fimmtudagur, 23. desember 2010

Jólapistill


Fyrir liggur eitt erfiðasta ár íslendinga, mikill niðurskurður og í undirbúningi eru kjarasamningar fyrir alla launamenn. Mörgum finnst lítið hafa miðað frá Hruni, of mikilli orku hafið verið eytt í átakastjórnmál og koma höggi hverjir á aðra. Skeytingarleysi hafi verið of áberandi í samfélaginu, of margir hafi látið eins og samfélagið sé eitthvert náttúrulögmál, sem líði áfram undir stjórn einhverra annarra.

Ábyrgð fylgir öllum sem hafa verið þátttakendur í samfélaginu, en óþolinmæði og skeytingarleysi hafa verið of áberandi varð tíðarandinn. Keppni á öllum sviðum. Umræðan hefur einkennst af „með og á móti hópum“ um öll atriði. Sköpuð er hin fastmótaða íslenska keppni, sem í dag heltekur öll samskipti samfélagsins. Málum komið í þann farveg að ekki fer fram vitræn umræða, heldur keppni í hvaða lið vinnur og getur náð athygli fjöldans í núinu og skoðanakönnun vikunnar. Sá vinnur skrumið og útúrsnúningakeppnina.

Í hinu íslenska samfélagi er allt skipulagt í misserum ekki á mannsöldrum eins og hjá þróuðum þjóðum. Margir hafa bent á að taumlaus græðgi, skeytingarleysi og óþolinmæði hafi verið of áberandi í íslensku samfélagi. Nú sé tækifæri til þess að vinna að því að byrja á nýjum grunni, fyrir liggi að endurskoða stjórnarskrá og fyrir liggja þau gildi sem þjóðin vill að verði lögð áhersla á.

Við verðum að spyrja okkur sjálf hvernig samfélag við viljum vera? Viðhorf landsmanna eru nú önnur en þau voru fyrir Hrun. Það felst ekki einvörðungu í að koma réttlæti yfir það sem mesta ábyrgð bera á Hruninu. Fólk vill endurreisa samfélagið á öðrum forsendum og afhenda það næstu kynslóð. Samfélag sem hefur laskast þarf að endurskoða sig og hefja uppbyggingu með öðrum aðferðum en áður voru notaðar.

Skortur á heildarsýn og langtímamarkmið er veikleiki íslendinga. Á meðan rótgróin samfélög hugsa í mannsöldrum, gera íslendingar áætlanir í misserum. Mikið á að fást strax. Til þess að öðlast mikið þarf að leggja mikið á sig. Allt fæst ekki fyrir lítið. Sá sem er of góðu vanur verður oft firringunni að bráð.

Ég óska hinum fjölmörgu lesendum gleðilegra jóla.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð grein Guðmundur. Gleðileg jól!
Njörður

Nafnlaus sagði...

Mjög gott og rétt.

Baráttukveðjur og þakkir.

Rósa K.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur

Ég vil hrósa þér fyrir málflutning þinn ég get tekið undir margt þar. En eftirfarandi :Ellegar væru sérhagsmunahópar á borð við Bændasamtök Íslands ekki á móti því að leyfa tollfrjálsan innflutning matvæla.
Hvernig getur þú fullyrt þetta vitandi að margar vörur sem eru tollfrjálsar t.d. korn eru seld hér á uppsprengdu verði. Ekki vera með þessa yfirborðlegu skýringu. Þú veist að tollar eru notaðir til að verja atvinnugreinar gegn undirboðum. Þú kannast við þetta úr virkjanaframkvæmdum. Þér fannst það ekki sanngjarnt þegar flutt var til landsins vinnuafl á kjörum sem þýddi ekki að bjóða innlendu vinnuafli. Í tilfelli bænda er ekki að vera flytja inn vinnuaflið heldur vörur sem framleitt er af undirmálsfólki. Þú biður um sanngjarnar rökræður það verður að gilda um þig líka Guðmundur minn.
Kveðja Kristinn

Nafnlaus sagði...

Er verið að tala um Bændasamtök í þessum pistli?
En er ekki mótsögn í þessari fullyrðingu Kristin, hún er nefnilega rétt hjá Guðmundi og er í öðrum pistli á þessari síðu.
Hvert er þessi Kristinn að fara?

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól Guðmundur.

Hugheilar jólakveðjur til þín og þinna umbjóðenda með óskum um farsælt komandi ár.

Hátíðarkveðjur með óskum um að þú og þínir njóti gleði og fögnuð jólboðskapsins:

Nafnlaus sagði...

Ég var að hrósa Guðmundi almennt fyrir hans málflutning. Síðan vitnaði ég í fyrri skrif Guðmundar ekki er það bannað? Nei það er engin mótsögn hér á ferð. Hvert er ég að fara? Þá leið sem Guðmundur er að vísa á í greinum sínum. Að hvítt sé hvítt og svart sé svart. Tollar eru ekki bara eitthvað útí loftið til að pína neytendur er það? Nei, ekki frekar en að verkalýðsbarátta sé aðferð til að pína innlenda neytendur eða hvað?
Jólakveðja,
Kristinn Björnsson

Stefán Benediktsson sagði...

"Efnahagslegar þrælabúðir krónunnar" er nákvæm lýsing á lífi íslendinga frá lýðveldisstofnun, í þrem orðum.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góðar hugleiðingar á árinu, Guðmundur. Gleðilega hátíð!
Þráinn

sigurður helgason sagði...

Þú ert einn skarpasti hnífurinn í skúffunni Guðmundur.Eg er algjörlega sammála þér í Evrópumálunum bestu jólakveðjur Sigurður.

Unknown sagði...

Takk fyrir allt á árinu sem er að líða og gleðileg jól.

Nafnlaus sagði...

Orð að sönnu. Það þarf að byrja á nýju ári með hreint borð. Sópa þessu liði út. Við bíðum ekki lengur eftir aðgerðum. Þjóðin þarf að koma að borðinu og kjósa um kvótann. Stærsta graftarkýli þjóðarinnar. Takk fyrir góðar hugleiðingar á árinu, Guðmundur. Gleðileg jól!"
Jónína Kolbrún