinn endurspeglar þess vegna ástandið í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þess vegna fá Íslendingar ekki mikið fyrir krónurnar sínar í dag, ekki vegna þess að krónan sé svo lélegur gjaldmiðill, heldur vegna þess að það sem á bakvið hann stendur hefur verið lagt í rúst af þeim sem fjárfestu hér eins og apar í vonlausum fjárfestingum, lánuðu til aðila sem gátu aldrei og ætluðu sér aldrei að borga til baka. Lífeyrissjoðirnir voru stór lánveitandi á markaði og á þess vegna mun meiri sök á því hvernig fór heldur en sjálfur gjaldmiðillinn.

það er með ólíkindum að maður í jafn valdamikilli stöðu og Guðumundur Gunnarsson skuli enn ekki hafa verið sagt frá þessu, hann ekki skilja þetta, eða vilji einfaldlega ekki skilja, að gjaldmiðillinn er eingöngu ávísun á verðmæti, en ekki verðmæti í sjálfu sér. Vonandi fer þetta nú að lagast og blessaður maðurinn fer að safna að sér gögnum og upplýsingum svo hann fari að fatta um hvað þessi grundvallarhagfræði snýst.

Nafnlaus sagði...

Góður og rökrænn pistill - kjarni málsins. Afleiðingin verður hinsvegar verri, en þarna kemur fram ef evra verður ekki tekin upp sem fyrst.

Ísland hefur aldrei verið í verri málum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og líklega verður annað hrun innan 3-4 ára verði ekki tekin upp evra og aðild að ESB sem fyrst. Það er hinn kaldi veruleiki, sem ætti að fara ræða.

Krónan er eins og hálf sokkinn smábátur með björgunarflot, þar sem farþegar eru blautir og hraktir - í samanburði við evru sem er eins og stærstu skip, sem þolir óveður úthafanna, þar sem fer vel um farþega.

Hver vill vera um borð með fjölskyldu í hálf sokknum smábát - þar sem gera á enn eina tilraunin með siglingu yfir úthöf fjármálamarkaða.

Slíkt er fráleit áhætta, þegar fjölskyldan getur farið með miklu stærra skipi (stærstu farþegaskipum heims) evrunni - yfir úthöfin - þar sem öryggi og þægindi eru miklu meiri og kostnaður lægri (lægri fjármagnskostnaður).

Núna á að taka björgunarflotin af krónunni(gjaldeyrishöft) og gera "tilraun" með það hvort krónu smábáturinn sekkur eða flýtur. Tilraun með heila þjóð, undabörn og gamalmenni. Frábært!!

Verði krónan áfram og gjaldeyrishöftum aflétt, verður sennilega "besti árangur", slíkrar tilraunar að hún lækki og verði afar lágt skráð, sveiflast mikið, spákaupmenn geta leikið sér að krónunni á kostnað almennings og fyrirtækja, erlendir lánamarkaðir verða áfram lokaðir, vextir verði verulega háir, verðbólga vaxi og verðtryggðar skuldir hækki stanslaust, þar til fólk og fyrirtæki fara í þrot.

Á endanum mun slíkur "besti árangru" - enn einnar krónutilraunarinnar - mjög líklega leiða til nýs hruns innan 3-4 ára.

Spyrja má hvort Ísland hafi eitthvað lært af fyrra hruni, eða hvort samfélagsleg ábyrgð alamennt sé á svona lágu stigi, að hagsmunir almennings skipti engu, í slíkum krónutilraunum.

Pistlar Guðmundar um þessi mál - eru eitt af fáum ljósum í þessu krónumyrkri.

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð, Guðmundur.

Þú ert strax jólahátíðina tekinn upp við iðju þína sem er heilög krossför þín gegn krónunni.

Þetta minnir æ meira orðið á herför Don Kíkótes gegn vindmyllunum.

Hinn 23. des sendi ég inn athugasemd til þín varðandi færslu þína; "Efnahagslegar þrælabúðir krónunnar".

Niðurlag færslu minnar var á þessa leið:

Hér er ég með tvo valkosti fyrir Ísland:

a. Krónu, stýrivexti í hærri kantinum, lágt atvinnuleysi = (veruleikin á Íslandi fyrir Hrun)

b. Evru eða Evru-tengingu, stýrivexti mjög lága, hátt atvinnuleysi = (einkenni og veruleiki ESB-ríkjanna).

Hvort myndir þú velja, Guðmundur, a eða b?

Mér fannst þú taka athugasemd minni óstinnt upp og beinlínis reiðast þessari athugasemd minni.

Þú sakaðir mig um að ráðast á manninn en ekki boltann.

Það eina sem ég bað þig um var að taka samviskusamlega afstöðu til þessara valkosta sem ég stillti upp.

Þetta virðist hafa verið þér ofraun, amk. bera viðbrögð þín þess vitni, og ég tel að þú hafir frekar farið í mig frekar en boltann út af þessu.

Og annað, ég er alls ekki ríkur né hræddur um að missa starfsfólk úr landi vegna krónunnar.
Ég mun hræddari við að fólk fari héðan af landi brott vegna lélegrar efnahagstjórnunar, skipan atvinnumála og skorts á tækifærum, enda er núverandi ríkisstjórn ekkert að vinna markvisst að þessum málum.

Mér finnst að þú sem ert í forsvari fyrir stéttarfélag eigi að geta tekið afstöðu til þeirra kosta, a eða b, ég ég stilli upp.

Og þegar og ef Evran verður gjaldmiðill Íslendinga, hvernig ætlar þú að verja það að launafólk verði notað sem efnahagslegt sveiflujöfnunartæki þegar uppsagnir verða einu úrræðin til að bæta samkeppnisstöðu Íslands á erlendum mörkuðum?

Við aðstæður sem þessar verður vanda útflutningsgreinanna fluttur yfir á launafólk með þeirri einföldu aðgerð að segja hluta af því upp til að bæta samkeppnisstöðuna.
Þess vegna mun Ísland í ESB búa við viðvarandi atvinnuleysi í framtíðinni sem sveiflast á bilinu 7-10% líkt og í öðrum ESB-ríkjum. Þetta er ávísun á háa skatta til frambúðar hér á landi vegna aukinna útgjalda til félagslegra vandamála og atvinnuleysisbóta.

Það hefur mikið verið talað um það hvað það kosti mikið að vera með krónu sem gjaldmiðil. En hafa menn reiknað það út hvað það kosti fyrir Ísland að veru með Evru sem gjaldmiðil?

Svarið er nei. Því er einungis haldið á lofti að upptaka Evru sé hreinn gróði fyrir Íslendinga án nokkurs fórnarkostnaðar hvað þá beins kostnaðar.
Þessi afstaða er náttúrulega ákaflega barnaleg.

Þetta er spurning sem þú verður að geta tekið málefnalega afstöðu til, því þú munt örugglega þurfa standa frammi fyrir þínum umbjóðendum og taka afstöðu til þessarar spurningar í framtíðinni.
Þú hefur einfaldlega ekkert val hérna í þessum efnum.

Og víst mun krónan verða tekin upp í Evruna á lágu skiptigengi miðað við óðagot margra sem vilja taka upp Evru og það strax.

Þetta mun þýða að meðallaun í Evrum talið hér á landi gætu orðið um 2.200 Evrur á mánuði á meðan meðallaun í stóru Evru-löndunum Þýskalandi og Frakklandi eru um 3.500 Evrur á mánuði.

Værir þú þá sem fyrirsvarsmaður stéttarfélags tilbúinn til að krefjast þess að meðallaun launafólks hér á landi verði 3.500 Evrur á mánuði við Evruupptöku líkt og í hinum ESB-löndunum?

Ég ætla að biðja þig um að taka skýra og málefnalega afstöðu til þessar spurninga minna í staðinn fyrir að láta athugasemdir mínar fara í taugarnar á þér.

Virðingarfyllst með kveðju:

Hannes Heiðar

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus "17:41

Rétt hjá þér,

"léleg útlánastefna bankanna og handónýt fjárfestingastefna þeirra sem fóru með annarra manna fé." + FME,SI,Hagfræðingar etc............

En.
Þeir eru vandamálið með lélegt verkfæri sem heitir krónan.

Smá spurning, er það eitthvað feimnismál að fá laun og borga vörur í öðrum gjaldmiðli ?.
Hvað kostar það okkur að vera með eigin gjaldmiðill ?

Ætlum við kannski ekkert að læra af síðustu mistökum. ? fjandi dýrt námskeið ef svo verður ekki.

mbk

Nafnlaus sagði...

Það er dálítið snúið að rökræða við fólk sem hvorki notar né skilur rök, heldur frasa og slagorð. En sjáum nú til. Fjárfestingar lífeyrissjóða fyrir hrun voru ekki tilviljunarkennt fálm, eins og sumir vilja halda fram, heldur voru þær að meira og minna leyti í samræmi við reglur, sem fjármálaeftirlitið setti. Svo og svo mikið í innlendum hlutabréfum, svo og svo mikið í skuldabréfum ríkisins, svo og svo mikið í skuldabréfum sveitarfélaga, svo og svo mikið í skuldabréfum fyrirtækja, einstaklinga o.s.frv. svo og svo mikið í innlendum hlutabréfum, flokkað eftir nánari skiptingu þannig að ekki væri of hátt hlutfall í hverri atvinnugrein og að maður tali nú ekki um í einstökum fyrirtækjum, svo og svo mikið í erlendum pappírum, sem aftur flokkuðust o.s.frv. Eftir þessu var farið og FME fylgdist grannt með því að eftir þessum reglum væri farið. - Lífeyrissjóðir töpuðu auðvitað fé eins og allir aðrir í hruninu, hjá því hefði aldrei verið komist, sama hvernig fé þeirra hefði verið varðveitt. Hinsvegar má merkilegt telja hvað tap þeirra varð þó lítið. - Það lífeyrissjóðakerfi, sem verkalýðshreyfingin barðist fyrir að komið yrði upp með samningum 1969 byggist upp á sjóðssöfnun hvers einstaklings þannig að hver einstaklingur og hver kynslóð fjármagni sjálf sinn lífeyri miðað við ákveðnar forsendur. Þar var m.a. gert ráð fyrir ákveðnum meðal lífaldri og að tiltekið hlutfall sjóðfélaga yrði öryrkjar. Það er of langt mál að rekja þróun verðlags og verðtryggingar, geri það kannski síðar, á árunum frá 1970 þegar sjóðirnir byrjuðu að starfa og fram til þjóðarsáttarinnar og svo áfram. - En þessir sjóðir eru ekki stóra vandamálið varðandi lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar, það eru hinsvegar sjóðir opinberra starfsmanna, þ.m.t. ekki síst alþingismanna og ráðherra. Þar vantar stórkostlega upp á að iðgjöld nægi fyrir skuldbindingum og það vita menn raunar. Varðandi almenna ríkisstarfsmenn, þá hefur s.k. B-deild lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna skuldbundið sig til að greiða í lífeyri 60% af viðmiðunarlaunum, s.k. staðgengilslaunum, viðkomandi sjóðfélaga. Þessum sjóði hefur reyndar verið lokað, en A-deildin er ekki mikið skárri, en skárri þó. Þarna safnast upp erfiður pakki fjárhagslega, sem framtíðin mun eiga í erfiðleikum með að leysa úr. Meira seinna.

Guðmundur sagði...

Það er einkennilegt rakaleysið og getuleysið til að taka þátt í umræðu.

Hvers vegna má ég ekki hafa skoðanir um efnahagsstjórn. Menn telja sig geta sent tilskipanir um að ég eigi "bara" að reka verkalýðsfélag og ekki taka þátt í umræðunni, líklega vegna þess að mönnum finnast skoðanir mínar óþægilegar og geta ekki svarað öðruvísi en með einhverjum aðdróttunum og ógeðfelldum ásökunum um að ég ástundi helgispjöll og fleira í þeim dúr.

Hvar eru svona menn staddir?

Krónan hefur gjaldfellt kjarabaráttu íslenkra launamanna, því er einfaldlega ekki hægt að mótmæla.

Krónan veldur atvinnuleysi hér á landi og það mun fara vaxandi vegna krónunnar. Krónan er að verða völd af því Ísland er að verða láglaunasvæði.

Það eru ákveðnir einstaklingar sem vilja geta haldið þessari eignatilfræslu til sín frá launamönnum og alltaf er gripið til ógeðfellds málflutnings og aðdróttana til þess að verja græðgi og þá mannvonsku sem þeir vilja getað ástundað.

Í val þessara manna liggja 24 þús. íslensk heimili og þeir strjúka bankabók sína.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með þér Guðmundur að það er ótrúleg lágkúra hvernig sumir sem eru að skrifa hér víkja sér ætíð undan því að fjalla um það efni sem þú ert með svo miklum ágætum að benda á. Háum vöxtum sveiflukenndrar krónu, deyfandi áhrif hennar á uppbyggingu þess hluta atvinnulífsins sem mun geta skapað þau störf sem við þurfum. atvinnuleysið sem hún skapar og svo maður tali nú ekki um láglaunastörfin sem hún viðheldur vegna endurtekinna gengisfellinga. Og svo hin 25% aukakostnað íslendinga vegna krónunnar og hvernig takmarkaður hópur manna sópar til sín auði frá launamönnum undir regnhlíf krónunnar. Og svo mesta lágkúran að þú megir ekki hafa skoðanir. Pistlar þínir eru klárlega það beitasta sem kemur frá verkalýðsforystunni og allir vita að þú stjórnar líklega langöflugasta verkalýðsfélaginu

Nafnlaus sagði...

Fínn pistill Í dag er verslun með hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum nær ómöguleg, lífeyrissjóðirnir mega ekki og kauphöllin varar við svoleiðis viðskiptum vegna skorts á fjárfestavernd.
Þessa röksemdarfærslu komast menn upp með í dag þrátt fyrir að ekki séu nema um tvö ár liðin frá algeru hruni í kauphöllinni þar sem margir fjárfestar töpuðu öllu sínu.
Til að tryggja mannsæmandi lífskjör hér þarf að byggja upp fjölbreyttan iðnað sem stendur undir vöru og viðskiptajöfnuði við okkar viðskiptaþjóðir. Það verður ekki gert nema með almennri þátttöku fjárfesta og þar með töldum lífeyrissjóðum í sprotafyrirtækum. Hin sviðsmyndin er annars sú að hér verði eingöngu þjónustuiðnaður fólks mjög lágum launum, sem sumir aths.skrifara ritara hér vilja, ótrúlegur málflutningur
Halli

Nafnlaus sagði...

Flottur eins og alltaf og skilmerkilega sett fram. Gaman að sjá hvernig sumir engjast sundur og saman þegar bent er á þessi atriði og þau rökstudd.
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, það er enginn að banna þér að hafa skoðanir á einu eða neinu og síst af öllu ég.
Þér eins og öðrum er það frjálst.

Mér finnst það bara undarleg afstaða hjá formanni stéttarfélags að það sé aðalbaráttumál hans í verkalýðsbaráttunni eða ganga í ESB og taka upp Evru.

Ég hélt að ESB-aðild og Evru-upptaka heyrðu ekki til verkalýðsmála heldur til pólitískra landsmála.

Það eina sem ég fór fram á var að biðja þig (og það fallega) að taka skýra og málefnanlega afstöðu til þeirra athugasemda sem ég hef verðandi krónur og evrur sem gjaldmiðil hér á landi.

Auk þess hvaða áhrif það muni hafa á launafólk að taka upp Evrur á lágu skiptigengi og hvað þú sem forsvarsmaður í stéttarfélagi myndir þá gera í málunum.

Annað var það ekki.

Þú sem forsvarsmaður stéttarfélags ættir að geta gert þetta.

Þessi í stað firrist og pyrrast þú yfir spurningum mínum og sakar mig um að vera með "ógeðfelldan málflutning og aðdróttanir í þinn garð.

Það er engu líkara en að þú sért kominn í rökþrot miða við viðbrögð þín.

Sýndu nú hvað í þér býr og taktu málefnanlega afstöðu til athugasemda minna.

Með kveðju:

Hannes Heiðar.

Guðmundur sagði...

Það er hreint út sagt kostulegt að lesa sum þeirra bréfa sem menn senda inn í aths.kerfið. Þóttafullar tilskipanir og aðdróttanir með samblandi af afkáralegum já/eða nei spurningum til þess eins gert að draga athyglina frá viðkomandi pistils. Menn eru að lýsa yfir getuleysi sínu til málefnalegrar umræðu. Það er greinilegt að mörgum er umhugað að geta haldið áfram að senda reikning vegna rekstrarvanda til launamanna í gegnum gengisfellingar.

Sumir eru þeirrar skoðunar að ég megi ekki hafa skoðanir á pólitískum málum sakir þess að ég sé verkalýðsforingi. Þetta hefur verið viðtekin skoðun hjá tilteknum hópi manna sem tilheyra þeim Flokki sem hefur verið meir og minna við völd allan lýðveldistímann. Þetta er með því bjálfalegasta sem maður heyrir. Af hverju má ég ekki hafa skoðanir á stjórnmálum og setja þær fram? Þessi síða er ekki á vegum þess stéttarfélags sem ég vinn fyrir, það félag er með sína eigin síðu, rafis.is.

Mörg stéttarfélög, og þar á meðal það félag sem ég starfa fyrir, hafa sett fram þá skoðun að helsta verkefni í kjaramálum sé að taka til við að móta stefnu í atvinnumálum til langs tíma, þar spila gjaldmiðilsmál stóran þátt. Það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Þetta er grundvöllur kjarasamninga og það er í besta falli barnalegt að heyra menn halda því fram að forsvarsmaður stéttarfélags eigi ekki að hafa skoðun á þessu máli, það sé svo pólitískt??!! Þvílíkt bull.

Rafiðnaðarsambandið hefur gert kjarasamninga frá 1970 sem innifela um 3.600% launahækkanir. Á sama tíma hefur Danska sambandið gert kjarasamninga sem innifela 330% launahækkanir og þeir standa betur en við kaupmáttarlega. Það er gjaldmiðillinn sem skiptir mestu. Danir eru eins vitað er með krónu sem er fastengd við Evruna og það samband er bakkaðu upp með gjaldeyrisvarasjóði ESB. Samskonar samband og við gætum náð á tiltölulega stuttum tíma.

Þetta var að mati iðnaðarmanna helsta uppistaða hins svo kallaða Stöðugleikasáttmála og grundvöllur stefnumótunar til langs tíma, en stjórnmálamenn slitu þegar þeir tóku til við að stöðva aðildarviðræður við ESB, og fjármálaráðherra fór ásamt fleirum, þá helst þingmönnum Flokksins að mæra krónuna og láglaunastefnuna.

Ég hef oft svarað með því að setja saman viðbótarpistil, frekar en að eltast við dylgjurnar í aths.kerfinu. En það hefur orðið tilefni hinna einkennilegu til ógeðfelldra aðdróttana og spunaflétta. Engin þessara einstaklinga treystir sér til þess að svara þeim rökum sem sett eru fram í pistlunum.

Í dag er staðan sú að atvinnuleysi á Íslandi er meira, en á hinum Norðurlöndunum fyrir utan Finnland, kaupmáttur hefur fallið á Íslandi á meðan hann hefur verið að vaxa á hinum Norðurlandanna. Skuldir heimila launamanna á hinum Norðurlandanna tóku ekki stökkbreytingum. Þar liggja ekki í valnum 25% heimila viðkomandi lands.

Ástæða er að benda á að þær atvinnuleysistölur sem koma frá Vinnumálastofnun segja ekki alla söguna hér á landi. Á það hefur margoft verð bent, einnig hér á þessari síðu. Fjölmargir íslendingar hafa flutt af landi brott, og enn fleiri eru að fara, auk þess að þeirra er ekki getið sem hafa fallið af íslenskri skráningu.

Ein helsta ástæða þess að fólk er flytja er einmitt sú staða sem ég hef verið að gagnrýna, það eru svo margir sem berjast fyrir því að halda áfram á sömu braut með krónuna og vaxandi einangrunarstefnu, þetta drepur endanlega niður vilja fólks til þess að vera hér áfram. Ung menntað fólk er ekki að fara að vinna við fiskvinnslu eða í landbúnaði. Enda eru launin þar svo aum að íslendingar vilja frekar vera atvinnuleysisbótum.

Öll aukning atvinnutækifæra í rafiðnaði hafa verið í tæknigeiranum. Það hefur ekki verið nein aukning í fiskvinnslu, útgerð, landbúnaði, byggingarvinnu og orkugeira undanfarin 25 ár. Í þessum greinum vinna 1.500 rafiðnaðarmenn á meðan um 4.000 vinna í tæknigeiranum.