fimmtudagur, 27. janúar 2011

Ofbeldi LÍÚ mótmælt

Í dag var haldinn fjölmennasti félagsfundur sem haldin hefur verið á því svæði. Sé litið til viðhorfa og fundarsóknar í fundarröð RSÍ undanfarnar vikur, hefur orðið mikil viðhorfsbreyting frá útspili SA/LÍÚ. Samstaða félagsmanna hefur snaraukist. Nánast allir félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins á Norðurlandi vestra mættu fundinn í dag og fullt var út úr dyrum, en nú hafa tæplega 500 félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins sótt félagsfundi undanfarnar tvær vikur. Fundir hafa verið haldnir á 7 stöðum á landinu.

Á fundum hefur verið fjallað þróun viðræðna hefði verið við undirbúning kjarasamninga fram að útspili SA/LÍÚ um að stoppa allar viðræður þar til niðurstaða um kvótamál næst, sem að mati LÍÚ sé ásættanleg.

Í kjölfar þessa hefur til viðbótar fylgt sú hótun af hálfu SA/LÍÚ, að það þýði ekkert að reyna að fá viðtöl um kjarasamninga við þá, ekki verði rætt við einstök félög fyrr en fyrir liggi samræmd heildarstefna. Eða með öðrum orðum fámenn klíka í SA hefur tekið alla launamenn á landinu í gíslingu. Þannig ætla þeir að ná í gegn tryggingu á eign sinni á kvótanum.

Fram að þessu útspili hafði Vilhjálmur Egilsson framkv.stj. SA ítrekað lýst þeirra skoðun, og hér er vitnað orðrétt til endurtekinna ummæla hans. „Koma verði í veg fyrir átök á vinnumarkaði í sameiginlegum viðræðum um launaramma í 3ja ára kjarasamning með stöðugleika að markmiði, ná fram styrkingu krónunnar og möguleika til kaupmáttarauka. Langtímasamningur biði upp á, bæði hvað varðar launahækkanir, ekki síður kaupmáttaraukningu í skjóli stöðugleika, aukinni atvinnu, vaxandi fjölda starfa með meiri verðmætasköpun.

Undanfarin misseri hefði ríkt kyrrstaða, sem er afleiðing af þrefi stjórnmálamanna um alla skapaða hluti. Hagkerfið væri keyrt áfram að einkaneyslu og engin fjárfesting er í gangi. Það gæti ekki leitt til annars en vaxandi erfiðleika. Ef hver hópur færi fram og reyndi að ná til sín því sem frekast kostur væri, gæti slíkt ekki leitt til annars en að þeir sem minnst megi sín og búi við erfiðustu starfsskilyrðin muni sitja eftir.“

Rafiðnaðarmenn höfðu á fjölmennum fundum ekki hafnað því að ræða málin á þessum grunni, en 180° beygja SA/LÍÚ hefur þjappað mönnum saman. Vitað er að tæknifyrirtæki eru ósátt við þessa stefnu SA/LÍÚ, hún gengur þvert á hagsmuni þessara fyrirtækja og starfsmanna þeirra.

SA/LÍÚ hafa sett til hliðar heildarhagsmuni þessa samfélags og eru vísvitandi að þvinga fram svæsin átök á vinnumarkaði, þar sem stéttarfélögin munu krefjast skammtímasamninga, á meðan LÍÚ ætlar að þvinga stjórnvöld til hlýðni við sig eða að skapa pólitíska upplausn og þvinga réttkjörna ríkisstjórn frá.

Fram kom af hálfu fundarmanna að það blasi við öllum hvort sé markmið LÍÚ og þeim takist með því að þvinga ríkisstjórnina frá að ná fram endanlegu markmiði sínu að halda kvótanum í höndum örfárra. Með þessu er verið að valda launamönnum gríðarlegum skaða, kjarasamningar dragast, uppbygging atvinnulífs seinkar og atvinnuleysi vex í stað þess að minnka. Fyrir þessu stendur fámenn klíka sem ætlar sér að verja eigin hagsmuni, þó svo það leiði til þess að fleiri heimili falli í valinn.

Þess er krafist að hart verði brugðist af hálfu Rafiðnaðarsambandsins. Á morgun föstudag 28. janúar mun miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins koma saman ásamt forsvarsmönnum samninganefnda, þar verður fjallað um niðurstöður félagsfunda og afstöðu SA/LÍÚ. Fram kom á fundinum að Rafiðnaðarsambandið ætti að stefna á að sambandið fari fram sem ein heild í kjarasamningum og beiti öllum sínum vopnum til þess að brjóta á bak aftur ofurvald LÍÚ klíkunnar.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú semur ekki við hryðjuverkamenn, beitir öllum tiltækum ráðum til að knésetja þá.

Nafnlaus sagði...

Góð greining hjá Guðmundi - SA hefur látið LÍÚ etja sér út í móa og fer villu vega þar stefnulaus og ráðalaus!
Gylfi

Níels A. Ársælsson sagði...

Ofurvald LÍÚ er ekkert í dag.

Þeir höfðu kúgunarvald í áratugi en eru gjörsamlega valdalausir og gjaldþrota í öllum málum í dag.

Nú þarf bara að fullkomna verkið.

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill!

Guðbjörn Guðbjörnsson

Jónína Óskarsdóttir sagði...

Takk, gott hvað er brugðist kröftuglega við þessum þvingunum SA/LÍÚ. Gamla valdið heimtar sitt - en fær vonandi ekki lengur!

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú Guðmundur að þú færir að skoða eigin liðsuppstillingu í stað þess að benda alltaf á aðra? Hvað með þá sem sitja við hlið þér og semja fyrir hönd þeirra sem eiga að fá skitinn 200 þús. kall í laun eftir nokkur ár? Menn sem eru jafnvel með tífalda upphæð viðsemjenda sinna í laun.

Hvað með þá sem sitja við hliðina á "forsetanum" hjá ASÍ og semur og semur, en átti svo þátt í að setja heila bankastofnun á hausinn, með þeim afleiðingum að stór hópur verkafólks sem hafði nurlað í nokkur hundruð þúsund króna eign í bönkunum hefur tapað þessum sparnaði?

Það er þungt í fólki, það er orðið þreytt á að heyra sömu frasana aftur og aftur frá Guðmundi og co. Kennandi alltaf öðrum um, bendandi á hvað aðrir séu fjallheimskir, en hverjur hafa þeir áorkað sjálfir?

Hvernig væri að þessir verkalýðsforkólfar færu að líta í eigin rann? Ætli það kæmi ekki eitt og annað undan Armani silkibindunum sem þessir verkalýðsforsetar með 1,5 - 2,0 milljónir á mánuði bera um hálsinn.

Hvenær er nóg nóg?

Guðmundur sagði...

Nafnlaus 12:04
Ég hef það fyrir venju að birta ekki aths. ritsóðanna sem dreifa óörkstuddum óhróðir um menn, en geta aldrei fært málefnanleg rök fyrir nokkurm sköpuðum hlut.

Manni verður flökurt að lesa svona sóðaskap og þá mannvosku sem sjónarmið þessa aumingja manns lýsa. Skelfing hlýtur honum að líða illa. En þetta treystir mannleysan til þess að gera í skjóli nafnleysis. Miklir menn erum við eða hitt þó heldur.


Ég ákvað að birta þennan pistil því hann lýsir hugarfari fársjúks manns, en er dæmigerður fyrir skrifritsóða af lægstu gerð.

Ég fæ svona haturspósta frá mönnum sem hafa það atvinnu að verja tiltekna valdastétt.

Ég þekki engan starfsmann verkalýðsfélags sem er með 1,5 - 2 millj kr. í laun

Ég þekki engan starfsmann veraklýðsfélags sem gengur um í Armani fötum.

Það er líka dæmigert og lýsir reyndar bjálfalegum hugsunarhætti þessa rakalausa að taka strípuð lágmarkslaun unglinga og bera saman við heildarlaun manna sem eru með langan starfsaldur, vinna langan vinnu tíma og bera mikla ábyrgð og eru með háskólapróf.

Flestir sem ég þekki í forystu stéttarfélaga eru með um 500 - 700 þús. kr. heildarlaun og ég er þar á meðal.

Þeir sem sitja meér við hlið og ég sjálfur erum á umsömdum töxtum viðkomandi stéttarfélags, hvorki meira eða minna.

Enda er það ekki það sem ritsóðinn er að benda á hann er á örvæntingarfullan hátt að reyna að beina athyglinna frá því hversu hárrétt og haldgóð þau rök eru sem ég hef.

Nafnlaus sagði...

Sæll vertu
Vil byrja á að þakka fyrir marga mjög góða pistla.

Í sumar skrifaðir þú pistil þar sem talað var um að í næstu samningum yrði það krafa að launamenn færu að fá borgað í evrum.
Hvernig er staðan í því máli ?

http://gudmundur.eyjan.is/2010/08/ja-er-kominn-timi-breytingar.html

Guðmundur Ingi Þorsteinsson

joi sagði...

Þetta eru sorgleg innskot hjá Guðmundi hérna að framan. Hann notar sömu trixin og vanalega þegar staðreyndunum er veifað, þá sakar hann viðkomandi um sóðaskap, mannvonsku o.s.frv.

Tölfrðin talar sínu máli. Það þýðir ekkert fyrir Guðmund að þræta fyrir þessar staðreyndir, enda reynir hann lítið að svara fyrir þær, nema hvaða jakkafatasortir menn ganga í alla jafna.

Allt sem tengist Lífeyrissjóðunum þessa dagana vekur upp spurningar. Hvort sem um sé að ræða fjárfestingarstefnu, setu verkalýðsforkólfa í stjórn lífeyrissjóða, banka, sparisjoða og annarra fjármálastofnana. Almenns líkuskapar og alls kyns dellu-framtakssjóða sem njóta einskis traust hjá þeim fjármagana þetta allt saman. Þetta er einfaldlega viðurkennt og sannað.

Legg svo til að Guðmundur Gunnarsson reyni í framtíðinni að svara málefnalega í þeim sem gera sér far um að setja hér inn athugasemdir, í stað þess að fá þennan stanslausa fúkyrðaflaum frá honum sem hann sullar yfir þá sem gera athugasemdir við rangfærslur hans.

Guðmundur sagði...

Sæll Jói það væri kannski rétt að þú reyndir að finna orðum þínum stað. Allt eru þetta innistæðulausar fullyrðingar út í loftið.

Með orðum þínum ert þú að segja að þér finnist í lagi að ljúga upp á saklaust fólk rakalausum þvætting um laun og annað súrra saman ógeðfelldum svívirðingum og svo þegar því er svarað byrjið þið að vola. Litlir kallar