miðvikudagur, 26. janúar 2011

Stjórnlagaþingið

Ég varð ekki undrandi þegar ég sá hverjir það voru sem kærðu þingkosningarnar til Stjórnlagaþings og ég er heldur ekki undrandi á niðurstöðu Hæstaréttar. Það liggur fyrir vilji Stjórnlagaþingmanna að breyta því hvernig staðið er að því velja Hæstaréttardómara. Öll vitum við hverjir voru óánægðir með þetta þinghald og höfðu allt á hornum sér hvað það varðar.

Það eru ekki lögin sem fá falleinkunn, það er framkvæmdin. Vitanlega hefði verið hægt að standa betur að kosningunum og ekki síður að hvernig staðið var að kynningu á þeim markmiðum sem sett voru og kynningu á framboðum.

En umræðan á Alþingi einkennist af einhverju öðru og maður er heldur ekki undrandi á því, enn eina ferðina ganga alþingismenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fullkomlega fram af manni. Það samfélag sem þeir hafa búið okkur er fyrir útvalda og þeir verja sín völd með öllum ráðum og vilja ekki breytingar á því.

Af hverju heyrðist ekkert frá þessu liði í haust? Öllum var heimilt að hafa aðstoðarmenn og öllum var heimilt að vera við kosninguna, ekkert bannaði það og sumir nýttu sér það, en samt gefa sumir sér að það hafi verið bannað.

Í dómi Hæstaréttar um leynilegar kosningar kemur fram í rökstuðningi um númeramerkingu seðlanna að kærandi kvaðst vita til þess að í sumum kjördeildum hefðu kjörstjórnir við kosningar skráð nöfn kjósenda á lista jafnóðum og þeir kusu. En aðspurður um frekari skýringar kom fram að hann kvaðst vita til þess að þetta verklag hefði verið viðhaft en hefði ekki upplýsingar um hvaða kjördeildir eða kjörstjórnir væri um að ræða.” Hvers lags vinnubrögð eru þetta hjá Hæstarétti?

Kosningareglurnar eru byggðar á erlendum fyrirmyndum og enginn hefur gert athugasemdir þær. Samskonar kjörklefar eru notaðir í Evrópu og Bandaríkjunum. Klúðrið er ekki í lögunum um stjórnlagaþingið og ekki heldur í kosningareglunum heldur framkvæmdinni.
Nú er spurning hvort Alþingi með sínum venjubundnu upphlaupum og skætingi, klúðri enn einu málinu með því að fara einhverja málamyndaleið.

Ef t.d. alþingismenn ætla sér að endurkjósa þá fulltrúa sem tæplega 90.000 manns kusu, verður andrúmsloftið í kringum Stjórnlagaþingið óbærilegt og andstæðingar hafa haldgóð rök fyrir því að stinga niðurstöðum þingsins um breytingar á núverandi Stjórnarskrá undir stól. Það er einungis ein leið úr þessum vanda, kjósa aftur.

Lýðræðið er dýrt.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála öllu nema einu.

Kosningalögin byggðu á lögum um kosningar til alþingis.

Þau lög áttu augljóslega ekki við um kosningu til stjórnlagaþingsins.

Lögin um stjórnlagaþingið voru því gölluð.

Það er augljóst mál.

Þing og ríkisstjórn bera ábyrgð og eiga að axla hana með afsögn ríkisstjórnarinnar og nýjum þing- og stjórnlagaþingskosningum.

Nafnlaus sagði...

Eða bara sleppa þessu og "move on".

Ertu ekki feginn að þurfa ekki að sitja vikum saman innilokaður í sama herbergi og Þorvaldur Gylfason? Það eitt og sér er nú bara ástæða til að vera hress.

Ertu annars ekki hress bara?

Nafnlaus sagði...

Er ekki hægt að kæra niðurstöðu Hæstarétts til mannréttindaráðs Evrópu?
Anna Benkovic

Nafnlaus sagði...

Það er engin önnur leið ef þingið á að njóta trausts. Annað; Hvers vegna heykjast menn á því að segja hreint út að þeir sem stóðu að framkvæmd kosninganna bera á þeim ábyrgð? Það voru ekki lögin sem klikkuðu - heldur framkvæmd kosningana.
Björn

Nafnlaus sagði...

Framboðin og allt ferlið fram að kjördegi stendur. Það er aðeins kosningin sem ber að endurtaka. Það er leikur einn að gera innan hálfs mánaðar og þá getur stjórnlagaþingið hafið störf 15. febrúar eins og til stóð. Af stað nú - ekkert hangs!
Erlingur

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála. Fráleitt að láta þinghaldið fara forgörðum og enn fráleitara að fara einhverja fjallabaksleið til að staðfesta þinghæfi 25-menninganna. - Kjósa aftur - engin spurning.
Valþór

Nafnlaus sagði...

Kjós aftur og það sem fyrst t.d 19 mars. Það kostar að vera með lýðræði.
Simmi

Nafnlaus sagði...

Hafi ég haft einhverjar efasemdir um þetta þing, þá sanfærðist ég algjörlega um nauðsyn þess, eftir að hafa heyrt í þingmönnum sjálfstæðis og framsóknarflokkanna á þingi í gær, ég fékk æluna upp í háls
Georg

Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki enn afhverju kosningarnar voru ekki hafðar með rafrænum hætti. Er ekki komið 2011?

Ómar sagði...

Erlingur
26. janúar 2011 15:34

Því miður hefurðu ekki alveg rétt fyrir þér, því það er búið að opna utankjörfundaratkvæðin. Þeir sem kusu utan kjörfundar á sínum tíma hafa því ekki rétt til að mæta á kjörfund. Það yrði ástæða til að ógilda atkvæðagreiðsluna í annað sinn.

Að öðru leyti má byrja frá upphafi utankjörfundaratkvæðagreiðslu, framboðsfrestir eru liðnir, kynningarefni til etc.

Nafnlaus sagði...

Kjósa strax aftur. Almenningur er í losti og mikið talaðu um pólitíska skipan í Hæstarétt. Altalað nú að Viðar Már Matthíasson, nýjasti dómarinn sé bróðir kvótadrottningarinnar frá Eyjum, eigandi Moggans. Hægri menn vilja ekki breyta stjórnarskránni, það liggur fyrir. Þeir gera allt til að koma í veg fyrir það.
Og kannski er almenningur bláeygur að halda að hægt sé að setja í stjórnarskrá betri ákvæði?

Er ekki allt undir pólitískum ákvörðunum komið hverju sinni?

Sem dæmi: af hverju stendur ríkisstjórnin ekki við loforð sín og tekur kvótann af útgerðarmönnum? Er nokkuð hægt að setja slíkt í stjórnarskrá?
Er pólitískur viljinn máttlaus hjá vinstri ríkisstjórn?