Álit Hæstaréttar kallar á margskonar vangaveltur. Sérstök ástæða er að benda á að þetta var ekki dómur, þetta var álit. Er þetta pólitískt álit? Gat Hæstiréttur ekki komist að annarri niðurstöðu og það vissu kærendur sem höfðu það markmið eitt að eyðileggja Stjórnlagaþingið? Á að kjósa aftur? Á Alþingi að slá Stjórnlagaþing af, eða á að leita eftir því að þeir sem þjóðin kaus ljúki því verkefni sem þeir voru kosnir til?
Hvað á að gera við niðurstöðu Stjórnlaganefndar, sem hún mun skila í byrjun næsta mánaðar? Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins skyndilega lýst því yfir að hann vilji fá þetta álit til umfjöllunar. Það yrði versti kosturinn og öll sú gífurlega vinna sem fram fór á Þjóðfundum og Stjórnlaganefnd hefur unnið úr, myndi daga uppi inni í nefnd þingmanna.
Á þeim sem ætluðu sér að eyðileggja Stjórnlagaþingið og koma í veg fyrir breytingar á Stjórnaskránni að takast ætlunarverk sitt? Hið rétta væri að kjósa aftur nýtt þing. En það hefur verið bent á annan áhugaverðan kost. Það er að fá þá 25 sem þjóðin kaus til þess að vinna frumvarp til breytinga á Stjórnarskránni til þess að ljúka verkinu og leggja það síðan fyrir þjóðina og fá álit hennar.
Við megum ekki gefast upp fyrir afturhaldsöflunum og verðum að berjast áfram fyrir því að hér verði lagður grunnur að byggja réttlátara samfélag. Engin hafði engin rangt við í kosningunum og ekkert svindl var framið. Það hefði þurft einbeittan brotavilja og samstarf margra til þess að það hefði átt sér stað.
Við búum í lýðræðisríki og hér er engin vilji til þess að fremja kosningasvik. Gagnrýna má framkvæmdina, ef álit Hæstaréttar er skoðað má með sömu rökum segja að allar kosningar hér á landi hefðu fallið undir það álit, það hefði verið hægt að svindla ef einbeittur vilji hefði verið til þess.
Það er óásættanlegt að láta niðurstöðu Stjórnalaganefndar í hendur alþingismanna, Stjórnlagaþing sem er ofurselt Alþingi er veikt og tryggja verður að niðurstaða réttkjörins Stjórnlagaþings verði skilað til þjóðarinnar.
Það mætti byrja á því að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara þessa leið. Það er auðvelt að gera það rafrænt og tæki ekki langan tíma og kostaði ekki mikið og þá myndu ekki mikil verðmæti fara í súginn, svo maður tali nú ekki um sú mikla undirbúningsvinna sem hefur farið fram.
6 ummæli:
Það er að verða pínlegt að horfa uppá íhaldið/LÍÚ sprikkla svona óskaplega til þess eins að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni.Ég fullyrði að stór hluti þjóðarinnar er agndofa yfir þvi, hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga,hvort sem það er að taka 90% vinnandi fólks í gíslingu beitandi SA fyrir sig, með Vilhjálm Egilsson skjálfandi eins og lauf í vindi, vitandi manna best hvaða áhrif þetta hefur út í atvinnulífið og hjá hinum vinnandi mann. Nú skal öllu tjaldað sem til er, innheimta skal alla þá greiða sem þeir eiga inni hvort sem það er hjá hæstarétti eða annarstaðar
Georg
Já spillingin er víða, ég frétti í gær að Rafiðnaðarsambandið hefði tekið þátt í aðför að Vilhjálmi Birgissyni og trúnaðarmenn sambandsins hafi verið teknir af með bréfi til Samtaka atvinnulífsins. Á ég að trúa því að þú réttlætishugsuðurinn hafir tekið þátt í þessum ljóta leik?
Annars góður pistill hjá þér og er ég honum algjörlega sammála. Bara leitt ef maður sem talar fyrir réttlæti í einu orðinu er svo á kafi í skítugum vinnubörðgum í hinu orðinu.
Kv. Valur
Ég er sammála þér Guðmundur og hef verið að tala fyrir svipaðri lausn.
Ef formgallar þeir sem hæstiréttur tilgreinir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu kosninga til stjórnlagaþings, þá er það mjög ósanngjarnt fyrir bæði kjósendur og frambjóðendur að þurfa að endurtaka leikinn vegna formgalla.
Það er ekkert sem bannar alþingi að skipa 25 manna hóp sem gerir tillögur að stjórnarskrá sem borin verður undir þjóðina. Og það er ekkert sem bannar þá sanngirni að það verði þeir 25 sem voru kosnir til stjórnlagaþings. Og það væri mjög gott að gefa þjóðinni færi á að samþykkja eða hafna þessum 25 í sér kosningu sem myndi einfalda málið gagnvart hæstarétti og styrkja niðurstöðu Alþingis ef þjóðin samþykkir. Ef þjóðin samþykkir þessa 25 þá er ekki hægt að draga umboð þeirra í efa.
Við getum haft þjóðaratkvæðagreiðsluna rafræna sem myndi spara okkur töðuvert í kosnað. Ekki færu peningar í kynningu frambjóðenda. Ég held að þetta sé sanngjörn og góð lausn miðað við aðstæður.
Ef kosið verður aftur til stjórnlagaþings og einhver af þeim 25 komast ekki inn aftur, þá hefur hæstiréttur heldur betur breytt niðurstöðu á fyrri kosningu sem hafði formgalla sem að vísu hafði ekki áhrif á niðurstöðuna.
Er það meining kosningalaga að hæstiréttur getur breytt niðurstöðu kosninga sem hefur formgalla sem ekki hafði áhrif á niðurstöðu kosninganna?
M.kv. Garðar Garðarsson
kostninguna með sömu frambjóðendum.
Hæstiréttur ógilti kostninguna en ekki stjórnlagaþingið, því að að bæta úr ágöllunum og endurtaka kostninguna með sömu frambjóðendum.
Sæll Valur
Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Það hefur ekkert bréf verið sent frá RSÍ til SA um formann verkalýðsfélagsins á Akranesi eða trúnaðarmenn sambandsins.
Hér er líklega verið að snúa hlutunum á haus. Á föstudagsmorgun var samningafundur í Karphúsinu vegna kjaradeilu í Elkem, við vorum ekki boðaðir á þann fund. Þar var spurt fyrir um það af hálfu ríkissáttasemjara og SA hvernig kröfugerð hefði verið afgreidd og vísun deilunnar til ríkissáttasemjara, allt þarf þetta að vera samkvæmt lögum og kúnstarinnar reglum því annars getur fyrirtækið farið í skaðabótamál við viðkomandi stéttarfélag.
Þar kom í ljós að kröfugerð og aðrar samþykktir varðandi þetta mál höfðu aldrei verið bornar undir Rafiðnaðarsambandið og önnur stéttarfélög en verkalýðsfélagið á Akranesi.Við vissum ekkert um þetta.
Rafiðnaðarmenn höfðu aldrei verið boðaðir á fundi vegna þessa máls.
Formaður verkalýðsfélagins á Akranesi hafði hafnað því að bera málið undir okkur og sleit þar með samstarfi við okkur og við gerum engar aths. við það þó verkalýðsfélagið á Akranesi færi eitt fram með þessar kröfur.
Ef þú hefur samband við mig í gudmund@rafis.is skal ég senda þér bókun okkar um þetta mál, en það var miðstjórnarfundur í Rafiðnaðarsambandinu eftir hádegi á föstuda þar sem þetta mál var m.a. rætt.
af hverju reið ríkisstjórnin ekki á vaðið í Icesave málinu og lét kjósa? Af hverju barðist Jóhanan þá um gegn því að senda það umdeilda mál í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Með því að setja sig upp á móti því eru þessar kröfur samfylkingarinnar bæði dauðar og ómerkar. Það á bara að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu sem samfylkingunni hentar, en þræla hinu í gegn með góðu eða illu.
Hverjum dettur í hug eiginlega að taka þessu alvarlega?
Skrifa ummæli